Morgunblaðið - 05.07.1988, Side 31

Morgunblaðið - 05.07.1988, Side 31
Oí? 31 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Morgunblaðið/Bjami Á þessum gatnamótum á Laugavegi hafa orðið mörg óhöpp, en talið er tiltölulega einfalt að gera úrbæt- ur á þessum stað. Lagfæringar á götubútum i Reykjavík í forgangsröð Fjöldi óhappa Borgarsig á 5 árum á mán. Aðgerð 1. Amtmannsstígur Lækjarg/Skólastr. 8 21/2 Grindverk 2. Hringbraut Tjamaig./Bjarkarg. 14 2>/2 Girt í miðeyju 3. Laugavegur Laugamesv./Bolh. 13 21/2 Girt í miðju 4. Hagamelur Reynim./Hofsvallag. 8 3 1 langalda 5. Hamrahlíð Bogahl./Stigahl. 8 31/2 SVR-Lalda 6. (Húsg.) Háaleitisbr. Ármúla/Fellsmúla 8 31/2 2 öldur 7. (Húsg.) Elliðavogur Sævs./.Póstútib. 9 31/2 2 SVR-L öldur 8. Breiðholtsbraut Ónefnd gata/norð. 5 31/2 Girt í miðeyju 9. Álfabakki við Mjódd 11 31/2 1 SVR-L. alda 10. Álfheimar Glaðheim./Sólheim. 15 3 Mjókka 11. Háteigsvegur Nóatún/Stakkahl. 7 31/2 1 SVR-L alda Lagfæringar á gatnamótum í Reykjavík í forgangsröð 1. Laugarnesvegur-Laugavegur 18 9 d. 2. Lækjargata-Amtmannsstigur 32 1 3. Suðurlandsbraut-Hallarmúli 71 1 4. Rauðárstígur- Skúlagata 13 21/2 5. Austurberg-Hraunberg 11 21/2 6. Laugarás-Sundlaugavegur 17 21/2 7. Höfðabakki-Fálkabakki 22 21/2 8. Laugalækur-Rauðalækur 10 31/2 9. Grensásvegur-Álmgerði 21 31/2 10. Rauðarárstígur-Flókagata 51 6 Loka miðeyju Loka miðeyju Beygja bönnuð SVR-L alda Stop-skilti SVR-L alda á gangbr. Beygja bönnuð Steinalda Beygja bönnuð lok.miðey. L-alda+lok. v. M.br. Tillögur Gunnars um hvaða 20 lagfæringa skuli hafa forgang. Alls hefur hann gert tillögur um 55 úrbætur. Tillögur um úrbætur á gatnakerfinu: Einföld lagfæring borgar sig á 9 dögum GUNNAR Gunnarsson, verkfræð- ingur hjá umferðardeild Borgar- verkfræðings, hefur tekið saman gögn um öll skráð umferðaróhöpp í Reykjavík á síðustu 5 árum. Hann hefur nú sett fram tillögur um hvaða úrbætur á gatnakerfinu skuli hafa forgang og er þeim raðað eftir því hversu fljótt þær borgi sig. Samvæmt tillögunum getur einföld lagfæring borgað sig upp á 9 dögum. Umferðarnefnd Reykjavíkurborgar hefur falið umferðardeild að að gera tillögur um úrbætur sem hafa megi til hlið- sjónar við gerð fjárhagsáætlunar næsta ár. Tillögumar hafa einnig verið kynntar í Borgarráði og var þeim vel tekið að sögn Gunnars. Gunnar fékk leyfi 1984 til að koma gagnabankanum á fót og hefur á þeim tíma sem liðinn er, tekið saman upplýsingar um þau 15.000 óhöpp sem lögreglan hefur skráð árin 1983-1987 en það eru um 40-45% allra óhappa sem verða. Skráðar eru allar fáanlegur upplýsingar um óhappið og úr gagnabankanum má fá upplýsingar á borð við skrá yfir slasaða í umferðinni í Reykjavík, umferðarbrot í Reykjavík á einu ári, flokkuð eftir umferðarlagabrotum, umferðaróhöpp sem verða við ákveð- in skilyrði, t.d. á gulu blikkandi ljósi og að síðustu svartblettaútskrift. Svartblettir eru þeir staðir í gatna- kerfinu, sem flest umferðarslys verða, með tilliti til umferðarþunga. Að sögn Gunnars er kostnaður við uppsetningu gagnabankans 3-4 millj- ónir en án tölvu þyrfti 3 til 4 menn í fullu starfí sem gætu aldrei unnið verkið jafnvel. „Spamaðurinn við notkun gagnabankans er ótrúlegur, ekki aðeins í beinhörðum peningum, við spömm líf og limi og slíkt verður aldrei metið til fjár. Bankinn borgar sig upp á einu ári og leit okkar að hættulegum stöðum í umferðinni verður mun markvissari og öruggari en áður. í Noregi hefur svipað kerfí verið í notkun frá árinu 1970 og þar tókst að fækka slysum um 30% á fímm árum. Þó hafa þeir ekki aðgang að eins góðum upplýsingum og við. Hér voru 40-45% allra slysa skráð hjá lögreglu en samkvæmt nýju um- ferðarlögunum eiga ökumenn sjálfír að skrá minni háttar óhöpp. Við mótmæltum setningu laganna, því nú fáum við nær einungis upplýsing- ar um slys en ekki óhöpp frá lög- reglu. Óhöpp á ákveðnum bletti eru oft fyrirboði stærra slyss og með því að fylgjast með þeim má koma í veg fyrir alvarleg slys verði. Upplýsingar ökumanna til tryggingafélaga um óhöpp eru mun ónákvæmari og óað- gengilegri." Gunnar sagði margt ógert í á gatnakerfínu. „í byijun verða lag- færðir þeir blettir sem við teljum versta og hægt er að laga með litlum tilkostnaði en eftir nokkur ár verður þróunin sú að lagfæringamar verða dýrari og borga sig upp á lengri tíma. Við reiknum með því að hvert um- ferðaróhapp þar sem enginn slasast kosti 200.000 kr. Einföld lagfæring á bletti þar sem óhöpp eru tíð getur borgað sig upp á rúmri viku. Dæmi um það eru gatnamót Laugamesveg- ar og Laugavegar, fyrir neðan Sjón- varpshúsið. Þar hefur orðið 51 óhapp á 5 ámm. Ef miðeyju yrði lokað og sett upp skilti myndi slík lagfæring borga sig upp á 9 dögum." Gunnar bjóst ekki við að tillögur hans kæmu til framkvæmda fyrr en á næsta ári en sagði þó líklegt að örfáar brýnustu framkvæmdimar yrðu gerðar í ár. „Það má ekki bregð- ast að nægum peningum verði varið í lagfæringar, með öðru móti fækkar slysum ekki. Nú þegar hefur miklu fjármagni verið eytt í fjölmiðlaáróður og auglýsingar. Ég álít að það sé óraunhæf leið til að bæta ástandið, til þess þarf framkvæmdir sem byggj- ast á tölfræðilegum útreikningum. Við stefnum að því að gera gatna- kerfið þannig úr garði að ekki sé hægt annað en að komast réttu leið- ina á réttum hraða t.d. með því að girða umferðareyjur, setja upp ljós og hraðahindranir. Því hinn almenni vegfarandi er enginn fyrirmyndar- vegfarandi, hann á það til að gleyma sér.“ Alls hefur Gunnar gert tillögur um 55 lagfæringar og er kostnaðurinn um 40 milljónir við framkvæmd þeirra. Ekki er reiknað með dýrum framkvæmdum á borð við mislæg gatnamót, heldur er um að ræða ódýrar tillögur, þar sem þær koma að notum. Tillögumar hafa hlotið góðar undirtektir í Borgarráði að sögn Gunnars þó að þeir sem að kerf- inu standi hafí verið óduglegir að kynna sínar lausnir á umferðarvand- anum. Með haustinu mun umferðardeildin síðan gera ýtarlegri tillögur um úr- bætur, sem lagðar verða fyrir Borgar- ráð. •• / * OEFASÆTI LAUS I Komd i með i sóllna Ul Benldorm i eina, tvær eða þijár vikur. Benidorm er skemmiilegur staður og við bjóðum þér aðeins bestu fáanlegu glstingu. Þú velur þér styttri eða lengri feið á verði allt fra kl. 24.900,- pr. mann. - Gef- umbamaafslátt. Knikkaklúbburinn sívinsæli í fullum gangi. Paníaðu strax, því við dgum aðeins örfá sæti laus í þessar ferðir. |ji=i FERÐA.. Cthitcd BmIÐSTOOIIM Teaud e 5 Z D CO >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.