Morgunblaðið - 21.08.1988, Page 57

Morgunblaðið - 21.08.1988, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 57 Baldvn Kristjánsson (t.v.) og Karl Gunnarsson. Hér er nóg að gera -Rætt við starfsmenn að Nesjavöllum Mikill fjöldi fólks hefur unnið við háhitasvæðið að Nesjavöllum frá því hafist var handa við að reisa þar orkuver. Nú eru framkvæmdir í hámarki og lætur nærri að miUi 60 og 70 manns hafi þar fast aðsetur. Blaðamaður gekk um svæðið og spjaUaði við nokkra sem á vegi hans urðu. Fyrstir urðu fyrir svörum þeir Karl Gunnarsson og Baldvin Kristjánsson. Karl varð stúdent í vor frá Menntaskólanum á Egilstöðum en Baldvin stundar nám í Grunnskólanum á Selfbssi. Báðir kváðust þeir vinna hjá Smið hf. á Selfossi, verktaka hjá Hitaveitunni. „Við erum að leggja lagnir í grunn skemmunnar sem á að hýsa gufuskiljuna," sögðu þeir félagar aðspurðir um hvað þeir væru að gera. Þeir sögðust einnig hafa unn- ið að Nesjavöllum í fyrrasumar og létu vel af góðri vinnuaðstöðu og fallegu umhverfi. „Hér er ljúft að vera," sagði Karl. „Hér er sérlega fallegt í góðu veðri þegar Qöllin skarta sinu feg- ursta og sólin speglast í lygnu vatn- inu.“ Lóðin tilbúin næsta sumar Ari Arthúrsson tæknifræðingur vinnur hjá fyrirtækinu Dalverki sem sér um hluta af lóðarframkvæmd- unum. „Ég er að vinna við lóðina. Við tókum við henni gróijafnaðri í síðustu viku og hófum þá strax framkvæmdir. Okkar hlutverk er meðal annars að setja út vatnslögn og siyóbræðslukerfí." Ari kvaðst mundu vinna að Nesjavöllum fram í október á þessu ári. „Lóðin verður tilbúin um mitt næsta sumar," sagði hann. „Allri jarðvinnu verður þó lokið í október Jóhann Már Hektorsson. Eðvald Geirsson. á þessu ári, fyrir utan yfírborðs- frágang.“ Hlutverk eftirlitsmanns marg’þætt Jóhann Már Hektorsson tækni- fræðingur vinnur hjá Verkfræði- stofunni Fjarhitun við eftirlit. Að- spurður um hlutverk eftirlitsmanna sagði Jóhann það æði margþætt. „Við fylgjumst með því að verk- taki vinni eftir gögnum verkkaupa. Einnig ber okkur að skera úr um ýmis vafamál sem upp koma hér á staðnum, til dæmis ef ekki er unnt að framkvæma eitthvað eins og til var ætlast af hálfu verkkaupa.“ Jóhann sagði að það væri einnig í verkahring eftirlitsmanna að yfir- fara og samþykkja magntölur verk- taka og sjá um að slíkar tölur stemmdu í uppgjöri. „Margir halda að eftirlitsmenn hafí það náðugt," sagði Jóhann. „Það er misskilningur því þetta er í raun stöðug vinna." Nógaðgera Á leiðinni til Reykjavíkur, með- fram leiðslunni, varð Eðvald Geirs- son á vegi blaðamanns. Hann kvaðst vinna hjá Ræktunarsam- bandi Flóa og Skeiða sem hefði séð um vegalagninguna til Reykjavíkur að hluta. „Hér er verið að undirvinna fyrir sjálfa leiðsluna. Ég er að fleyga fyrir þeim undirstöðum sem ekki var hægt að grafa fyrir vegna klappar í jarðveginum. Það er tals- vert um slíkan jarðveg hér og því algengt að þurfi að fleyga fyrir undirstöðum.“ Til þessa verks notar Eðvald stór- ' virka vinnuvél sem vakti forvitni blaðamanns. „Þetta er beltagrafa með sérstökum vökvaknúnum bún- aði til að fleyga. í stórum dráttum þá virkar þetta eins og loftpressa, höggin frá búnaðinum mylja klöp- pina.“ Að sögn Eðvalds hefur fleygun staðið yfír sfðan í fyrrasumar en sjálfur hóf hann ekki störf við hana fyrr en í sumar. „Hér er mikil vinna og nóg að gera,“ sagði hann að lokum. tvær eru spölkom f burtu og liggja nokkuð hærra. Holur þessar blása þvf sem næst hreinni gufu. Þiýsting- ur við yfirborð þeirra er rr\jög mikill °g ekki talið vogandi að láta þær standa lokaðar um lengri tíma. „ Þrýstingur við holutopp er um 100 loftþyngdir ef holumar eru lok- aðar. Þetta samsvarar hundraðföld- um þeim loftþrýstingi sem er við yfírborð jarðar. Holumar eru fóðrað- ar með steypu niður á um 700 metra dýpi 0g sú hætta er fyrir hendi að steypan þoli ekki hinn ógnarlega þrýsting og fóðringamar losni í hol- nnum. Af þessari ástæðu eru holum- ar látna blása út f andrúmsloftið þangað til virlgunin verður tekin f notkun.“ Gott samstarf við Náttúru- verndarráð Stöðvarhúsið á Nesjavöllum er f 178 metra hæð yfír sjávarmáli. Það- an er heita vatninu dælt í geymi á svonefndum Háhrygg í 400 metra hæð, skammt frá stöðvarhúsinu. Prá Háhrygg er sjálfrennsli til Reykjavík- ur. Vatnið rennur f aðalmiðlunar- geyma Hitaveitunnar að Grafarholti, alls 27,2 kílómetra leið. Rennsli í fyrsta áfanga verður 560 lftrar á sekúndu og vatnið mun verða um 7 klukkutfma á leiðinni. Hiti þess verð- ur 83 gráður er það leggur af stað frá 8töðvarhúsinu og vegna góðrar einangrunar pípunnar kólnar það aðeins um tvær gráður á þessari leið. Hluti pípunnar verður niðurgraf- inn vegna umferðar og náttúruvemd- arsjónarmiða. „Hitaveitan hefur átt gott samstarf við Náttúruvemdarráð °g starfsmenn þess eru nokkuð sátt- ir við þessar framkvæmdir. í því sambandi má benda á að sá misskiln- ingur virðist nokkuð útbreiddur að kalda vatnið sé tekið beint úr Þing- vallavatni. Vatninu er dælt úr bor- holu við Grámel og þó að Grámelur sé nálægt Þingvallavatni sýna rann- sóknir að þetta er gmnnvatn sem streymir fram í Þingvallavatn undan _Hengli.“ Myndin sýnir þversnið af újúpri borholu. Munu einnig framleiða raf- magn Til að dæla vatninu frá stöðvar- húsi upp á Háhiygg verða notaðar tvær 900 KW dælur og fyrst um sinn verða þær knúnar af rafmagni frá Landsvirkjun. Síðar er gert ráð fyrir að komið verði upp gufutúrbfnu á Nesjavöllum. Þá verður Hitaveitan sjálfri sér nóg um rafmagn til dæl- ingarinnar og gæti auk þess selt talsvert umframrafmagn. „Hér er gert ráð fyrir að koma megi upp 60 MW gufutúrbínu. í fyrsta áfanga er eigin raforkuþörf virkjunarinnar um 2,7 MW og því væri hægt að framleiða rafmagn til sölu. Væri hins vegar virkjað með áherslu á raforkuframleiðslu líkt og f Kröflu, mætti með sérstökum bún- aði ná 100 MW rafafli. Þá væri um leið dregið úr afkastagetu orkuvers- ins til hitunar á vatni.“ Sú þekking sem notuð hefur verið við Nesjavallavirkjun er að mestu leyti fslensk. „Hér hefUr verið notuð innlend reynsla, meðal annars frá Svartsengi og Kröflu. Einnig er byggt á reynslu eriendis frá. Hönnun virkjunarinnar er þó alfarið f höndum íslendinga." Hag'kvæmur kostur í fyrsta áfanga verður stærð orku- versins 100 MW eða 100 miHjón vött Vatt er afleining eins og he- stafl sem oft er notað til að lýsa vélarstærð bifreiða. Afl virkjunarinn- ar samsvarar þannig 134 þúsund hestöflum. „Rétt er að skýra hvemig afl orkú- versins er mælt. Reiknuð er út sú varmaorka sem fæst við kælingu vatnsins úr 88 f 40 gráður og er það í samræmi við raunverulega nýtingu f ofnakerfum húsa. Ot frá þessari skilgreiningu er gengið við mælingu á þeirri orku sem framleidd er. Hins vegar þarf að hita vatnið frá Grámel úr 4 í 83 gráður og því þarf í reynd um 200 MW afl til að standa undir 100 MW virkjun." Virkjunin á Nesjavöllum var talin hagkvæmasti virlq'unarkostur sem Hitaveitan átti völ á. Ekki einungis má þar framleiða mikið af heitu vatni heldur einnig ódýra raforku. Sfðast en ekki síst er hægt að stækka orku- verið verulega með tiltölulega litlum kostnaði áður en jarðhitasvæðið telst fullnýtt. „Virkjað afl jarðhitasvæða Hita- veitu Reykjavíkur er nú 500 MW. Auk þess er 95 MW kyndistöð í Árbæ til að mæta kuldaköstum. Með til- komu fyrsta áfanga Nesjavallavirkj- unar bætast við 100 MW og með síðari áfongum er unnt að auka af- köstin upp f 300 til 400 MW. Rann- sóknir sýna að þetta háhitasvæði getur staðið undir slíkri orkufram- leiðslu í að minnsta kosti 30 ár.“ virkjunarinnar Myndin sýnir $ grundvaUaratriðum hvemig orkuverið vinnur. Úr borholu kemur blanda gufu og vatns. Þessi blanda er leidd í gufu- skiljur þar sem vatn er skilið frá. Gufan er leidd áfram f rakaskiljur til að þurrka hana enn frekar. Þá verður hún leidd f gufuhverfil tíl rafmagnsframleiðslu en ekki er gert ráð fyrir þvf í fyrsta áfanga. Útblástursháfar em notaðir til að biása burt umframgufu. Næst er gufan leidd f varmaskipta (þéttivatnshitarar og gufuhitarar) og lát- in hita þar upp kalt vatn úr borholum við Grámel. f framtfðinni er einnig gert ráð fyrir að skiljuvatnið, þ.e. vatnið sem kemur upp með gufunni, verði nýtt til upphitunar á Grámelsvatni. Kalda vatnið er hitað f 88 gráður og leitt f svokallaða afloftara til að losna við allt súrefni og hindra þannig að vatnið tæri aðveituna til Reykjavíkur og húskerfið. Við þetta kólnar það f 83 gráður. Loks er örUtlu magni af gufu með súrum gastegundum blandað í vatnið til að eyða síðustu leifum súrefnis og hækka sýrustígið. Þannig er hindmð myndun útfellinga í veitukerfinu er vatnið blandast hita- veituvatni f Reykjavik. Orlftíð brennisteinsvetni sem er í gufunni tryggir að súrefni sem gætí komist í það eyðist og gefur þvf sömu lyktína og hitaveituvatnið í Reykjavík hefur. Að þessu loknu er vatninu dælt upp á Háhrygg og þaðan rennur það til Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.