Morgunblaðið - 30.06.1988, Side 20
20
MORGUNbLaÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988
DAGVIST BARIVA
MIÐBÆR
Grænaborg v/Eiríksgötu
Fóstrur óskast á leikskóladeild í Grænu-
borg, geta byrjað strax eða í haust.
Athugið breytt vinnuskipulag.
Upplýsingar gefur Jóhanna í símum 14470 og 681362.
Símar 35408 og 83033
UTHVERFI
Nökkvavogur
Hjallavegur
AUSTURBÆR
Bollagata
Laugarásvegur39staka
talan og uppúr
Dyngjuvegur
Hrísateigur
Eskihlíð 5-15 o.fl.
Eskihlíð 14-18
Eskihlíð 20-35
Mávahlíð 2548
JMtvgnnMiiMfr
Ian Clark, fiskihagfræðingur frá Nýja Sjálandi:
Þjóðin á fiskinn og því á
að skattleggja kvótann
íslendingar ættu að binda kvóta við einstaklinga, ekki skip
ÓHEFTAR fiskveiðar eru úrelt
ar og kvótakerfi í einhverri
mynd er það sem koma skal.
Um þetta eru helstu sérfræðing-
ar heims í fiskveiðistjórnun
sammála, en rúmlega 50 þeirra
sitja nú fimm daga ráðstefnu á
Hótel Sögu. Það kerfi sem hvað
mestrar athygli nýtur nú er það
sem Nýsjálendingar hafa tekið
upp, enda telja þeir sig hafa náð
að auka hagkvæmni í fiskveið-
um á sama tíma og fiskistofn-
arnir eru verndaðir fyrir of-
veiði. Kvótakerfi þessarra and-
fætlinga okkar er að mörgu
leyti frábrugðið þvi íslenska og
þá einna helst að þvi leyti að
það er bundið við einstaklinga,
en ekki við skip. Kvóthm má
einnig ganga kaupum og sölum
á Nýja Sjálandi og kvótaeign er
þar skattlögð. Óneitanlega er
það forvitnilegt fyrir íslendinga
að kynna sér þetta kerfi og var
Ian Clark, yfirfiskihagfræðing-
ur i sjávarútvegsráðuneytinu á
Nýja Sjálandi, tekinn tali á Hót-
el Sögu og spurður um kvótann
hér og þar.
Sóknartakmarkanir
gagnslausar
Hvemig er kvótakerfið á Nýja
Sjálandi uppbyggt?
„Það er kannski best að byrja
á að lýsa því af hverju við tókum
upp kvótakerfi. Ofveiði var orðið
mikið vandamál á grunnslóð og
sjómenn voru sífellt að leggja harð-
ar að sér í keppninni um að ná sem
stærstum hlut af minnkandi fiski-
stofnum. Þegar við sáum fram á
að það sama væri að henda í úthaf-
sveiðum var ljóst að það yrði að
takmarka veiðamar á einhvem
hátt. Við komumst að þeirri niður-
stöðu að sóknartakmarkanir á borð
við skrapdagakerfi, takmarkanir á
bátastærð, reglur um veiðarfæri
o.s.frv. næðu ekki tilætluðum ár-
angri. Sjómenn finna alltaf leiðir
í kringum slík boð og bönn.
Eina Ieiðin var að stjóma afla-
magninu, að takmarka afla hvers
sjómanns. Um leið og það er gert
er hægt að sleppa öllum öðmm
takmörkunum, því það skiptir ekki
máli hvemig eða hvenær sjómað-
urinn veiðir sinn kvóta, það er
honum í sjálfsvald sett.
Það er mjög mikilvægt í þessu
kerfí að hægt sé að versla með
kvótann, því aðeins þannig verður
kerfið sveigjanlegt og fiskveiðam-
ar byggjast upp á réttan hátt.
Reynslan af þessu kerfi er sú að
okkur hefur tekist að ná því mark-
miði að vemda fiskistofnana og
að gera rekstur sjávarútvegsins
hagkvæman."
Ríkisafskipti í lágmarki
Hver er helsti munurinn á nýsjá-
lenska kerfinu og íslenska kvóta-
kerfínu?
„Ég þekki íslenska kerfíð ekki
til hlítar, en helsti munurinn er sá
að á íslandi er kvótinn bundinn
við ákveðin skip, en á Nýja Sjál-
andi eiga sjómennimir kvótann.
Við höfum reynt að halda ríkisaf-
skiptum í lágmarki og menn hafa
fullkomið frelsi hvemig þeir ráð-
stafa kvóta sínum. Menn geta veitt
hann á eigin skipum eða leigt skip,
og menn geta leigt eða selt kvóta
sinn. Það er meira að segja hægt
að leigja útlendum skipum kvó-
tann.
Ríkisvaldið ákveður heildarkvót-
ann á hverri tegund og innheimtir
skatt af hveiju tonni af kvóta, en
skiptir sér ekki að öðm leyti af
málunum. Þess vegna er hægt að
nota kvótann sem veð fyrir banka-
láni og reyndar eiga bankar á
Nýja Sjálandi nú töluvert af kvóta.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ian Clark: Nýsjálenska kerfið
sameinar kosti stjómunar og
frjáls markaðar, þar sem ríkis-
valdið setur grunnreglur til að
verada fiskistofnana, en ein-
staklingar ráða hvort og hvera-
ig þeir nýta, leigja eða selja
kvóta sinn.
I upphafi var kvótanum ráðstaf-
að þannig að farið var eftir meðal-
afla hvers og eins síðustu ár, en
síðan er hægt að kaupa og selja
þennan upphaflega kvóta að vild."
Kvóti á skip þýðir of mörg
skip
Það hefur komið fram gagnrýni
á íslenska kvótakerfið fýrir að
nánast gefa ákveðnum mönnum
einkaleyfí á fískimiðin og meina
öðrum aðgangað þessarri auðlind.
„Kvótinn verður að geta gengið
kaupum og sölum til að nýtt fólk
komist inn í fiskveiðar. Ríkisvaldið
á ekki að skipta sér af því hver
veiðir aflann, það á eingöngu að
setja grunnreglur og gæta þess
að þær séu ekki brotnar. Einstakl-
ingamir sjá síðan um að veiða fisk-
inn á sem hagkvæmastan hátt inn-
an þeirra marka sem þeim er sett,
því tilgangur þeirra er auðvitað
að hagnast."
íslenska kerfíð - það er að binda
kvóta við einstök skip - hefur einn-
ig verið gagnrýnt fyrir að lögbinda
óhagkvæman rekstur, þar sem of
mörg skip eru að eltast við tak-
markaða auðlind.
„Ég held að þessi gagnrýni sé
rétt. Við íhuguðum þann kost að
binda kvótann við skip, en töldum
að hann væri óhagkvæmur. Helsti
ókosturinn við það kerfi er að það
gefur einstaklingnum ekki mögu-
leika á að ná fram hámarkságóða
á þann hátt sem hann telur best-
an. Það gæti til dæmis verið hag-
kvæmt fyrir mann með 100 tonna
kvóta að kaupa sér smærri bát til
að afla upp í hann. Ef fiskveiðiflot-
inn er of stór og kvóti er bundinn
við skip er ekkert hægt að gera
við því vandamáli að skipin em of
mörg. Á Nýja Sjálandi hefur þró-
unin orðið sú að á sumum sviðum
hefur bátum fækkað en á öðrum
hefur þeim fjölgað, en þá hefur
verið um smærri skip að ræða.
Stærð og uppbygging flotans lagar
sig þannig að veiðiþoli tegund-
anna. Kvótinn er ekki einu sinni
bundinn við nýsjálensk skip, því
oft á tíðum er það hagkvæmara
að láta japönsk, sovésk eða kóre-
önsk skip veiða fisk fyrir nýsjá-
lensk fiskvinnslufyrirtæki."
íslendingar ein af 4
þjóðum í fararbroddi
Er þróunin í fiskveiðistjórrðin I
heiminum í þá átt að binda kvóta
við skip, eins og íslendingar gera,
eða við einstaklinga, eins og á
Nýja Sjálandi?
„Það er mikill áhugi í heiminum
á því sem íslendingar og Nýsjá-
lendingar eru að gera, en þessar
þjóðir, ásamt Kanadamönnum og
Áströlum, eru í fararbroddi í heim-
inum hvað varðar stjómun fisk-
veiða. Flestar þjóðir hafa ekki gert
það upp við sig hvaða aðferðum
þær eigi að beita, en æ fleiri hall-
ast að þeirri hugmynd að einstakl-
ingsbundinn, seljanlegur kvóti
(Individual Transferable Quotas)
sé rétta leiðin.
íslendingar hafa tekið skref í
rétta átt, en það væri athyglisvert
að sjá þá stíga skrefið til fulls og
binda kvótann við einstaklinga,
ekki við báta.“
Sjómenn sáttir við
kvótaskatt
Hvemig er kvótinn skattlagður
á Nýja Sjálandi?
„Þar sem kvótinn getur gengið
kaupum og sölum hefur hann
ákveðið verðmæti. Verðið ræðst
af því hvað fólk er tilbúið að borga
mikið fyrir kvótann, sem aftur
ræðst af gróðavoninni í einstökum
veiðum. Þú þarft að borga skatt
af þínum kvóta hvort sem þú nýt-
ir hann sjálfur, leigir hann, selur
hann, eða ákveður að gera alls
ekki neitt við hann. Nýsjálenska
ríkisstjómin lítur ekki á kvótann
sem þína einkaeign, þar sem físk-
urinn í sjónum er sameign þjóðar-
innar. Kvótaeign er því skattlögð
sem tekjur sem viðkomandi hefur
ekki unnið fyrir.
Á síðasta ári vom tekjur ríkis-
sjóðs af kvótaskatti á Nýsjálend-
inga 16 milljónir dollara (um 730
milljónir íslenskra króna) og um
20 milljónir dollara (rúmlega 900
milljónir íslenskra króna) af skatti
á veiðar erlendra skipa í nýsjá-
lenskri lögsögu.
Sjómenn á Nýja Sjálandi em
sáttir við að borga kvótaskatt, þó
svo að þeir séu ekki endilega sátt-
ir við upphæðina sem þeir borga,
þeir vilja sleppa með sem minnst."
Verðmætari afli í
kvótakerfinu
íslendingar tóku upp kvótakerfí
af svipuðum ástæðum og Nýsjá-
lendingar - sem ráð gegn ofveiði
- og margir líta enn á það sem
neyðarúrræði sem stríði gegn frelsi
og veiðimannseðli Islendinga. Tel-
urðu að það sé hægt að snúa við
frá kvótakerfínu til eldri aðferða í
fískveiðistjómun?
„Það væm mikil mistök, þar sem
það myndi draga úr hagkvæmni
fiskveiðanna. Ef þú segir þorsk-
veiðiflotanum að veiðitíminn sé
takmarkaður við tvo mánuði á ári
reynir hvert skip að moka eins
ir.iklu upp og hægt er á sem
skemmstum tíma. Það er bijálæði.
Sjómennimir á Nýja Sjálandi
vom óhressir með kvótakerfíð
fyrst í stað og sögðu: Við emm
veiðimenn. Hins vegar var ljóst að
gamla kerfið var allt of dýrt og
óhagkvæmt og raunvemlega
græddi enginn á því, hvorki sjó-
menn né þjóðin. Við teljum ekki
að kvótakerfið hafi drepið veiðieð-
lið. Maður sem á 100 tonna kvóta
verður eftir sem áður að vita hvar
bestu miðin em, bestu veiðiað-
ferðimar og hann verður að haga
veiðunum þannig að þær gefi sem
mest í aðra hönd. Kvótakerfíð hef-
ur breytt tilhögun veiðanna og það
er athyglisvert að verðmæti afla
sumra tegunda hefur aukist mikið
eftir tilkomu þess. í stað þess að
skófla fískinum upp úr hafinu
reyna menn nú frekar að einbeita
sér að því að fá sem verðmætasta
vöm úr þeim fiski sem þeir mega
veiða."