Morgunblaðið - 24.07.1988, Síða 38

Morgunblaðið - 24.07.1988, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 Þetta kort sýnir helstu ferðamannastaði á Suðurnesjum. Vaxandi ferðamanna- straumur um Suðumes TIL SKAMMS tíma var lítið um ferðamenn á Suðurnesjum enda lítið um þjónustu fyrir þá. Á síðustu árum hefur orðið á þessu rnikil breyting. Nú eru starfandi tvö stór hótel í Keflavík, Hótel Keflavik og Flughótelið. í Njarðvík hefur Hótel Kristína starfað i nokkur ár og einnig er hótel við Bláa lónið. Sex veit- ingastaðir eru í Keflavík og eru flestir þeirra nýir. Boðið er uppá ferðir um Krísuvík og Suðurnes og hafa þær verið vinsælar. Rúmlega 30 þúsund manns heimsækja Bláa Iónið á hverju ári og fer aðsóknin þar stöðugt vaxandi. Þá er sjóstangaveiði vinsælt sport en bátarnir fara frá Keflavík, Sandgerði eða Garði. Pétur Jóhannsson formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja og Stein- þór Jónsson hótelstjóri. Ferðir um Suðurnes Við hófum átak í ferðamálum hér á Suðumesjum fyrir þremur árum, sagði Pétur Jóhannsson sem er formaður hjá Ferðamálasamtök- um Suðumesja. Til skamms tíma hafa ferðamenn aðeins farið hér í gegn vegna flugvallarins en nú er þetta að breytast. Bláa lónið hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og svo hafa verið skipulagðar hóp- ferðir sem njóta vinsælda. Við getum sagt að boðið sé uppá þrjár mismunandi leiðir en ferða- mennimir geta sjálfir valið um hvemig ferðunum er hagað. Krísuvíkurhringurinn er sennilega vinsælastur. Þá er farið í Krísuvík og allt að Krísuvíkurbjargi. Þaðan er farið í Grindavík og gjaman komið við á Vigdísarvöllum en endað í Bláa lóninu. Aðrir velja Hafnahringinn. Þá er farið í Hafnir og út á Hafna- berg. Þaðan er farið út á Reykja- nes. Þar er hverasvæði og víða fagurt útsýni. Þar gefst fólki kost- ur á að skoða Sjóefnavinnsluna og með ströndinni á þessari leið eru margar laxeldisstöðvar. Svo er endað í Bláa lóninu. Þá er einnig vinsælt að fara út á Garðskaga. Oft er komið við hjá Hómlsbergi og bjargið skoðað. Á Garðskaga /ar nýlega opnuð greiðasala og þar er skemmtilegur útsýnistum sem áður var viti. Fjaran við Garðskaga er ákjósan- leg til gönguferða og þar er mikið fuglalíf. Frá Garðskaga er farið til Básenda en svo er farið á Hvals- nes og þaðan til baka. Þetta eru helstu ferðimar sem boðið er uppá en eins og ég sagði geta ferðamenn ráðið því sjálfir hvemig þeir fara þessa hringi og hversu marga staði þeir skoða. Við höfum einnig skipulagt nokkrar Eldeyjarferðir á hverju sumri en það fer eftir tíðarfarinu hversu margar þær eru. — Hvemig eru sjóstangaveið- amar skipulagðar? Það er ekki um neinar fastar ferðir að ræða en við skipuleggjum veiðiferðir með mjög stuttum fyrir- vara ef fólk hefur samband við okkur og pantar. Það er hægt að hringja í hótelin héma og panta og getum við þá venjulega útvegað bát daginn eftir. Sjóstangaveiðin hefur verið mjög vinsæl og eru útlendingar ánægðir með hversu mikið fískast. Það voru einhveijir Bretar sem sögðu að hér aflaðist eins mikið á einum degi og þeir físka á heilu ári heima hjá sér. Bátamir fara ýmist frá Keflavík, Sandgerði eða Garði eftir því hvemig viðrar en venjulega er far- ið á miðin út af Stafnesi eða Garð- asjó. Svo er verið að í sex til tíu tíma eftir þvi sem veiðimennimir vilja, sagði Pétur. Fullbókað hjá Hótel Keflavík Steinþór Jónsson er hótelstjóri hjá Hótel Keflavík en hann er jafn- framt framkvæmdastjóri Ofna- smiðju Suðumesja. Það hefur verið fullbókað hér á hótelinu í allt sumar og reyndar hafa jafnan verið tveir til úórir gestir heima hjá mér að auki, þann- ig að við getum ekki kvartað und- an því að ferðamennina vanti hér, sagði Steinþór. Það hefur orðið mikil aukning í ferðamennsku hér á síðustu árum — áður fóru ferða- menn aðeins hér í gegn en nú eru þeir orðnir nokkuð áberandi hér í bænum yfír sumartímann. Það er líka mikill hugur í mönnum að bæta þjónustuna héma. Það stend- ur til að gera tjaldstæði hér í Keflavík þar sem ferðamenn geta haft sæmilega aðstöðu og verður það sennilega tilbúið næsta sumar. Á skömmum tíma hafa opnað sex veitingastaðir hér í Keflavík og hefur það sett sinn svip á bæjarlíf- ið. — Hvað býr að baki velgengn- inni í hótelrekstrinum hjá þér? Ég vil meina að velgengnin sé fyrst og fremst því að þakka að við höfum lagt okkur fram um að veita góða þjónustu og reyndar höfum við fengið sérstaka viður- kenningu fyrir hana. Við höfum fímm sjónvarpsrásir hér á hótelinu, það er stöðvamar tvær og þrjár myndabandsrásir og geta hótel- gestír valið um hvaða myndir eru sýndar á þeim. Töluvert er um það að fólk utan af landi sem er að fara til útlanda gisti hér til að þurfa ekki að vakna eins snemma til að mæta á flugvöllinn. Við sjáum til þess að það vakni á rétt- um tíma og bjóðum því ókeypis akstur að flugstöðinni. Ég hef jafnan lagt á það áherslu að starfsfólkið gefí sér góðan tíma til að upplýsa gesti okkar um allt sem þeir vilja vita. Ferðalög hér um Suðumesin njóta mikilla vin- sælda enda er hér margt að skoða. Baðstrandarsteimnning í Bláa lóninu BLÁA LÓNIÐ er með vinsælustu ferðamannastöðum hér á landi og koma þangað þúsundir baðgesta á hveiju ári. Bláa Iónið myndaðist vegna afrennslis frá Hitaveitu Suðumesja en brennisteinsríkum jarðsjó er stöðugt veitt í lónið og er streymið um 28 þúsund tonn á sólarhring. Sá hluti Bláa lónsins sem baðgestir nota mest er um 300 metra langur og 100 metra breiður. Dýpið er mest þrír metrar en víða ekki nema um háifur metri. Ekkert afrennsli er úr Bláa lóninu heldur sígur vatnið niður í hraunið og reyndar er lónið alltaf að stækka. Bláa iónið er mikil heilsulind og vatnið er af mörgum talið duga vel til lækninga á gigt, exemi og psor- iasis. Fléstir baðgesta koma hins vegar til að njóta þess að vera i þessum heilsubrunni og njóta þeirr- ar baðstrandarstemmningar sem þama hefur skapast. Fyrirtækið Kleifar sf. rekur baðhús og greiða- sölu við lónið. Þar er einnig gistihús með 11 tveggja manna herbergjum sem Þórður Stefánsson á og rekur. Það er Hitaveita Suðumesja sem á Bláa lónið en fyrirtækið Kleifar sf. sér um rekstur baðhúss og hefur tekið að sér að annast framkvæmd- ir þar. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Hermann Ragnarsson, framkvæmdastjóra Húsaness sf., sem er eitt stærsta verkatakafyrir- tækið á Suðumesjum, en hann er einn eigenda Kleifa sf. Var Her- mann fyrst spurður um fram- kvæmdir þær sem nú standa yfír við baðhúsið við Bláa lónið. Við erum að ljúka við að stækka baðhúsið um helming og er það nú um 300 fermetrar, en þessi stækk- un ieysir ekki vandann nema til bráðabirgða, sagði Hermann. Að- sókn að Bláa lóninu hefúr farið stöðugt vaxandi á síðustu ámm og aðstaðan sem við höfum komið upp nægir alls ekki á góðviðrisdögum þegar aðsóknin er mest. - Hversu mikil er aðsóknin að Bláa lóninu? Það vom rúmlega 30 þúsund manns sem komu allt árið í fyrra og kemur meirihlutinn yfir sumar- mánuðina. Aðgangseyririnn er 200 krónur og em það einu tekjumar sem við höfum auk tekna af rekstri greiðasölu í anddyri baðhússins. Kostnaður við framkvæmdir á þessu ári er þegar kominn yfir 20 milljónir og því auðséð að um hagn- að er ekki að ræða fyrir Hitaveitu Suðumesja og vantar mikið uppá að svo sé. Ef tekjur eiga að skap- ast af Bláa lóninu verður að bjóða uppá meiri þjónustu og er stefnt að því að svo geti orðið í náinni framtíð. — Hvaða framkvæmdir em í bígerð þama? Veitingahúsið sem fyrirhugað er að reisa við Bláa lónið. Pýramidinn, sem verður um 10 metrar á hæð, verður klæddur álplötum og spegilgleri og, mun væntanlega setja mikinn svip á umhverfið í Svartsengi. Hermann Ragnarsson fram- kvæmdastjóri Við emm búnir að fá landrými við Bláa lónið, sem er um 25 hektar- ar. Þar er fyrirhugað að reisa heilsumiðstöð og er þegar byijað að teikna hana. Ef bæjaryfírvöld i Grindavík samþykkja þetta skipu- lag og afgreiða málið fljótlega mun- um við hefjast handa áður en langt líður. í fyrsta áfanga verður reistur 10 metra hár pýramídi á tveimur hæðum sem Páll V. Bjamason arki- tekt hefur teiknað. Á neðri hæð- inni, sem mun verða um 250 fer- metrar, verður kaffíhús, en sú efri verður notuð sem útsýnispallur en pýramídinn verður þannig staðsett- ur að þaðan mun sjást yfír Bláa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.