Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988
Svavar Gestsson menntamálaráðherra á blaðamannafundi:
Miðstýring og óuppgerð
íjárliagsdæmi í ráðuneytinu
Fjárhagsstaðan þreng-ir að stefhumálunum
SVAVAR Gestsson, menntamála-
ráðherra, segir að aðkoman í
menntamálaráðuneytinu hafi
komið honum á óvart. Þar hafi
óuppgerð Qárhagsvandamál ver-
ið að finna i mörgum stofhunum
sem heyra undir ráðuneytið, og
hann hafi heldur ekki áður komið
í ráðuneyti, þar sem jafnmargar
ákvarðanir séu teknar af ráð-
herra sjálfum. Svavar segir
stefiiu sína vera i anda valddreif-
ingar og lýðræðis, hann stefiii að
því að færa ákvarðanir út úr ráðu-
neytunum. Hann kynnti aðgerðir
sínar á fyrstu dögunum í ráð-
herrastóli fyrir fréttamönnum i
gær. Þær eiga, að sögn Svavars,
meðal annars að koma verkefiium
ráðuneytisins í fastan farveg,
draga úr miðstýringu og efla
stofiianir, sem undir það heyra.
Meðal annars eru sumar ákvarð-
anir forvera hans afturkallaðar.
Það kom þó fram, að framkvæmd-
afé er af skornum skammti, til
að mynda til þess að rétta hag
námsmanna, sem var eitt af skil-
yrðurn Alþýðubandalags fyrir
stjóraarsetu í kosningabaráttunni
á síðasta ári.
„Aðkoman í ráðuneytinu kom mér
á óvart," sagði Svavar. „Það eru
óuppgerð íjárhagsleg vandamál í svo
að segja hverri einustu stofnun, sem
heyrir undir menntamálaráðuneytið,
sama hvað hún heitir. Ég get nefnt
nokkrar stofnanir sem byrja á
„Þjóð-“; Þjóðminjasafn, Þjóðarbók-
hlöðu og ákvarðanir um byggingu
hennar, Þjóðskjalasafn þar sem
hafði verið keypt eitt stykki Mjólkur-
stöð til þess að koma safninu fyrir
en ekki séð fyrir fjármunum tii að
ijúka framkvæmdum; Þjóðleikhús,
þar sem menn ræða í alvöru um að
loka húsinu vegna þess hvað það
þarf á miklum endurbótum og við-
haldi að halda. Ég bendi á aðbúnað
framhaldsskólanna hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Og ég bendi á það
að ríkissjóður er rekinn með veruleg-
um halla og litlir eða engir peningar
til þess að koma til móts við öli þau
ósköp sem gera þarf á þessu sviði.
Hvað gera menn þá? Maður reynir
auðvitað að koma hlutunum inn í
vinnufarveg, þannig að það sé ljóst
hvenær hiutimir verða gerðir, en
láta ekki málin hanga í lausu lofti
eins og jólaskraut um allt ráðu-
neyti."
Kennarar kallaðir til
ráðuneytis við
námsskrárgerð
Svavar sagðist í fyrsta lagi hafa
ákveðið að breyta vinnubrögðum við
gerð nýrrar aðalnámsskrár grunn-
skóla, sem hann sagði grundvallarp-
lagg fyrír alla kennslu á komandi
árum og skipti miklu að hún yrði
vönduð í alla staði. Fyrrverandi
menntamálaráðherra hefði fyrr á
þessu ári ákveðið að gefa út drög
að námsskránni til kynningar.
Skammur tími hefði hins vegar gef-
ist fyrir kennara og samtök þeirra
til þess að fjalla um ritið, og hefði
Bandalag kennarafélaga fundið að
því í samþykkt, sem ráðuneytinu
hefði verið send.
Ráðuneytið hefur því ákveðið að
breyta vinnubrögðum við náms-
skrárgerðina með þeim hætti að
námsstjórar og kennarar hafí þar
meira að segja. „Við stefnum að því
að gefa út nýja aðalnámskrá fyrir
grunnskólann í mars eða apríl í vor,
þannig að hægt verði að byggja allt
skólastarf þar á námsárinu 1989-
1990 á hinni nýju aðalnámsskrá,"
sagði Svavar. Hann skýrði einnig frá
því að hann hefði boðað alla stjómar-
menn í öllum kennarasamtökum á
sinn fund um miðjan mánuðinn, þar
sem farið yrði yfír málefni sem
snertu námsskrána og önnur sam-
skiptamál ráðuneytis og kennara.
Nefiid um æskulýðsmál
leyst firá störfiun
í öðru lagi greindi ráðherra frá
stefnu ráðuneytisins í íþrótta- og
æskulýðsmálum. Fráfarandi
menntamálaráðherra hefði skipað
nefnd til þess að fjalla um þessi mál
og marka þeim stefnu til aldamóta.
Svavar sagðist nú hafa leyst þessa
nefnd frá störfum og skipað nýja í
staðinn, sem hafí svipuð verkefni.
Munurinn væri sá, að nú væri óskað
eftir tilnefningum frá íþróttasam-
bandinu og Æskulýðssambandinu,
auk Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, um fulltrúa í nefndina. Auk
þeirra munu sitja þar fulltrúar
menntamálaráðuneytisins. í nefnd-
inni, sem ráðherra leysti frá störfum,
hafði Birgir skipað Geir H. Haarde
alþingismann, Svein Jónsson endur-
skoðanda, Guðmund Þ. B. Ólafsson
íþrótta- og menningarfulltrúa,
Agúst Þorsteinsson forstjóra og Lov-
ísu Sigurðardóttur.
Nýju nefndinni er ætlað að gera
tillögur um skipan æskulýðsmála af
hálfu hins opinbera og meðal annars
kannað hvort grundvöllur sé fyrir
því að leggja niður æskulýðsráð og
fela samtökum ungs fólks hlutverk
þess. Æskulýðsráð lagði sjálft fram
tillögur í þessa átt í sumar.
Tilmæli Birgis um skóla-
nefiidir afturkölluð
Svavar sagði að Birgir ísleifur
Gunnarsson, forveri sinn, hefði skip-
að formenn skólaneftida flestra
framhaldsskólanna. Hann teldi þetta
óeðlileg vinnubrögð og hefði því aft-
urkallað tilmæli Birgis um að borg-
aryfírvöld í Reykjavík skipi hina
§óra fulltrúa, sem ásamt formanni
skipa skólanefndir framhaldsskóla í
borginni. „í framhaidsskólalögum
er kveðið á um að til þess að skipa
í svona skólanefndir þurfi áður að
hafa verið gefnar út reglugerðir um
málið," sagði Svavar. „Eg tel hæpið
að ganga frá þessu máli öðruvísi en
að reglugerðin hafí verið gefín út.
Hún er ekki til, það er verið að vinna
að henni og ákvörðun um skipun
annarra fulltrúa í þessar nefndir
verður tekin þegar reglugerðin kem-
ur út.“
Svavar sagði að skipan forvera
síns á formönnum skólanefndanna
stæði að sjálfsögðu. „Það getur hins
vegar komið til greina að aðrir en
borgarstjórn Reykjavíkur eða borg-
arráð skipi eitthvað af þessum §ór-
um mönnun, til dæmis nemendur eða
kennarar viðkomandi skóla," sagði
Svavar.
Frá miðstýringu til
valddreifíngar
„Ég vil leggja á það áherslu í
þessu sambandi að stefna mín sem
menntamálaráðherra er að færa sem
mest af ákvörðunum út til fólksins,
út í fræðsluumdæmin, út til fræðslu-
stjóranna, út úr menntamálaráðu-
neytinu," sagði ráðherra. „Þessi til-
hneiging til miðstýringar, sem mér
hefur fundist vera rílgandi hjá
menntamálaráðuneytinu á undanf-
ömum árum, ekki bara í skólamálum
heldur einnig á öðrum sviðum, er
óæskileg. Ég mun reyna að leggja
þar inn á aðrar brautir."
Ráðherra sagði að þótt hann hefði
áður ráðið þremur ráðuneytum, hefði
hann aldrei kynnst ráðuneyti þar
sem jafnmikið af ákvörðunum um
einstök mál lentu á borði ráðherra.
„Ég tel að það sé nauðsynlegt að
ganga þannig frá grunnskólalögum,
framhaldsskólalögum og háskóla-
lögum að þær stofnanir, sem um
ræðir, hafí sem allra mest faglegt
sjálfstæði. Ég er andvígur því fyrir-
komulagi að ráðherrar séu að blanda
sér í einstök málefni sem þessar
stofnanir eiga að fjalla um,“ sagði
hann. Hann bætti því við að þótt
hann vildi ekki ræða einstök mál,
teldi hann að breyta ætti lögum og
reglugerðum þannig að „lektorsmál"
gætu ekki komið upp aftur, heldur
yrði Háskólinn sjálfstæð stofnun í
anda valddreifingar og lýðræðis.
Lítið svigrúm til
niðurskurðar
Er ráðherra var spurður hvort
skorið yrði niður í menntamálaráðu-
neytinu til þess að koma fjárlaga-
gatinu saman, sagði hann að lítið
svigrúm væri til þess, þar sem út-
gjöld ráðuneytisins væru meira og
minna bundin fram í ágúst á næsta
ári. Hann sagði að fjárlagagatinu
yrði ekki lokað nema veruleg ný
tekjuöflun kæmi til. Svavar var einn-
ig spurður að því, hvort stefnu Al-
þýðubandalagsins í lánamálum
námsmanna yrði framfylgt nú er
hann er sestur í ráðherrastól. Fyrir
síðustu kosningar gagnrýndi Svavar
„ftystinguna" á vísitöluhækkun
námslána árið 1986, sem hafði í för
með sér 15-20% skerðingu á lánum
námsmanna innanlands samkvæmt
því er sagði í þingsályktunartillögu
um málið frá Svavari og fleiri þing-
mönnum Alþýðubandalags á síðasta
ári. Þar kröfðust þeir aukafjárveit-
inga eða Iántöku til leiðréttingar
mismunarins, sem var um 360 millj-
ónir króna samkvæmt blaðaummæl-
um Svavars frá þeim tíma. Þá var
Svavar minntur á að fyrir seinustu
kosningar sagði hann að það væri
skilyrði fyrir stjómarsetu Alþýðu-
bandalags að ákvæði um leiðréttingu
framfærsiukostnaðar námsmanna
yrði í stjómarsáttmála. Slíkt ákvæði
er ekki að fínna í stjómarsáttmála
núverandi ríkisstjómar.
Stefiian í námslánamálum
söm, en féð skortir
Svavar sagði á blaðamannafund-
inum að engu að síður væri það
stefna Alþýðubandalagsins að tekju-
tapið vegna frystingarinnar yrði
bætt námsmönnum. „Stefna okkar
birtist í því að við viljum standa við
lögin um Lánasjóð íslenskra náms-
manna frá 1982,“ sagði Svavar.
„Getan takmarkast hins vegar af
því hvemig peningastaðan er hjá
ríkissjóði." Svavar sagðist ekki hafa
farið ofan í þessi mál, en hann myndi
hins vegar beita sér fyrir því að fá
botn í þau.
EflingRÚV
Svavar vék að eflingu Ríkisút-
varpsins. Hann sagði að ríkisstjómin
tæki nú við Ríkisútvarpi, sem skul-
daði ríkissjóði 300-400 milljónir
króna og halli á rekstri þess á þessu
ári væri fyrirsjáanlegur 50-100 millj-
ónir. „Þess vegna hef ég ákveðið að
skipa vinnuhóp til þess að Qalla sér-
staklega um eflingu ríkisútvarpsins.
Það verður lögð á það áhersla að
þessi vinnuhópur skili af sér hið
fyrsta þannig að hægt verði að taka
mið af störfum hans við afgreiðslu
flárlaga árið 1989. RÚV og þeir sem
þar starfa viti þannig í upphafi árs
að hveiju þeir ganga, en þurfí ekki
áfram að velkjast í vafa um rekstrar-
grundvöll stofnunarinnar alit næsta
ár.“ Svavar sagði að það yrði til-
kynnt á næstu dögum hveijir skip-
Morgunblaðið/Bjami
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra kynnir fyrstu verk sín
í ráðherrastóli fyrir fréttamönn-
um í Gömlu Rúgbrauðsgerðinni.
uðu hópinn og hver verkeftii hans
yrðu nákvæmlega.
Ráðherra sagðist telja að endur-
skoða þyrfti nýju útvarpslögin. „Ef
Ríkisútvarpið á að geta staðið sig
sæmilega og sinnt skyldum sínum
við þjóðina þarf það að hafa miklu
sjálfstæðari stöðu," sagði hann.
Hann bætti því við að við endurskoð-
un útvarpslaga yrði að gera strang-
ari kröftir til meðferðar íslensks
máls heldur en gert hefði verið, text-
un eftiis og fleira.
Þrír listaháskólar í einrt
Svavar greindi loks frá því, að
frumvörp, sem lengi hefðu verið til-
búin f ráðuneytinu, um tónlistar-
háskóla, myndlistarháskóla og leik-
listarháskóla, yrðu nú unnin saman
með það fyrir augum að stoftia
Listaháskóla íslands, þar sem þessar
greinar yrðu meginstoðimar í upp-
hafí. Þrír fyrrum menntamálaráð-
herrar hafa verið skipaðir í vinnuhóp
til þess að vinna að þessu máli, þeir
Ingvar Gíslason, Gylfi Þ. Gíslason
og Ragnar Amalds, sem stýra mun
störfum hópsins.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
FRIÐRIK INDRIÐASON
Togararsmíðin fyrir Marokkó:
Blessun eða bölvun?
SAMNINGUR sá er Stálvík hef-
ur nú undir höndum um smíði
10 skuttogara fyrir tvo aðila í
Marokkó hefur vakið vonir um
að skipasmíðaiðnaður íslend-
inga geti rifið sig upp úr þeirri
lægð sem hann hefur verið í.
Hinsvegar er það spurning
hvort samningur þessi verði
iðnaðinum til framdráttar þeg-
ar málið er skoðað niður í kjöl-
inn. Ljóst er að ríkissjóður
verður að leggja fram töluverð-
ar Qárhæðir til að af smiði tog-
aranna geti orðið hérlendis.
Stálvíkurmenn segja að þessi
fjárhæð sé samtals 270 milfjón-
ir króna en heimildir Morgun-
blaðsins innan sljórnkerfisins
telja að nærri lagi sé að tala
um 350-400 miHjónir. Stálvík
hefur einnig farið fram á ríkis-
ábyrgð á 500 miRjón króna er-
lendu láni. Á móti kemur að
170 manns er tryggð atvinna
næstu þijú árin i tíu skip-
asmíðastöðvum og nýsmíðin
getur orðið stökkpallur fyrir
iðnaðinn að mun viðameiri
verkefnum fyrir þennan mark-
að í Mið-Austurlöndum.
Höfuðspumingin í þessu dæmi
snýst um greiðslugetu Marok-
kómanna, það er hvort kaupendur
togaranna geti staðið undir þeim
2,3 milljörðum króna sem samn-
ingurinn hljóðar upp á. Aðalkaup-
andinn er nýstofhuð útgerð sem
ber heitið Moroccoan Danish Ma-
ritime Amament. Hún mun að
mestu í eigu dansks manns sem
búið hefiir í Marokkó undanfarin
15 ár en hefur nýlega fengið ríkis-
borgararétt þar. Með í kaupunum
er fískvinnslustöð í landinu en
hlutur hennar mun ekki mikill.
Samkvæmt upplýsingum frá
Stálvík er hluti samningsupphæð-
arinnar tryggður með ríkisábyrgð
stjómar Marokkó. Spumingin er
hinsvegar hvort sú ábyrgð sé virði
pappírsins sem hún er skrifuð á.
Marokkó nýtur mjög lítils trausts
á alþjóðlegum lánamarkaði. f
Institutional Investor, þar sem
löndum er raðað upp eftir lánst-
rausti, er Marokkó í 73. sæti af
112 þjóðum. Landið er sem sagt
ekki hátt skrifað sem lántakandi
og er sú staðreynd skiljanleg í ljósi
þess að erlendar skuldir hins opin-
bera þar og skuldir með ríkis-
ábyrgð nema nú töluvert yfir
100% af landsframleiðslu. Alls
nema skuldimar um 15 milljörð-
um dollara og vegna þessa slæma
ástands hafa stjómvöld verið að
endursemja við lánadrottna sína
um afborganir af lánum. Þetta
ástand er ekkert einsdæmi í þess-
um heimshluta, það er Afríku.
Ljóst er að fjölmörg ríki álfunnar
eiga í gífurlegum vandræðum
vegna skuldasöfnunar.
Úttekt Barclays
í úttekt sem Barclays bankinn
í Bretland gerði á efnahagslífi
Marokkó í desember í fyrra er
fátt jákvætt að finna. I úttektinni
segir að efnahagur landsins hafí
verið undir gífurlegum þiýstingi
undanfarin ár. Stjómvöld hafi
reitt sig um of á tekjur af út-
flutningi á fósfór sem er aðal-
tekjulind landsins. Það hafi leitt
til þess að útflutningsframleiðslan
hefiir staðnað síðan 1980. Á sama
tímabili hafi innflutningur aukist
að mun einkum vegna hækkunar
olíuveiðs framan af áratugnum
og þörf fyrir stóraukinn innflútn-