Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 47 KORFUKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Meistaramir töpuðu sínum fyrsta leik Úthald Keflvíkinga réði úrslitum í lokin ISLANDSMEISTARAR Hauka hófu titilvörn sína í úrvalsdeild- inni með því að tapa fyrir Keflvíkingum í fjörugum og skemmtilegum leik í Hafnar- firði í gœrkvöldi. Haukar voru sterkari allt fram í miðjan seinni hálfleik, en með ótrú- legri baráttu tókst Kefivíking- um að komast yfir á lokamínút- unum og sigra. Íslandsmeistaramir frá því í fyrra byijuðu af miklum krafti og náðu tíu stiga forskoti eftir aðeins þijár mínútur og héldu því út hálfleikinn. Það var fyrst og fremst stórleikur Ingimars Jónssonar sem skóp öðru frem- ur þetta forskot. Hann tók mörg fráköst og var sá sem hafði valdið undir körfunni bæði í sókn og vöm. ValurB. Jónatansson skrífar Sterk vöm Haukar héldu 10 stiga forskoti fyrstu sjö mínútumar í seinni hálf- leik, en þá var komið að Keflvíking- um. Þeir jöfnuðu í fyrsta sinn í leiknum, 62:62, þegar 10 mínútur vom til leiksloka. A þessum kafla léku Keflvíkingar mjög sterka vöm og áttu leikmenn Hauka erfitt með að koma sér í skotstöðu og kom það tvívegis fyrir að þeir náðu ekki að skjóta áður en skottíminn rann út. Falur Harðarson Keflvíkingur var borinn af leikvelli meiddur eftir samstuð við Tryggva Jónsson þegar þijár mínútur vom eftir og staðan Haukar-IBK 78 : 82 (51:41) íþróttahúsið í Hafnarfirði, íslandsmðtið í körfúknattleik, B-riðill, fimmtudaginn 6. október 1988. Gangur leiksins: 2:2, 11:2, 18:8, 28:18, 30:21, 30:29, 32:31, 38:38, 49:37, 51:41, 53:48, 60:50, 62:52, 62:62, 64:62, 64:66, 66:73, 73:76, 75:76, 76:80, 78:82. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 21, Reynir Kristjánsson 20, Henning Henningsson 11, fvar Ásgrimsson 10, Jón Amar Ingvarsson 8, Ingimar Jóns- son 4, Tryggvi Jónsson 2 og Ólafur Rafnsson 2. Stíg ÍBK: Guðjón Skúlason 29, Sigurð- ur Ingimundarson 20, Jón Kr. Gfslason 13, Magnús Guðfinnsson 8, Albert Óskarsson 7, Axel Nikulásson 5. Áhorfendur: 210. Dómarar: Kristinn Albertsson og Bergur Steingrfmsson - voru frekar mistœkir f byijun en náðu sfðan góðum tökum á leiknum. 76:73 fyrir ÍBK. Leikmenn ÍBK gáfu ekkert eftir og spiluðu skyn- samlega lokakaflan og sigmðu ör- ugglega. Lofargóðu Leikurinn var hraður og bráð- skemmtilegur á að horfa. Hann lo- far góðu um framhaldið og er greinilegt að liðin koma vel undirbú- in til leiks. Það er þó ekki ólíklegt að úthald Keflvíkinga hafi verið í við meira og riðið baggamuninn í lokin. Bestu leikmenn Hauka vom Reynir Kristjánsson og Ingimar Jónsson, sérstaklega í fyrri hálfleik. Pálmar hitti illa í síðari hálfleik eftir góða byijun. Eins vakti frammistaða HANDKNATTLEIKUR / 2. DEILD Ármann sigraði IMjarðvflc í Ljónagryfjunni ÁRMENNINGAR sigruðu Njarðvíkinga naumlega, 26: 25 í Ljónagryfjunni f Njarðvfk f gserkvöldi. Leikurinn var ákaflega sveif lukenndur svo ekki sé meira sagt, Ármenn- ingar náðu 9 marka forystu f fyrri hálfleik, en mistu hana niður og Njarðvíkingum tókst að jafna metin. Mikill darrað- ardans var stiginn sfðustu mfnúturnar og þar stóðu Ár- menningar uppi sem sígur- vegarar. Vamarleikur Njarðvíkinga var ekki sannfærandi í fyrri hálf- leik og það nýttu Ármenningar sér og í hálfleik höfðu þeir yfir Bjöm Blöndal skrífar frá Keflavik 17:12. Heima- menn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og þeim tókst að jafna metin og komast yfir, en þeim brastyfirvegunin á lokamín- útunum og það nýttu Armenning- ar sér. Mörk UMFN: Eggert ísdal 8, Arinbjöm Þórhallsson 7, Guðbjöm Jóhannesson 3, Snorri Jóhannes- son 2, Magnús Teitsson 2, Guðjón Hilmarsson 1, Siguijón Guð- mundsson 1. Mörk Ármanns: Haukur Hallsson 11, Hannes Leifsson 7, Haukur Ólafsson 2, Friðrik Jósa- fatsson 2, Einar Eiríksson 1, Elías Þór Sveinsson 1, Björgvin Barðdal 1, Agnar Róbertsson 1. Jóns Amars Ingvarssonar athygli. Efnilegur leikmaður þar á ferðinni. Guðjón yflrburðamaður Hjá ÍBK var Guðjón Skúlason yfirburðamaður. Hann var mjög skotviss og útsjónarsamur og náði oft að stela boltanum. Sigurður Ingimundarson var einnig dijúgur undir körfunni. Jón Kr. náði sér vel á strik í seinni hálfleik eftir frekar daufan fyrri hálfleik. „Ég er mjög stoltur af strákun- um. Þetta var hraður og erfíður leikur og mjög gott að geta unnið upp forskot Hauka í lokin. Haukar era með sterka einstaklinga sem gefast aldrei upp. Þeir hafa einnig góðan þjálfara, Einar Bollason. Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og gefur strákunum aukið sjálfstraust. Ég hlakka til að mæta Haukum aftur," sagði Lee Nober, bandaríski þjálfarinn hjá ÍBK. mm Guðjón Skúlason, ÍBK. m Ingimar Jónsson og Reynir Kristjánsson, Haukum. Sig- urður Ingimundarson og Jón Kr. Gíslason, ÍBK. Morgunblaöiö/Einar Falur Gudjón hafdi betur Guðjón Skúlason, ÍBK, var yfirburðamaður í leik Hauka og ÍBK í gærkvöldi. Hér skorar hann tvö af 29 stigum sínum í leiknum. Til vamar era ívar Ás- grímsson og Jón Amar Ingvarsson. Álakalrtill sigur fy&BR Grindvíkinga GRINDVÍKINGAR þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigri á Stúd- entum í A-riðii Islandsmótsins í körfuknattleik í gærkvöldi. Lokatölur urðu 93:48 og segir sá munur meira en mörg orð. Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi ekki sýnt neinn stórleik var þetta leikur kattarins að mú- sinni. Jafnt var á með liðunum fá- einar fyrstu mínút- umar en síðan skildu leiðir. Stúd- entar höfðu ekki nægilegt vald á því sem þeir vora að reyna að gera, samvinnan var ekki nægileg og þegar leið á kom í ljós að úthaldið Skapti Hallgrímsson skrífar Jft Guðmundur Bragason og Ást- þór Ingason, Grindavík. var heldur ekki mikið. Grindvíking- ar léku „nógu“ vel að þessu sinni, gerðu þó talsvert af mistökum en það kom ekki að sök. Þeir fóra átak- alítið í gegnum leikinn, höfðu sigur- inn f hendi sér allan tfmann. IS - Grindavík 48 : 93 fslandsmótið I körfuknattleik, A-riðill, iþröttahús Kennaraháskólans, fimmtu- daginn 6. október 1988. Gangur leiksins: 4:8, 10:21, 14:29, 17:40, 19:44, 23:53, 28:64, 30:70, 39:81, 48:93. Stíg Grindavíkur: Guðmundur Braga- son 31, Rúnar Ámason 16, Ástþór Ingason 14, Steinþór Helgason 12, Ólafur Jóhannesson 10, Eyjólfur Guð- laugsson 6, Hjálmar Hallgrímsson 2, Jón Páll Haraldsson 2. Stíg ÍS: Ágúst Jóhannesson 11, Valdi- mar Guðlaugsson 9, Hafþór Óskarsson 7, Kristján Oddsson 7, Páll Amar 6, Þorsteinn Guðnason 4, Auðunn Elísson 2, Heimir Jónasson 2. Áhorfendur: Um 50. Dómarar: Jón Otti Jónsson og Jón Bender, og stóðu þeir sig vel. FOLK ■ HOWARD Wilkinson, stjóri Sigurðar Jónssonar og félaga hjá Sheffield Wednesday, er talinn líklegastur eftirmaður Billy Bremners sem FráBob stjóri Leeds Un- Hennessy ited. Bremner var iEnglandi rekinn f síðustu viku vegna slælegs ár- angurs liðsins. Wilkinson er búinn að vera í nokkur ár hjá Wednes- day, hefur gert góða hluti, en stjómarmenn í félaginu hafa sagt að þeir standi ekki í vegi fyrir því að hann geti farið til Leeds. ■ PAUL Milier, vamarmaður hjá Charlton, hefur verið seldur til Watford á 85.000 pund. Hann var á áram áður hjá Tottenham. Miller var settur á sölulistann eftir að hafa hrækt á einn mótheija sinn í leik með Charlton fyrir skömmu. ■ MARK Lawrenson, stjóri Oxford, setti þijá leikmenn á sölu- listann í gæn markvörðinn Peter Hucker, sem lék hér á Laugardals- velli með QPR gegn KR um árið, Gary Shelton og Dave Leewort- hy. 4 Ford Bronco - 30 Fiat Uno Dregið 7. októker. Heildarverömœti vinninga 16,5 milljón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.