Morgunblaðið - 24.07.1988, Side 54

Morgunblaðið - 24.07.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 lafur Ásberg ^ Ámason er 22 ára Isfirðingur. Olaf- ur hefur lokið við fyrsta stig Stýri- mannaskólans á Isafirði en það veitir honum rétt til að vera stýri- maður á 200 tonna togara. Ólafur hyggst innrita sig í norska sjóherinn næsta haust og hefja þar nám í stýrimannafræðum. Ég byrjaði á því að spyrja olaf hvað Isfirðingar segðu þessa dagána. Eg held þeir segi allt fínt. Það er ágætt að búa á Isafirði og alltaf nóg að gera. Þegar ég er ekki á sjónum þá er ég á mótorhjólinu mínu en öllu sem viðkemur mótor- hjólum hef ég áhuga á. Þetta er að vísu dýrt sport. Varðandi hætt- una sem fylgir þessu þá eru götu- hjólin hættulegust, þau bjóða hætt- unni heim. En ef maður keyrir eins og maður þá á þetta að vera í lagi. Hvað náið þið miklum hraða? Þessi hjól fara yfir 200 km hraða. Þeim hraða næ ég á svokölluðum sandvegi en hann er við Bolung- arvík. Eins á Súðavíkurhlíðinni, þar er hægt að ná sæmilegasta hraða. Það sem skemmtilegast er við þetta er spyrnan og hraðinn. Hvað þú ert snöggur upp. Það er ólýsanleg til- fínning að vera á þessum hjólum. Margt sem fer gegnum hugann. Eins og draumur. Þess vegna fer maður alltaf aftur á hjólið. Þegar ég er í Reykjavík er skemmtilegast að rúnta með Sniglunum en það er stór og samheldinn félagsskapur. Hefurðu verið mikið til sjós? Já, það má segja það. Ég fór fyrsta túrinn minn 10 ára og var þá á skaki í eitt sumar (handfæra- veiðar). Eftir gagnfræðaskóla var ég mest á togurum og þá aðailega rækjutogurum. Mér finnst alltaf erfitt að bytja að vinna í landi. Stemmningin er einstök útá sjó. Maður espist allur upp þegar vel gengur. Ævintýraljómi yfir þessu. Þegar maður hefur verið í landi í einhvern tíma þá hugsar maður bara um sjóinn. Mér finnst allar þær sögur sem sagðar eru um sjómenn óréttlátar margar hveijar. I raun- inni drekka sjóarar minna en fólk í landi. Þeir eru nokkra daga í landi og eru þá fullir en fólk sem vinnur í landi er fullt um hveija helgi. Margir telja sjóara hafa það of gott en málið er það að þegar talað er um kaup sjómanna þá er alltaf miðað við aflahæsta skipið og besta túrinn yfir árið. Síðan eru árstekjur miðaðar út frá því. Þetta finnst mér óréttlátt. Oft kemur fyrir að sjómenn eru allt uppí mánuð í burtu frá fjölskyldum sínum. Þeir eiga skilið gott kaup því þetta er lítill svefn, oft dögum saman og mikil vinna. Af hverju ertu að fara til Nor- egs? Þetta er ævintýraþrá. Ég «er ákveðinn í að komast áfram í lífinu. Ég hef heyrt mikið um norska sjó- herinn og ætla í herskóla þar. Björn Teitsson skólameistari á ísafirði hefur aðstoðað mig við að komast í samband við þennan tiltekna skóla. Skólinn er byggður svipað upp og venjulegur stýrimannaskóli. Hermennska kæmi inní þetta ef ég klára skólann sem tæki nokkur ár. Það er látið vel af norska hernum og hann er mjög fullkominn. En ef til stríðs kæmi yrði ég líklega fyrsti liðhlaupinn. Hvernig er það Óli, er ekki dálítið rifrildi í gangi milli lands- byggðarinnar og Reykvíkinga? Jú stundum. Mörgum finnst Reykvíkingar heimta of mikið. Oft þarf að sækja þjónustu suður. Það fínnst mönnum oft dálítið súrt. Það hafa verið uppi raddir á þann veg að loka ætti Vestfirði af og stofna sjálfstætt lýðveldi. Það mundi aldr- ei ganga. Fólk sem segir þetta hef- ur ekki hugsað dæmið til enda. Vanhugsun. Ég er ekkert súr útí Reykvíkinga. Við erum allir íslend- ingar og eigum að vera stoltir af. Bjartsýnn á framtíðina Óli? Já mjög bjartsýnn. Ég hlakka til að takast á' við framtíðina. Ég bind miklar vonir við Noreg. Þar kynnist ég alveg nýju lífi. Ævintýraþráin blundar í manni. Maður sækist eft- ir reynslu. En það er mikill íslend- ingur í mér og ég kem öruggleg aftur heim. Fljótlega. er, vona bara að ekki fari fyrir » þeim eins og refaræktinni. Ég hef á tilfinningunni að þetta sé sum- part dálítil ævintýramennska að því leyti að menn telji þetta leið til skjótfengins gróða. Menn hafa ver- ið í seiðaeldi og virðast ekki átta sig á að þeir geta ekki selt seiðin ef þeir hafa ekki kaupendur að þeim, allt virðist þar í hnút. Það þarf held ég að byggja þetta upp af alvöru og fara út í eldi í mat- fiski, sem er mun flóknara og erfið- ara en seiðaeldið. En ef skynsam- lega verður farið að þessu og ekki of hratt, gæti þetta verið mjög heillavænlegt. Er læknirinn búinn að festa ráð sitt? h Ja, ég trúlofaði mig reyndar fyr- ir viku og er því algjör nýgræðing- ur í svona málum. Þorbjörg Frið- riksdóttir heitir daman og ég kynnt- ist henni fyrst í Skagafirðinum, því bæimir sem við bjuggum á þar liggja svo að segja hlið við hlið. Seinna hitti ég hana í Þýskalandi, þar sem hún ætlaði sér að læra málið, en eftir að við hittumst töluð- um við auðvitað bara íslensku og lítið varð úr þýskunáminu hjá henni. Við höfum komið okkur mjög þokkalega fyrir hér á Leifsgötunni, ( með ónýttum munum úr Qölskyld- um beggja innanstokks, það er lítið umleikis því maður er að borga sig niður. En ég hef nú fjörutíu ár til að borga námslánin þannig að eitt- hvað losnar nú um eftir áramótin væntanlega. Ég er ástfanginn mað- ur í dag og líður virkilega vel, er ánægður með þróun mála. Hefurðu löngun til að starfa sjálfstætt í framtíðinni? Draumurinn er að koma upp eig- in stofu, ekki endilega fyrir einhver sérstök dýr heldur að hafa hana sem íjölbreyttasta og vel tækjum búna svo hægt sé að rannsaka hlutina af einhveiju viti, meira en bara þukla dýrin og hlusta þau. Þetta gæti verið einhverskonar miðstöð með nokkrum læknum og sem kynnu lækningar á sem flestum dýrum. Þó má segja að einnig þyrfti að hafa sérfræðinga í ákveðn- um tegundum til sérhæfðra rann- sóknarstarfa. Ég set þennan draum í fjörutíu ára planið, því tíðarandinn býður ekki upp á neinar viðlíka framkvæmdir eins og er. Hvernig likar sveitamanninum að búa í borg? Mér líkar ágætlega að búa í Reykjavík. En í Hannover, sem er miídu stærri borg, leið mér bölvan- lega. Ibúðin sem ég var með var umkringd járnbrautarteinum ann- ars vegar og mikilli umferðargötu hins vegar og undir þeim kringum- stæðum getur sveitamanni aldrei liðið vel. Ég þraukaði þarna vegna þess að skólinn var hinumegin við götuna og í kjallaranum var knæpa þannig að maður gat farið niður á inniskóm ef mann langaði í einn bjór fyrir svefninn. Helst vildi ég búa í húsi langt í burtu frá öðrum, dvelja einangrað í friði og ró, næðið er mér geysilega mikilvægt. Ertu sáttur við þínar kringum- stæður í dag? Já, já, eins og við höfum hugsað okkur tilveruna, þá viljum við fyrst og fremst lifa lífinu þannig að við séum hamingjusöm. Okkar þarfir eru ekki bundnar við glæsikerrur og einbýlishús og hamingjan fylgir ekki endilega gljáanum af nýjum bíl eða steinsteypunni. Mig langar ekki að vinna yfir mig, þannig að ég hafí fulla heilsu þegar ég fer að eldast, ég á eftir að sjá allan heiminn og hlakka mikið til að verða ellilaunaþegi og leggja land undir fót. Það eru Austurlöndin sem heilla mig mest, Evrópu þekki ég mjög vel og langar ekki til Banda- ríkjanna. Mig langar að staldra dálítið við þarna niður frá og kynn- ast fólkinu og tíðarandanum á hveijum stað. Það hefur alltaf verið sterk þörf hjá mér að fara í austur- veg, ef menn trúa á endurholdgun- arkenninguna ímynda ég mér að kannski hafi ég átt mín fyrri líf þarna austurfrá, ég veit það ekki. Ég held að þetta líf sé alveg ágætt, maður hefur framgang þess nokkuð í eigin hendi, þó svo einhveijir punktar séu gefnir fyrirfram. Grundvallarlögmál lífins er í mínum augum það, að ég verð að byija á því að reyna að skilja sjálfan mig, þ.e. spá í hver ég sé, hvar mínir hæfíleikar liggja, hver er mín geta og hvetjir séu helstu veikleikarnir. Þegar ég er búinn að koma þessu nokkurn veginn heim og saman, þá fyrst get ég farið að móta mitt eigið líf að einhverju marki. Mér finnst of lítið gert af því í okkar þjóðfélagi að beina einstaklingnum inn á þá braut að hugsa um sjálfan sig. Hraðinn er orðinn svo gífurleg- ur að menn mega helst ekki vera að því að rækta sjálfa sig. Fólk gleymir því að aflið og krafturinn er inni í okkur sjálfum og þekking- in á okkar eigin getu og takmörkum er lífsnauðsynleg svo við getum virkjað það besta sem við eigum. líiIIJlii Jl IM j í 142 Jl siIbI ) ! I!' á Dalvík um daginn, rakst ég á unga og fallega konu sem var í óða önn að koma sér fyrir í splunkunýrri íbúð sem hún hefur verið að byggja sér. Hún kvaðst heita Ellen Sigurðardóttir og vera tannsmiður að mennt, Dalvíkingur í húð og hár og óborganlega hress og kát með tilveruna. Ég bað hana að gefa mér inn- sýn í líf norðanmannsins: Ég er fædd og uppalin hér á Dalvík. Hvert sem ég hef farið, hefur draumurinn alltaf verið sá að setjast hér að endanlega. Það sem heillar mig við þennan stað eru fjöllin, fuglamir og sjórinn, sem er bráðnauðsynlegt að hafa nálægt sér, fyrir utan að öll mín fjölskylda býr hér og við erum mjög samrýnd. Ég er tannsmiður og lærði það á Akureyri og í Tannlæknadeild Háskólans í Reykjavík. Þegar ég útskrifaðist árið 1983 fór ég beint til Noregs og vann þar á hóteli sem þjón- ustupía í eina átta mánuði. Það var feykilega skemmtilegt, svo gaman að prófa eitthvað nýtt, annað umhverfi og öðruvísi fólk. Eftir þetta fór ég á þvæling hing- að og þangað en fór svo til Reykjavíkur og vann þar í rúm- lega tvö ár. Loks kom ég til Dalvíkur og vann fyrst í fiski, en dreif mig svo út í að opna eigin tannsmíða- stofu við heilsugæsluna hér á svæðinu. Það er að vísu ekki nóg að gera fyrir mig hér, þannig að ég vinn í tvo daga og svo aftur þijá daga yfir á Akureyri. Mér finnst prýðilegt að fá þá til- breytingu að keyra til Akureyrar á milli. Hefurðu komið eitthvað ná- lægt félagsmálum á Dalvík? Afskipti mín af félagsmálum byijuðu nú þegar ég var að læra tannsmíðarnar, þá var ég í Jafn- réttishreyfingu Akureyrar. Ég sat í stjóm og var gjaldkeri í eitt ár, en þá dó hreyfingin svona hægt og hljótt. Mér var sent boðskort þegar átti að jarðsyngja hana með hátíðlegri viðhöfn og þetta var ákaflega sorglegt allt saman. Ég gekk í JC-hreyfinguna sem er nýstofnuð hérna, var sett á laggirnar 9. janúar sl. og er því bara rétt að byija. Við erum tuttugu og þijú í félaginu og þó hægt fari, erum við búin að halda nokkur námskeið og fleira og höfum þá fengið leiðbeinendur frá Akureyri, Reykjavík og Eg- ilsstöðum. Ég gegni embætti formanns Fjáröflunarnefndar, sem sér um að útvega fé til ýmissa verkefna. Mér líst vel á JC að öllu öðru leyti en því að mér líka hreint ekki þessi formlegheit sem við- gangast innan hennar, allt dálí- tið stíft. Eru áhugamálin fleiri? Ég hef mjög gaman af skíðum og stunda þau af kappi á vet- urna. Það er frábært skíðaland hér á Dalvík og ég var nú aðeins í því að keppa hér fyrr á árum, varð nokkrum sinnum Dalvíkur- meistari á -skíðum. Núna er ég í stjórn skíðafélagsins á staðn- um. Hvernig standa einkamálin? Ég er barnlaus og ógift, en er í mjög nánu sambandi við mann frá Siglufirði og líður alveg ofsa- lega vel með það, það er yndis- Morgunblaðið/Rúnar Þór Ellen Sigurðardóttir legt að vera ástfangin. Ég hef verið að byggja mér íbúð upp á eigin spýtur og það á eftir að koma í ljós hvort þær fram- kvæmdir ganga upp eða ekki. En ég er ánægð með að hafa drifið mig í þetta og finnst gam- an að koma mér fyrir. Svo ef það fjölskyldan mín sem býr hér. Ég á tvo yngri bræður og foreldra sem eru hress og spræk og það er mjög mikið og gott samband á milli okkar allra. Hvað hugsar þú um Hfið og tilgang þess? Fólk á að njóta lífsins eins og það mögulega getur, ekki að hafa of miklar áhyggjur og ekki demba sér út í of miklar fram- kvæmdir í einu. En það er nú eiginlega þjóðareinkenni íslend- inga, þeir keppast við að eiga flottustu bílana, húsin og inn- búin. Ég er sjálf auðvitað á bóla- kafi í lífsgæðakapphlaupinu, er að fá mér íbúð og bíl. Mér finnst það þrælgaman, að byggja er hroðalegt púl en fullkomlega þess virði þegar upp er staðið. En sem sagt bara að gera það sem mann langar til að njóta hvers augnabliks. Hvað er merkilegasti at- burður sem þig hefur hent í lífinu, svona í fljótu bragði? Að vera ástfangin. Það er svo góð og ljúf tilfinning. Annars er mjög erfitt að skilgreina ástina, hún er einfaldlega ólýsanleg! i i ■ i;m jai mui

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.