Morgunblaðið - 30.06.1988, Side 29
TT^rtT í\f* <TTTr>
TTri i TrTT/rTTr^nrM *
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988
29
Reuter
Æftfyrir Ólympíuleikana
Björgnnaræfingf fór fram á flugvellinum i Seoul, þar sem þúsundir íþróttamanna og ferðamanna
munu koma til landsins vegna Ólympíuleikanna í haust. Suður-kóreskir hermenn, lögreglumenn
og slökkviliðsmenn tóku þátt í æfingunni, og æfðu þeir hvernig bregðast skyldi við flugráni og
eldsvoða í flugvélum.
Kína:
Lögregla beitir rafmagnskylf-
um tíl að dreifa mótmælendum
Þrjú þúsund bændur efndu til mótmæla vegna mengunar
Guci-þorp í Kína. Reuter.
LÖGREGLA í smábænum Guci í Kína beitti kylfum, sem gefa
raflost, til að dreifa þrjú þúsund manna mótmælum sem bændur
í þorpinu efndu til. Bændurnir halda því fram að þeim stafi hætta
af mengun frá iðjuveri í nágrenni bæjarins.
Fyrir tíu dögum gengu þijú
þúsund íbúar þorpsins Guci, sem
er í útjarðri Peking, fylktu liði að
vatnsbólum þorpsins til að mót-
mæla mengun frá olíuhreinsunar-
stöð sem er skammt frá vatns-
bólunum. Kröfðust þorpsbúar þess
að affallsvatn frá olíuhreinsunar-
stöðinni verði ekki látið renna í
gegnum þorpið. Mótmælin fóru
friðsamlega fram þar til nokkur
hundruð manna lögreglulið kom
til að dreifa mótmælendum og
notaði til þess kylfur sem gefa
rafstuð. Meðal mótmælendanna
voru börn og gamalmenni.
Nokkrir mótmælendur slösuð-
ust alvarlega í átökum við lög-
reglu. Margir voru handteknir og
eru níu enn í haldi að sögn íbúa
í Guci. Þorpsbúar halda því fram
að fimm hafi látist í átökum við
lögreglu en það hefur ekki fengist
staðfest. Nokkrir þorpsbúa, sem
blaðamaður iíeute/-s-fréttastof-
unnar ræddi við, sýndu honum sár
sem þeir höfðu fengið eftir raf-
magnskylfur lögreglunnar. Aðrir
þorpsbúar neituðu að ræða við
blaðamanninn af ótta við hefnda-
raðgerðir lögreglunnar.
Bændur í þorpunum í grennd
við olíuhreinsunarstöðina segja að
íbúar þar séu illa haldnir vegna
mengunarinnar. Lungnasjúkdóm-
ar hijái fullorðna og böm fái út-
brot og sár. „Læknirinn segir að
þetta sé psoriasis, en varla fá öll
börn psoriasis," sagði miðaldra
maður sem blaðamaður Reuters
ræddi við.
Talsmaður héraðsstjómarinnar
sagði að vissulega væri vatn
mengað nú eftir að starfsmenn í
olíuhreinsunarstöðinni hefðu
neyðst til að hleypa affallsvatni
úr stíflum til að koma í veg fyrir
að þær brystu eftir miklar rigning-
ar að undanfömu. Sagði talsmaður
héraðsstjómarinnar þetta vera
einstakt tilvik. „Við höfum gert
ráðstafanir til að koma í veg fyrir
frekari mengun,“ sagði hann.
Talsmaðurinn sagði að milli tíu
og tuttugu manns hefðu verið
handteknir í mótmælunum en
þeim hefði öllum verið sleppt.
Neitaði hann að því að alvarleg
slys hefðu orðið á fólki.
Vestrænum blaðamönnum var
bannað að fara til þorpsins eftir
mótmælin. Tveir blaðamenn vom
handteknir þegar þeir hugðust
fara til Guci. Þeim var sleppt eftir
að teknar höfðu verið af þeim fílm-
ur sem þeir höfðu notað við
myndatökur í bænum.
Metverð fyr-
ir Monet-verk
Ix>ndon. Reuter.
MÁLVERK eftir franska listmál-
arann Claude Monet var á mánu-
dag selt á uppboði í London fyrir
hæstu fjárupphæð sem fengist
hefur fyrir verk listamannsins til
þessa. A sama uppboði var verk
eftir hollenska málarann Vincent
Van Gogh selt fyrir meira en tvöf-
alt hærra verð en vænst var.
Myndir franska impressionistans
Monets hafa á síðustu árum orðið
afar vinsælar. Myndin sem seldist á
mánudaginn heitir Bláa húsið og er
fyrirmynd þess hús í Zaandam, ná-
lægt Amsterdam, þar sem málarinn
dvaldist um tíma árið 1871. Málverk-
ið var selt á tæplega 7 milljónir doll-
ara eða um 315 milljónir íslenskra
króna. Kaupandi bauð í verkið gegn-
um síma.
Verk Van Goghs sem einnig var
selt í gegnum síma nefnist Sögur
Parísarbúa en það var selt fyrir um
580 milljónir íslenskra króna.
ífyrra var verk Van Goghs, Sóllilj-
Timar, selt á uppboði fyrir hæstu fjár-
upphæð sem greidd hefur verið fyrir
málverk. Það var japanskt trygging-
arfyrirtæki sem keypti myndina á
39.9 milljónir dollara, eða um það
bil 1800 milljónir ísl. kr.
Bandaríkin:
Lögsókn vegna of-
urvalds mafíunn-
ar á stéttarfélaeri
New York, Reuter. ^ *
Bandaríkjastjórn hefur höfðað
mál gegn forustumönnum stétt-
arfélags bandariskra flutninga-
manna, en það félag hefur i ára-
tugi verið sakað um tengsl við
mafíuna. Auk þeirra hafa meint-
ir glæpamenn, þar á meðal
mafíuforingjar, verið lögsóttir
fyrir að beita félaga stéttarfél-
agsins fjárkúgunum og hafa orð-
ið tuttugu þeirra að bana.
Rudolph Giuliani, alríkissaksókn-
ari, lagði fram ákæruna í Man-
hattan á þriðjudag og nefndi sem
sakbominga 18 forustumenn stétt-
arfélagsins, þar á meðal forsetann,
Jackie Presser, og 26 menn sem
taldir eru félagar í glæpasamtökum.
Þar af eru sex sagðir mafíuforingj-
ar. Guiliani sagði að mennimir
væru sakaðir um að hafa beitt fé-
laga í stéttarfélaginu fjárkúgunum
og myrt tuttugu manns. Auk þess
væm þeir sakaðir um skotárásir,
sprengjutilræði, barsmíðar, mútur
og misnotkun fjármuna stéttarfé-
lagsins.
„Við erum að leysa stéttarfélagið
undan ofurvaldi glæpasamtaka,"
sagði William Doran, yfírmaður
alríkislögreglunnar í New York.
Forustumenn stéttarfélagsins
vísuðu því hins vegar á bug að þeir
lytu stjóm mafíunnar og sökuðu
ráðherra í stjórn Reagans um að
vilja koma stéttarfélaginu fyrir
kattamef.
í stéttarfélaginu eru 1,6 milljón
félagar, og hafa dómsmálayfirvöld
talið það hafa verið í tengslum við
glæpasamtök í meira en þtjá ára-
tugi. Fjórir af fimm síðustu forset-
um verkalýðsfélagsins hafa verið
lögsóttir. Þrír þeirra voru sakfelldir
og neyddust til að segja af sér.
Einn þeirra var Jimmy Hoffa sem
hvarf á dularfullan hátt eftir að
hafa verið sleppt úr fangelsi og er
talið að hann hafí verið myrtur.
Núverandi forseti stéttarfélagsins,
Jackie Presser, á yfír höfði sér lög-
sókn í Cleveland vegna fjárglæfra,
en talið er að hann komi aldrei fyr-
ir rétt þar sem hann þjáist af
krabbameini.
Tískusýning
í Blómasal á morsun
á íslenskum fatnaði.
Módelsamtökin sýna ullarlínuna ’88 í hádeginu alla föstu-
daga frá Rammagerðinni, Hildu, Fínull, Álafossi og
Æsver ásamt skartgripum frá
Jens Guðjónssyni gullsmið.
Víkingaskipið er hlaðið íslenskum úrvalsréttum
alladagaársins.
Sjávarréttahlaðborð á aðeins 995 kr.
Borðapantanir í síma 22321.
HÚTEL
LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA
HÓTEL