Morgunblaðið - 24.07.1988, Side 53
MORGUNBLAÐEÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988
53
Monika S. Helgadóttír,
Merkigili — Minning
Monika Helgadóttir á Merkigili
lézt 10. júní sl. á 87. aldursári og
var jarðsett frá Reykjakirkju 22.
júní að viðstöddu miklu fjölmenni.
Pyrr um daginn hafði farið fram
húskveðja á Merkigili, þar sem einn-
ig var flölmenni.
Moniku á Merkigili heyrði ég fyrst
getið á unglingsárum mínum austur
á Fljótsdalshéraði, þegar út kom
árið 1954 bókin „Konan í dalnum
og dætumar sjö“, saga Moniku,
skráð af Guðmundi G. Hagalín rit-
höfundi. Bók þessi vakti mikla at-
hygli eins og reyndar sérhver bók
frá hendi Hagalíns á þessum árum,
en i bókinni rekur skáldið uppvaxtar-
ár Moniku í Skagafirði og búskapar-
feril á Merkigili í Austurdal.
í hinum fagra og grösuga Aust-
urdal var fyrrum mikil byggð eða
um tuttugu bæir, en er hér var kom-
ið sögu aðeins fjórir í byggð, Merki-
gil og kirkjustaðurinn Abær um 9
km framar í dalnum, en Skatastaðir
og Bústaðir handa Jökulsár.
Jörðin Merkigil er vel til búskapar
fallin , en umkringd árgljúfrum á
þrjá vegu að segja má, en fjöll að
baki og því aðdrættir allir afar erfið-
ir, varð eigi komizt af bæ nema með
því að fara yfír Merkigilið, hrikalegt
klettagil, er aðskilur lönd Austurdals
og svokallaða Kjálka, og yfír það
varð að sjálfsögðu eigi farið nema
á tveimur jafnfljótum eða þá með
aðstoð þarfasta þjónsins.
í bók sinni rekur Hagalín búskap-
arár Moniku á Merkigili, en þar hóf
hún búskap ásamt manni sínum,
Jóhannesi Bjamasyni frá Þorsteins-
staðakoti, árið 1926. Jóhannes var
góður bóndi og mikill heimilisfaðir,
en sambúð þeirra varð eigi löng, því
Jóhannes lézt árið 1944, aðeins 47
ára að aldri.
Þá stóð Monika ein uppi með 8
böm þeirra hjóna, sjö dætur og einn
son, þijú elztu börnin sloppin yfir
fermingu, en yngsta bamið aðeins
nokkurra vikna gamalt, og var það
skírt við kistu föður síns.
En Monika ákvað að halda aftur
heim að Merkigili með hópinn sinn,
og þar með hefst hetjusaga konunn-
ar í dalnum og dætranna sjö.
Með útkomu bókarinnar varð
hetjusagan úr Austurdalnum á allra
vörum og Monika þjóðkunn kona.
Hún var konan, sem storkaði ör-
lögunum og tókst á við það, sem í
augum flestra virtist óhugsandi.
Um allt land lásu menn um kon-
una, sem með áðstoð dætra sinna
ungra lét reisa nýtt íbúðarhús á
Merkigili og flyfja allt efni, er til
húsbyggingarinnar þurfti, svo sem
timbur, jám og sement, á klökkum
yfir torfæruna miklu, Merkigilið, já,
meira að segja baðker og miðstöðv-
areldavél.
Með fádæma dugnaði, viljaþreki
og kjarki tókst Moniku og dætrunum
að búa myndarlegu búi á Merkigili.
Um það skal eigi íjallað nánar hér,
en þess getið, að á Merkigili var
Monika húsfreyja í rúmlega sextíu
ár og átti þar heima allt til dauða-
dags.
Það var svo ekki fyrr en árið
1983, að leiðir okkar Moniku lágu
saman. Atvikin höfðu þá hagað því
þannig, að ég hafði gerzt sóknar-
prestur á Mælifelli í Skagafirði og
átti að flytja mína_ fyrstu messu í
prestakallinu að Ábæ, kirkjustað
Moniku, en sú venja hefur skapazt
að messa í Ábæjarkirkju einu sinni
á ári á vígsluhelgi kirkjunnar, sem
venjulega ber upp á fyrsta sunudag
í ágúst.
Svo var og að þessu sinni. Ég
hafði þá ekki komi fram í Austurdal
áður og þótti leiðin bæði löng og
torsótt.
Verður mér þessi fyrsta messa i
Ábæ einkar minnisstæð, m.a. vegna
þess að i minn hlut kom að leiða
söng í messunni, þar sem enginn
organisti eða hljóðfæri var til stað-
ar, reyndar ekki rafmagn í kirlq-
unni. Állt gekk þó slysalaust, og að
lokinni athöfn var haldið í kaffi nið-
ur á Merkigil, en sá siður hefur
tíðkast, allt frá því Monika tók kirkj-
una upp á sína arma á 5. tug aldar-
innar, er byggð lagðist af í Ábæ.
Ábæjarkirkju annaðist hún eins
og eitt af börnum sínum, slíkt kom
einhvem veginn eins og af sjálfu sér
án þess hún væri beinlínis til þess
skikkuð. Þar hafði hún sótt guðs-
þjónustur, meðan heilsa og kraftar
leyfðu, en nú leyfði heilsan eigi, að
hún kæmist til messu, og þvf tók
-iún á móti kirkjugestum á heimili
sínu þennan messudag, höfðingleg
og hress í anda, þótt komin væri á
níræðisaldur.
Af fyrstu kynnum mínum af Mon-
iku þennan fagra ágústdag sumarið
1983, varð mér ljóst, að hetjusagan
í Austurdalnum, sem ég hafði heyrt
forðum, var enn að gerast. Að vísu
var komið nýtt fólk til sögunnar.
Dætumar sjö og sonurinn eini höfðu
í áranna rás flutzt burt og stofnað
sín eigin heimili, en árið 1974 hafði
ráðizt til Moniku Helgi Jónssn frá
Herríðarhóli í Rangárvallasýslu og
tekið þar við búsforráðum. Honum
hafði Monika nú falið umsjón kirkj-
unnar i Ábæ.
Það duldist eigi, að hún var trúuð
kona og hafði strax í æsku upplifað
mátt bænarinnar í lífi sínu, og oft
háfði bænin veitt henni styrk á erfið-
um stundum. Auk þes áleit hún það
menningarlegt atriði, að kirkjunni
yrði haldið við, þótt hún væri orðin
eins og „ekkja“ frammi í dalnum,
því ef kirkjan legðist af, færi fleira
forgörðum. Hún unni þessari kirkju
og gerði sér Ijóst, að kirkja og krist-
indómur hefur alltaf verið samofin
íslenzkri menningu, að hvomgt get-
ur án hins verið, þjóðin og kirkjan,
eigi þeim vel að famast.
Síðan hef ég átt nokkrar messu-
ferðir í Ábæ og ætíð em messu-
dagamir þar sannkallaðir hátíðis-
dagar, enda kemur fólk oft um lang-
an veg til að sækja messur þar.
Kirkjukaffið á Merkigili eykur á
hátiðleika dagsins. Þar ríkir sérstak- *
ur andblær, sem þeir þekkja, er
þangað hafa komið. Þar sat Monika
hin síðustu árin í sæti sínu og ræddi
við kirlqugesti, meðan þeir neyttu
kræsinga, er fram vom bomar, því
þótt þrek og kraftar væm á þrotum,
varð þess eigi vart hið innra, svo
vel fylgdist hún með öllu, er var að
gerast í samtímanum, og gaman
hafði hún að bregða fyrir sig gaman-
málum, ef tilefni gáfust.
Veit ég, að margir kirkjugestir
munu geyma þessa mynd af Moniku
á Merkigili í huga sér. Um hana
mætti vissulega segja eitthvað svip-
að og Bjami Thorarensen yrkir um
Rannveigu Filippusdóttur:
„Að þótt hún kvala kenndi
af kvillum í eili,
brána jafn heiðskír himin
hugarró sýndi."
Svo vel hélt hún sinni andlegu
reisn allt til hinztu stundar, að að-
dáun og gleði mátti vekja þeim er
næst henni stóðu og til þekktu.
í raun og sannleika var ævistarf
Moniku á Merkigili einstakt ævin-
týri. Hún trúði á framtíð dalsins síns
og íslenzkrar moldar, var alla ævi
bam lífs og gróanda, átti sér þann
draum, að einhvem tíma kæmi brú
á Jökulsá og vegur yfir Merkigilið,
svo hægt yrði að aka hring í dalnum.
Draumurinn rættist að nokkm
leyti árið 1961, þegar brú var byggt
á ána um 4 km framan við bæinn.
Fyrir þeirri framkvæmd hafði Mon-
ika barizt ámm saman með þeirri
þrautseigju, sem henni var svo lag-
in. Með brúnni va eingangrun bæjar-
ins rofin, engum var það meira gleði-
efni en húsfreyjunni á Merkigili,
enginn hafði kynnst betur erfiðleik-
unum, sem einangruninnni em sam-
fara.
Dalnum sínum unni hún til hinztu
stundar, hún þekkti kosti hans og
galla, þar hafði hún upplifað fjöl-
margar sólskinsstundir, en einnig
hriðarbylji vetrarins, hún vissi, að
íslenzk náttúra er gjöful og gefur
þeim góðar gjafir, sem lifa í sátt við
hana og elska hana.
Skapgerð hennar sjálfrar var
vissulega í ætt við dalafjöllin, þar
getur hvesst skyndilega, en er
minnst varir gert blíðalogn. Hún var
kona skapheit og stór í sniðum, sagði
meiningu sína umbúðalaust á mönn-
um og málefnum, hver sem í hlut
átti, óheilindi og undanbrögð vom
henni ekki að skapi, en eigi duldist
neinum, sem henni kynntist, að und-
ir yfiborðinu sló hlýtt og viðkvæmt
hjarta, sem fann til með öllu, er
bágt átti.
Sem fyrr segir bjuggu þau Monika
og Helgp Jónsson að mestu ein á
Merkigili síðustu árin, þótt bömin
og aðrir afkomendur vitjuðu oft
æskustöðvanna og léttu undir við
heimilisstörfin.
Sýndi Helgi henni einstaka um-
hyggju allt til hinztu stundar. Nú
býr Helgi einn á Merkigili og ber
að vona, að honum takizt áfram að
halda þar uppi merki hinnar látnu
heiðurskonu.
Böm Moniku em öll á lífi utan
eitt, elsta dóttirin, Elín, húsfreyja á
Völlum í Seyluhreppi, lézt árið 1981.
Böm Moniku em búsett víðs vegar * ,
um land; öll atgervisfólk eins og þau j
eiga kyn til.
Heima dvaldi Monika allt þar til
á sl. hausti, er hún sakir lasleika
varð að fara á Sjúkrahúsið á Sauðár-
króki. Líkamlegir kraftar vora á
þrotum, hún hafði lengi kennt titr-
ings og einhvers konar máttleysis í
vinstri handlegg, sem ágerðist með
ámnum, svo hún varð að styðjast
við staf síðustu árin, en það segir
þó sína sögu, að heimilisstörfum á
Merkigili sinnti hún allt fram undir
það siðasta. Hún stóð, meðan stætt
Á sjúkrahúsinu naut Monika hinn-
ar beztu aðhlynningar, sem völ var
á, en ætíð var þó hugurinn bundinn^"
við dalinn kæra, var það henni mik-
il huggun að fá að dvelja heima
nokkra daga í enduðum maímánuði.
Á sjúkrahúsinu hitti ég hana
siðast aðeins hálfum mánuði fyrir
andlát hennar. Kraftamir vom
þrotnir, en hugurinn frjór og fylgdis
að vanda vel með öllum hræringum
mannlífsins. Ofarlega í huga var sem
oftast áður litla kirkjan í dalnum,
og hvað framtíðin bæri í skauti sér
fyrir hana.
Við kvöddumst á ganginum fram-4*
an við sjúkrastofuna, handtakið var
traust. Þannig var líf Moniku á
Merkigili.
Ég kveð hina látnu með einlægri
þökk fyrir ógleymanlega viðkynn-
ingu. Minninginer auður, sem hvorki
mölur né ryð fær grandað. Ástvinum
öllum sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Megi hin látna hvíla í Guðs friði.
Ólafur Þ. Hallgrímsson
Sigrún Þórarinsdóttir
frá Úlfsá — Minning
Fædd 18. júlí 1912
Dáin 26. aprU 1988
Við brotthvarf vina og náinna
samferðamanna rifjast oft upp atvik
og sviðsmyndir af ýmsum toga er
leita á hugann.
Þannig var það með mig er ég
frétti lát Sigrúnar Þórarinsdóttur frá
Úlfsá, en hún lést Sólvangi þann 26.
apríl sl. Þar sem ég var ekki stadd-
ur á landinu er hún lést verður þetta
nokkuð síðbúin kveðja.
Sigrún var fædd á Úlfsá í Skutuls-
firði þann 18. júlí 1912. Faðir henn-
ar var Þórarinn Sigurðsson frá Neðri
Húsum i Önundarfírði, og móðir
hennar var Herdís Guðmundsdóttir
frá Veðrará í sömu sveit. Þau flutt-
ust frá Önundarfirði yfír Breiðdals-
heiðina í Skutulsfjörð og settust að
á Úlfsá. Þau átti miklu bamaláni
að fagna og eignuðust 7 dætur og
einn son. Ifyrsta bam þeirra, Sigrún,
dó rétt eftir fæðingu, síðan kom
Ólavía, hún giftist Sveinbimi Hall-
dóresyni, þau bjuggu á ísafirði en
em nú bæði látin. Guðmundur kom
næst, hann bjó lengi á ísafirði en
er nú látinn. Petrína var næst í röð-
inni, hún bjó lengi á ísafirði en flutt-
ust til Hafnarfjaíðar og dó þar. Ingi-
leif kom næst, hún fluttist uppkomin
til Hafnaifyarðar og býr þar enn.
Hún giftist Guðna Tómassyni. Þau
áttu tvo syni, Tómas og Þórarin, er
búa í Garðabæ og Mosfellsbæ. Guðni
er látinn fyrir mörgum ámm. Yngsta
bam Herdísar og Þórarins var
Pálína, hún giftist Valgeiri
Ólafssjmi, þau eiga einn son, Ómar,
og búa í Hafnarfirði. Þau Herdis og
Þórarínn tóku í fóstur Stefán Jóns-
son ættaðan úr Onundarfirði, á
fyrsta ári, og ólu hann upp til fullorð-
insára. Hann býr í Hafnarfírði, gift-
ur Björk Jónasdóttur.
Sigrún ólst upp í hinum stóra
systkinahópi á Úlfsá. Það var oft
þröngt í búi, því marga munna
þurfti að fæða og oft lítið um at-
vinnu. Um skólagöngu var lítið að
ræða. Farekóli var og stopul kennsla.
Haustið 1931 gerðist örlagaríkur
atburður í Kfi Sigrúnar. Þá kom í
fjörðinn ný útskrifaður kennari og
tók að sér farkennslu i Skutulsfirði.
Þessi maður var Eyjólfur Guð-
mundsson frá Steig í Mýrdal. Þau
felldu hugi saman og giftu sig haus-
tið 1932. Þetta var í mestu krepp-
unni eftir verðfallið mikla 1930.
Efnin vom því ekki mikil til að
hefja búskap. Kennaralaunin vom
þá ekki nema um 200 kr. á mán-
uði. Ýmsir töldu þó að það væri nú
munur að hafa slík laun. En ungu
hjónin vom bjartsýn og áræðin. Sigr-
ún var vön að vinna og lagin til allra
verka, og saumaskapur og útsaumur
vom henni séretök ánægja. Og Ey-
jólfur dró ekki ef sér. Það var erfitt
að vera kennari á þessum ámm.
Kennt var hálfan mánuð í Amardal
og hálfan mánuð á Hauganesi.
Ganga þurfti út í Amardal eða fá
sig feijaðan frá ísafirði. Síðan var
nemendum sett fyrir til hálfs mánað-
ar það námsefni er þau skildu læra
þar til kennarinn kæmi aftur. Oft
vildi verða misbrestur á því námi
og eftirlit þurfti að vera gott.
Ungu hjónin byrjuðu búskap á
Úlfsá hjá foreldmm Sigrúnar, en
keyptu síðan býlið Brautarholt og
bjuggu þar síðan meðan þau áttu
heima í Skutulsfirði, en Eyjólfur
stundaði kennslu þar til ársins 1943
eða í nær 13 ár. Þá flytja þau hjón-
in til Ytri Njarðvíkur og em þar til
ársins 1947, er þau flytja í Hafnar-
fjörð og kaupa húsið á Tunguvegi 2
og bjuggu þar sfðan. Eyjólfur kenndi
fyrst við Lækjarskóla í Hafnarfirði,
en síðustu 20 árin við Flensborgar-
skólann. Þau eignuðust tvo syni,
Þóri f. 1937, sem er giftur Helgu
Pálsdóttur, þau eiga tvö böm Emu
og Guðrúnu Kristínu, og Guðna f.
1947 sem giftur er Guðríði Karls-
dóttur, þau eiga þijú böm Lám,
Þórdísi og Unni.
Hjónaband þeirra Sigrúnar og
Eyjólfs var mjög farsælt. Þó þröngt
væri í búi á fyrstu hjúskaparárunum,
og húsnæðið ekki stórt, tvö herbergi
uppi á lofti á Úlfsá, var samt ekki
skorast undan því að taka litla snáða
er vantaði hjálp heim til sín á kvöld-
in, til að reyna að skýra fyrir þeim
erfið dæmi lærdómsins. Um slíka
hjálpsemi vom hjónin einstaklega
samtaka.
Á milli bæjanna Úlfsár og Góu-
staða þar sem við bræðumir ólumst
upp, em tæpir eitt hundrað metrar,
svo samgangur var mikill milli bæj-
anna á þessum ámm. Á Úlfsá ólust
upp 8 böm og á Góustöðum 7 og
þó bömin á Úlfsá væm töluvert eldri
var samgangur mikill og oft komið
saman til leikja og allskonar
skemmtana eins og unglingum er
títt. Það vom dýrðardagar.
En fátæktin var mikil á þessum
ámm og þeir sem em að alast upp
í dag eiga erfitt með að gera sér
slfkt f hugarlund. Til dæmis um það,
minnist ég þess frá því ég var 7 eða
8 ára og Sigrún um tvítugt, að hana
langaði mikið til að fara til
Reykjavíkur að einhveiju séretöku
tileftii ef til vill í sína fyrstu ferð.
Hún leitaði á náðir móður minnar
um aðstoð vegna ferðarinnar, en það
vantaði einar 15 krónur. Ekki vom
eftiin það mikil á Góustöðum að
slíkir flármunir lægju á lausu, en
einhvemveginn tókst mömmu að
bjarga málinu, því hún sagði: „Svo
oft hefur hún Rúna mín hjálpað
mér, að hún átti þetta margfaldlega
skilið." Mér er þetta séretaklega
minnistætt, því ég var alltaf f sér-
stöku uppáhaldi hjá Sigrúnu. Þó efn-
in væm ekki mikil gaf hún mér allt-
af einhveija afmælisgjöf meðan ég
var í bemsku, og mamma sá um að
ég myndi eftir hennar afmælisdegi,
sem var 18. júlí.
Eftir að suður kom urðu sam-
verastundimar færri, en tengslin
sem bundust á æskuárunum slitnuðu
þó aldrei. Það var gott að koma á
Tunguveginn, og blanda geði við
Rúnu og Eyjólf og gömlu æskufélag-
anna frá Úlfsá er nú vom flestir
komnir suður. Vom þá oft rifjaðar
upp gamlar minningar frá æskuár-
unum og gamla skólanum fyrir vest-
an.
Sigrún var aldrei sérlega heilsu-
hraust, en um 1979 fer hún að kenna
heilarýmunar, sem ágerðist eftir því
sem árin liðu. Og 1984 fer hún á
Sólvang og er þar að mestu leyti
rænulaus síðustu fjögur árin, þar til
hún lést þann 26. apríl sl. Sigrún
tók ekki mikinn þátt f opinberum
störfum. Heimilið var fyrst og fremst
hennar vettvangur, uppeldi bam- -
anna og umhyggja fyrir móður sinni
og sfnum nánustu var fyret og
fremst hennar starf, en móðir henn-
ar var hjá henni fyretu árin í Hafnar-
fírði. Hún var ein af þessum hæg-
látu konum sem gott var að eiga
að vini, og skila sínu dagsverki með
sæmd og virðingu.
Að leiðarlokum vil ég þakka henni
samferðina góðu og viðkynninguna
í gegnum árin, sem seint munu fym-
ast. Ég flyt Eyjólfi vini mínu, böm-
um og öðmm ættingjum innilegar
samúðarkveðjur.
Gunnar Sveinsson
Blómostofa
Friöfinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvötd
til td. 22,- einnig um heigar.
Skreytingar við Öll tilefni.
Gjafavörur.