Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 Ósamið um forseta o g nefhdaformenn EKKI hefur enn veríð gengið frá þvi hvernig embætti þingforseta og þingnefnda skiptast milli flokka. Formenn þingflokka stjómar- flokkanna hafá átt fundi um málið, síðast í gærkvöldi, en ekki feng- ið niðurstöðu í málið og munu hittast aftur í dag. Ákveðin tillaga hefur legið fyrir um að embætti þingforseta skiptist þannig milli flokka að Framsóknar- flokkur fái forseta Sameinaðs þings, Alþýðuflokkur forseta efri deildar og Alþýðubandalag forseta neðri deildar. Til að tryggja stjóm- arliðum embætti forseta í neðri deild, þar sem þingstyrkur er jafn, hafa verið í gangi viðræður við stjómarandstöðu um að hún fái í sinn hlut formenn einstakra nefnda. Þá hefur verið lagt til að Al- þýðuflokkur ráði embætti formanns utanríkismálanefndar, sem yrði þá Kjartan Jóhannsson, og Alþýðu- bandalag fengi formann fjárveit- Vestmannaeyjar: Lögreglu- stöðin ónýt efltir bruna TALIÐ er að fangi í klefa hafi kveikt i lögreglustöðinni i Vest- mannaeyjum, sem er talin ónýt eftir bruna í gærmorgun. Lögreglumaður bjargaði fangan- um út úr reykjarkófí og gerði slökkvi- liði viðvart. Boðunarkerfi þess er staðsett í lögreglustöðinni og þurfti að vaða kófið til að gangsetja kerfið. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var mikill eldur og reykur í húsinu, aðallega í loftklæðningu fyrir ofan fangaklefa og í bílskúr. Slökkviliði tókst að hindra að eldur læstist í veiðarfærageymslu vestan við stöðina. Þar var mikið af .veiðar- færum og öðrum eldfimum efnum og hefði eldur þá hæglega getað breiðst út víðar. Slökkvistarf tók tæpar tvær stundir. inganefndar, sem yrði Margrét Frímannsdóttir. Þar er lögð til grundvallar hefð um að formenn þessara nefnda séu úr sömu flokk- um og ráðherrar viðkomandi mála- flokks. Alþýðuflokkur hefur ekki viljað sætta sig við þetta, en á síðasta þingi var Sighvatur Björg- vinsson þingmaður Alþýðuflokks formaður ijárveitinganefndar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur komið til greina af hálfu Alþýðubandalags að skipta á þessum formannsembættum og þá yrði Hjörleifur Guttormsson formaður utanríkismálanefndar. Ekki hefur enn verið ákveðið hver verður formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, en Steingrím- ur Sigfússon, sem gegndi því em- bætti, er nú landbúnaðar- og sam- gönguráðherra. Guðrúnu Helga- dóttur stendur formannsstaðan tii boða en óvíst er hvort hún gefur kost á sér. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins sagði við Morgunblaðið að gengið yrði frá þessu máli í næstu viku eftir að Alþingi kemur saman. Sinfóní uhlj óms veitin firumflytur íslenskt verk FYRSTU áskriftartónleikar Sinfóníuh^jómsveitar íslands voru í gærkvöldi í Háskólabíói og var þar meðal annars frumflutt verkið För 88, eftir Leif Þórarínsson. Höfundinum og hljómsveitinni var vel fagnað að tónleikunum loknum eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hljóinsveitarstióri var Finn- inn Petri Sakari. Hækkun sláturkostnaðar á kindakj ötsbirgðum: Ofært að verðlauna þá sem ekkí selja kjötið - segir Steinþór Skúlason forsljóri Sláturfélags Suðurlands þr;., !yr:r ,„,»-±,»=„,„.1, Aftakaveður á S A-horninu STORMUR var á Austur- og Suðausturlandi í gærkvöldi og í nótt. Frá því snemma í gær var hvasst eystra og voru vegir frá Djúpavogi að Vík ófærir vegna foks. Ekki var vitað um óhöpp eða tjón þegar Morgunblaðið hafði samband við byggðir í Skafta- fellssýslum um klukkan 23 í gærkvöldi. Þá var rafmagns- laust víða í sveitum. STJÓRNENDUR Sláturfélags Suðurlands hafa farið fram á það við landbúnaðarráðherra að fá eðlilega hlutdeild í aukatekjum sláturleyfishafa vegna hækkun- ar sláturkostnaðar á gömlu kjöt- birgðunum. Sláturfélagið á litlar birgðir en tekjur af þessum auka slátur- og heUdsölukostnaðar renna til þeirra sláturleyfishafa sem ekki hafa lokið við að selja kjötið frá því í fyrra. Forstjóri Sláturfélagsins segir að það sé ófeert. Steinþór Skúlason forstjóri Slát- urfélagsins segir að með því að láta hækkun sláturkostnaðar í haust ná til gömlu birgðanna væri fimm- mannanefnd að viðurkenna tap- rekstur sláturhúsanna á síðasta verðlagsári og að slátur- og heild- sölukostnaður hafi ekki verið nógu hár í fyrrahaust. Hann sagði að sláturhúsin hefðu fengið 90,11 krónur fyrir kfióið í slátur- og heild- sölukostnað á árinu en þau hefðu þurft að fá 114,77 krónur til að endar næðu saman. Hann sagðist líta svo á að fimm- mannanefnd væri að viðurkenna þennan mun með ákvörðun sinni og því hlyti tekjunum af gömlu birgðunum að verða jafnað á milli sláturleyfishafanna í hlutfalli við slátrun þeirra síðastliðið haust. Það væri ófært að verðlauna þá sem sætu uppi með óselt lq'öt í lok sölu- tímabilsins. Hann sagði að á fundi þeirra með landbúnaðarráðherra hefði það komið fram að lagalegir hnútar virtust vera á því að jafna þessum tekjum á milli sláturleyfis- hafanna. Steinþór sagði að SS ætti um 80 tonn af kindakjöti í birgðum. Það væru frampartar og slög sem fyrirtækið sæti uppi með vegna þess að það var skikkað til að taka þátt f útflutningi læra og hryggja Búist við tillögrum banka um vaxtabreytuigar í dag Olíklegt talið að tillaga sé um raunvaxtalækkun ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra átti i gær formlegan fund með samstarfsnefnd Qármálaráðuneytis og viðskiptabankanna þar sem ræddir voru möguleikar á lækkun raunvaxta á spariskírtein- um ríkisins. Þá var einnig fimdur Seðlabanka með fulltrúum banka og sparisjóða um vaxtalækkun. Bankar og sparisjóðir munu væntan- lega I dag leggja fram tillögur sínar um vaxtalækkun 11. þessa mánaðar, en ólíklegt er talið að þeir leggi tíl raunvaxtalækkun svo nokkru nemi. Ólafur Ragnar Grímsson sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að á fundinum með fulltrúum innláns- stofnana hefði hann kynnt sér þeirra sjónarmið og einnig kynnt þeim þau sjónarmið sem ríkisstjóm- . in hefði varðandi þróun raunvaxta, þar á meðal á spariskírteinum ríkis- sjóðs. Þar væru meginatriðin að stefnt væri að því í áföngum að ná raunvaxtastiginu niður. Ólafur sagði að sér fyndist vera skilningur hjá forsvarsmönnum bankastofnana og annarra peninga- stofnana á að það þurfi að hrinda í framkvæmd víðtæku sameiginlegu átaki um að lækka raunvexti. Hann hefur undanfama daga átt viðræð- ur við ýmsa fulltrúa bankastofnana um þessi mál. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri sagði við Morgunblaðið, eftir fund fulltrúa Seðlabanka og banka og sparisjóða, að á fundinum hefði verið rætt áfram um vaxtabreyting- ar en ekki hefði verið. ætlunin að taka sameiginlega ákvörðun á fund- inum; bankamir myndu síðan koma með sínar tillögur um vaxtabreyt- ingar. Seðlabankinn hefur farið fram á að bankar og sparisjóðir lækki nafn- vexti um 5% og raunvexti um 0,75%. Innlánsstofnanir hafa tekið vel í nafnvaxtalækkun, enda sé verðbólga lækkandi, en annað mál sé með raunvaxtalækkun nema tryggt sé að allur peningamarkað- urinn fylgi með. Jóhannes Nordal sagði að ekki væri um það að ræða að gefa tryggingu fyrir slíku en lögð hefði verið áhersla á að vinna þyrfti að raunvaxtabreytingu yfir allan peningamarkaðinn. Hann sagði aðspurður að Seðlabankinn hefði ekki óskað eftir formlegum viðræðum við fulltrúa verðbréfa- markaða um þessi mál. Tillögur banka og sparisjóða um vaxtabreytingar munu væntanlega liggja fyrir í Seðlabankanum f dag. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins munu þeir bankar, sem lækkuðu vexti sína úr 9,5% í 9,0%, varla vera tilbúnir til að lækka sig frekar. Hins vegar sé hugsanlegt að þeir bankar sem eru með 9,25% vexti lækki sig í 9%. Endanlegur frestur til að tilkynna vaxtabreyt- ingar þann 11. október, rennur út á mánudagskvöld. í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar um efnahagsmál segir að leiði við- ræður Seðlabankans við lánastofn- anir ekki til samkomulags um vaxtaþróun, samþykki ríkistjómin beina íhlutun Seðlabankans um vaxtaákvarðanir innlánsstofnana til að viðunandi niðurstaða náist. að. SS fær yfir 1.300 þúsund í við- bótarsláturkostnað vegna þessara birgða en ef tekjunum yrði jafnað út miðað við slátmn síðastliðið haust ætti SS að fá yfir 6,5 milljón- ir. Þama er því um að ræða yfir 5 milljóna króna mun SS í óhag. Fulltrúar neytenda í fímm- mannanefnd, sem skipaðir era af viðskiptaráðherra, greiddu atkvæði á móti hækkun sláturkostnaðar á gömlu birgðimar en ákvörðunin var tekin með atkvæðum sláturleyfis- hafa og verðlagsstjóra. Brynjólfur I. Sigurðsson annar neytendafull- trúinn sagði í gær aðspurður um ástæður afstöðu þeirra: „í fyrra- haust var tekin ákvörðun um slátur- kostnað það haust og er því óeðli- legt að breyta þeirri ákvörðun nú þegar verið er að taka ákvörðun um sláturkostnað nýs tímabils. Ég sé enga ástæðu til að ákveða slíka afturvirkni. Menn geta svo endalaust deilt um afkomu sláturhúsanna og af hveiju hún sé eins og hún er. Þar höfum við fulltrúar neytenda bent á ýmis atriði sgn betur mættu fara, svo sem flölda húsanna og ýmsar reglur sem gilda um slátranina." Jafiitefli í biðskák BIÐSKÁK Zoltan Riblis og An- drei Sókólovs úr 8. umferð heimsbikarmótsins í skák lauk með jafiitefli í gær eftir 86 leiki. Ribli reyndi að vinna hróksenda- tafl með peði meira en tókst ekki. Ribli bættist þar með í hóp þeirra sem hafa U/2 vinning en fimm skákmenn eru efstir með 2 vinn- inga. Sókólov er með 1 vinning eins og fleiri skákmenn. 4. umferð verður tefld í Borgar- leikhúsinu í dag klukkan 17. Sjá skákskýringu á bls.19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.