Morgunblaðið - 21.08.1988, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 21.08.1988, Qupperneq 55
Weather Report, Steps Ahead og Weather Update, hljómsveit Aust- urríkismannsins Joe Zawinul. Ersk- ine er einn eftirsóttasti djasstromm- ari í heimi í dag þó hann sé aðeins 34 ára gamall. Tónlistin sem „Bass Desires" fluttu hafði mörg blæbrigði enda er hljómsveitin samsett úr fjónim frábærum einstaklingum. Öðru fremur voru það þó ótrúlega hröð sóló John Scofield og nieistaralegur undirleikur Peter Erskine sem vöktu aðdáun viðstaddra. Tónlistin er frumleg. Hún kemur talsvert á óvart og verðskuldar tvímælalaust athygli. Sóló utan úr sal Áhugamenn um bræðslu (fusion) fengu sinn skammt með tónleikum bandaríksa saxafónleikarans Kenny G. Hann er íslenskum poppáhuga- mönnum kunnur því hann hefur átt lög á íslenskum vinsældarlistum, til dæmis lagið Songbird í fyrra. Hljómurinn var frábær og út frá því sjónarmiði var þetta hápunktur djasshátíðarinnar. Kenny lék á sópran- og tenórsaxafóna og hljóðið var sent þráðlaust í hátalarakerfið. Hann gat því ferðast að vild og nýtti sér það óspart, fór til dæmis í 10 mínútna labbitúr á meðal hátí- ðargesta á meðan hann tók villt sólo í lagi sínu „Midnight Motion.“ Allir hljóðfæraleikarar Kenny G. voru góðir en sérstaklega kom frammistaða bassaleikarans, Vail Johnson, á óvart. Tónlist Kenny G. er auðvitað ekki ný af nálinni því menn eins og David Sanborn og Grover Washington jr. hafa rutt brautina. Engu síður stendur hún vel fýrir sínu og Kenny blæs í saxa- fón á sérstakan og fallegan hátt. Vonbrigði með Simone Nina Simone var næst síðust á sunnudeginum og hún olli nokkrum vonbrigðum. Simone er mjög tekin að eldast og miklir brestir komnir í rödd hennar. Hljómsveitin var heldur ekki góð, hljóðfæraleikar- arnir taugaóstyrkir og ósannfær- andi. Simone sýndi þó að hún hefur engu týnt af píanókunnáttu sinni en sem kunnugt er hlaut hún klassíska menntun á píanó. Hún hefði sennilega betur einbeitt sér að píanóleik þetta kvöld og látið sönginn eiga sig. Þrátt fyrir þetta var auðvitað gaman að sjá hana flytja í eigin persónu lagið sitt 1 gamla „My baby just cares for me,“ sem fyrir stuttu varð vinsælt á ný eftir margra ára dvala. Tony Williams sló botninn í þessa djasshátíð í Wiesen og hann olli engum vonbrigðum. Williams hafði með sér frábæra hljóðfæraleikara sem rétt er að nafngreina. Mulgrew Miller lék á píanó, Wallace Romey á trompett, Bill Pierce á tenórsax og Bob Hurst á bassa. Tony Williams fæddist árið 1945 og hóf tónlistarnám níu ára gam- all. Aðeins 17 ára lék hann með kvintett Miles Davis og 24 ára stofnaði hann eigin hljómsveit. Núverandi hljómsveit hans var stofnuð árið 1985. Hljómsveitin lék fallega og áheyrilega tónlist, djass eins og hann gerist bestur. Erfitt er að finna einhvem hljóðfæraleik- ara sem skaraði fram úr öðrum. Helst mætti þó nefna sjálfan Tony WilHams sem er frábær trommu- •eikari. Einnig píanistann Mulgrew Miller sem m.a. hefur komist í efstu sæti í árlegri kosningu bandaríska tímaritsins Downbeat um bestu djasspíanistana. Á heildina litið var djasshátíðin í Wiesen vel heppnuð. Þar gafst kostur á að sjá margar af skærustu stjömum djassins á stuttum tíma. Hljómburður var góður og yflrleitt stóðu hljóðfæraleikarar undir þeim kröfum sem áheyrendur gerðu til þeirra. Er blaðamaður gekk út af tónleikasvæðinu aðfaranótt sunnu- dagsins velti hann því fyrir sér hvort slík djasshátíð yrði í framtíðinni haldin heima á Islandi. Því miður eru litlar líkur til þess nema ef íslenskum djassgeggjumm fjölgar til muna. TEXTI OG MYNDIR: HELGI ÞÓR INGASON. H-------------------------------------1 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 55 Dómkirkjan Sumarferð aldraðra ELDHUSKROKURINN Lúxus-hnífar Efnt verður til sumarferðar eldri borgara í Dómkirkjusókn miðvikudaginn 24. ágúst nk. kl. 13.00. Farið verður frá Dóm- kirkjunni, ekið um Grímsnes að Gullfossi og Geysi og til baka um Laugarvatn og Þingvelli. Að venju verðurgefið kafli í ferð- inni. Þátttökugjald kr. 500,- Þátttaka óskast tilkynnt í síma 12113 mánudaginn 22. ágúst frákl. 14.30-17.00. Sóknarnefnd. Hún lætur lítið yfir sér og hefur ekki fengið nafn ennþá, en ég hef hlerað að nafnið „Lúxus hnífar" komi til greina. Og þegar inn er komið í nýju búðina á Laugavegi 85 í Reykjavík kemur fljótt í ljós að nafnið hentar afar vel. Þeir sem hafa gaman að því að fást við matseld leggja margir mikið upp úr því að eiga vandaða hnífa til allra verka. Margar verzl- anir á höfuðborgarsvæðinu geta boðið viðskiptavinum sínum ágæt- is eldhúshnífasett, en úrvalið i þessum verzlunum er yflrleitt ekki ýkja mikið. Öðru máli gegnir um nýju búðina við Laugaveginn. Þar er bókstaflega allt að finna sem hugurinn gimist, bæði stakir hnífar og hnífasett, allt úr eðalst- áli frá hnífaborginni Solingen í Vestur-Þýzkalandi. Þessi nýja búð mun vera sú eina sem sérhæfír sig í allskyns eggjámum fyrir eldhúsið. Fyrir utan hnífana má fá þar kjötsagir og axir, klippur og skæri fyrir fugla og flsk, og fleiri áhöld í eld- húsið. Er þetta allt frá fyrirtæki í Solingen sem kennir sig við þrífork Póseidons, Wiisthof Dreizackwerk. Wusthof-þríforkurinn á sér langa sögu, því fyrirtækið hefur verið starfandi frá árinu 1814. Tákn þess er þríforkur Póseidons, og hefur þríforkurinn verið skráð vömmerki Wusthofs í tæpa öld. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafí, og hafa sex kynslóðir Wústhof-fjöl- skyldunnar ráðið þar ríkjum. Þar starfa nú 250 fagmenn við fram- leiðsluna, og em hnífamir han- dunnir. Er smiðjan ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Eins og áður sagði fást í nýju búðinni hnífar og annað þess hátt- ar, bæði stakt og í settum, og em sum settin tilvalin til gjafa. Að vísu telja sumir að aldrei megi gefa eggjárn, en þá má láta við- takandann „greiða" fyrir gjöfína, til dæmis tíeyring. Það er margra metnaður að eiga góða hnífa, og er undirrituð í þeirra hópi. Með tilkomu þessarar nýju búðar er auðvelt að láta þann draum ræt- ast. Þá sem áhuga hafa hvet ég til að líta inn, því sjón er sögu ríkari. Þægilegar korktöflur 1.390,- Verð kr. Bæói yfirieður og klæðning á innleggi úr ekta skinni. Slitsterkursóli. Teg.Cf 40/181. litir Blátt, hvítt. Stærðir 3642. s: 18519. KRINGWN KBIl/ieNU S. 689212 —'SKORIJfN , VELTUSUNDI 1 21212 Hámarksþœgindi fyrirlágmarksverð. Hann er loksins kominn stóllinn sem sameinar þessa ivo kosti. Þessi stóll slyður vel við bakið og gœtir þess að þú siljir rétt. Hann er með léttri hœðastillingu, veltanlegu baki og fimm arma öryggisfœti. er gœðastóll ó góðu verði. ■ ’ J—1, || M, I| cnm Hallamnúla 2 Slmi 83211 mmmm A> \ r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.