Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 fclk í fréttum HOLLYWOOD Stjörnurnar velja sér yngrimenn Flestar kvikmyndastjömur hafa mikið fyrir því að halda sér unglegum og sætum. Margar konur í þessum hóp fara jafnvel í skurðað- gerðir og andlitslyftingar tii að ná takmarkinu. Þrátt fyrir aldur líta þær út eins og unglingsstúlkur og reyna að haga sér samkvæmt því. Starf þeirra krefst þess af þeim að þær standist tímans tönn. Söng- og leikkonunni Cher hefur tekist sérstaklega vel til á þessu sviði. Hún lítur út eins og tvítug stúlka en í reyndinni er hún orðin 42 ára. Kærastinn hennar, Rob Camiletti er aðeins 24 ára gamall og samband þeirra er mjög gott. Þau hittust í næturklúbbi árið 1986 og það var ást við fyrstu sýn. Þegar Cher er spurð hvers vegna hún vilji frekar yngri menn, svarar hún því til að aðeins ungir menn bjóði henni út. Það er í rauninni ekki svo vitlaust. Hvaða eldri maður gæti svosem haldið í svona skutlu? Fleiri konur í kvikmyndabrans- anum standa í sömu spomm og Cher. Þar á meðal er söng- og leik- konan Olivia Newton-John. Hún er orðin 39 ára en kærastinn hennar Matt Lattanzi er 10 árum yngri. Þegar þau hittust í fyrsta sinn var hann aðeins 19 ára gamall og hún 29 ára. Það má næstum kalla bam- arán en hjónaband þeirra stendur föstum fótum og þau virðast vera mjög hamingjusöm. Flestir þekkja gamanleikkonuna Goldie Hawn. Hún er 43 ára og hefur í nokkur ár búið með leikaran- um Kurt Russel sem er 37 ára eða sex árum yngri en hún. Þau eiga samtals fjögur börn og búa með þeim í Colorado í Bandaríkjunum. Nýlega léku þau saman í kvikmynd- inni „Overboard" óg var það nokk- urs konar þolpróf á samband þeirra. Þau stóðust prófið og hafa aldrei verið betri saman. Að lokum má nefna leikkonumar Juliet Mills, Mary Tyler Moore, Raquel Welch, Debru Winger og Jacquline Bisset sem eiga það sam- eiginlegt með Cher, Oliviu og Goldie að hafa valið sér yngri menn. Goldie Hawn og Kurt Russel eru fyrirmynd- arpar en Goldie er sex árum eldri en hann. Juliet Mills er hálf- fimmtug en hún er gift unga, myndar- lega leikaranum, Maxwell Caulfield sem er átján árum yngri en hún. Þau búa í Santa Barbara og aldrei heyrist slúðrað um hjónaband þeirra. Mary Tyler Moore er lifandi dæmi um að allt er fimmtug- um fært. Hún er gift Robert Levine sem er 34 ára gamall. Debra Winger er 33 ára gömul en eiginmaður hennar Timothy Hutton er sex árum yngri. Þau urðu ástfangin í annað skipti sem þau hittust og drifu í að gifta sig nokkrum vikum síðar. Leikkonan Jacquline Bisset og sovéski ballettdansarinn Alex- ander Godunov eru stórkostlegt par. Hún er fimm árum eldri en hann en sá aldursmunur er ekki sjáanlegur. COSPER Cher ásamt kærastanum Rob Camiletti sem hún kallar gælu- nafninu „Mookie". Hún er 42 ára gömul en hann er aðeins 24 ára. Olivia Newton-John framdi næstum barnarán þegar hún náði sér í eig- inmanninn Matt Latt- anzi. Kynbomban Raquel Welch er sex árum eldri en franski eiginmaður hennar, Andre Weinfi- eld. Hún var áður um- töluð fyrir að vera hrylli- lega skapstór en Andre hefur tekist að blíðka óhemjuna. ©PIB COM.xlllK I08C.B CQSPER — Þessi saga er svo Ieiðinleg að ég er alveg að sofna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.