Morgunblaðið - 21.08.1988, Síða 53

Morgunblaðið - 21.08.1988, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 53 irðlampi Gerd Grieg Nokkur minningarorð Látin er í heimalandi sínu í hárri elli norska leikkonan Gerd Grieg. Tengsl norskrar og íslenskrar leik- listar hafa verið allnokkur á þess- ari öld, allar götur frá því Johanne Dybwad bar hlutverk Höllu í Pjalla-Eyvindi fram til sigurs í Kaupmannahöfn vorið 1912. En einskis hlutur er þó stærri í þeirri sögu en Gerdar Grieg, og fer því vel að hún sé hér kvödd nokkrum orðum. Gerd Egede Nissen hét hún í fyrstu, fædd 1895, dóttir póst- meistarans í Stafangri. Sá póst- meistari hefur lagt meira til norskr- ar leiklistarsögu en flestir aðrir því að sex af bömum hans urðu leikar- ar. Sá sem hér heldur á penna átti því láni að fagna, að vinna með einu þeirra systkina, Stig Egede Nissen, sem fór með hlutverk séra Jóns Pnmusar í Kristnihaldi undir Jöli, þegar það var leikið í Þránd- heimi fyrir rúmum áratug. Öll urðu þau systkin góðir leikar- ar og nýtir, en mest frægðarorð fór þó alla tíð af Gerd, allt frá því hún komung steig sín fyrstu spor á leik- sviði. Um skeið yfirgaf hún þó leik- sviðið og helgaði sig fyölskyldulífi, en sneri þó brátt aftur, og á ámnum 1925-40 átti hún sitt blómaskeið á sviði Þjóðleikhússins norska. Þar lék hún fjölda kröfumikilla hlut- verka með minnisverðum hætti og nægir þar að nefna Maríu Stuart hjá Schiller, Violu hjá Shakespeare og hetjur Ibsens og annarra önd- vegishöfunda norskra. Á þessum árúm vom emnig starfandi við Þjóð- leikhúsið í Osló leikkonurnar Tore Segelcke (sem síðar lék Nóm á öll- um Norðurlöndum og m.a. hér) og Aase Bye, en þetta þrístirni varpaði óvenjulegum ljóma yfir leikhóp hússins. Seint á fjórða áratugnum gekk Gerd Grieg að eiga eitt fremsta skáld Norðmanna á þeim tíma, ljóð- skáld rómað og leikskáld, Nordahl Grieg. Og þannig atvikaðist það, að Gerd skolaði til íslands í fylgd manns síns, sem var í her frjálsra Norðmanna. Nordahl Grieg komst fljótt í kunningsskap og vináttu við íslensk skáld og hafði áhrif á þau mörg, en Gerd hafði ekki dvalist hér lengi áður en hún tók að starfa með íslensku leikhúsfólki. Og þann- ig atvikaðist það, að Gerd var hér að vinna í leikhúsinu, þegar boðin bámst um örlög manns hennar. Gerd Grieg lék hér tvö af kunn- ustu hlutverkum sínum, Heddu Gebler í samnefndu leikriti Ibsens og Tom Parsberg í Paul Lange og Tora Parsberg eftir Björnstjeme Björnsson á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Jafnframt stjómaði hún þessum sýningum, svo og sýn- ingunni á Pétri Gaut, sem LR og Tónlistarfélagið stóðu að í samein- ingu. Hún stýrði og fyrir Leikfélag Akureyrar Brúðuheimili Ibsens, og loks stjómaði hún á vegum Nor- ræna félagsins Veislunni á Sól- haugnum. Því hefur verið haldið fram, að verkefnavalið á stríðsámn- um í Iðnó hafi verið nokkuð dönsku- skotið og norskuskotið, og er auð- velt að sannfæra sig um það með því að renna yfir verkefnin; því hefur einnig verið haldið fram, að það hafi ekki verið tilviljun, að hug- urinn reikaði oftar en ella til þess- ara tveggja okkar frændþjóða á þeim ámm. Lætur því að líkum, hversu mikill fengur okkur leikhús- fólki var að því að vinna með frú Grieg að þessum verkefnum, og ekki er fráleitt að ímynda sér, að hún hafi einhver áhrif haft á það val. Eftir stríðið fluttist frú Grieg heim til Noregs og lék þar og leik- stýrði um skeið, en þó færri ár en skyldi, því að heilsubrestur sagði til sín. Þó áttum við þess kost að sjá hana leika Rebekku West í Ros- mersholm í gestaleik frá Þjóðleik- húsinu norska 1948; þar var valinn maður í hverju hlutverki, og um stjórnvölinn hélt sú gamla kempa Agnes Mowinckel. Og sjálf kom svo ‘Gerd Grieg Og' Stjómaði í Þjoðléik-' húsinu okkar Villiönd Ibsens í þýð- ingu Nóbelsskáldsins 1953. Atvik höguðu því svo, að ég sá frú Grieg aldrei á sviði og hef þurft að láta mér nægja lýsingar af glæsi- mennsku hennar, fegurð og gáfum. Hins vegar kynntist ég henni lítil- lega sjálfur. Hún hélt tryggð við landið og sína vini hér og kom oft. Einn vina hennar var Davíð skáld Stefánsson og er mér ekki gmn- laust um, að kunningsskapurinn við Gerd hafi haft áhrif á efnisval Davíðs í hans síðasta leikriti; það heitir sem kunnugt er Landið gleymda og fjallar um trúboða Grænlands, Hans Egede, forföður Gerd Grieg. í einni af þessum ferð- um sínum átti Gerd Grieg stóraf- mæli og kaus að halda upp á það hér í Reykjavík. Við Auður Sveins- dóttir Laxness buðum henni þá í sitt gamla leikhús við Tjörnina og þar sá hún þá frægu sýningu á Þjófum, líkum og fögmm konum og þótti gaman að. Og af þeim stuttu kynnum var auðvelt að gera sér í hugarlund, hvílíka töfra þessi dáða leikkona hafði átt á sviðinu. En áhorfendur em stundum undar- lega gleymnir og gmnur er mér á, að hún, sem hafði verið svo dáð um árin, hafi verið býsna einmana sín síðustu ár. Eitt sinn löngu síðar en við hittumst í Iðnó, var ég að vinna í Noregi og sendi henni þá kveðju. Það hittist svo á, að ég fór heim nokkmm dögum síðar. Ekki hafði ég marga daga hér heima verið er ég fékk eftirfarandi skeyti: Takk for hilsen. Glad pásk. Gerd. — Gerd Grieg var jarðsungin í gær. Við þá útför flutti annar öldungur norskrar leiklistar, Per Aabel, ljóðið Gerd eftir Nordal Grieg. Mér er sagt, að þar hafi ekkert þurrt auga verið. Blessuð sé minning Gerdar Grieg. 1818 Sveinn Einarsson Gerd Grieg: Tora Parsberg; „Po- ul Lange og Tora Parsberg" 1944. GIBIGIANA - borolampi WALt - veggljós ARCO - standlampi STYLOS - standlampi ARIETTE * veggljös BUTTERFLY - standlampi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.