Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988
t
Eiginkona mín,
GUÐMUNDA GUÐBJÖRNSDÓTTIR,
Arnarhrauni 35,
Hafnarfirði,
lést 27. júní.
Ásgeir Guðbjartssan og fjölskylda.
t
Eiginmaður minn,
JÓN NORDGULEN MAGNÚSSON,
Garðavegi 14,
Hafnarfirði,
er látinn.
Fyrir hönd vandamanna,
Margrót Þorsteinssdóttir.
t
Útför föður okkar,
ÁSGRÍMS SIGURÐSSONAR
fv. skipstjóra,
frá Siglufirði,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. júlí kl. 13.30.
Marfa Ásgrímsdóttir,
Halldóra Asgrfmsdóttir,
Eiríksína Ásgrfmsdóttir.
t
Útför
SVAVARS GUÐNASSONAR,
llstmálara,
verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 1. júlí kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Ásta Eiríksdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og systir,
SIGRÍÐUR KRISTÍN RAGNARSDÓTTIR
Beykihlfð 27,
andaðist á heimili sinu 20. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Guðmundur Viggósson,
Ragnar Bjartur Guðmundsson,
Hrafnhildur Björt Guðmundsson,
Hafdfs Ragnarsdóttir.
INGIBJÖRG SIGNÝ FRÍMANNSDÓTTIR (LILLA),
HoRabraut 10,
Blðnduósi,
verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 2. júlí kl. 14.00.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Ole Aadnegórd.
Minning:
Sigurður Sigurðsson
bóndi, Skanunadal
Hinn 24. maí sl. lézt í Landspítal-
anum Sigurður Sigurðsson, bóndi í
Skammadal í Mýrdal. Hafði hann
átt við langvarandi veikindi að
stríða um mörg ár og af þeim sök-
um oft orðið að dveljast á Vífílsstöð-
um um lengri eða skemmri tíma.
Útför hans var gerð frá Víkurkirkju
4. júní. Því miður átti ég þess ekki
kost að fylgja þessum mikla öðl-
ingsmanni síðasta spölinn, og því
er það að ég set þessi síðbúnu
kveðjuorð saman, þegar leiðir skil-
ur. Sigurður í Skammadal var eng-
inn málskrafsmaður, og því er ör-
uggt, að honum er enginn greiði
ger með löngum ræðum að honum
gengnum. Engu að síður var hann
svo gegn samferðamaður og elsku-
legur í viðkynningu, að allir þeir,
sem honum kynntust, hljóta að
minnast hans með virðingu og þökk.
Enda þótt Sigurður ynni ævistarf
sitt í Mýrdal um rúma hálfa öld,
stóðu rætur hans austan Mýrdals-
sands. Hann var Meðallendingur
að ætt og uppruna og fæddur í
Lágu-Kotey í Meðallandi 9. nóv-
ember 1903. Voru foreldrar hans
búandi hjón þar, Kristín Guðmunds-
dóttir og Sigurður Sigurðsson.
Bjuggu þau þar um langt árabil og
eignuðust 14 böm. Að auki ólst þar
upp hálfbróðir, sammæðra, Einar
Sigurfínnsson, faðir dr. Sigur-
bjöms, fyrrverandi biskups.
Fýfrir og um síðustu aldamót var
landþröngt í Meðallandi og almenn
fátækt, enda leitaði sandfok mjög
á býli og lönd manna. Engu að síður
óx þar úr grasi hið mennilegasta
fólk, sem hefur mjög sett svipmót
sitt á mannlíf í V-Skaftafellssýslu,
og raunar langt út yfír þá sýslu.
Fara má nærri um það, að ekki
hefur verið auðvelt að framfleyta
stómm systkinahópi í Lágu-Kotey,
en ég hef fyrir satt, að þar hafí
bæði ríkt mikil eindrægni og glað-
værð. Þar sem mér ern ekki svo
kunn uppvaxtarár Sigurðar í
Skammadal, vil ég einungis stikla
á þeim atriðum í ævi hans, sem ég
þekki til.
í upphafí þessarar aldar og lengi
fram eftir öldinni var það almennur
siður ungra manna í V-Skaftafells-
sýslu og vissulega miklu víðar að
halda í útver að vetri til hér suður
með sjó og eins til Vestmannaeyja.
Á þann hátt öfluðu ungir bænda-
synir sér nokkurs skotsilfurs og eins
sjófangs, sem þeir fluttu svo heim
með sér að vori til. Sigurður í
Skammadal var einn í þessum hópi.
Stundaði hann um mörg ár sjó
bæði í Vestmannaeyjum og Kefla-
vík. En svo festi hann ráð sitt árið
1935 og gekk að eiga frændkonu
mína, Vilborgu Ámadóttur frá
Efri-Ey í Meðallandi. Var mikið
jafnræði með þeim hjónum og
hjónaband þeirra farsælt alla tíð.
Á þessum árum voru erfiðleikar
miklir í íslenzku þjóðlífi, og afleið-
ingar heimskreppunnar miklu frá
um 1930 höfðu sett mark sitt á
íslenzkt atvinnulíf, jafnt til sjávar
og sveitar. Voru þetta vissulega
engir glæsitímar fyrir ungt fólk að
hefja búskap í sveit. Ekki bætti það
svo úr skák, að erfítt var um jarð-
næði í Meðallandi. Þetta mun hafa
valdið því, að hin ungu hjón yfír-
gáfu þá mold, sem ættir þeirra
höfðu nærzt af um aldir, og settust
að út í Mýrdal. Þijátíu árum áður
höfðu afí og amma okkar Vilborgar
haldið í sömu átt og setzt að á
Kaldrananesi, svo að þetta var svo
sem engin nýlunda í ætt okkar. Um
þetta leyti var laus til ábúðar annar
hluti jarðarinnar Skammidalur.
Settust þau að í austurbænum og
gerðust leiguliðar um nokkur ár.
Frá þessum tíma hefur samband
mitt og fjölskyldu minnar verið
órofíð við þau mætu hjón og heim-
ili þeirra.
Vilborg og Sigurður hófust þegar
handa um að koma sér sem bezt
fyrir í Skammadal og bæta jörðina.
Varð öllum ljóst, að hér hafði mýr-
dælskri bændastétt bætzt góðir
liðsmenn. Fáum árum síðar eignuð-
ust þau svo meiri hluta þess jarðar-
hluta, sem þau sátu, og ekki minnk-
uðu umsvif þeirra við það. Siðan
festu þau svo kaup á Skammadal
II og settust þá að í vesturbænum,
sem svo var nefndur. Hafa þau
síðan búið ein á allri jörðinni og
bætt hana svo, að hún er nú með
beztu jörðum í Mýrdal. Ekki hafa
þau staðið ein í búskap sínum, því
að um mörg ár hafa búið með þeim
synir þeirra tveir, Ámi og Guðgeir.
Eins hefur dóttir þeirra, Kristín
Sunnefa, sem býr í Vík, hlaupið
undir bagga, þegar hún hefur getað
komið því við. Hér hefur því sam-
hent fjölskylda unnið hörðum hönd-
um og af mikilli hagsýni að því að
gera Skammadalinn að vildisjörð.
Sigurði bónda var það vel ljóst,
að hagur heimilisins yrði bezt
tryggður með góðum bústofni. Kom
hann sér því upp góðu og þriflegu
kúa- og fjárbúi, enda var þetta fyr-
ir allt tal um kvóta og alls kyns
takmarkanir. Um leið sá hann í
hendi sér, að hann yrði að byggja
vel og vandlega yfír skepnur sínar
og það áður en hann hugsaði til sín
og fjölskyldu sinnar í þeim efnum.
Létu þau Vilborg sér því nægja
gamla vesturbæinn, en þó með
margvíslegum endurbótum, þar til
fyrir fáum árum, að þau fluttust í
nýtt og vandað íbúðarhús. Þá var
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
VILMUNDA EINARSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
Meðalbraut 4,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Landakirkju i Vestmannaeyjum laugardaginn
2. júlí kl. 14.00.
Gunnar Á. Hinrlksson, Bertha Vigfúsdóttir,
Helga Hinriksdóttir, Ólafur Bjarnason,
Guðrún Hinriksdóttir, Sveinn Magnússon
og barnabörn.
t
Móðir okkar,
SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR
frá Ási,
Hringbraut 55, Hafnarfirðl,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 1. júlí kl. 13.30.
Sigurlaug Arnórsdóttir,
Sigurður Arnórsson,
Ásta Arnórsdóttir,
Sigrún Arnórsdóttir,
Sólveig Arnórsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóöir og amma,
GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR
frá Keldudal,
Hólmagrund 11,
Sauðárkrókl,
er andaðist 26. júní, veröur jarðsungin frá Sauöárkrókskirkju laug-
ardaginn 2. júlí kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahús Skagfirðinga.
Sigurður Pálsson,
Magnhildur Pálsdóttir Bender,
Skarphéðinn Pálsson,
Reynir B. Pálsson,
Hólmfrfður Pálsdóttir,
Gestur B. Páisson,
Hólmar B. Pálsson,
Gréta Tómasdóttir,
Ingibjörg Stella Guðvinsdóttir
Petrún Sigurðardóttir,
Valborg Sigurbergsdóttir,
Péll Sigurðsson,
Marfa K. Einarsdóttir,
Kristfn Kalmansdóttir,
Ingólfur R. Kristbjörnsson
og barnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra sem vottað hafa okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar,
MONIKU HELGADÓTTUR.
Börn hinnar látnu.
það ekki í anda Sigurðar að láta
vélar og áhöld liggja úti og ryðga,
heldur reisti hann og synir hans
yfír þau hús og skemmur, þar sem
einnig mátti dytta að þeim og lag-
færa fyrir næsta sumar. Alls þessa
sér stað í myndarlegum byggingum,
þegar farið er hjá garði í Skamma-
dal, en þjóðvegurinn liggur einmitt
um_ land jarðarinnar.
Ég man mjög vel, þegar Vilborg
og Sigurður settust að í Skamma-
dal fyrir hálfri öld, enda tókst strax
mikið og gott vinfengi með þeim
og móðurfólki mínu á Giljum. Á
þeim árum sat einnig föðurfólk
mitt á Kaldrananesi. Hér voru því
bæði vinir og skyldmenni á næsta
leiti, þegar komið var í Mýrdalinn.
Alltaf var tilhlökkunarefni að hitta
þetta góða fólk og dveljast með því
hluta úr hveiju sumri. Enda þótt
margt af því sé horfíð yfír móðuna
miklu og minningamar einar eftir,
hefur Skammidalur enn haldizt sem
áningarstaður, þegar ég og fjöl-
skylda mín hefur átt leið um Mýr-
dalinn, hvort sem verið er á austur-
eða útleið. Vissulega er nú skarð
fyrir skildi, þegar húsbóndinn er
horfínn úr hópnum, og það vand-
fyllt. Hins vegar var heilsu Sigurðar
þannig farið hin síðari árin, að
hvíldin hlaut að verða honum kær-
komin, ekki sízt þegar hann fann,
að hann, jafn vinnusamur og hann
var, gat ekki lengur verið þátttak-
andi í búskapnum með konu sinni
og sonum.
Þessu fátæklegu orð eru sett hér
á blað til þess að þakka hinum látna
samferðamanni órofa tryggð og
vináttu við mig og mitt fólk og um
leið til þess að votta Vilborgu og
bömum hennar dýpstu samúð okk-
ar við fráfall hans. Minning um
góðan dreng og vammlausan lifir í
hugum okkar allra, sem hann
þekktu.
Jón Aðalsteinn Jónsson
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar fmmort ljóð
um hinn látna. Leyfílegt er að
birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar eru
birtar afmælisfréttir með mynd
f dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.