Morgunblaðið - 30.06.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.06.1988, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 ©DEXION IMPEX-hillukerfi án boltunar Útsölustaðir: LANDSSMIÐJAN HF. — Verslun Ármúla 23 - Sími (91)20680 STRAUMRÁS SF. — Akureyri Slmi (96)26988 r LANDSSMIÐJAN HF. centt (IIEN Nýlagaö kaffi 10-12 bollar tilbúnir á aðeins 5 mínútum. Gæöi, Þekking, Þjónusta A. ISARLSSOH MF. HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28 SlMI: 91 -27444 fáL/JJJA Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Morðið á bandarískum sendifulltrúa í Aþenu: Ofgasamtök lýsa ábyrgð á hendur sér í bréfí frá öfgasamtökunum, sem barst til dagblaðsins Elthnos, sagði að Nordeen hefði verið myrt- ur vegna stuðnings Bandaríkja- manna við „tyrkneska heimsvalda- stefnu“. Samtökin 17. nóvember eru best skipulögðu skæruliðasam- tök í Grikklandi. Undanfarin 13 ár hafa þau staðið á bak við morð á mörgum háttsettum stjómmála- mönnum. í bréfínu sagði að morðið á Nordeen hefði verið annar liðurinn í áætlun sem hófst 23. maí sl. er bifreið tyrkneskra sendifulltrúa sprakk í loft upp í Aþenu. Þá var ástæðan sögð sú að verið væri að mótmæla heimsókn tyrkneska ut- anríkisráðherrans, Mesuts Yilmaz. Öfgasamtökin segjast beijast gegn bættum samskiptum Tyrkja og Grikkja og saka grísk og bandarísk stjómvöld um að hafa ofurselt hluta Kýpurbúa tyrknesk- um yfírráðum. Stathis Sehiotis, innanríkisráð- herra Grikklands, sagði í gær að gripið yrði til ráðstafana af hálfu ríkisvaldsins til að stemma stigu við hryðjuverkum í Aþenu, sem hafa ágerst á þessu ári. Ný stjórn í Frakklandi París, Reuter. NÝ STJÓRN Michels Rocards, forsætisráðherra Frakklands, tók við í Frakklandi á þriðjudag. í stjóminni eiga sæti 24 sósíalist- ar auk Rocards og 24 menn utan sósíalistaflokksins, þar af bæði miðjumenn og óflokksbundnir menn úr hinum ýmsu stéttum þjóðfélagsins. Þar sem sósíalista vantar 13 þingsæti upp á að hafa meirihluta í franska þinginu verða þeir að treysta á stuðning miðjumanna eða kommúnista til að koma lögum í gegn um þingið. Þó eru ekki nema þrír miðjumenn í hinni nýju stjóm. Jean-Pierre Soisson er vinnumála- ráðherra, Jean-Marie Rausch fer með utanríkisviðskipti og Helene Dorlhac með fjölskyldumál. í stjóm Rócards eiga einnig sæti nokkrir menn sem em þekktir fyrir störf á öðrum sviðum en stjómmálum. Ala- in Decaux er sagnfræðingur sem kynnir sjónvarpsþætti og fer nú með málefni franskrar menningar erlendis. Michel Gilibert, sem er fatlaður, er nú ráðherra yfír málefn- um fatlaðra og þekktur krabba- meinssérfræðingur, Leon Schwartzenberg sér um heilbrigðis- mál. Rocard hefur þó ekki tekist að fá til liðs við sig þekkta menn úr viðskiptaheiminum. Öll stærstu ráðherraembættin em enn í hönd- um sósíalista. Nokkrir kristilegir demókratar hafa dregið sig úr sam- starfí við hina miðjumennina í stjómarandstöðu og ekki er ólíklegt að þeir styðji ákveðin stjómarfmm- vörp í þinginu. Rocard átti að flytja stefnuræðu sína í gær en ekki er búist við neinum átökum á þingi fyrr en í haust þegar ræða á fjár- lagafrumvarpið. Reuter Francois Mitterrand fyrir framan ráðherra í frönsku stjórninni sem mynduð var á þriðjudag. Myndin var tekin fyrir utan' forsetahöllina í París. Aþenu, Reuter. Vinstrisinnuð öfgasamtök, sem kalla sig 17. nóvember, lýstu í gær ábyrgð á hendur sér á morðinu á bandaríska stjórn- arerindrekanum William Nordeen. Nordeen lét lífið í Aþenu á þriðjudag er bifreið, sem hann ók, var sprengd í loft upp með fjarstýrðri sprengju nærri heimili hans. Bandaríska varnarmálaráðuneytið: Mútuþægni embættismanna jafnað við vopnasöluhneykslið RANNSÓKN bandarísku alrík- islögreglunnar (FBI) á meint- um fjársvikum tilekinna starfs- manna bandariska varnarmála- ráðuneytisins hófst i lok ársins 1986 að því er segir i frétt breska dagblaðsins The Inde- pendent nú nýverið. Sannað þykir að ákveðnir starfsmenn hafi selt vopnaframleiðendum leynilegar upplýsingar varð- andi útboð, áætlanir og hugsan- leg vopnakaup. Fyrrverandi og núverandi embættismenn stjórnar Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta hafa verið gagnrýndir fyrir aðgerðarleysi og Ieyndarhyggju en ekki er (jóst hveijir, ef nokkrir, verða gerðir ábyrgir og sóttir til saka. Hneykslið varð opinbert um miðjan þennan mánuð og tóku þegar að heyrast háværar gagn- rýnisraddir á Bandaríkjaþingi. „Svikin eru öldungis ótrúleg,“ sagði einn þingmaður öldunga- deildarinnar og bætti við að þetta væri „umfangsmesta og alvarleg- asta hneykslismál í sögu banda: ríska vamarmálaráðuneytisins". í nýjasta hefti vestur-þýska tíma- ritsins Der Spiegel segir að vopna- framleiðendur hafí mútað emb- ættismönnum í ráðuneytinu með óbeinum peningagjöfum, bifreið- um og utanlandsferðum auk þess sem tilteknum starfsmönnum hafí verið heitið vellaunuðum störfum hjá viðkomandi fyrirtælqum í framtíðinni. í grein Der Spiegel er fullyrt að hneyksli þetta sé síst umfangsminna en Iran-kontra- hneykslið svonefnda er uppvíst varð að ágóða af leynilegri vopna- sölu til klerkastjómarinnar í Iran hefði verið varið til að styðja kontra-skæruliða í Nicaragua. Segir ennfremur að mál þetta muni á næstu mánuðum koma til jneð að skaða Repúblikanaflokk- inn og frambjóðanda hans, Ge- orge Bush varaforseta, í forseta- kosningunum í haust. Edwin herra. Meese dómsmálaráð- John Lehman, málaráðherra. fyrrum flota- Fyrrum ráðherra flæktur í svikin Rannsóknin beinist nú um stundir einkum að meintum svik- um starfsmanna í flotamálaráðu- neytinu sem heyrir undir vamar- málaráðuneytið. í grein D.er Spi- egel segir að John Lehman, sem sagði af sér embætti flotamála- ráðherra á síðasta ári, hafí meðal annars skipað undirmönnum sínum að leiða hjá sér tilteknar reglur varðandi útboð og samnin- gaumleitanjr við vopnaframleið- endur. Þetta hafí leitt til þess að valdið færðist á fárra hendur og ákveðnir embættismenn hafí verið slegnir siðblindu er þeim vom fengin slík völd. Þannig hafí til- teknum fyrirtækjum, og em eink- um nefnd til sögunnar McDonnell Douglas og General Dynamics, tekist að tryggja sér samninga um sölu á vígtólum eftir að hafa fengið upplýsingar frá starfs- mönnum þessum. Lehman var einkum þekktur fyrir flotastefnu sína sem miðaði að því að stór- efla flotavamir Bandaríkjamanna með gríðarlegum tilkostnaði og segir í Der Spiegel að hann hafi neyðst til að segja af sér er uppvíst varð um starfsaðferðir hans. í frétt The Independent segir ennfremur að Lehman sé gmnað- ur um að hafa skýrt ákveðnum starfsmönnum frá því að alríkis- lögreglan fylgdist með þeim en lögreglumenn hófu skipulegar símahleranir í byrjun síðasta árs. Alls vom 4.764 samtöl hleruð og tekin upp á segulband og herma heimildir að tæplega 700 þeirra geti talist sönnunargögn ef höfðað verður mál á hendur þeim gmn- uðu. Leyndarhyggja og dugleysi Caspar Weinberger, fyrmm vamarmálaráðherra og yfírmaður Johns Lehmans, hefur verið gagn- rýndur fyrir að hafa staðið í vegi fyrir skipulegum rannsóknum á því hvemig fjármunum ráðuneyt- isins var varið en enn hefur ekk- ert komið fram sem bendir til þess að hann hafí vitað um mútu- greiðslumar. Þá hefur framganga Edwins Meese dómsmálaráðherra einnig þótt ámælisverð og þykir mörgum það með ólíkindum að mútugreiðslur og víðtæk siðspill- ing skuli hafi fengið að þrífast svo lengi án vitundar starfsmanna dómsmálaráðuneytisins. Meese hefur bent á að frá árinu 1985 Caspar Weinberger, fyrrum varnarmálaráðherra. hafí fjársvikadeild dómsmálaráðu- neytisins komist yfír rúmar 32 milljónir Bandaríkjadala (tæplega einn og hálfan milljarð ísl. kr.) sem greiddar hafí verið með óleyfílegum hætti. Höfðuð hafí verið mál á hendur 43 mönnum og hafí 35 þeirra verið dæmdir. Mörgum þykir framganga fjár- svikadeildarinnar tæpast geta tal- ist vaskleg og benda á að vamar- málaráðuneytið veiji 100 milljörð- um dala til vopnakaupa að jafnaði á ári hveiju. Vitnaleiðslur og endurskoðun Stjóm Reagans forseta leggur áherslu á að kerfíð hafí ekki brugðist heldur hafí tilteknir starfsmenn gerst sekir um spill- ingu og mútuþægni. Segja þeir hinir sömu að ekki sé við stjómina að sakast og eigi embættismenn raunar hrós skilið fyrir að hafa afhjúpað siðleysingjana. Búist er við að fram fari vitnaleiðslur á þingi vegna þessa máls auk þess sem það þykir styrkja mjög mál- stað þeirra þingmanna sem hvatt hafa til þess að fyrirkomulag vopnakaupa vamarmálaráðuneyt- isins verði tekið til endurskoðunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.