Morgunblaðið - 30.06.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 30.06.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 31 Samskiptaleiðir IADS TAC ESD Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins Ratsjárstofnun Aðalverktaki Þróunarfélagið Artek Tölvumyndir VKS Samskiptaleiðir IADS sjást á þessu körti. TAC er Tactical Air Command og ESD er Electronic System Division. sú tæknilega kunnátta sem er for- senda þess að íslendingar geti tekið að sér verkið. „Það má ætla að sá kostur hafi verið skoðaður, eða verði skoðaður, að hið nýja fyrirtæki taki ekki íslensk hugbúnaðarfyrirtæki inn sem hluthafa. Þess í stað verði stofnað félag sem reynir fram að þeim tíma sem viðhaldið hefst að ráða til sín mannskap sem býr yfir þeirri þekkingu og reynslu sem IADS viðhaldið krefst.“ segir Frið- rik. „í okkar augum þýddi það að nauðsynlegt yrði fyrir hið nýja félag að stela lykilmönnum úr íslenskum hugbúnaðarfyrirtækjum sem við getum að sjálfsögðu aldrei sam- þykkt." Mikil lyftistöng fyrir tölvu- starfsemina í greinargerð sem Arnþór Þórð- arson hjá Félagi íslenskra iðnrek- enda gerði skömmu fyrir síðustu áramót og fjallar um ratsjárstöðvar á íslandi er rætt um IADS. í máli hans kom fram að alls hefðu um 70-80 erlend stórfyrirtæki sýnt því áhuga að gerast aðalverktakar við IADS. Vegna þess hversu verkið er stórt og sérhæft er ekki um að ræða að íslensk fyrirtæki komi til greina sem aðalverktakar. „Hins- vegar eru margir verkþættir þess eðlis að þeir henta vel íslenskum fyrirtækjum sem undirverktökum. Helstu verk sem þar koma til greina eru uppsetning á tölvum, fjarskipta- tækjum og öðrum tækjabúnaði, prófanir á búnaðinum, viðhald bún- aðarins, hönnun ýmissa smærri kerfishluta og eininga. . .“ segir Arnþór. I máli hans kemur einnig fram að i þessu ratsjárkerfi verði auðvit- að beitt nýjustu tækni og að þátt- Það er einkum frá ratsjárstöðvunum sem upplýsíngar berast til IADS.. AWACS-vélar munu senda upplýsingar í IADS kerfið. taka íslenskra fyrirtækja verði því án efa til að stórefla færni og þekk- ingu á rafeinda- og tölvusviði og geti þannig orðið mikil lyftistöng fyrir þessa starfsemi í landinu. Innan við 10 aðilar bjóða í verkið Morgunblaðið ræddi við Amþór Þórðarson um þetta mál og segir hann að lokafundur með útboðsaðil- um verði 8. júlí og eftir hann verði útboðsgögn lögð fram. Fjöldi þeirra 70-80 aðila sem í upphafi höfðu áhuga á útboðinu heftir helst úr lestinni og telur Arnþór að innan við 10 aðilar taki þátt í sjálfu út- boðinu en þar er í mörgum tilvikum um að ræða tvö eða fleiri fyrirtæki sem ætla að bjóða saman í verkið. Amþór vissi ekki til þess að ís- lendingar hefðu myndað fleiri sam- steypur en ISC, a.m.k. ekki hvað hugbúnaðarvinnuna varðar. Á sínum tíma gerði F.I.I. lista sem á voru nöfn 24. íslenskra fyrirtækja sem til greina gætu komið vegna heildarverksins og störfuðu 7 af þeim á sviði hugbúnaðar. „Það hefur verið mikill áhugi meðal íslenskra fyrirtækja á að fá að vinna við þetta verk og varnar- málaskrifstofan á heiður skilið fyrir að hafa barist fyrir þátttöku okkar í þessu verki.“ segir Amþór. „Þátt- taka okkar í verkum á vegum NATO hefur hingað til verið nær eingöngu í gegnum íslenska aðal- verktaka en þetta er nýtt að því leyti að fyrirtæki fá verkefni án milligöngu þeirra og varnarmála- skrifstofan hefur staðið sig vel í að vekja athygli NATO á því að hér á landi séu hæf fyrirtæki sem geta tekið þessa vinnu að sér.“ Verulegt gagu af IADS Þótt IADS sé einkum komið á fót vegna starfsemi NATO hér á landi og í þágu varna iandsins er verulegt gagn sem íslendingar geta almennt haft af kerfinu. Til að mynda verður það tengt Flugmála- stjóm og gerir hana betur í stakk búna að fylgjast með flugumferð um eða við landið. Auk þess er ekkert því til fyrirstöðu að Land- helgisgæslan hafi not af þessu kerfi til að fylgjast með skipaumferð inn- an íslensku efnahagslögsögunnar. Þorsteinn Ingólfsson skrifstofu- stjóri varnarmálaskrifstofunni segir að not íslendinga af IADS kerfínu séu tvíþætt: „Annarsvegar er kerfið mjög mikilvægt fyrir varnir lands- ins þar sem það stækkar mjög svæðið til eftirlits við flugumferð. Auk þess mun það stækka mjög eftirlitsvæði íslensku flugumferðar- stjómarinnar þar sem öll merki frá því fara sjálfkrafa inn á kerfí flug- umferðarstjómar sem er gífurlega mikilvægt atriði.“ segir Þorsteinn. Um hugsanleg not Landhelgis- gæslunnar af kerfinu segir Þor- steinn að ratsjárstöðvarnar séu í eðli sínu flugratsjárstöðvar en rætt hafi verið um að koma upp skiparat- sjám á nyrstu stöðvunum sem þá gætu nýst Gæslunni. Ekkert hefúr hinsvegar verið ákveðið um slíkt og er það enn í deiglunni. Þorsteinn veit ekki til að önnur íslensk hugbúnaðarfyrirtæki en ISC hafi myndað með sér samsteypu um störf við kerfið sem undirverk- takar. „Það á eftir að semja um viðhald og rekstur á þessu kerfi og þar er kemur til álita að íslenskir aðilar taki alfarið að sér þá vinnu.“ segir hann. Morgunblaðið/Garðar Rúnar Við setningu fundarins. Börn frá Egilsstöðum gengu í salinn með íslenska fánann og fána Rauða krossins. mMs 125. Morgunblaðið/Garðar Rúnar Guðjón Magnússon formaður Rauða krossins setur fundinn. Morgunblaðið/Garðar Rúnar Jón Sigurðsson dómsmálaráð- herra. það sem fyrst verður hafist handa um. Áfram var haldið samstarfi Rauða krossfélaga Norðurlanda í þróunarstarfi í Mið-Ameríku. Þar er unnið að uppbyggingarstarfí Rauða krossfélaga í Honduras, E1 Salvador, Nicaracua og Costa Rica. Á árinu sendi félagið alls 42,375 tonn af fatn- aði til þróunarlanda. Stærsta send- ingin, 15 tonn, fór til Wollo-héraðs í Eþíópíu. Verkefni innanlandsdeildar voru einnig margvísleg á árinu. Fé- lagið hélt námskeið fyrir almenning um aðhlynningu aldraðra og sjúkra í heimahúsum. Þar héldu læknar fyrirlestra um öldrun og hjúkrunar- fræðingar leiðbeindu um meðferð lyfja í heimahúsum, næringarfræði, athuganir á líkamlegum og andleg- um þörfum, skyndihjálp og hvernig koma eigi í veg fyrir slys í heimahús- um. Kennslubók og vinnubók í skyndihjálp voru gefnar út á árinu og hafíst var handa við að vinna kennsluleiðbeiningar við efnið. Leið- beiningamámskeið fyrir hjúkrunar- fræðinga var haldið og tvö sjúkra- flutninganámskeið í samvinnu við Borgarspítalann. Unnið var að því að komast að hagkvæmum samning- um við innkaup á sjúkrabifreiðum og í framhaldi af þvi endumýjuðu 10 deildir félagsins sjúkrabifreiðir sínar. Félagið tók þátt í samstarfi Rauða krossfélaganna á Norðurlönd- um um alnæmismál og leiddi sú þátt- taka meðal annars til komu Richards H. Rectors, alnæmissjúklings, til ís- lands. Markmið þessa samstarfs er að veita stuðning gegn alnæmisvand- anum hér heima, ennfremur var fylgst með störfum Rauða kross- félaga í Evrópu varðandi alnæmi. Sérstakur gestur þessa aðalfundar var Jón Sigurðsson, dómsmálaráð- herra, og flutti hann erindi um sam- félagsþróun á íslandi næstu 20 árin. Hann sagði að mannfjöldaspár gerðu ráð fyrir um 260—280 þúsund manns eftir 20 ár, fólki á starfsaldri og fólki 75 ára og eldra fjölgar því verulega á næstu 25 ámm. Þess vegna þyrfti að fara að búa í haginn og líta á jákvæðu hliðamar, koma í veg fyrir félagslega einangrun og iðjuleysi aldraðra. I dag væri skortur á heima- þjónustu við aldraða ein af aðalá- stæðum fyrir mikilli ásókn í stofn- anapláss. Ríki og sveitarfélög þurfa að stuðla að mótun hollari lífshátta. Hollir lífshættir væri besta forvömin gegn reykingum og neyslu áfengis og eiturlyfja. Tíu prósent dauðsfalla væri vegna slysa en hílslys verða færri og minni með aukinni notkun bílbelta og setja ætti markmið um að reyna að fækka dauðsföllum vegna slysa um helming. Nú væm 5 milljónir á fjárlögum til upplýsinga- herferðar þess efnis. Jón sagði að aðalmarkmið heilbrigðisyfirvalda væri að allir ættu kost á ódýrri heil- brigðisþjónustu. Hugmyndir um markaðslausnir í þeim efnum væm ekki á rökum reistar. Einkarekstur heilbrigðisþjónustu væri óhagkvæm- ari en ríkisrekstur en hlúa þyrfti að frjálsum félagasamtökum. Það var Rauða krossdeild Fljóts- dalshéraðs og Borgarfjarðar eystri sem sá um alla framkvæmd þessa aðalfundar í samvinnu við stjóm og framkvæmdastjóm Rauða kross ís- lands. Formaður þeirrar deildar er Þorsteinn Gústafsson, Egilsstöðum, og flutti hann ávarp við setningu fundarins. Guðjón Magnússon var endurkjörinn formaður Rauða kross íslands og með honum í stjóm em Bjöm Friðfinnsson, Guðjón Einars- son, Gunnhildur Sigurðardóttir, Anna Þrúður Þorkelsdóttir, Arin- bjöm Kolbeinsson, Bjami Árthúrs- son, Guðrún Holt og Þórir Sigur- bjömsson. - Garðar Rúnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.