Morgunblaðið - 24.07.1988, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988
i
Julian, Cheo og Leocadio fyrir framan kofann okkar.
Ferð á vit fólksins sem
hugsar um heíminn
Taironar í
Kólombíu
Julian.
^Eftir SIGRÍÐIELFU
SIGURÐARDÓTTUR
La Sierra Nevada de
Santa Marta er talin
ein hæsta fjallaþyrp-
ing í heimi sem rís
beint upp frá hafi.
Sierra Nevada er
nyrsti hluti Andesíjalla en er þó
slitin frá meginkeðjunni. Þekur hún
um 17.000 ferkílómetra og rís allt
upp í 5775 metra hæð. Loftslagið
við ströndina er rakaþrungið hita-
beltisloftslag, en efst uppi varir
eilíft frost. Svæði þetta er því ein-
^stakt að því er varðar fjölbreytni
gróðurs og dýralífs.
Sierra Nevada og umhverfí þess
voru heimkynni Tairona-indíána,
þess þjóðflokks sem talinn er hafa
náð einna lengst í gullsmíði áður
en Evrópumenn komu til Ameríku.
Þeir bjuggu við flókna þjóðfélags-
gerð með Qölmennri prestastétt og
öflugum her. Talið er að Pociqu-
eica, ein helsta borg Tairona, hafi
haft ríflega 20.000 manna her yfir
að ráða þegar Spánveijar stiga
fyrst á land í Kólombíu.
Verkfræðikunnátta Tairona og
-uyggingarlist voru þróuð. í bröttum
fjallahlíðunum náðu þeir hámarks-
ræktun með gerð stalla og flóknu
áveitukerfi. Borgir þeirra og þorp
voru skipulögð út frá stjamfræði-
legum útreikningum, en flestir bæir
þeirra höfðu meira en þúsund híbýli
hver. í miðjum bæ var ávallt stórt
Nabusimake.
torg til samkomuhalds. Hellulagðir
vegir Tairona lágu um alla Sierra
Nevada og voru þeir lífæðar efna-
hagskerfísins. Fiskur og salt komu
frá strandsvæðunum og maís frá
fjallahémðunum. Auk þess áttu
þeir viðskipti við indíánaþjóðir í
Venezúela, Mið-Ameríku og aðrar
þjóðir hér í Kólombíu.
Baðmullarrækt var mikil og
vefjariðnaður því þróaður og svo
var einnig um leirkerjagerð auk
gullsmíðanna sem áður var getið.
Heimildir frá dögum fýrstu Spán-
veijanna geta þess að Sierra
Nevada hafí iðað af fólki, svo fjöl-
mennir voru þeir. Mannfræðingur
einn sem ferðaðist á slóðum Tairona
árið 1950 taldi þá líklega vera um
30.000 talsins, en nú eru þeir tald-
ir vera 18.200 alls.
Afkomendur Tairona
Afkomendur Tairona skiptast nú
í þijár ættkvíslar, Coquis Ljcas, eða
Aruacos eins og flestir aðrir nefna
þá, og Sancas. Allar byggja ætt-
kvíslamar á sömu menningararf-
leifð, en þeir síðastnefndu hafa
blandast hvítum mönnum og
mestízum og hafa týnt niður miklu
af menningu sinni. Los Ijcas hafa
löngum verið undirokaðir af Hettu-
munkareglunni, sem með góðu jafnt
sem illu hefur gert allt sem hún
hefur getað til að eyðileggja menn-
ingu þeirra. Coquis-þjóðinni hefur
reitt best af enda er hún afskekkt-
ust því hún býr hæst í fjöllunum.
Hún hefur haldið fast í menningu
sína og er því talin meiri að visku
og kunnáttu af bræðraþjóðunum
tveimur.
Trúarbrögð Coquis byggjast á
fijósemisdýrkun. Þeirra æðsta goð
er Haba, heimsmóðirin mikla, sem
táknuð er af ófrískum konum.
Froskar tákna kynfæri hennar og
hellar og vötn tákna móðurlíf henn-
ar. Hún er hafið, ár og vötn og
líkamnast í bergkristöllum. Hún er
móðir allra og í móðurlífí hennar
snúast allir að lífínu loknu. Lög
heimsmóðurinnar segja að allur
heimurinn sé eitt stórt egg og allt
í heimni eigi sér föður, móður eða
eiganda. Til að sá maís er því nauð-
synlegt að komast að samkomulagi
við móður maísins með viðeigandi
fómum. Hvers kyns ræktun er erf-
ið hæst upp til fjalla og því þarf
með öllum ráðum að tryggja fijó-
mátt jarðarinnar. Lög heimsmóður-
innar segja einnig að kynlíf og át
hvers kyns matvæla séu hinn væn-
legasti kostur sköpunar. Imyndað
kynlíf getur verið jafn raunverulegt
og hið áþreifanlega samband
tveggja einstaklinga og því sé unnt
að hafa mök við guði og þjóðsagna-
persónur, aðeins ef tilheyrandi
fómir séu færðar.
Ung stúlka að koma úr kaupstaðarferð.
Kynlíf = át
Það samasemmerki sem sett er
á milli kynlífs og áts gerir mögu-
leika Coquis-indíána til giftingar
erfíða. Frá heimsmóðurinni eru
komnar margar ættir og eru þær
allar kenndar við dýr. Maður af
ætt jagúarsins getur ekki gifst konu
af ætt slöngunnar, þar sem slangan
er fæða sem jagúamum finnst
ógeðsleg. Hann verður helst að eiga
konu af ætt villisvínsins þar sem
það er uppáhaldsfæða jagúarsins.
Þessar takmarkanir, ásamt með því
að á móti hveijum 100 körlum eru
aðeins 85 konur, voru famar að
valda auknu framhjáhaldi og sam-
kynhneigð. Því sá prestastéttin eða
„los mamas“ ekki annað ráð en að
slaka á reglunum og nú er jafnvel
leyfílegt að giftast út fyrir ætt-
bálkinn.
Líf og dauði —
eilíf meðganga
Miðpunktur alls er móðurlífíð eða
legið. Hinn nýfæddi fer úr legi
móður sinnar inn í leg Haba, hinnar
andlegfu móður sinnar. Með fæðing-
unni tekur því eingöngu við annað
innanlegstímabil sem skiptist í níu
hluta og endar með dauðanum.
Dauðinn táknar aðeins enn eitt inn-
anlegstímabil, næsta leg er gröfin.
Hinir látnu eru jarðaðir í fósturstell-
ingu, en um hárið er hnýttur borði
sem nær upp á yfirborð jarðar. Níu
dögum eftir greftrun klippir „el
marna" á þennan táknræna nafla-
streng og þar með lýkur með-
göngunni meðal hinna dauðu. Haba
tekur nú á móti hinum látna í leg
sitt og undirbýr jarðneska endur-
fæðingu hans.
„E1 mama“
„Los mamas“ eða prestar Coquis
og Ijcas eru í læri í 18 ár. Iðulega
gengur preststarfið í ættir, en þó
er alltaf litið inn í framtíðina með
viðeigandi athöfnum til að sann-
reyna að væntanlegur lærisveinn
sé hæfur í slíkt ábyrgðarstarf.
Leocadio með „mochiluna“ sína.