Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 60
Öeðlilega margirbátar hafa sokkið "'í góðu veðri - segir formaður rannsóknanefndar sjóslysa „ÓEÐLILEGA margir bátar hafa sokkið í góðu veðri að undanförnu og við höfum áhuga á að ná þeim upp til að rann- saka hvort til dæmis galli í hönnun hefur valdið því að þeir sukku,“ sagði Haraldur Blönd- al, formaður rannsóknanefndar sjóslysa, í samtali við Morgun- blaðið í gær. t-' „Slysavamafélag íslands hefur áhuga á að kaupa neðansjávar- myndavél og við gætum notað hana til að finna sokkna báta. Það hefur komið fyrir að menn hafi sökkt bátum en ég man ekki eftir nýlegum dæmum um það,“ sagði Haraldur Blöndal. _Mikil ölvun í miðborginni MIKIL ölvun var í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugar- dags að sögn lögreglu og voru fangageymslur fullar. Fjölmennt var í miðborginni á föstudags- kvöldið og fram á nótt. Talsvert margar rúður vom brotnar að sögn lögreglu en ekki urðu alvarleg óhöpp. J3erjólfur íhugar kaup á notuðu skipi Verð þess um þriðjungur af verði nýs skips STJÓRN Herjólfs hf. í Vest- mannaeyjum íhugar nú ýmsa kosti á kaupum á nýrri feiju. Meðal skipa sem til greina koma er japanskt skip í eigu norskra ^Lðila. Þetta er 11 ára gamalt skip sem tekur 500 manns í sæti. Kostnaðarverð á skipinu með nauðsynlegum breytingum er talinn geta orðið um þriðj- ungur af verði nýrrar feiju. Magnús Jónasson, fram- kvæmdastjóri Heijólfs hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að félag- ið væri að íhuga ýmsa kosti en það yrði ekki ljóst fyrr en í næsta mánuði hvað yrði ofan á. Hann sagði að unnið hefði verið í þessu máli undanfarin þijú ár og það væri að komast á lokastig en ljóst Weri að gamli Heijólfur hentaði ekki lengur í þessa flutninga og nýtt skip yrði að koma til. Magnús sagði að hugmyndir manna um loftpúðaskip hefðu al- veg dottið upp fyrir. Slík skip þyldu hvorki veður né sjólag hér- lendis auk þess sem þau flyttu ekki farþega nema þau væru þeim mun stærri. fHtfgtiitfriðfrife NÝTT FRÁ KODAK RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Humarvertíð í ár hefur verið mun lakari en undanfarin tvö sumur. „Við fengum góða byijun, betri en flestir aðrir, en ótíð hefur hamlað veiðum frá því um miðjan júní. Flestir ná þó kvótanum næstu daga,“ sagði Ingólfur Karlsson skipstjóri á Sigrúnu GK frá Grindavík, en nóg var að gera er þessi mynd var tekin þar um borð á dögunum. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson LÉLEG HUMARVERTÍÐ Húsbyggingar: Greiðsluerfiðleika er farið að gæta og hægt hefur á sölu FRAMKVÆMDIR við húsbyggingar virðast vera álika miklar um þessar mundir og verið hefur undanfarna mánuði. Þó er farið að gæta vaxandi greiðsluerfiðleika og hægt hefur á sölu nýrra íbúða. Þetta kom fram í samtölum Morgunblaðsins við nokkra aðila á hús- byggingamarkaði. Umsvif og eftirspum hafa ekkert minnkað hjá Húsasmiðjunni, <■ að sögn Jóns Snorrasonar fram- kvæmdastjóra. Hann sagðist þó verða var við vaxandi greiðsluerfíð- leika. „Ég heyri á mönnum að þeir hafi næg verkefni fram á haustið. Þeir binda m.a. vonir við að fram- kvæmdir í Grafarvogi fari í gang þegar líður á haustið, en ekki er þó vitað hvenær það gerist," sagði Jón. Hann kvað mjög óljóst með fjarlægari framtíð, sagði þó vera ljóst að samdráttur væri framundan en engin leið að segja hvenær hans færi að gæta. „Þetta er búið að vera mjög jafnt og gott og ekki neinn samdrátt að sjá í bili,“ sagði Jón Ólafsson hjá Steypustöðinni hf. Hann sagði ekk- ert benda til sérstakra þrengsla á markaðnum. „Greiðslur til okkar eru aðeins farnar að þyngjast, en það tengist sennilega bið eftir hús- næðislánum auk þess sem venjulega þrengir að á þessum árstíma." Jóhann Bergþórsson fram- kvæmdastjóri Hagvirkis hf. sagði framleiðslu vera í fullum gangi. Hagvirki byggir íbúðir og selur. Hann sagði þó ganga hægar en áður að selja. „Ef ekki selst, þá drögum við saman, hættum að framleiða. Við erum ekki svo sterk- ir að við getum átt íbúðir á lager án þess að selja. Fólk er hrætt við verðbólgu og háa vexti," sagði Jó- hann. Hann vildi engu spá um framtíðina, það yrði að sýna sig hver þróunin verður. Hagkvæmnisathugnii vegna nýs álvers: Fjórar verkfræði- stofur gera tilboð ATLANTAL-hópurmn kemur saman til fundar í Stokkhólmi á mánu- dag til að ræða við fulltrúa frá fjórum fjölþjóðaverkfræðistofum. Éfni viðræðnanna eru samningar um hagkvæmniskönnun þá sem ATLANTAL-hópurinn hefur ákveðið að gera um byggingu nýs ál- vers í Straumsvík. Garðar Ingvarsson veitir mark- aðsskrifstofunni, sem samræma á aðgerðir stjómvalda í stóriðjumál- um, forstöðu og verður hann áheyrnarfulltrúi íslendinga á fund- inum. Hann segir að fimm verk- fræðistofum hafi verið boðið að bjóða í hagkvæmniskönnunina og vart fínnist fleiri verkfræðistofur í heiminum, sem geta tekið þetta verk að sér vegna þeirrar sérfræði- þekkingar sem þarf. Fjórar verk- fræðistofanna buðu í verkið. Garðar segir að ein af þessum stofum fái verkið en sem kunnugt er af fréttum Morgunblaðsins á að ljúka því á næsta ári. Allar þessar verkfræðistofur munu hafa verið í sambandi við verkfræðistofur hér- lendis enda munu þær vinna hag- kvæmniskönnunina að hluta til í samvinnu við íslenskar verkfræði- stofur. ATLANTAL-hópinn mynda fyr- irtækin Grángers Aluminium í Svíþjóð, Alumined Beheer í Hol- landi, Austria Metall í Austurríki og Alusuisse í Sviss. Fulltrúar þess- ara fyrirtækja á fundinum í Stokk- hólmi verða þeir Per Olof Aronson frá Grángers, J.G.D. van der Ros frá Beheer, Friedrich Stachel frá Austria og Edward Notter frá Alusuisse. Vextir lækka um allt að 6,1% — frekari lækkun á döfinni Forvextir víxla lækka um 5,1% og dráttarvextir um 7,2% þann 1. september Viðskiptabankar og sparisjóðir hafa ákveðið að lækka vexti sína frá og með deginum i dag. Nær lækkun þessi yfir flestar tegund- ir inn- og útlána. Búist er við frekari breytingum þann 1. septem- ber og er reiknað með að eftir þann tíma verði komið meira sam- ræmi á vexti bankanna en nú er. Þá munu dráttarvextir lækka um 7,2% 1. september. Af útlánsvöxtum er lækkunin mest á forvöxtum víxla eða 5,1% að meðaltali. Af innlánsvöxtum er lækkunin mest á svokölluðum óbundnum skiptikjarareikningum bankanna eða um 6,1% að meðal- táli. Dæmi um aðrar vaxtalækkan- ir eru að útlánsvextir á afurðalán- um lækka um 5%, á yfirdráttarlán- um um 4,5% og á almennum skuldabréfum um 1,7%. Dæmi um lækkanir á innláns- vöxtum eru að vextir á almennum tékkareikningum lækka um 2,6%, á almennum sparisjóðsbókum um 3,5% og á bundnum skiptikjara- reikningum um 5,3%. Aðrir vextir lækka minna. Fyrir liggja frekari breytingar á vöxtum almennra skuldabréfa og verðtryggðra lána þann 1. sept- ember. Þannig munu meðalvextir almennra skuldabréfa lækka í 35,6% þá og hafa þá lækkað um 5,4% með breytingunum í dag. Innlánsstofnanir munu lækka vexti af verðtryggðum lánum um 0,25-0,5% ýmist í dag eða 1. sept- ember. í kjölfar þessara vaxtalækkana hefur bankastjórn Seðlabankans ákveðið að lækka dráttarvexti frá og með 1. september úr 4,7% í 4,1% á mánuði eða um 7,2% á ársgrundvelli. Lækkun þessi er meiri en nemur meðalvaxtalækk- uninni þar sem búist er við frek- ari vaxtalækkun á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.