Morgunblaðið - 21.08.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988
9
12. sunnudagur eftir trinitatis.
Mark. 7, 31.-37.
11
HUGVEKJA
eftir séra GUÐMUND ÓLA ÓLAFSSON
fp \ |
1 II iiin í i \
Effaþa!
Jesús bannaði þeim að segja frá
því, sem hann gerði fyrir daufa
manninn og málhalta. En þeir
gátu ekki orða bundizt: „Allt gjör-
ir hann vel,“ sögðu þeir. „Daufa
lætur hann heyra og mállausa
rnæla."
Skyldi hann hafa trúað því
sjálfur, að þeir gætu þagað um
slíkt?
Hvað, sem því leið, þá fer svo
enn í dag, á öld mannvonzkunn-
ar, að fáir verða ósnortnir af trú
og vináttu þeirra fátæku manna,
sem þótti taka því að fara með
heymardaufan og varla talandi
vin á fund hans og biðja fyrir
hann. Og smá var bónin að vísu.
Þeir fóru ekki fram á annað, en
að hann legði hendur yfir smæl-
ingjann.
Hann gerði miklu meira. Það
gerði hann oftast, ef hann sinnti
hjálparbón. En þessu sinni virðist
svo af frásögn guðspjallamanns-
ins, sem hann hafi tekið eitthvað
nærri sér, líkt og byrði þung eða
sársauki væru á hann lögð. Hann
stundi við eða andvarpaði, segir
þar, þegar hann talaði til þessa
manns eitt lítið orð: „Effaþa!"
Opnist þú!
Hver er hin mesta fötlun
manns?
Það veit Guð einn, en örðugt
og þungbært hlýtur hlutskipti
þeirra manna að vera, sem eru
útlagar í samfélagi manna og
Guðs og manna, geta ekki tjáð
sig, en verða að hrópa innra með
sjálfum sér: Systir mín, bróðir
minn, hví heyrirðu mig ekki? Hví
talarðu ekki svo, að ég skilji? Hví
hjálparðu mér ekki? Eða: „Guð
minn, Guð minn, hví hefur þú
yfirgefið mig?“ Og enn kemur í
hugann andlátsbænin síra
Hallgríms, sem háöldruð kona,
ævinlega heymarskert, og undir
lokin varla talandi, stundi þó fram
með hvfldum:
Þá sólarbirtunni ég sviptur er,
sjón og heym tekur að dvína,
raust og málfæri minnkar mér,
myrkur dauðans sig sýna,
í minni þér, Drottinn sæll, þá sé
sonar þíns hróp á krossins tré,
leið sál til ljóssins mína.
Jafnvel slíka fötlun læknaði
hann, og það þótt heiðinn maður
ætti í hlut, að því er virðist. Ekki
þarf að fara í grafgötur um, að
bænir þessara manna, bæði vin-
anna og málhalta mannsins, voru
einnig meira en lítið í ætt við bæn
tollheimtumannsins í musterinu:
„Guð, vertu mér syndugum
líknsamur!“ — Var að furða þótt
þeim þætti hann gera allt vel?
Sagan er harla jarðnesk,
þ.e.a.s. hún er öll líkust því, að
sjónarvottur segi frá, ekkert sé
fært í stflinn, heldur sé næstum
öllu haldið til skila. Hún er dálítið
hijúf og sár og enginn hátíðabrag-
ur á henni, enda engin leið að
bera brigður á neitt. Og þó er hún
án efa einnig tákn, og þannig
• hafa kristnir menn ætíð skilið
hana. Hún er í ætt við ganilar
bænir sálmaskálda, eins og þessa:
„Drottinn, opna varir mínar, svo
að munnur minn kunngjöri lof
þitt!“ Sálm. 51.
Hvemig fer hann að?
Stundum verða þrengingar
honum verkfæri og amboð, stund-
um harðar raunir og fötlun, stund-
um hrösun manns. „Þér ætluðuð
að gera mér illt,“ sagði Jósef við
bræður sína, sem selt höfðu hann
í ánauð til Egyptalands, „en Guð
sneri því til góðs, til að gjöra það,
sem nú er fram komið, að halda
lífínu í mörgu fólki.“ Og blasir
ekki við augum, að þau orð eru
í ætt við fómardauða Frelsarans
á krossi? I. Mós. 50.
Síra Hallgrímur hlaut sína
eldskírn, og Drottinn opnaði varir
hans. Eins og Davíð lærði hann
að slá hörpuna, svo að hljómar
hennar og tónar heyrast um ald-
ir. Sú harpa grét ekki einungis.
Lofsöngvar hennar óma enn um
„blessaðar himna hallir".
Opnist þú. Það er kynlegt og
harla gott, að þetta litla orð, sem
kom svo miklu til leiðar, skuli
varðveitt í íslenzkri Biblíu á móð-
urmáli Jesú. Það minnir á móður-
mál síra Hallgríms og bæn hans
fyrir því og krossins orði. Og
Orðið, orðið frá Guði varðar hér
mestu, að sjálfsögðu. Jesús opn-
aði eym þessa manns, til þess að
hann fengi numið það orð, sem
kemur til manna, eins og Páll
sagði: „Seg þú ekki í hjarta þínu:
Hver mun fara upp í himininn?
Það er til að sækja Krist ofan,
eða: Hver mun stíga niður í undir-
djúpið? Það er til að sækja Krist
upp frá dauðum. Nálægt þér er
orðið, í munni þínum og í hjarta
þínu.“ Róm.10. Orð krossins, orð
trúarinnar á Jesúm Krist, Guð
gefi þér það í eyra og á tungu.
LIFANDIPENINGAMARKAÐURIKRINGLUNNI
SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS
Fáið ráðgjöf sérfræðinga við innlausn eldri
spariskírteina og kaup á nýjum.
Gengi: 19. ágúst 1988: Kjarabréf 3,217 - Tekjubréf 1,544 - Markbréf 1,689 - Fjölþjóðabréf 1,268
Sigrún Ólafsdóttir
Margrét Hinriksdóttir
Brynhildur Sverrisdóttir
Stefán Jóhannsson
FJARFESTINGARFELAGIÐ
Hafnarstræti - Kringlunni - Akureyri
AÐILI AÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS
Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa