Morgunblaðið - 24.07.1988, Side 44

Morgunblaðið - 24.07.1988, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Framkvæmdastjóri Vélsmiðja og bifreiðaverkstæði utan Reykjavíkur óskar að ráða framkvæmda- stjóra strax. Húsnæði fyrir hendi. Umsóknir er greini aldur, fyrri störf og mennt- un sendist auglýsingadeild Mbl. sem fyrst merktar: „D - 2376“. Vélstjóri 1. vélstjóra vantar á nýlegan, vel uíbúinn dragnótarbát sem gerður er út frá Þorláks- höfn. Upplýsingar í símum 98-33565, 98-33965 og 98-33865. Vélstjóra vantar Vanan mann með vélstjóraréttindi vantar strax á 36 tonna bát frá Grindavík, sem fer á togveiðar. Upplýsingar í síma 92-68566 og 92-68415 á mánudag. Fiskanes hf. Droplaugarstaðir, heimili aldraðra, Snorrabraut 58 Yfirsjúkraþjálfari óskast í 70% stöðu frá og með 1. septem- ber nk. Starfið felst í endurhæfingu aldraðra. Möguleikar eru á sjálfstæðri starfsemi. Upplýsingar gefur forstöðumaður og yfir- sjúkraþjálfi í síma 25811 kl. 9.00-12.00 alla virka daga. Sölustarf Ef þú ert á aldrinum 20-30 ára, ert snyrtileg, hress, og hefur gaman af sölustörfum, þá vantar okkur fólk til starfa í verslunum okkar. Umsækjendur komi í Cosmo, Kringlunni, milli kl. 16 og 19 á morgun. Laugavegi 44, Kringlunni. Framkvæmdastjóri Umbúðamiðstöðin hf. auglýsir eftir fram- kvæmdastjóra. Fyrirtækið er framleiðslufyrirtæki á sviði umbúða og prentunar. Megináherzla hefur verið lögð á framleiðslu umbúða fyrir fiskiðn- aðinn, en fyrirtækið hefur undanfarið lagt aukna áherzlu á almenna umbúðaframleiðslu og prentun. Umbúðamiðstöðin hf. var stofnuð árið 1964 af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og frysti- húsum sem aðild eiga að henni. Fyrirtækið er vel tækjum búið í góðu eigin húsnæði, fjárhagur þess er mjög traustur og þar vinna um 45 manns. Framkvæmdastjórinn þarf að hafa reynslu í stjórnun, eiga auðvelt með að fá fólk til sam- starfs og hafa haldgóða viðskiptamenntun. Hér er um framtíðarstarf að ræða og er því helzt leitað eftir manni á aldrinum 35-40 ára. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist Bjarna Lúðvíkssyni, Pósthólf 1525, 121 Reykjavík. „Au pair“ óskast til Bandaríkjanna til að gæta þriggja barna. Aldurstakmark 20 ára. Upplýsingar í síma 404-751-0866. Sölumenn . - Bóksala Óskum að ráða, helst vana, sölumenn til starfa nú þegar á Stór-Reykjavíkursvæðinu og um land allt. Um er að ræða bækur í einkadreifingu, svo sem Fugla í náttúru íslands, Times Atlas, íslenska sjávarhætti, ýmiss konar orðabæk- ur, íslenskar þjóðsögur, íslendingasögur með nútímastafsetningu og ýmis fleiri þekkt og sígild verk. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða. Upplýsingar gefnar í síma 689815 eða 689133. Söluskrifstofa Bjarna og Braga, Bolholti 6, Reykjavík. Sunnuhlíð Kópavogsbraut 1 Sími 45550 Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar í Kópavogi er lítið og notalegt hjúkrunar- heimili fyrir aldrað fólk. Þar er góð vinnuað- staða og barnaheimili fyrir börn starfsfólks. Til þess að veita sem besta þjónustu vantar okkur fagfólk. Deildarstjóri óskast frá 1. nóvember. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast á allar vaktir sem fyrst. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 604163. KOIHP/ISS Starfsfólk óskast í eftirfarandi framtíðarstörf 1. Markaðsfulltrúi Þarf að hafa gott vald á ensku og dönsku og/eða færeysku, bæði rit- og talmáli. Einnig góða þekkingu á atvinnulífi Vestur- Norðurlanda og helst reynslu að markaðs- setningu vöru og þjónustu. Ofangreint starf útheimtir umtalsverð ferðalög bæði innan- lands og erlendis. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða. 2. Skrifstofustörf 1/2 dags starf Leitum eftir samviskusömum og sjálfstæð- um aðila til þess að taka að sér eftirfarandi skrifstofustörf: - Umsjón með bankareikningum og inn- heimtu. - Flokkun fylgiskjala og bréfa. - Tölvuinnslátt. 3. Tölvuinnsláttur 1/2 dags starf Leitum eftir vandvirkum og sjálfstæðum starfskrafti til að taka að sér tölvuinnslátt. Ensku- og dönskukunnátta æskileg. Eingöngu verður tekið við skriflegum um- sóknum. Umsóknir óskast sendar til Komp- ass h/f, P.O.Box 5200, 125 Reykjavík. Kompass h/f er fslenskt fyrlrtœki, en f tengslum vlð alþjóðlega Komp- ass-gagnabankanetlð. Kompasa á falandl aflar upplýslnga um vðrur og þjónustu á Islandl, Fnreyjum og Grœnlandl og mlðlar þelm um allan halm. 40ára og eldri - framtfðarstarf Óskum eftir að ráða starfskraft, ekki yngri en 40 ára. Starfið fellst í að innrita nemend- ur, bóka í veggjatennis, símavörslu o.fl. Við leitum að ábyggilegum og hressum starfs- krafti. Tvískipt vaktavinna frá kl. 11.30-23.30. Upplýsingar í síma 687701, mánudag frá kl. 12-13.30. SÓLEYJAR Do . op Utvegsbanki Islands hf óskar að ráða lögfræðing til starfa á skrifstofu lögfræðisviðs bankans. Starfið er laust frá 1. september nk. Umsóknir er greini aldur, feril og fyrri störf berist Guðmundi Eiríkssyni, forstöðumanni rekstrarsviðs bankans, fyrir 5. ágúst nk. Síldarsöltun - stjórnunarstarf Ríkismat sjávarafurða óskar eftir að ráða mann í áhugavert stjórnunarstarf. Hafir þú þekkingu og áhuga á verkum og mati á saltsíld, getur þetta verið starf fyrir þig. Starfið felst í: ★ Daglegri stjórn starfa þeirra sem hafa með hendi eftirlit Ríkismatsins með söltun og mat á síld. ★ Úttekt á hreinlæti og búnaði söltunar- .stöðva svo og innri gæðastjórnun þeirra, eftir því sem það verður byggt upp. ★ Virkri þátttöku í þróun vinnubragða Ríkismatsins og að eiga samvinnu við Síldarútvegsnefnd og saltendur um uppbyggingu innri gæðastjórnunar. Starfið krefst: ★ Frumkvæðis og stjórnunarhæfileika. ★ Þekkingar, áhuga og skilnings á verkun og gæðum saltsíldar. ★ Reynslu af síldarsöltun. ★ Umsækjendur með menntun í mat- vælafræði, fisktækni eða sambæri- legu, ganga.að öðru jöfnu fyrir um starfið. Starfsþjálfun: Sá/sú sem ráðin(n) verður, tekur við starfinu þann 1. júní 1989, en þyrfti að byrja sem fyrst, til undirbúnings og til að setja sig inn í starfið. Æskilegast er að viðkomandi hefji störf þegar í september, eða eftir nánari samkomulagi. Umsóknum ber að skila til Ríkismatsins, á eyðublöðum, sem þar fást, fyrir 15. ágúst nk. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Ríkis- matsins, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, s. 91-627533. Ríkismat sjávarafurða hefur að leiðarljósi: ★ Að stuðla að auknum hráefnis- og vörugæðum tslenskra sjávar- afurða. ★ Að þróa starfsemi sína þannig að hún verði einkum fólgin i miðlun þekkingar og færni og að skapa sjávarútveginum réttar forsendur til starfa. * Að verða í krafti þekkingar sinnar og reynslu forystuafl (gæða- málum. •k Að skapa samstarfsvettvang stjórnvalda og sjávarútvegsins í stöðugri viðleitni þeirra til að auka þekkingu og færni í vinnu- brögðum og vörumeöferö. * Að móta afstöðu þeirra sem við sjóvarútveg starfa til gæða- mála og efla almenna gæðavitund. Ríkismat sjávarafurða telur það vera helsta verkefni sitt að stuðla að vönduðum vinnubrögðum svo íslenskar sjávarafurðir nái forskoti á markaönum vegna gæða og þar með hærra verði en ella.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.