Morgunblaðið - 21.08.1988, Page 58

Morgunblaðið - 21.08.1988, Page 58
58___________________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988_ Hvað eru tnenn að reyna að sanna fyrir sjálfum sér? AÐ þeir séu sjálfstæðir, öflugir og óhagganlegir persónuleikar sem ekkert fær brotið nema þá helst óvæntar gengisfellingar og jarð skálftar? Kannski það. Sumir kaupa sér sjálfstæði með peningum, búa til skothelda ytri umgjörð sem klæðir reikula sálina í mjúka voð hugsunarleysisins. Aðrir fella niður vindubrýrnar að sínum innsta kjarna og hleypa þar öllu inn, fólki, umhverfi og áhrifum svo þeir megi skynja hið besta og versta, hæsta og lægsta og færa þannig sál sína til sjálfskipaðs píslarvættis. Flestir fara milliveginn en fæstir gera þetta hvort tveggja. Sem er líka allt í lagi, því öll höfum við okkar aðferðir við að leita öryggis og sjálfsvirðingar. Látum svo vera. F lugfreyjan og hestakonan Kara Pálsdóttir er fædd í Reykjavík vorið 1963. Hún er sannkallað vorbam, litfríð og ljós- hærð, með skfnandi bros sem nær til augnanna þegar hún hlær, sem hún gerir oft enda kát og lífsglöð eins og vera ber. Einn sólríkan sum- ardag heimsótti ég Köru í vinalega risíbúð í höfuðborginni, þar sem fagurgræn pottablóm og gamal- dags mjúkleitir hlutir sköpuðu hlý- lega umgjörð um húsráðandann. Og þetta sagði hún mér af sjálfri sér: Læt yfirleitt skynsemina ráða Ég er fædd og uppalin í ReykjavTk, fæddist í maí og er því í tvíburamerkinu. Ég finn svolítið fyrir því, er misjöfn í lundarfari og á erfitt með að ráða við pólana í sjálfri mér oft á tíðum. Eirðarleysið er nokkuð ríkjandi, en þó klára ég yfírleitt alltaf það sem ég tek mér fyrir hendur. Mér lætur best að vera hress og kát og er afar mikil félagsvera. Þó er ég nú ekkert að vasast í neinum félagsmálum, á mína traustu vini til að vera með og finnst það nóg. Ég fylgist alltaf með því sem er að gerast í kringum mig, en læt aðra um að stjórna þeim málum. Þetta er nú svona það helsta sem ég get sagt um minn persónuleika. Ég hef líklega ekki gert nógu mik- ið af því að kafa til botns í mér sem manneskju en ég held að það sé mjög mikilvægt að þekkja sjálfan mig. En ég hugsa óskaplega skyn- samlega og læt oftast skynsemina ráða mínum gjörðum þó svo að hugurinn segi oft eitthvað allt ann- að. Ætli það auðveldi ekki bæði mér og öðrum tilveruna að vera dálítið skipulegur og skynsamur! Rétt eins og lífsglaður ferðalangur Ég er ekki búin að vera lengi úti á vinnumarkaðinum. Það eru fimm ár síðan ég lauk Verzlunarskólan- um. Ég hafði unnið í Samvinnu- bankanum á sumrin og vann þar svo í tvö ár sem gjaldkeri eftir stúd- entspróf. Það var skemmtilegt til að byija með, en varð nú fljótlega leiðigjamt og tilbreytingarlaust. Vinna frá níu til fímm hentar mér bara alls ekki. Þó svo að ég sé skipu- lögð í vel flestu þá líkar mér vel við óreglulegan vinnutíma. Það er líka svo gott að geta sofið út á morgnana þegar aðrir þurfa að mæta til vinnu, það er að segja þá morgna sem ég þarf ekki að vakna klukkan fjögur í vinnu. Ég er flug- freyja, hef verið það síðan 1985 og er því í nokkuð annarri tímahrynj- andi en aðrir. Veturinn 1986 fór ég til Mont- pellier í Suður-Frakklándi. Þar ætl- aði ég að læra frönsku með stæl, rifja upp gömlu Verzlunarskóla- frönskuna. Það gekk nú svona upp og ofan. Fólk hafði bent mér á að halda mig rækilega að náminu svo veturinn færi nú ekki í glens og gaman, en ég lét það sem vind um eyru þjóta og var staðráðin í að sitja nú aldeilis við lærdóminn upp á hvem dag. Su ákvörðun fór alveg forgörðum eftir að ég var komin út og ég hegðaði mér rétt eins og lífsglaður ferðalangur, allan tímann. Ferðaðist dálítið um Frakk- land og einnig yfír til Andorra, Spánar og Ítalíu. Mér þykir Frakkland yndislegt land, en náði alls ekki að festa þar rætur. Það er alveg sama hversu legni ég dvel erlendis, ég er alltaf í heimsókn, alltaf gestur. Enda á ég og mun hvergi eiga heima ann- ars staðar en á Islandi. Ég man að þegar ég var í heimsókn hjá íslend- ingafélaginu í Montpellier og var að skoða myndir af íslensku fjöllun- um, þá helltist heimþráin yfir mig og tárin rúlluðu fram í augnkrók- ana. ísland með alla sína undursam- legu náttúru orkar ákaflega sterkt á mig. Ég eyddi til dæmis ekki sumarfrí- inu mínu eins og flestir mínir sam- starfsfélagar, sem fara á frímiðum til útlanda, ég fór og ferðaðist um ísland. Þetta var hálendisferð á vegum Ulfars Jacobsens og þó svo veðrið væri hreint ekki gott þessa tólf daga sem við vorum í ferðinni, fannst mér hún blátt áfram dýrð- leg. Vegna þess að útlendingar voru þarna- í meirihluta fannst mér ég vera eitthvað svo mikið heima hjá mér, þó svo óralangt frá öllu þessu daglega stressi og sá umhverfíð ef til vill frá nokkuð ólíkum sjónarhóli en venjulega. Við byijuðum á að fara í Land- mannalaugar og ókum þaðan yfír Sprengisand til Mývatns. Það var mjög einkennileg tilfinning að fara yfír Sprengisand. Þama ferðuðumst við í eina fímm tíma án þess að sjá annað en sand og auðn. Mér fannst það nánast yfirþyrmandi og myndi ekki vilja vera ein þama á ferð- inni. Á leiðinni ókum við fram á ferðalang á reiðhjóli, hann var eitt- hvað svo einmanalegur í þessu umhverfí, hundblautur og skrítinn. Ekki held ég að mér væri fært að ferðast ein á þennan hátt, vil hafa gott fólk í kringum mig þegar ég legg upp í svona ævintýraferðir. Frá Mývatni fórum við svo sem leið lá í Herðubreiðarlindir, þaðan að sjá Hljóðakletta og Hólmatungur, gistum í Ásbyrgi og á Húsavík og lukum svo ferðinni með því að aka um Skagafjörðinn, suður Kjöl, og til Laugarvatns. Eg á ekki orð til að lýsa þessum dögum, þeir vom stórkostlegir. Við sem fljúgum Ég sótti um flugfreyjustarfið árið 1985 eins og áður hefur komið fram. Áður en ég hóf störf sótti ég Ijögurra vikna námskeið þar sem við lærðum margt merkilegt. Til dæmis á allar þessar vélar sem maður átti að fljúga á. Þú gengur ekki bara inn í einhvetja flugvél og byrjar að vinna. Læra þarf á öll tæki og skipulag í eldhúsunum og að vinna og haga sér kórrétt og agað inn í því litla lými sem við höfum til umráða. Svo þarf maður að kunna á vélina í sambandi við neyðartilfelli, maður þarf alltaf að standa klár á því, enda eins gott með tvö hundmð og fímmtíu manns í sinni umsjá! En aðstaðan er þröng, þú mynd- ir ekki vilja hafa eldhúsið svona heima hjá þér, hvað þá þrjár mann- eskjur þar að störfum í einu! Starfið er erfítt og lýjandi. Ég hef alltaf lúmskt gaman af því þeg- ar ég bregð mér í bæinn í fríum og hitti þar einhvem sem veit að ég er flugfreyja. Þá er oftar en ekki sagt „Nú þú ert bara alltaf í fríi!“ En þá er ég kannski búin að vera í átján tíma samfleytt í vinn- unni deginum áður. Ég fór til dæm- is í venjulegt Lúxemborgarflug í fyrradag, sem talið er mjög létt vegna þess að flugtíminn er ekki ýkja langur og aðeins einn viðkomu- staður, ég var vakin klukkan fímm um morguninn og ekki komin heim fyrr en rúmlega sex síðdegis. Þann- ig að þama gætir nokkurs misskiln- ings hjá fólki. Skemmtilegast er þegar maður fær að stoppa eitthvað úti. Auðvitað er alltaf gaman að fara til útlanda, það finnst held ég öllum. Öðru hvoru fáum við sólarhringsstopp í New York og þá reynir maður að skoða sig aðeins um og versla dálít- ið. Það er oftast ægilegt stress, þvi maður ætlar að gera hundrað hluti á nokkrum klukkutímum. Er skemmtilegt að fara „út að skemmta sér“? Ég fer nú stundum út að skemmta mér, en þá alltaf með góðum hópi fólks að sjá einhveijai skemmtilegar sýningar og að borða góðan mat. En þegar fólk hangir á skemmtistöðunum helgi eftir helg og hvolfir í sig áfengi eins og það eigi lífið að leysa, þá held ég að það misskilji eitthvað aðeins orðið skemmtun. Það man svo kannsk ekki helminginn af kvöldinu í timb- urmönnunum daginn eftir en segii samt að það hafi verið ofsalega gaman. Ég fyrir mína parta fæ mikli meira út úr því að fara í reiðtúr i góðum hesti, út að borða á þægileg- um stöðum, úti á landi helst, oj að skreppa í sund eða líkamsrækt Þetta eru hlutir sem skilja eitthvac eftir sig og gera manni gott. Er það vill nú vera svo að fólk heldui alltaf að það sé að missa af ein- hveiju. Að fá ró í beinin Ég elska erilinn í kringum starf ið og finnst mjög gott að vera inn an um margt fólk. Þó er einn gall á gjöf Njarðar en hann er sá, ac ég yfírfæri erilinn heim til mín o^ er alltaf á ferð og flugi í fríum Ég er kannski bara þannig mann eskja. Ég á voðalega erfítt með ac sitja róleg hérna heima, með bók hendi og sökkva mér ofan í hana Ég virðist ekki með nokkru mót geta fengið ró í beinin og það angr starf og ég var ekki með nein fram- tíðarplön. Fólk veit ekki nægilega mikið um starf Tollgæslunnar í Reykjavík. Fólk heldur að það sé bara tollþjónusta í Reykjavík. Við höfum eftirlit með vörum sem eru fluttar til Reykjavíkur og förum yfír allar aðflutningsskýrslur og athugum hvort þær séu rétt gerð- ar. I pósthúsinu í Ármúla er haft eftirlit með öllum pósti sem kemur til landsins. Við sjáum líka um allar skipakomur til Straumsvíkur, Reykjavíkur, Þorlákshafnar og Hafnarfjarðar. í fluginu fylgjumst við með öllu feijuflugi á Reykjavík- urflugvelli. Einnig Grænlandsflug- inu og flugi frá Færeyjum. Eru ekki alltaf smugur? Ja, við reynum að halda uppi eftirliti. Mest er reynt að smygla áfengi, bjór, skinku og tóbaki. Það er alltaf eitthvað um hass en minna um önnur eiturlyf. Mikið af því kemst upp eftirá. Ég man að einu sinni voru einhveijir náungar að smygla hassi skipleiðis. Þeir festu hassið við landlínuna og svo þegar við gengum um borð köstuðu þeir landlínunni í land beint fyrir framan nefíð á okkur. Þetta komst upp sem betur fór. Það eru náttúrulega ótal leiðir til að smygla en við vinnum fyrirbyggjandi starf. Góð laun? Launin eru skammarlega lág. Við missum toppmenn úr tollinum vegna launanna. Fólki líkar yfirleitt vel við starfíð en hættir vegna laun- anna. Langflestir sem hófu störf með mér fyrir tveim árum eru hætt- ir. Eins og í svo mörgum störfum byggjast launin á yfírvinnunni en það er alltaf verið að minnka hana. Ríkið að spara. Jæja. Snúum okkur að búskapn- Morgunblaðið/Sverrir um. Hvemig tilfinning er það að vera farin að búa? Mikil breyting. Við bjuggum í foreldrahúsum en vendipunkturinn í okkar lífi var barnið. Það gekk ekki að búa hjá foreldrum, þannig að við keyptum okkur íbúð. Við borgum íbúðina á nokkrum árum. Hann á tollaralaunum og ég við nám, segir Hjördís og hlær. ibiii Það er óneitanlega erfitt að eignast íbúð í dag. Margra ára skuldir og svo bætast vextimir ofan á. Við tókum Húsnæðisstjómarlán og lífeyrissjóðslán. Mér fínnst ekkert gert fyrir ungt fólk í dag, segir Hannes. Fólk fær að leigja íbúð á 30-40 þúsund krónur á mánuði. Þetta eykur stressið í þjóðfélaginu. Við vorum heppin að geta keypt íbúð en þetta verður erfítt. Maður þarf að hugsa um hveija einustu krónu. T.d. þegar maður er að versla reynir maður að velja aðeins það ódýrasta, segir Hjördís. Er það ekki notaleg tilfinning að eiga tveggja mánaða dóttur? Það er yndisleg tilfinning en æðisleg breyting. Það þarf að ákveða allt með miklum fyrirvara. Maður fer ekkert svo auðveldlega í bíó án þess að vera búinn að redda bamapíu. Þegar Andrea Björk vek- ur mann á nætumar og brosir gleymir maður öllu. Þetta er yndis- leg tilfinning, segir Hjördís. Hannes þú ert hálfur Spánveiji. Segðu mér eitthvað frá uppruna þínum. Móðir mín er frá Madrid, en flutt- ist til Bretlands þar sem hún starf- aði um tíma. Af einhveijum ástæð- um ákvað hún að fara til íslands í skemmtiferð. Hér á íslandi kynntist hún pabba sem hún giftist. Þau hafa búið hér alla tíð síðan. Ég fer | annes Ingi Guðmundsson, 24 ára, og Hjördís Kjartansdóttir, 22 ára, em ungt par búsett á Seltjamamesi. Þau keyptu sér nýlega íbúð ásamt tveggja mán- aða dóttur sinni, Andreu Björk. Hannes starfar hjá Tollgæslu ís- lands í Reykjavík og Hjördís stund- ar nám í hjúkrunarfræðum við Háskóla íslands. Ég byijaði á því að spyija Hannes hvenær hann hefði hafið störf hjá Tollgæslu ís- ^lands? Ég hóf störf 1986. Sótti um eft- ir að hafa séð auglýsingu í blaði. Ég var ráðinn á staðnum og tveim vikum seinna var ég sendur í Toll- skóla ríkisins. Ég lauk fyrri hluta skólans 1986 en seinni hlutanum lauk ég í mars 1988. Ég byijaði í starfinu með hálfum huga en líkaði strax mjög vel. Þetta er fjölbreytt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.