Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 11 ÞVERSNIÐ AF ÞJÓÐARSÖGU Békmenntir ErlendurJónsson Eiríkur Guðmundsson, Jón Arni Friðjónsson, Ólafur Asgeirsson: SJÁVARBYGGÐ UNDIR JÖKLI. Saga Fróðárhrepps. Fyrri hluti. 511 bls. Átthagafélag Fróð- hreppinga. 1988. Þetta er fímm hundruð síðna bók og þó aðeins fyrra bindi. Verði hið síðara jafnlangt má spyrja: Þúsund blaðsíðna saga eins hrepps, hvemig má slíkt verða? Sveitarhrepps ein- ungis — þvi fljótt er farið yfir sögu Ólafsvíkur sem verslunarstaðar; hún hefur verið skráð sérstaklega? Spumingunni er að nokkm leyti svarað í formála en þar segir meðal annars: »Höfundar hugðust rann- saka vandlega frá sjónarhóli félags- og hagsögu, byggð og mannlíf í Fróðársveit frá landnámi til vorra daga, gera nokkurs konar þversnið af sögu íslandfj með því að kanna samfélagshætti í afmörkuðu byggð- arlagi í 1100 ár en skírskota jafnan til þjóðarsögunnar um niðurstöður og samanburð.o Fram kemur að byggðimar undir Jökli bjuggu viö margvíslega sér- stöðu. Landnám hófst þar tiltölu- lega seint. Enda eru skilyrði til land- búnaðar víða betri. Fiskimið em hins vegar óvíða gjöfulli. Er fram liðu stundir urðu fískveiðamar líka meginstoð Fróðhreppinga. Fólki tók þá að fjölga. Hjáleigur sprattu upp í skjóli höfuðbóla. Og sjóbúðin varð aðsetur margra. Aðdráttarafl sjáv- arbyggðanna var sterkt og »hugs- anlega einhver frelsistilfínning því samfara að þurfa ekki að gangast undir húsbóndavaldið heima á bæ.« Þegar um 1300 er minnst á búð- setu á þessum slóðum. Og Ingjalds- hólskirkja hafði, fyrst kirkná, meg- intekjur af sjávarútvegi. Að öðm jöfnu hefðu því átt að skapast þama skilyrði til varanlegrar þéttbýlis- myndunar. Svo varð ekki fremur en annars staðar, meðal annars vegna þess, að höfundar hyggja, að starfsgreinaskipting varð engin. Byggðimar uxu ekki upp úr því að vera verstöðvar þar sem allir feng- ust við hið sama; ijölbreytnina vant- aði til að þama yrðu til þorp og síðar kaupstaðir. í samræmi við ætlun höfunda takmarkast saga þessi alls ekki við umræddan hrepp, síður en svo. Ekki er hér heldur á ferðinni stað- reyndatal einbert. Talsverður hluti bókarinnar má kallast málalenging- ar. En langt mál þarf ekki endilega að vera leiðinlegt. Og svo er ekki hér. Höfundar em frásagnaglaðir og vel heima í sfnum fræðum. Og hugleiðingar þeirra, ágiskanir og niðurstöður, sýnast yfírhöfuð vand- lega ígmndaðar. Ekki lasta ég held- ur þótt sögugieðin verði sagnfræð- inni stundum yfírsterkari. Því fyrir kemur að höfundar bregða sér í gervi þjóðlegra fræðimanna og fab- úlera fijálslega. Svo er t.d. þegar þeir taka að rekja dómsmál frá tímum stóradóms, hneykslismál síns tíma. Þessi langdregna saga er því hreint ekki þreytandi heldur jafnvel þvert á móti. En því fremur leyfa höfundar sér að íhuga, velta fyrir sér, álykta — og hafa stundum langt mál um lítið — að heimildir era stopular. Búðseta sjómanna varð aldrei jafn rótföst í þjóðarvit- undinni og búskapur á bændabýlum sem mörg hver hafa verið setin óslitið frá landnámi og þótti því síður minnis og frásagnarverð. Mikið efni er þama saman dreg- ið um kjör leiguliða á fyrri öldum, svo og um samskipti þeirra og land- eigenda. Ýmiss konar kvaðir (vinnuskylda) vom jafnan lagðar á leiguliða. Og sjálfseignarbændur vom fáir. Stundum fór saman hart árferði til landsins og aflabrestur til sjávarins. Þá komust Fróðhrepp- ingar að því fullkeyptu eins og aðr- ir landsmenn. 18. öldin var þeim t.d. þung í skauti. »Tímabilið 1750 til 1787 var . . . það tímaskeið Islandssögunnar sem hvað mest hefur reynt á þolrif þjóðarinnar.« Höfundar hafa sínar meiningar 9g em óragir að halda þeim fram. I sumum greinum leitast þeir við að hnekkja eldri skoðunum. Sem dæmi má taka hugleiðingar þeirra um »níðrit« þau um ísland, sem samin vom af útlendingum og mjög fóm fyrir bijóstið á íslenskum menntamönnum á fyrri öldum. Höf- undar þessarar bókar telja þau hafa verið mun raunsærri og nær vem- leikanum en kennt hefur verið hing- að til. Almannahagur hafí verið svo bágborinn að útlendingum, sem hingað komu, hafí hlotið að hijósa hugur við. Þrátt fyrir illkvittnina í skrifum sínum hafi þeir fyrst og fremst verið að lýsa því sem fyrir augu bar. Nokkuð er auðvitað til í þessu. Hitt ber á að líta að skrif útlend- inga um ísland vom — og em stund- um enn — hindurvitnum blandin, meðal annars sakir flarlægðar landsins frá öðmm löndum. Þeir, sem stigu á land í einhverri verstöð- inni, höfðu hér skamma viðdvöl og skildu ekki mál landsmanna, þurftu ekki að renna gran í að hér væri einnig nokkur bókmenning sem meira að segja stæði á gömlum merg. Reiði Amgríms lærða og hans líka var því að mörgu leyti skiljanleg. Hitt er annað mál að ætlun þeirra, sem sömdu »níðritin«, mun sjaldnast hafa verið að áreita íslendinga. Miklu fremur vom þeir að skemmta löndum sínum, meðal annars með ýkjusögum af þessu furðulandi á hjara veraldar! Á dögum sjálfstæðisbaráttunnar þótti ekki annað hæfa en kenna Dönum um hvaðeina sem miður fór meðan þeir réðu hér. Var þá sér- staklega bent á einokunarverslun- ina sem meginbölvald. Síðar var tekið að leita skýringanna í iliu árferði; kólnandi veðráttu til að mynda. En nú hafa sagnfræðingar loks fundið hina raunvemlegu orsök ófamaðarins: ofríki íslenskra emb- ættis og fyrirmanna! Þannig laga fræðimenn kenningar að eigin póli- tiskum skoðunum á hveijum tíma. Höfundar þessa rits era þar engin undantekning. Viðleitni sveitarfélaga þessi árin að láta skrá sögu sinnar byggðar er lofsverð út af fyrir sig (hér er það raunar átthagafélag sem stend- ur að útgáfunni). Hin fjölmenna stétt íslenskra sagnfræðinga þarf því hreint ekki að kvarta um at- vinnuleysi, sem betur fer! Þvi er spuming hvort þeir treina sér ekki um of sum verkefnin, t.d. í þessu dæmi þar sem saga eins hrepps verður um leið viðamikið þversnið þjóðarsögunnar — með köflum heil Islandssaga? Að öðm leyti verður enginn frek- ari dómur lagður á verk þetta fyrr en síðara bindi hefur séð dagsins ljós og ritið liggur fyrir i heild. Alcopley vid eitt verka sinna. Alcopley imiyBTdlÍSt Bragi Ásgeirsson Anddyri ganga og fundarsal Norræna hússins prýða um þessar mundir og fram til 9. október all- mörg verk eftir hinn heimskunna málara Alfred L. Copley, sem snemma tók sér listamannsnafnið Alcopley. Eins og kunnugt er þá er hér um að ræða eiginmann Ninu heit- innar Tryggvadóttur, bandariskan alþjóðabiorgara og fyrram lífeðlis- fræðing sem einnig var mjög vel þekktur i því sviði. Alcopley hefur sýnt hérlendis áður og minnast menn helst mik- illar sýningar hans í vestursal Kjarvalsstaða árið 1977. Eins og margir listamenn af sömu kynslóð hreyfst Alcopley snemma af austurlenzkri list og hrynjandinni í kalligrafíunni, skrift Austurlanda. Og þessi áhrif hafa verið viðvarandi í list hans síðan, eins og kemur ljóslega fram á sýninngunni í Norræna húsinu í léttum og hröðum sveifluform- um, sem sett em á flötinn með mikilli leikni. Er hér um vissa rýmisskynjun að ræða, er lýtur ákveðnum orkulögmálum og ák- aflyndi listamannsins. Einfaldleikinn er hér ræktaður út í ystu æsar og jafnvel svo að, ýmsum mun fínnast nóg um, en jafnan er þó að baki viss lifun og skynjun listamannsins á fyrirbær- um allt um kring, svo sem nöfnin á myndunum em til vitnis um. Á stundum leikur listamaður- inn sér jafnvel að því að mála á strigaræmur, sem hann festir á langar lóðréttar eða láréttar §al- ir, svo að minnir á frumstæða list og skreytilist ýmiss konar. Á sýningunni kennir furðu- margra grasa og minnist ég naumast að hafa séð jafn yfir- gripsmikla sýningu á þessum stað, en á sýningunni em olíumálverk á striga — akrylmálverk á pappír, myndir í blandaðri tækni, blek- teikningar, steinþrykk og sáld- þrykk auk póstkorta og vegg- spjalda, sem til sölu em á bóka- safninu. Sem sagt mjög forvitni- leg og flölbreytt sýning, sem áhugamenn um myndlist em hvattir til að skoða...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.