Morgunblaðið - 21.08.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 21.08.1988, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 Langaði til að líkjast Hannesi Hafstein Hann situr og horfir hugsi út um stofugluggann þegar ég ber upp á á heimili hans og konu hans Guðrúnar Sveinsdóttur í Reykjavík. Hann er fámáll í fyrstu, virðir fyrir sér blaðamanninn sem kominn er til að spyrja hann spjörunum úr vegna þess eins að hann er orðinn 100 ára gamall. Eins og það sé eitthvað merkilegt. En svo lifnar yíir honum og hann fer að segja frá sjálfum sér. Og ég á bágt með að trúa því að þessi fjörlegi maður sé aldargamall. Morgunblaðið/BAR. agnús, af mörgum kallaður Snæra- Mangi, hefur frá mörgu að SPJALLAÐ VIÐ MAGNUS OLAFSSON BILSTJORA 100 ARA Wm mm ■ ■ tvenna. Hann fæddist að Úlfljóts- vatni í Grafningi 20. ágúst 1888 og er hann var þriggja ára flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og þaðan að Lækjarbotnum. Ungur stundaði hann ýmis störf, svo sem bjargsig í Krísuvíkurbjargi og sjó- mennsku. Ævistarf hans sem bflstjóri er honum þó ofar í huga og hann lifnar allur við er hann riQar upp gamla tíma. “Eins og aðrir strákar hafði ég mikinn áhuga á að læra á bfl og fór um tvítugt til Reykjavíkur í þeim er- indagjörðum“, segir Magnús. “Þá var maður nokkur Jón að nafni nýkominn frá Bandarikjunum og átti hann Fordbifreið sem hann kenndi á. Vorum við saman sex til átta strákar hjá honum, allir með mikla bfladellu. Bifreiða- stjóraprófið tók ég svo um suma- rið 1918“. Þvi má bæta við að ökuskírteini Magnúsar er númer 78 svo ekki voru ýlga margir komnir með próf á þeim tíma. Er Magnús var kominn með skírteini upp á vasann hóf hann störf hjá Garðari Gíslasyni heild- sala og flutti vörur hingað og þangað á vörubifreið í eigu fyrir- tækisins. Segir hann að þá hafí tvær aðrar vörubifreiðir verið til á landinu, ein í Reykjavík og önn- ur úti á landi. Magnús starfði fjölda ára hjá Garðari og síðar hjá Vörubflastöðinni Þrótti. Kveðst hann oft hafa þurft að aka vegleysur til að koma vamingi á áfangastað og ósjaldan lent í hrakningum. “Arið 1942 eignaðist ég minn fyrsta fólksbfl og fór þá jafnframt að aka leigubifreið hjá BSR. Vegna anna hætti ég svo fljótlega vörubifreiðaakstrinum. Hjá BSR vann ég sleitulaust til 1968 en þá iærbrotnaði ég og tók sonur minn þá við bflnum. Enda var ég þá um áttrætt og kannski kominn tfmi til hætta akstri", seg- ir Magnús og kímir. Hann kveðst alltaf hafa haft gaman af þvf að aka bfl og aldrei hvarflað að hon- um að gera annað að ævistarfí sfnu. Magnús kveðst alla tfð hafa verið eldheitur sjálfstæðismaður og segir hann frá tildrögum þess að hann snerist á sveif með hægri mönnum. “Ég bjó lengi að Lækj- arbotnum þar sem foreldrar mfnir ráku greiðasölu og var ég oft á unglingsárunum sendur í bæinnn eftir vamingi. Einu sinni sem oft- ar fór ég til Reykjavíkur eftir bjór og brennivfni og ýmsu öðru, þá sextán ára gamall. Kom ég þar að þar. sem um 40 bændur úr nærliggjandi sveitum höfðu safn- ast saman og vom að karpa við hann Hannes Hafstein blessaðan út af símamálinu sem allt ætlaði vitlaust að 'gera. Bændurnir, margir hveijir fullir, vom hinir reiðustu og ætluðu hreinlega að drepa Hannes Hafstein. En hann var svo mælskur og sannfærandi og eftir að hann hafði haldið góða ræðu yfír körlunum vom þeir allir sem einn á hans máli og riðu heim til sín þegjandi og heldur lúpulegir". Magnúsi er greinilega skemmt þegar hann rifjar upp þetta atvik og hann segist muna það eins og það hafí gerst í gær. “Ég strákpjakkurinn stóð álengd- ar heillaður af Hannesi Hafstein og óskaði þess heitar en nokkuð annað að ég ætti einhvem tímann eftir að líkjast þessum manni. Á þeirri stundu varð ég pólitískur.“ Magnús ber mikið lof á Jón Þorláksson og Bjama Benedikts- son. Um Ólaf B. Thors talar hann þó sem “aðalhöfðingjann". “Hann Ólafur var engum lfkur, það var hægt að taka mark á orðum hans enda gerðu menn það óhræddir. Mér líst sömuleiðis vel á forsætis- ráðherrann okkar og ég hef trú á því að hann verði jafn harður og Ólafur Thors þegar fram líða stundir. Þorsteinn mætti að vísu vera aðsópsmeiri og dálítið hávær- ari en það á eftir að lagast. Ég held satt að segja að þess verði ekki langt að bíða að hann verði jafn aðgangsharður og Ólafur.“ Magnús stendur greinilega fast á sínu og eiginkona hans Guðrún Sveinsdóttir segir hann jafn ákveðinn í skoðunum nú og fyrir 80 ámm. Ég sit andspænis Magnúsi Ól- afssyni og furða mig á því hve hann er em. Og ekki virðist minn- inu farið að hraka. Hann virðist litlu hafa gleymt, að minnsta kosti af því sem skiptir hann máli. Hann hefur sýnilega gaman af því að hugsa aftur í tímann og rifla upp gamlar minningar og hann spaugar óspart. Magnús segist alla tfð hafa verið friskur. Gengur nú við staf en er hnar- reistur. Kvartar aðeins undan því að hann sé farinn að tapa heym. En það sé kannski ekki við öðm að búast. Magnús kann enga skýringu á langlífi sínu, segist hafa dmkkið mikið kaffí um ævina og reykt pípu lengi. Reynd- ar finnst honum ekkert tiltökumál að vera orðinn 100 ára. Það hafi fleiri orðið en hann. BF Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Ahöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl. Amgrimur twgrimi S6k»~<W' Hi-atnhlkfu r i SóbnuAj, 0uihintdói ' 'íwvm: ,ngóHu> Guóriason Söhjmaftur Kriatió" Ölatur Haraldssön sr*»rvtóo' I PÍónustutulHrúi Só«mun<t,dól, Þófumaóur °® hJí*njnany}rur Sérfræöingar í rekstrarvörum fyrir: SIOFHAj Þú hringir eða lítur við og spjallar við einhvern okkar um þínar þarfir. ifrÆKl ÞEKKING ÚRVAL ÞJÓNUSTA Eitt símtal! .. og þú fœrft ALLT Asama STAÐ Guðný Einarsdóttlr Sðíumaður Vettingahús EKSTRARVORUR Réttarhálsi2 -HOR.vik - Simar31956-685554 • Hreinsiefni • Papnír • Vélar • Ahöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.