Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 31
Oí? 31 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Morgunblaðið/Bjami Á þessum gatnamótum á Laugavegi hafa orðið mörg óhöpp, en talið er tiltölulega einfalt að gera úrbæt- ur á þessum stað. Lagfæringar á götubútum i Reykjavík í forgangsröð Fjöldi óhappa Borgarsig á 5 árum á mán. Aðgerð 1. Amtmannsstígur Lækjarg/Skólastr. 8 21/2 Grindverk 2. Hringbraut Tjamaig./Bjarkarg. 14 2>/2 Girt í miðeyju 3. Laugavegur Laugamesv./Bolh. 13 21/2 Girt í miðju 4. Hagamelur Reynim./Hofsvallag. 8 3 1 langalda 5. Hamrahlíð Bogahl./Stigahl. 8 31/2 SVR-Lalda 6. (Húsg.) Háaleitisbr. Ármúla/Fellsmúla 8 31/2 2 öldur 7. (Húsg.) Elliðavogur Sævs./.Póstútib. 9 31/2 2 SVR-L öldur 8. Breiðholtsbraut Ónefnd gata/norð. 5 31/2 Girt í miðeyju 9. Álfabakki við Mjódd 11 31/2 1 SVR-L. alda 10. Álfheimar Glaðheim./Sólheim. 15 3 Mjókka 11. Háteigsvegur Nóatún/Stakkahl. 7 31/2 1 SVR-L alda Lagfæringar á gatnamótum í Reykjavík í forgangsröð 1. Laugarnesvegur-Laugavegur 18 9 d. 2. Lækjargata-Amtmannsstigur 32 1 3. Suðurlandsbraut-Hallarmúli 71 1 4. Rauðárstígur- Skúlagata 13 21/2 5. Austurberg-Hraunberg 11 21/2 6. Laugarás-Sundlaugavegur 17 21/2 7. Höfðabakki-Fálkabakki 22 21/2 8. Laugalækur-Rauðalækur 10 31/2 9. Grensásvegur-Álmgerði 21 31/2 10. Rauðarárstígur-Flókagata 51 6 Loka miðeyju Loka miðeyju Beygja bönnuð SVR-L alda Stop-skilti SVR-L alda á gangbr. Beygja bönnuð Steinalda Beygja bönnuð lok.miðey. L-alda+lok. v. M.br. Tillögur Gunnars um hvaða 20 lagfæringa skuli hafa forgang. Alls hefur hann gert tillögur um 55 úrbætur. Tillögur um úrbætur á gatnakerfinu: Einföld lagfæring borgar sig á 9 dögum GUNNAR Gunnarsson, verkfræð- ingur hjá umferðardeild Borgar- verkfræðings, hefur tekið saman gögn um öll skráð umferðaróhöpp í Reykjavík á síðustu 5 árum. Hann hefur nú sett fram tillögur um hvaða úrbætur á gatnakerfinu skuli hafa forgang og er þeim raðað eftir því hversu fljótt þær borgi sig. Samvæmt tillögunum getur einföld lagfæring borgað sig upp á 9 dögum. Umferðarnefnd Reykjavíkurborgar hefur falið umferðardeild að að gera tillögur um úrbætur sem hafa megi til hlið- sjónar við gerð fjárhagsáætlunar næsta ár. Tillögumar hafa einnig verið kynntar í Borgarráði og var þeim vel tekið að sögn Gunnars. Gunnar fékk leyfi 1984 til að koma gagnabankanum á fót og hefur á þeim tíma sem liðinn er, tekið saman upplýsingar um þau 15.000 óhöpp sem lögreglan hefur skráð árin 1983-1987 en það eru um 40-45% allra óhappa sem verða. Skráðar eru allar fáanlegur upplýsingar um óhappið og úr gagnabankanum má fá upplýsingar á borð við skrá yfir slasaða í umferðinni í Reykjavík, umferðarbrot í Reykjavík á einu ári, flokkuð eftir umferðarlagabrotum, umferðaróhöpp sem verða við ákveð- in skilyrði, t.d. á gulu blikkandi ljósi og að síðustu svartblettaútskrift. Svartblettir eru þeir staðir í gatna- kerfinu, sem flest umferðarslys verða, með tilliti til umferðarþunga. Að sögn Gunnars er kostnaður við uppsetningu gagnabankans 3-4 millj- ónir en án tölvu þyrfti 3 til 4 menn í fullu starfí sem gætu aldrei unnið verkið jafnvel. „Spamaðurinn við notkun gagnabankans er ótrúlegur, ekki aðeins í beinhörðum peningum, við spömm líf og limi og slíkt verður aldrei metið til fjár. Bankinn borgar sig upp á einu ári og leit okkar að hættulegum stöðum í umferðinni verður mun markvissari og öruggari en áður. í Noregi hefur svipað kerfí verið í notkun frá árinu 1970 og þar tókst að fækka slysum um 30% á fímm árum. Þó hafa þeir ekki aðgang að eins góðum upplýsingum og við. Hér voru 40-45% allra slysa skráð hjá lögreglu en samkvæmt nýju um- ferðarlögunum eiga ökumenn sjálfír að skrá minni háttar óhöpp. Við mótmæltum setningu laganna, því nú fáum við nær einungis upplýsing- ar um slys en ekki óhöpp frá lög- reglu. Óhöpp á ákveðnum bletti eru oft fyrirboði stærra slyss og með því að fylgjast með þeim má koma í veg fyrir alvarleg slys verði. Upplýsingar ökumanna til tryggingafélaga um óhöpp eru mun ónákvæmari og óað- gengilegri." Gunnar sagði margt ógert í á gatnakerfínu. „í byijun verða lag- færðir þeir blettir sem við teljum versta og hægt er að laga með litlum tilkostnaði en eftir nokkur ár verður þróunin sú að lagfæringamar verða dýrari og borga sig upp á lengri tíma. Við reiknum með því að hvert um- ferðaróhapp þar sem enginn slasast kosti 200.000 kr. Einföld lagfæring á bletti þar sem óhöpp eru tíð getur borgað sig upp á rúmri viku. Dæmi um það eru gatnamót Laugamesveg- ar og Laugavegar, fyrir neðan Sjón- varpshúsið. Þar hefur orðið 51 óhapp á 5 ámm. Ef miðeyju yrði lokað og sett upp skilti myndi slík lagfæring borga sig upp á 9 dögum." Gunnar bjóst ekki við að tillögur hans kæmu til framkvæmda fyrr en á næsta ári en sagði þó líklegt að örfáar brýnustu framkvæmdimar yrðu gerðar í ár. „Það má ekki bregð- ast að nægum peningum verði varið í lagfæringar, með öðru móti fækkar slysum ekki. Nú þegar hefur miklu fjármagni verið eytt í fjölmiðlaáróður og auglýsingar. Ég álít að það sé óraunhæf leið til að bæta ástandið, til þess þarf framkvæmdir sem byggj- ast á tölfræðilegum útreikningum. Við stefnum að því að gera gatna- kerfið þannig úr garði að ekki sé hægt annað en að komast réttu leið- ina á réttum hraða t.d. með því að girða umferðareyjur, setja upp ljós og hraðahindranir. Því hinn almenni vegfarandi er enginn fyrirmyndar- vegfarandi, hann á það til að gleyma sér.“ Alls hefur Gunnar gert tillögur um 55 lagfæringar og er kostnaðurinn um 40 milljónir við framkvæmd þeirra. Ekki er reiknað með dýrum framkvæmdum á borð við mislæg gatnamót, heldur er um að ræða ódýrar tillögur, þar sem þær koma að notum. Tillögumar hafa hlotið góðar undirtektir í Borgarráði að sögn Gunnars þó að þeir sem að kerf- inu standi hafí verið óduglegir að kynna sínar lausnir á umferðarvand- anum. Með haustinu mun umferðardeildin síðan gera ýtarlegri tillögur um úr- bætur, sem lagðar verða fyrir Borgar- ráð. •• / * OEFASÆTI LAUS I Komd i með i sóllna Ul Benldorm i eina, tvær eða þijár vikur. Benidorm er skemmiilegur staður og við bjóðum þér aðeins bestu fáanlegu glstingu. Þú velur þér styttri eða lengri feið á verði allt fra kl. 24.900,- pr. mann. - Gef- umbamaafslátt. Knikkaklúbburinn sívinsæli í fullum gangi. Paníaðu strax, því við dgum aðeins örfá sæti laus í þessar ferðir. |ji=i FERÐA.. Cthitcd BmIÐSTOOIIM Teaud e 5 Z D CO >
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.