Morgunblaðið - 01.09.1988, Síða 51

Morgunblaðið - 01.09.1988, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 51 Perluskreyttur myndarammi eftir Sarah Pucci og stjarna eftir Guð- rúnu Hrönn Ragnarsdóttur. Tvær sýningar opn- aðar í Nýlistasafninu TVÆR sýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu föstudaginn 2. september á verkum Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur og Sarah Pucci. Guðrún Hrönn nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1974—1978 og útskrifaðist úr Nýlistadeild. Einn- ig stundaði hún nám í Hollandi við Den Vrije Akademie í Den Haag og Jan van Eyck Akademie í Maastricht 1978-82. Guðrún hefur áður haldið tvær einkasýningar í Nýlistasafninu, einkasýningu í Boekie Woekie í Amsterdam, auk þátttöku í ýmsum samsýningum á íslandi og erlendis. Á sýningunni í Nýlistasafninu verða olíumálverk, akrílmyndir og skúlpt- úrar. Sarah Pucci er á 86. aldursári og hefur fengist við að búa til perluskre- ytta og skrautlega hluti frá 1959. Nýlistasafnið á verk eftir hana en hún hefur sýnt í SÚM, Eat Art Gall- erí í Dússeldorf, Galleríi Ben Votier í Nissa og Neue Gallerie í Aachen ásamt dóttur sinni, Dorothy Iannone, og sl. vor sýndi Sarah í Boekie Wo- ekie í Amsterdam. Sýningarnar standa til 18. septem- ber og er Nýlistasafnið opið daglega frá kl. 16—20 og kl. 14—20 um helg- ar. (Fréttatilkynning) Kynfræðslustöðin: Fyrirlestur um kynlíf FYRIRLESTUR um kynlíf og Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur og hefst þörf á nýrri kynfræðslu verður klukkan 20. Jóna Ingibjörg lauk haldinn á vegum Kynfræðslu- meistaraprófi í kynfræðslu frá stöðvarinnar í Tónbæ í dag, Pennsylvaníuháskóla í Banda- fimmtudag. ríkjunum í vor, segir í fréttatilkynn- Fyrirlesturinn verður fluttur af ingu frá Kynfræðslustöðinni. Músíkleikfimin hefst mánudaginn 26. september. Styrkjandi og liðkandi æfingarfyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og framhaldstímar. Kennslaferfram í íþróttahúsi Melaskóla. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022 um helgina og virka daga í sama síma eftir kl. 15. ÍSLENSKUKENNARAR ATHUGIÐ! Hin vinsæla Kennslubók í málvísi og Ijóð- list fyrir 9. bekk grunnskóla eftir Gunnlaug V. Snævarr og Jón Norland er komin út að nýju. Auk þess hefur bæst í hópinn ný bók eft- ir sömu höfunda, sem nefnist Kennslubók í íslensku fyrir 7. og 8. bekk grunnskóla, og er hún í svipuðu formi og 9. bekkjar bókin. Skiptist hún í þrjá aðalkafla sem fjalla um málnotkun, málfræði og bók- menntasögu. Hafið samband við Offsetfjölritun (s. 91 -687890) og pantið bækur fyrir bekki ykkar. Hvar færðu yfír 150 tegundir af sófasettum á sama stað? Hvar færðu dýr sófasett, ódýr sófasett, venjuleg sófasett, óvenjuleg sófasett, lítil sófasett og stór sófasett? Hvar færðu frábær greiðslukjör, persónulega þjónustu, hámarks gæði og faglega ráðgjöf í þægilegu um- hverfi? Svar: IHúsgagnahöllinni! Já, sértu í húsgagnahugleiðingum, þá sérðu það að þú getur ekki sleppt því að líta til okkar. Við tökum heim nýjar sendingar af vörum á hverjum degi. Húsgagnasýning alla daga REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.