Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988
45
er orðið vel þekkt. Undanfarin ár
hefur liðið verið byggt upp á nær
sömu sjö til átta leikmönnunum.
Allir þjálfarar sterkustu landsliða
heims þekkja nú allar hreyfingar
íslenska landsliðsins, enda hefur lið-
ið verið byggt upp á fáum leikmönn-
um og svipuðu leikkerfí. Þjálfararn-
ir hafa lesið leik íslenska landsliðs-
ins jafn oft og börn lesa um Litlu
gulu hænuna.
Eins og kemur fram hér að fram-
an sagði Ivanescu að það vantaði
meiri Qölbreytni í sóknarleik Ís-
lands. Þetta sagði hann tveimur
mánuðum fyrir ÓL. Eftir fyrstu leiki
liðsins á ÓL var hann undrandi yfír
því að leikmenn eins og Páll Ólafs-
son, Sigurður Sveinsson og Atli
Hilmarsson væru lítið notaðir, en
Páll Ólafsson var sagður besti al-
hliða spilarinn í V-Þýskalandi sl.
keppnistímabil. Hann og Atli Hilm-
arsson eru bestu gegnumbrotsmenn
íslenska landsliðsins og því bestu
leikmennimir til að leika frjálst
gegn flötum vömum. Ivanescu
sagði jafnframt að íslenska liðið
væri óþekkjanlegt frá því fyrr um
sumarið.
Árangurinn á Ólympíuleikunum
hefur sýnt okkur, að geysileg pressa
var sett á örfá leikmenn íslenska
landsliðsins og þeir þoldu ekki þá
pressu. íslenska landsliðið náði ekki
saman sem liðsheild þrátt fyrir
geysilegan undirbúning - lokaund-
irbúningurinn stóð yfir í samfleytt
þijá mánuði, án hvíldar. Leikmenn
náðu ekki að sýna sitt besta - létt-
leikann vantaði.
Eni menn virkilega ánægðir?
Nú þegar landsliðið er komið
heim og viðtöl hafa verið við forr-
áðamenn HSÍ í fjölmiðlum, er ekki
annað að heyra að þeir séu sátti.
við áttunda sætið. Telja það vera
mikinn sigur fyrir ísland að vera í
áttunda sæti af þeim 128 þjóðum
sem æfa handknattleik.
Ef stjómarmenn HSÍ eru ánægð-
ir með áttunda sætið, eftir hina
miklu vinnu sem landsliðsmenn ís-
lands þurftu að ganga í gegn um,
eru þessir menn komnir á villigöt-
ur. Anders-Dahl Nielsen, landsliðs-
þjálfari Dana, benti á hlut sem
ætti að vekja menn upp til um-
hugsunar. Hann sagði að íslenska
landsliðið hefði ekki þurft að leggja
svo hart að sér til að ná áttunda
sætinu. Það hefði mátt spara mikla
peninga og vinnu til að ná því sæti.
„Ég þekki íslenska handknattleiks-
menn. Þeir hefðu náð þessu sæti
og gott betur - með því að æfa
aðeins þijú kvöld í viku og hafa
gaman að því sem þeir vom að
gera. Þeir þurftu ekki æfa tvisvar
á dag í þijá mánuði til að leggja
Alsír og Bandaríkin að velli. Þeir
hefðu gert það létt með því að aefa
minna og þeir hefðu þá jafnvel gert
betur í leikjum sem. á eftir komu.
Það hefði engin pressa verið á þeim
- hvorki frá forráðamönnum HSÍ
né íslensku þjóðinni," sagði And-
ers-Dahl, sem vildi meina að
íslensku leikmennimir hefðu verið
of mikið í auglýsingaglugganum og
það hefðu þeir ekki þolað.
Þegar maður hugsar um þessi
orð Anders-Dahl, þá getum við ekki
yerið ánægðir með áttunda sætið.
íslenska landsliðið var í sjöttá sæti
á Ólympiuleikunum í Los Angeles
og í sjötta sæti í HM í Sviss. Síðan
þá hefur landsliðið leikið marga
landsleiki og undirbúið sig af mikl-
um krafti.
Kaflaskiptl hjá
landsliði íslands
Nú þegar ljóst er að ísland leikur
í B-keppninni í Frakklandi eftir
fímm mánuði, þá eru kaflaskipti
hjá íslensku landsliði. Leikmennim-
ir vilja ekki leggja árar í bát, held-
ur rétta skútuna við og taka stefn-
una á heimsmeistarakeppnina í
Tékkóslóvakíu 1990. Landsliðs-
nefnd íslands hefur rætt við Bogdan
og óskað eftir því að hann verði
áfram skipstjóri á skútunni. Menn
velta því fyrir sér hvort það sé rétt.
Margir eru á þeirri skoðun að það
sé stuttur tími til stefnu og að Bogd-
an eigi að fá að klára dæmið með
landsliðið. Þessir menn segja að
enginn þjálfari sé tilbúinn að taka
við liðinu, enda mun það ekki hafa
nema rúman mánuð til að undirbúa
sig fyrir átökin, þar sem 1. deildar-
keppnin er að fara á fulla ferð.
Þeir sem þekkja Bogdan vita að
hann hefur verið harðstjórinn um
borð, og ekki hikað við að kjöldraga
marga leikmenn og hefur afínunstr-
að aðra. Ef Bogdan verður áfram,
þá verður „Útgerðarfélagið" að
kalla hann í land og óska eftir því
að hann breyti hugarfari sínu.
Hætti að hnoða menn undir og kjöl-
draga þá. Sjómenn em ekki tilbún-
ir að láta kjöldraga sig í hverri ferð,
þó að nokkrir hafí látið bjóða sér
upp á það og eru hættir að kippa
sér upp við að fá ekki að vera á
vakt í brúnni. Margir leikmenn em
ekki tilbúnir í aðra ferð með Bogd-
an. Þá er spurningin hvort að Bogd-
an geti kallað á þá leikmenn sem
hann hefur gefíð von, en síðan af-
munstrað rétt fyrir brottför. Ég hef
oft haft það á tilfinningunni að
Bogdan vinni eftir máltækinu:
„Þangað leitar klárinn sem hann
er kvaldastur.“
Boltinn er hjá HSÍ
Landsliðsnefndarmenn HSÍ hafa
gefíð út þá yfírlýsingu að flestir
þeir leikmenn landsliðsins sem léku
í Seoul, hafí óskað eftir því að Bogd-
an verði áfram og í beinu fram-
haldi af því hófu nefndarmenn við-
ræður við Bogdan. Boltinn er nú
hjá stjóm HSÍ. Stjómarmenn þurfa
að velta boltanum og leita skýringa
á því hvað fór úr böndunum í undir-
búningi landsliðsins fyrir ÓL í Seo-
ul. Það er ekki hægt að skella skuld-
inni eingöngu á einn mann. Margt
annað spilaði inn í undirbúninginn
og oft á tíðum fengu Bogdan og
leikmenn hans ekki þann vinnufrið
sem þeir óskuðu. Stjórn HSÍ þarf
að kalla leikmenn saman og fá þá
til að tjá sig. Það verður ekki fyrr
en öll kurl em komin til grafar, að
hægt verður að taka ákvörðun um
ráðningu landsliðsþjálfara. Þjálfara
sem er tilbúinn að leggja af stað
til Frakklands með sextán manna
landsliðshóp, sem myndar sterka
liðsheild. Allt leikmenn sem hann
treystir fullkomlega á í baráttunni.
V
KFUM
V
Krakkar í miðbæ Reykjavíkur
og nágrenni
KFUM- og KFUK-fundir fyrir börn á aldrinum 6-8 ára hefjast á
Amtmannsstíg 2b laugardaginn 8. október kl. 11.
Verið velkomin.
KFUMog KFUK.
Þarsemfagmennimir
versla byko
erþéróhætt
KOPAVOGI
simlMOOO
HAFNARFiRÐI
sfmar 54411 og 52870
GALV.
V'- 4"
SVÖRT
2h"