Morgunblaðið - 21.08.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 21.08.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 23 LjósmyTuWigfús Sigurgeirsson KlambratúnlA og býliA Klömbrur. Myndln er tekln um mlAJan sjötta áratuginn. Mlklatún f dag. ins líka spuming um peninga og forgang verkefna. Garðyrkjustjóri taldi að endur- skoða þyrfti nokkur atriði í skipu- lagi garðsins. T.d. varðandi bíla- stæði og göngubrautir og ekki væri fráleitt að bæta eitthvað aðstöðu trimmara. Lífmáti borgarbúa hefur breyst síðasta aldarfjórðunginn. „Fýrir tuttugu og fimm árum skokkaði til dæmis varia nokkur maður. — Og á síðustu árum eru trén farin að veita skjól og þá situr snjór miklu betur og jafnar á jörð- inni og menn því famir að ganga á skíðum um túnið. Þetta sá enginn fyrir. Þetta sýnir að almennings- garður er hluti af bæjarlífinu og breytist með því. Það er þörf á því að gera aðkom- una í norðvesturhluta túnsins skemmtilegri. Miklatúnið er miklu meiri „miðbæj argarður" en áður var. Túnið er eitt af örfáum græn- um svæðum nálægt Hlemmtorg- inu.“ NjótiA göngunnar Jóhann benti á að nú þegar tijá- gróður væri farinn að veita slg'ól þá kæmi fólkið á góðviðrisdögum, einkanlega fjölskyldur með böm. Ekki mætti heldur gleyma að stálp- aðir krakkar sem gætu bama, væru meðal tryggustu notenda almenn- ingsgarðanna. Einmitt núna um þessar mundir er loks verið að koma fyrir leiktækjum í sunnanverðum garðinum. Stefnan væri sú að fjölga leiktækjum í almenningsgörðum því þeir eru til notkunar ekki skrauts. Ekki er fyrirhugað að setja upp minigolf í túninu alveg á næstunni. Á það má líka benda að þessa íþrótt er hægt að stunda í Öskjuhlíðinni ( nágrenni við annað útivistarsvæði Reykvíkinga. Blindragarður hefur ekki ennþá verið gerður, en í slíkum garði em plöntur settar á stalla í snertihæð og gjaman valdar þolnar og ilm- sterkar plöntur. Jóhann garðyrkjustjóri var kraf- inn sagna um hvað liði blóma- og listaverkagarðinum með tjöm á túninu miðju. Hann sagði kominn tfma til þess að huga að slíkum garði en hugsanlega þyrfti að end- urskoða skipulag eða staðsetningu með hliðsjón af byggingaráformum í tengslum við væntanlegt Kjarvals- safn og einnig yrði að taka tillit til breytra gönguleiða í garðinum. Á einum eða tveimur stöðum á Miklatúninu sér þess merki að not- endur hafa „skipulagt“ gönguleiðir þ.e.a.s. skörð em í limgerði og gras- ið hefur verið troðið niður. Þetta skipulag virðist hafa það að leiðar- fyósi að gönguleiðir verði sem styst- ar. Garðyrkjustjórinn var spurður hvort ekki væri ástæða til að taka tillit til þessara „atkvæðagreiðslna með fótunum" og leggja alminni- lega göngustíga á umræddum leið- um. Jóhann kvað vera skiptar skoð- anir um hvort ætti að leggja göngustíga nákvæmlega eftir stystu leiðunum, aðrir hefðu til- hneigingu til að taka einnig tillit til þeirra sem ekki em að flýta sér og vildu gera leiðina meira aðlað- andi fyrir þá sem vildu njóta göngunnar. pig Jóhann Pálsson garöyrkjustjórl. landslagsarkitekt en framkvæmdir vom undir stjóm og umsjón Hafliða Jónssonar garðyrlgustjóra Jteykjavíkurborgar en um daglegan rekstur og gróðursetningu hafa séð Theodór Halldórsson yfirverkstjóri hjá Reykjavíkurborg og Helgi Þor- geirsson garðyrkjumaður. Ekki óumbreytanlegur Reynir Vilhjálmsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að enn væm Morgunblaðið/Bjami ekki allar hugmyndir og áform varðandi Miklatúnið komnár til framkvæmda. Hann benti eipnig á að almenningsgarður væri hluti af borginni líkt og byggingar. Bæj- arlífíð breytist og notkun húsa og garða einnig. Garðamir verða að þróast og þurfa öðm hveiju endur- skoðunar við; Síðustu teikningar sem Reynir gerði af garðinum em frá árinu 1974. Margt á sfðustu teikningu Reynis kemur vegfarendum um Miklatún Reynir Vilhjálmsson landslagsarkttekt. Morgunbiaðið/Þorkeii kunnuglega fyrir sjónir. T.d. spark- völlurinn sem er mikið notaður og skálin þar sem möig borgarbömin hafa rennt sér á sleðum og snjóþot- um og f sumar hafa verið haldnir þar tónleikar. En af teikningunni má einnig ráða að ýmis áform varð- andi almenningsgarðinn hafa enn ekki komist til framkvæmda, t.d. um blóma- og listaverkagarð. Morgunblaðið hafði því tal af Jó- hanni Pálssyni garðyrkjustjóra til að leita nánari fregna. Tímabært að innrótta Jóhann sagði það rétt vera að Miklatúnið væri ekki fullfrágengið — en fyrsta verkefnið þegar skrúð- garður er gerður er að koma upp tijágróðri til skjóls. „Ramminn" er nú kominn upp og orðið tímabært að „innrétta" garðinn, huga betur að blómum og lággróðri og ýmsum þörfum og óskum þeirra sem leggja leið sína í garðinn. — En auðvitað væri ræktun og umhirða Miklatúns- Kort af Mlklatúnl frá árinu 1974.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.