Morgunblaðið - 24.07.1988, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988
Höfnin 1924
Jón Stefánsson
listmálari
í tilefni þess að Norræna húsið efnir I Höfundurinn Poul Uttenreitter var
nú til sýningar á nokkrum völdum þekktur listunnandi og gagnrýnandi og
landslagsmyndum eftir Jón Stefánsson hafði töluverð kynni af íslenskum
listmálara eru birtar hér glefsur úr ritlingi myndlistarmönnum í Kaupmannahöfn á
sem út kom um listamanninn á vegum þessum árum — og hann kom til íslands
Carlsberg-sjóðsins í Danmörku árið 1936. | að minnsta kosti einu sinni.
Kona meÖ hvitan ref 1918.
Þorgeirsboli 1929.
ann bendir á
það í upphafi
að fyrir 100
árum hafi
varla verið til
nokkur
íslensk mál-
aralist að
heitið gæti. Það hafi þó sennilega
verið vegna ytri aðstæðna í þjóð-
félaginu en ekki vegna þess að nokk-
uð skorti á menningarlega sjálfsvit-
und þjóðarinnar. Það hafi Islending-
ar sýnt í ríkum mæli með bókmennt-
um sínum, sögum, kvæðum, vefjar-
list^ tréskurði skartgripagerð o.fl.
Arið 1927, tæpum 10 árum áður
en þessi ritlingur kom út, var í fyrsta
sinn haldin yfirlitssýning á íslenskri
málaralist í Danmörku á Charlotten-
borg. Þar voru sýndar 200 myndir
allar málaðar á síðustu 10—20 árum.
Uttenreitter telur upp íslenska
málara sem hafa getið sér gott orð
frá aldamótum og segir að á árunum
eftir 1918 hafí íslensk málaralist
birst sem sjálfstæð listgrein við hlið
málaralistar á hinum Norðurlöndun-
um og Jón Stefánsson sé verðugur
fulltrúi Islands í þeim flokki.
Hann rekur síðan nokkur atriði
frá æsku Jóns í Skagafirði, en hann
var fæddur 1881, kaupmannssonur
á Sauðárkróki. Hann nefnir til gam-
ans eina formóður Jóns sem mun
hafa verið af hollensku bergi brotin,
sett í land á Sauðárkróki, kögubarn
af hollensku skipi og átti að sækja
aftur í næstu ferð, sem aldrei var
þó farin. Hann rekur líka skyldleika
í móðurætt Jóns við þjóðskáldið og
náttúrufræðinginn Jónas Hallgríms-
son og gefur með því í skyn að ekki
sé langt að sækja listamannseðlið.
Jón var sendur til mennta í
Latínuskólann í Reykjavík og lauk
þaðan stúdentsprófi árið 1900.
Skömmu síðar hélt hann til Kaup-
mannahafnar og hugðist leggja
stund á verkfræði og fékk til þess
íjárstuðning föður síns.
Uttenreitter lýsir því — og hefur
það sjálfsagt eftir Jóni sjálfum, hve
gífurleg áhrif hafði á hann að koma
til útlanda í fýrsta sinn. I Danmörku
fannst honum hann strax skynja það
afl sem bjó að baki gamalgróinni
listmenningu og honum fannst um
leið opnast fyrir sér nýir heimar.
í Kaupmannahöfn átti Jón að
góðum vinum þá skáldbræðurna Jó-
hann Sigurjónsson og Gunnar Gunn-
arsson. Hann hóf nám í verkfræði
en þótt margar hliðar þess náms
vektu áhuga hans — að minnsta
kosti þær sem lutu að nýsköpun og
hugmyndaflugi — olli námið honum
vonbrigðum. Hann ákvað því að
hætta og snúa sér að málaralistinni.
Hann hafði áður reynt fyrir sér á
rithöfundabrautinni en fannst hann
ekki vera hæfileikum búinn á því
sviði.
Hvatinn að þeirri ákvörðun hans
að gerast listmálari segir Uttenreitt-
er hafa verið óseðjandi löngun til
að veita tjáningarþörf sinni útrás
og að honum var eðlislægast að
koma hugmyndum sínum á fram-
færi myndrænt. Hann hóf nám í
„Teknisk Selskabs Skole" og sat þar
í tvö ár 1903—1905 en hann átti
erfitt með að láta að stjóm kennara.
Þá var honum ráðlagt að reyna að
fá inngöngu í listaskóla Christans
Zahrtmanns því tilgangslaust væri
fyrir hann að sækja um inngöngu í
Konunglega akademíið í Kaup-
mannahöfn.
Jón rifjar upp við Uttenreitter
samtal, sem hann átti við Zahrtmann
þegar hann fór á hans fund til að
sækja um skólavist.
Zahrtmann hafí þá brýnt fyrir
honum að hann yrði að stunda nám-
ið af dugnaði og þrautseigju. Jón
hafi lofað að gera eins vel og hann
gæti en þá hafi Zahrtmann orðið
hinn versti við:
„Það geta allir — þér verðið að
gera enn betur — annars náið þér
engum árangri.“ Þessum orðum seg-
ist Jón aldri hafa gleymt — honum
hafi alla tíð síðan fundist hann þurfa
að ná betri árangri en hann • hafi í
rauninni haft getu til.
Jón stundaði nám í skóla Zahrt-
manns að mestu í þijá vetur en fyr-
ir áeggjan danská málarans Jean
Heibergs hélt Jón því næst til París-
ar og sótti um inngöngu í einka-
skóla Matisse þar í borg og enn með
fjárstuðningi föðurins. Nokkrir list-
málarar frá Norðurlöndum sóttu
þennan skóla en Jón var eini íslend-
ingurinn.
Um kennsluhætti þessa skóla
(stefnu) vísar Uttenreitter á grein