Morgunblaðið - 21.08.1988, Side 32

Morgunblaðið - 21.08.1988, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 32 liðin frá innrásinni í Tékkóslóvakíu ■ Ludvik Svoboda, forseti Tékkóslóvakíu, og Alexander Dubcek, leiðtogi kommúnista- flokks landsins, er innrásin var gerð 1968. Einstæð frelsisþróun, sem var brotin á bak aftur með hervaldi Þegar skriðdrekar Varsjárbandalagsins brunuðu inn í Prag þennan morgun fyrir 20 árum, var endi bundinn á þá ein- stæðu frelsisþróun, sem átt hafði sér stað í Tékkóslóvakíu, frá því að Alexander Dub- cek komst þar til valda í janúar þetta ár. Á þessu stutta tímabili einkenndist allt þjóðlíf í landinu af slíkum gróanda, að það hefur oft verið kallað „Vorið í Prag“. Hér skal þessi frels- isþróun rifjuð upp, en þó farið hratt yfir sögu. ■ Frá öðrum degi hernámsins í Prag. Á hádegi efndu þúsundir ungs fóiks til setuverkfalis í Wenseslasstræti. Greinarhöfundur tók þessa mynd. Imarz þetta ár var prentfrelsi komið á í landinu. Blöðin tóku upp sjálfstæða afstöðu gagnvart stjómvöldum og gagnrýni á þau varð að sjálfsögðum hlut, sem þau fremur hvöttu til en löttu og í stað fangels- ana og annarra refsinga gripu full- trúar ríkisvaldsins til pennans eða hljóðnemans til þess að veija gerðir sínar. Stórfelldar breytingar voru gerðar á réttarfari Tékkóslóvakíu. Eftirleið- is skyldi vera ókleift að handtaka nokkum fyrirvaralaust og halda hon- um fangelsuðum langtímum saman, án þess að viðkomandi fengi að vita um, hvað honum væri gefið að sök í raun og vem og mál hans látið koma fyrir rétt. Dómsvaldið átti að verða aðgreint frá ríkisvaldinu og óháð því. Hver, sem ákærður var, skyldi eiga heimtingu á því, að mál hans yrði tafarlaust látið koma fyrir rétt, þar sem óhlutdrægur dómari kvæði upp rökstuddan úrskurð eða dóm í máli hans. Mál þúsunda manna, sem dæmdir höfðu verið sak- lausir, voru tekin upp að nýju, þeim veitt uppreisn æru og auk þess greiddar skaðabætur fyrir áorðið misrétti, eftir því sem unnt var. Tékkóslóvakía var orðin að réttarríki að nýju. Ferðafrelsi - trúfrelsi Ferðafrelsi var komið á. Hver mátti fara hvert á land, sem hann vildi, ef hann aðeins átti peninga til fararinnar. Að vísu má segja, að það hafi verið miklum erfiðleikum bundið fyrir fólk að ferðast til útlanda, jafn- vef þótt það hefði fé til, því að allur erlendur gjaldeyrir, sem viðkomandi fékk til farar sinnar, nam 10 dollur- um og varð að kaupa þá á fimmföldu gangverði. Þessu ollu hinir miklu gjaldeyriserfiðleikar landsins. Engu að síður var þetta stórkostleg breyt- ing. Þeir sem áttu ættingja í öðrum löndum og gátu látið þá standa straum af kostnaðinum við ferð sína, létu ekki segja sér slíkt tvisvar. Loks gafst tækifæri til þess að sjá son, dóttur, móður, föður o.s.frv. eftir ef til vill 20 ára aðskilnað. Trúfrelsi var komið á og prestar tóku aftur við kirkjum landsins. Áður höfðu fjölmargir þeirra mátt sæta afarkostum og verið hraktir úr emb- ættum sínum. Nú skyldi kirkjan gerð að sérstakri stofnun, en í byltingunni 1948 ttók ríkið algerlega við stjórn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.