Morgunblaðið - 30.06.1988, Page 19

Morgunblaðið - 30.06.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 19 ríkinu. Höskuldur getur ekkert að þessu gert. Hann setti ekki lögin né reglugerðirnar en verður að vinna úr þeim. Svo niðurstaðan er einföld. Það verður mjög þröngt framboð í Áfengisversluninni af skiljanlegum rekstrarlegum ástæð- um. Áratuga neysluvenjur á far- mannabjórnum hafa í rauninni þeg- ar ákvarðað tegundirnar, sem boðnar verða. Hvemig hefði mátt vinna Auðvitað hefði verið hægt að leyfa mönnum að flytja inn bjór og lagera, selja á sína ábyrgð til veitingahúsa gegn greiðslu bjór- skatts, afgreiða pantanir gegnum verslanir ÁTVR og vöru þar til sýnis en ekki sölu, gegn gjaldi, ef ekki vill betur. Leyfa mönnum þannig að kynna sinn bjór og halda fram hans ágæti. En þetta skiljum við ekki. Við erum víst og verðum indíánar á reservati og þannig verður það víst að vera. Okkur verður boðið upp á annan hvorn bjórinn sem við þekkj- um úr dollum á veitingastöðunum. Sérhönnuð bjórglös mundu sjálf- sagt flokkast undir auglýsingar á áfengi eins og merktir öskubakkar, bjórplattar o.s.frv. Engin merkjan- leg breyting verður á bjórvenjum okkar utan það, að við þurfum ekki að fara í felur með dolluna okkar eða óttast að verða uppis- kroppa. Og þá er bara eftir að sjá, hvern- ig fyrri innflutningsaðilum vegnar í samkeppninni við verðlagið í ÁTVR. Kannske verður bara verð- lækkun á dollubjómum okkar græna og gyllta og við getum drukkið fleiri með góðri efnahags- samvizku í næsta laxveiðitúr. Bjórmenn íslands, björt er tíð í vændum. Höfundur er annar af forstjórum Steypustöðvarinnar. Vistheimilið að Álfalandi 6 Svar við fyrirspurn Árna Sigfússonar, borgarfulltrúa, til félagsmálaráðherra eftirLáru V. Júlíusdóttur í Morgunblaðinu 16. júní 1988 ritaði Ámi Sigfússon, borgarfulltrúi og formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar, grein og bar fram fyrirspum til félagsmálaráð- herra um vistheimili fatlaðra bama að Álfalandi 6, Reykjavík, í tveimur liðum: 1. Setti félagsmálaráðherra sig sérstaklega gegn því að gengið yrði frá lögskipuðum greiðslum vegna vistheimilis fatlaðra bama í Álfalandi 6, þrátt fyrir að svæðisstjóm fatlaðra í Reykjavík hafi mælt eindregið með því annað árið í röð? Ef svo er, hver er skýringin á þessu háttemi ráð- herra? 2. Ef staðreyndin er sú að félags- málaráðherra er kominn í heilagt stríð við Reykjavíkurborg, er þá ekki þörf á að vopnabúnaður ráðherra sé annar en vistheimili fatlaðra barna { Álfalandi 6? Varðandi fyrri lið fyrirspumarinn- ar vil ég taka fram eftirfarandi: Það er vissulega lofsvert þegar sveitarfélög sýna frumkvæði í upp- byggingu heimila fyrir fatlaða, og mætti vera meira um að slíkt væri gert, bæði í Reykjavík og annars staðar. Árið 1986 seldi Reykjavíkurborg ríkinu húsnæði að Dalbraut 12 og mun hafa keypt húsið að Álfalandi 6 fyrir andvirði þess. Reykjavíkur- borg keypti húsið án þess að hafa nokkur vilyrði eða yfirlýsingar frá stjóm Framkvæmdasjóðs fatlaðra um greiðslur. Ríkið hefur staðið straum af rekstrarkostnaði af heimil- inu undanfarin ár, og á fjárlögum þessa árs eru rúmar 6 milljónir króna ætlaðar í rekstur fyrir skammtíma- heimilið að Álfalandi 6. Það er alrangt sem fram kemur í greininni að félagsmálaráðherra hafi sett sig sérstaklega gegn því að gengið yrði frá greiðslum ríkisins vegna stofnkostnaðar vistheimilis fatlaðra í Álfalandi 6, enda virðist misskilnings gæta hjá borgarfulltrú- anum um framkvæmdasjóð fatlaðra, hvemig úthlutun fer þar fram. Sam- kvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 41/1983 er hlutverk fram- kvæmdasjóðs að ijármagna fram- kvæmdir við stofnanir fatlaðra, sem eru göngudeildir, þar sem jafnframt skal veita eftirvemd, skammtíma fósturheimili, leikfangasöfn, með- ferðarheimili, sumardvalarheimili, sambýli, dagvistarstofnanir fatlaðra, hjúkrunarheimili, vemdaðir vinnu- staðir, atvinnuleit, hæfingar- og end- urhæfingarstöðvar, vistheimili og skóladagheimili svo og aðrar fram- kvæmdir ríkisins vegna sérkennslu. Ennfremur er heimilt að veija allt að 10% af ráðstöfunarfé sjóðsins til annarra sameiginlegra verkefna varðandi sérkennslu og endurhæf- ingu svo og annarra verkefna, sem ríki eða sveitarfélagi ber sannanlega ekki að greiða. Stjómamefnd um málefni fatlaðra annast stjóm sjóðsins. Stjómamefnd er skipuð sjö mönnum til fjögurra ára í senn. Félagsmálaráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti og menntamálaráðuneyti skipa hvert sinn stjómarmann, Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir einn fulltrúa, en samtök fatlaðra, Lands- samtökin þroskahjálp og Oiyrkja- bandalag íslands tilnefna þijá menn í nefndina. Fulltrúi félagsmálaráðu- neytis er formaður nefndarinnar. Þannig er einungis einn fulltrúi í stjómamefnd tilnefndur af félags- málaráðherra. Lára V. Júlíusdóttir „Öllum dylgjum um annarleg sjónarmið ráðherra vegna úthlut- unar fjár úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra er alfarið vísað á bug.“ Hlutverk stjómamefndar er að ráðstafa fé sjóðsins í samræmi við lög um málefni fatlaðra að fengnum tillögum svæðisstjóma og umsögn viðkomandi ráðuneytis. Svæðis- stjómir senda tillögur sínar viðkom- andi ráðuneyti, sem síðan sendir þær stjómamefnd ásamt umsögn um þær. Stjómamefnd skal leita stað- festingar viðkomandi ráðherra á til- lögum sínum um úthlutun úr sjóðn- um. Á fjárlögum þessa árs hafði sjóð- urinn 180 milljónir króna til ráðstöf- unar í ofangreind verkefni. Tillögur svæðisstjómar Reykjavíkur einnar vegna úthlutunar 1988 námu á verð- lagi 1. október 1987 tæpum 263 milljónum króna. Frá upphafi var því ljóst að nauðsynlegt var að skera vemlega niður af þeim tillögum. í tillögum um forgangsröðun verkefna frá Svæðisstjóm Reykjavíkur árið 1987 var skammtímavistun í Álfal- andi 6 í 7. sæti. í tillögum um for- gangsröðun í ár varð skammtíma- vistunin í Álfalandi 6 í 9. sæti. Sú fullyrðing, sem borgarfulltrúinn set- ur fram í fyrirspum sinni að svæðis- stjóm fatlaðra í Reykjavík hefði mælt eindregið með flárveitingunum til Álfalands 6 annað árið í röð, er því ýkt, og stenst ekki raunveruleik- ann. Ég hirði ekki um að svara seinni lið fyrirspumar borgarfulltrúans, og tel að störf ráðherra í þágu fatlaðra hingað til beri vott um annað en ill- vilja í þeirra garð, en Framkvæmda- sjóður fatlaðra var stofnaður að frumkvæði ráðherrans. Ég vil að lokum vekja athygli borgarfulltrúans á þeim vanda sem stjómamefnd um málefni fatlaðra er á höndum við úthlutn fjár úr sjóðn- um. Verkefnin eru óþijótandi en fjár- magnið takmarkað. Ákvarðanir um synjun fjár til einhverra verkefna verður að taka. Slíkar ákvarðanir er auðvelt að gagnrýna. Þeir sem ætla að helga sig stjómmálum í framtí- ðinni ættu að skilja þessa aðstöðu fremur en aðrir. Öllum dylgjum um annarleg sjónarmið ráðherra vegna úthlutunar fjár úr Framkvæmdasjóði fatlaðra er alfarið vísað á bug. Höfundur er aðstoðarmaður fé- lagsm&lariðherra. 'IBEK /ALI MILDA HUNANGS- OG HNETUBRAGÐIÐ Á SÉRLEGA VEL VIÐ SÚRMJÓLK OG MJÓLK. ALGJÖRT HUNANG! FLÖGUR ÚR 100% HEILHVEITI, FULLAR AF TREFJUM OG ÖLLUM MÖGULEGUM FJÖREFNUM, PÆR ERU LÉTTAR I MAGA OG STÓRFÍNAR Á BRAGÐIÐ. BAKAÐ UR HEILHVEITI- OG MAlSKLlÐI. ÞAÐ ER SYKURSNAUTT OG 'Á BOLLI GEFUR HELMING TREFJANNA SEM TALIÐ ER ÆSKILEGT AÐ NEYTA DAGLEGA. HEILSUFÆÐA AF BESTU GERÐ - SAMT ALGJÖRT NAMMI! MEÐ KANIL OG RUSÍi MÚSL( FRÁ NATURE VALLEY ER RISTAÐ ÚR HEILUM HÖFRUM, HRfSI OG ÝMSU GÓÐMETI ÚR RÍKI NÁTTÚRUNNAR. ROSALEGA BRAGÐ- GOTT, BÆÐI MEÐ MJÓLKURMAT OG BEINT ÚR PAKKANUM... ...HEILSUSAMLEGT SJÓNVARPSNART. VANILLU OG HR(SI. EINFALT, LÉTT, STÖKKT OG LJÚFT FYRIR MUNN OG MAGA. VV ÁVÖXTUM.. ALGJÖRT... ÆÐI! BLANDAÐ ( SÚRMJÓLK - BRÁÐHOLLT SÆLKERAFÆÐI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.