Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988
Verða Moskvuréttar-
höldin endurtekin?
Að þessu sinni yfír sjálfíim Jósef Stalín?
Sjónvarp í vasann
Reuter
Nýlega hófet I Tókíó árleg sýning á nýjustu hægt er að koma fyrir í rúmgóðum vasa. Búist
tækniundrum rafeindatækninnar í Japan. Á er við 400 þúsund gestum á sýninguna er varir
myndinni sjást dvergsmá sjónvarpstæki sem í sex daga.
Ríkisstjórn Chile játar ósigur Pinochets í kosningum:
Mikil óvissa er um fram-
haldið í stjómmálunum
Stjórnarandstaðan vill semja við her-
foringjaráðið um kosningar og
slj órnar skrárbr eytingar
Reuter
Rúmar sjö miHjónir manna greiddu atkvæði í kosningum í Chile á
miðvikudag. Hér sjást kjósendur í Santiago standa í röðum reiðubún-
ir að tjá vilja sinn í fyrstu fijálsu kosningunum í 18 ár.
Moskvu. Reuter.
KUNNIR menntamenn í Sov-
étríkjunum hafa á pijónunum
að halda opinber réttarhöld yfir
Jósef heitnum Stalín og eiga
þau að fara fram í bygging-
unni, sem notuð var fyrir sýnd-
arréttarhöldin á flórða ára-
tugnum.
Arkadíj Vaksberg, sem kunnur
er fyrir skrif sín um lagaleg mál-
efni og einarður stuðningsmaður
umbótastefnunnar, sagði í viðtali
við fréttamann Reuters, að við
réttarhöldin fengju ákærendur
Stalíns og veijendur að flytja sitt
mál fyrir opnum tjöldum. „Um
málið verður fjallað eins og Stalín
stæði sjálfur frammi fyrir réttin-
um,“ sagði Vaksberg.
Vaksberg sagði, að hugmyndin
um réttarhöldin væri komin frá
Minningarsamtökunum, félags-
skap, sem ætlar að reisa minnis-
merki um fómarlömb Stalíns, en
meðal félaga í þeim má nefna frið-
arverðlaunahafann Andrei Sak-
harov, sagnfræðingana Roy
Medvedev og Júríj Afanasjev, rit-
höfundinn Anatólíj Rybakov, leik-
skáldið Míkhaíl Shatrov og ljóð-
skáldið Jevgeníj Jevtúsjenko.
Stefnt er að því, að réttarhöldin
fari fram í Súlnahöllinni, þar sem
Níkolaj Búkharín og aðrir kunnir
bolsévikar voru dæmdir árið 1938.
Ekki vildi Vaksberg segja neiit um
það hvort yfírvöldin leyfðu réttar-
höldin en bætti við: „Eg held, að
enginn muni koma í veg fyrir þau.“
Stjómarár Stalíns, frá 1924 til
1953, hafa verið mikið til umræðu
í Sovétríkjunum að undanfömu og
Míkhaíl Gorbatsjov, Ieiðtogi Sov-
étríkjanna, hefur sjálfur gert glæpi
hans að umtalsefni. Vikuritið
Moskvutíðindi skýrði frá því nú í
Mexíkó:
Bankarán
fór út
um þúfur
Mexíkóborg. Reuter.
TVEIR bankaræningjar i Mexíkó
héldu 70 manns í gíslingu þegar
bankarán þeirra fór út um þúf-
ur. Skömmu síðar gáfúst þeir
upp án þess að til skotbardaga
kæmi, að sögn lögreglunnar.
Bankaræningjamir, sem voru
vopnaðir skammbyssum, réðust til
inngöngu í Banco del Noroeste í
borginni Los Mochis árla miðviku-
dagsmorguns. Þeir héldu sjötíu
manns í gíslingu, þar á meðal
bankastarfsmönnum og viðskipta-
vinum, í um það bil klukkustund.
Að sögn Femando Garcia Felix,
yfírmanns öryggismála í fylkinu
Sinaloa, umkringdi lögreglan bank-
ann og tókst að fá bankaræningjana
til að sleppa gíslunum.
vikunni, að fundist hefði í skógi
skammt frá Mínsk í Hvíta-Rússl-
andi fjöldagröf 102.000 manna, lík
fólks, sem öryggislögreglan,
NKVD, myrti á ámnum 1937-41.
Er það haft eftir vitni, að fólkinu
hafí verið stillt upp, tveimur og
tveimur saman, og síðan skotið í
gegnum þunnvangann til að kúlan
dræpi tvo í einu. Var það gert til
að spara skotfærin. Annað vitni
sagði, að embættismenn hefðu
borgað fólki fyrir að kæra ná-
granna sína.
ERLENT
Santiago. Reuter.
RÍKISSTJÓRN Chile og herfor-
ingjaráðið, sem er yfir hana sett,
játuðu seint á miðvikudagskvöld
að Augusto Pinochet, forseti
landsins, hefði tapað í almennum
kosningum um það hvort fram-
lengja ætti valdatíma hans um
átta ár. Samkvæmt opinberum
tölum sögðu 54,7% kjósenda „nei“
en 43% Já“ við áframhaldandi
völdum Pinochets. í gær sagði
ríkisstjórnin af sér, að sögn til að
gefa Pinochet ráðrúm til að end-
urskipuleggja hana. Talsmenn
stjórnarandstöðunnar segja að
þeir muni þrýsta á stjómvöld að
flýta kosningu nýs forseta og nýs
þings en í verkahring þess yrði
m.a. að breyta stjómarskrá lands-
ins í lýðræðisátt. „Þjóðin hefur
gefið lýðræðisöflunum umboð til
að komast að samkomulagi við
herinn um leiðir til lýðræðis,“
sagði Patricio Aylwin, leiðtogi
stjóraarandstöðunnar.
„Atkvæðagreiðslan var til fyrir-
myndar, herinn tryggði réttmæti
hennar og þjóðin er hinn mikli sigur-
vegari," sagði Sergio Femandez inn-
anríkisráðherra, og leiðtogi ríkis-
stjómarjnnar, í sjónvarpsviðtali þeg-
ar hann játaði ósigur Pinochets.
„Ekki er á nokkum hátt réttlætan-
legt að stöðva þróun í landinu. í lýð-
ræðinu sem við vinnum að verður
rúm fyrir alla sem á það trúa,“ sagði
ráðherrann ennfremur. Yfírmaður
flughers Chile, Femando Matthei
hershöfðingi, varð fyrstur ráða-
manna til að viðurkenna ósigurinn.
Þegar fréttamenn spurðu hann um
úrslitin er hann var á leið á auka-
fund herforingjaráðsins svaraði
hann: „Það lítur út fyrir að „neiið"
hafi í raun unnið". Ekki er reiknað
með að kjörstjóm landsins birti end-
anleg úrslit kosninganna fyrr en eft-
ir nokkra daga.
í gær hafði Pinochet ekki tjáð sig
um úrslitin. Þegar kjörstöðum hafði
verið lokað á miðvikudagskvöld sagði
hann við fréttamenn að hann hefði
áhyggjur af ffegnum um að „grímu-
klæddir ribbaldar væru á ferli,“.
Samkvæmt stjómarskránni getur
Pinochet nú haldið forsetaembættinu
í 15 mánuði til viðbótar. Honum ber
að efna til frjálsra forsetakosninga
í síðasta lagi í desember á næsta ári
og láta af embætti þremur mánuðum
síðar. Samhliða forsetakosningunum
fara fram þingkosningar. Pinochet á
sæti bæði í efri deild þingsins og í
Þjóðaröryggisráðinu og herinn á eft-
ir að hafa mikil völd í gegnum það
hvemig sem þróunin verður.
Allt með kyrrum kjörum
Stjómarandstaðan hafði lýst yfir
sigri nokkrum klukkustundum áður
en stjómvöld játaði ósigur Pinochets.
Hvorirtveggja, stjómarandstæðingar
og menn Pinochets, töldu atkvæðin
og bar þeim ekki saman í fyrstu um
hvert stefndi. Stjómarandstaðan
sagðist hafa unnið með tæplega 60%
atkvæða og föðmuðust menn, sungu
þjóðsöng Chile og stigu dans í þeirra
herbúðum. I nokkrum fátæktar-
hverfum í höfuðborginni Santiago
fagnaði fólk á götum úti en að öðm
leyti var allt með kyrrum kjörum
samkvæmt tilmælum stjómarand-
stöðunnar. Lengi vel eftir að talning
hófst spáðu talsmenn stjómarinnar
sigri Pinochets en smám saman
mjókkaði bilið samkvæmt þeirra
tölum uns ósigurinn var játaður.
Pinochet sem treyst hafði á að
batnandi efnahagsástand færði sér
sigur í kosningunum, fékk mikla út-
reið í Santiago og öðrum borgum
landsins. Útkoma hans var einnig
verri en búist var við í smærri bæjum
og sveitahéruðum.
Óvissa um framhaldið
Óvissa ríkir um framhaldið í
stjómmálum Chile. Stjómarandstað-
an sem unnið hefur tímamótasigur
á fátt annað sameiginlegt en and-
stöðuna við einræði hersins. Þjóðin
verður því að bíða og sjá hvort stjóm-
arandstöðunni tekst að standa sam-
einuð um nýja stefnu. Flokkamir 16
í henni spanna allt pólitíska litrófíð
að kommúnistum undanskildum.
Stjómmálaskýrendur segja að um-
bótavilji Pinochets sé undir því kom-
inn hvort kommúnistar komast til
áhrifa á næstu mánuðum. í fimmtán
ár hefur einræði Pinochets hers-
höfðingja með andkommúnisma að
leiðarljósi kostað þúsundir vinstri-
sinna og talsmanna lýðréttinda frels-
ið eða lífið.
SJÁLFSTÆÐISMENN
Dregið eftir 1 dag.
Happdrætti Sjálfstæðisflokksins.