Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 Landssamtök hjartasjúklinga fímm ára: Lífinu er ekkí lokið þótt hjarta- aðgerð standi fyrir dyrum FIMM ÁR eru um þessar mundir liðin frá þvi að Landssamtök hjartasjúklinga voru stofouð. Fé- lagar eru liðlega 1.300 og hafa flestir gengist undir einhvers konar hjartaaðgerð en einnig er nokkuð um að ættingjar sjúklinga gangi í samtökin. Formaður sam- takanna er Ingólfur Viktorsson og segir hann að um 230 manns hafi verið á stofofondinum 8. október 1983, mun fleiri en búist var við. En hver er helsti tílgang- ur með starfi þessara samtaka? Ingólfor svarar þvi: — Helstu markmið samtakanna eru að annast fræðslu um hjarta- sjúkdóma, vinna að bættri endur- hæfíngu fyrir hjartasjúklinga, efla og bæta aðstöðu á sjúkrahúsum til æfinga með því að afla §ár til tækja- kaupa, styrkja fólk til aukinnar sér- menntunar, beita sér fyrir samvinnu við önnur félög hjartasjúklinga og stuðla að því að hjartasjúklingar geti á hveijum tíma fengið upplýs- ingar hjá sérmenntuðu fólki um öll þau mál er snerta félagsleg og laga- leg réttindi. Fjáröflun Hvemig starfar félagið að þessum markmiðum? — Einn stærsti þátturinn í starf- seminni er náttúrlega §áröflun, því allt kostar þetta peninga. Fyrstu til- raunir okkar í þá átt voru samskot og sala minningarkorta og var keypt hjartasónartæki fyrir Landspítalann. Félagsmenn standa sjálfir að þessari fláröflun og leggja fram mikla vinnU i því skyni. Við höfúm þrisvar verið með sérstakan merkjasöludag og auk minningarkortanna gefið út jólakort en með félagsgjöldum hefur þetta gefið af sér allmargar milljón- ir króna. Á þessum fimm ámm höfum við látið af hendi rakna kringum 12 milljónir króna til tækjakaupa en samtök eins og okkar fá öll aðflutn- ingsgjöld eftirgefin og því má segja að verðmæti tækja og áhalda sem Landssamtök hjartasjúklinga hafa gefið sé um 24 milljónir króna. Og það eru alltaf ný verkefni framund- an, um þessar mundir erum við að afhenda tæki á Landspítalanum, Reykjalundi og Borgarspítalanum Morgunblaðið/Sverrir Myndir eins og þessi hafo birst með reglulegu millibili í blöðum undanforin ár: Spítali faer tæki að gjöf frá Landssamtökum hjartasjúklinga. Hér eru það fulltrúar Borgarspitalans sem tóku við hjartafiarrita fyrir nokkrum misserum. og það má kannski segja að um leið og við afhendum ný tæki fáum við ábendingar um fyrir hveiju skal safna næst! Ingólfur segir að hugmynd að stofhun samtakanna hafi kviknað sumarið 1982. Þá hélt hópur hjarta- sjúklinga frú Önnu Cronin samsæti til að sýna henni þakklætisvott fyrir alla aðstoð hennar við þá sem þurft hafa að leita til London vegna hjarta- aðgerða gegnum árin og fagna þvi að hún hafði verið sæmd riddara- krossi fálkaorðunnar fyrir þau störf sín. Létu þá nærri tvö hundruð manns í ljós áhuga sinn á stofnun samtaka hjartasjúklinga. Landssam- tökin hafa nú opna skrifstofu hálfan daginn í Hafnarhúsinu í Reykjavfk og er Hallur Hermannsson starfs- maður þar milli kl. 13 og 17. Um 200 manns á ári í aðgerð — í samtökunum er lífsglatt og ánægt fólk sem hefur það sameigin- legt að hafa átt við hjartasjúkdóma Ingólfur Viktorsson formaður Landssamtaka hjartasjúklinga (sitj- andi), Hallur Hermannsson starfomaður og Sigurveig Halldórsdóttir meðstjórnandi. Afkoma iðniyrirtækja versnaði verulega 1987: Hagnaður varð aðeins 0,6% af veltu AFKOMA iðnfyrirtækja versn- aði verulega á árinu 1987. Sam- kvæmt athugun Iðnaðarbank- ans á afkomunni varð hreinn hagnaður aðeins 0,6% af veltu. Heildarvelta rúmlega 20 fyrir- tækja í athuguninni nam 3,5 milljörðum og hagnaðurinn af þeirri upphæð var 20 miljjónir króna. Þetta kemur fram í nýj- asta fréttabréfi Félags íslenskra iðnrekenda. Árið 1986 nám hagnaður 2,7% af veltu og hafði afkoman þá batn- að töluvert frá árinu þar á undan. Ef afkoma iðnfyrirtækja er skoðuð á tímabilinu 1979 til 1986 kemur í ljós að afkoman er engin þegar öll árin eru tekin saman. Hagnað- ur var á fimm árum af þessum átta, mest 2,5% árið 1979. A þrem- ur árum var hinsvegar tap, mest 3,8% árið 1982. í athugun Iðnaðarbankans kem- ur greinilega í ljós að meginástæð- an fyrir versnandi afkomu á síðasta ári er mikil hækkun launa- kostnaðar. Þessi kostnaður hækk- aði úr 25,7% af veltu árið 1986 í 28,8% af veltu í fyrra. Hækkunin er því 12% umfram veltubreyting- ar. Gætir hér áhrifa mikillar þennslu á vinnumarkaði á síðasta ári. Önnur vegamikil ástæða fyrir vemandi afkomu var hækkun Qár- magnskostnaðar. Á móti þessu tvennu kemur svo aftur hlutfalls- leg lækkun hráefniskostnaðar. Vemandi afkoma hafði veruleg áhrif á flárhagsstöðu iðnfyrirtækj- anna sem athugunin náði til. Hún minnkaði úr 37,1% árið 1986 í 33% í fyrra. að stríða en hefur fengið lækningu að miklu eða öllu leyti og hafa marg- ir náð fyrri kröftum og getað snúið aftur til starfa sinna. Á hveiju ári gangast kringum 200 manns undir hjartaaðgerð af einhveiju tagi hér- lendis eða erlendis og ef ekki væri hægt að hjálpa þessu fólki væri það nú í hjólastóium, rúmliggjandi eða hreinlega dáið. Þessi hópur vill á allan hátt sem hægt er létta sjúkling- um gönguna gegnum þennan feril. Hvemig er það helst hægt? — Við getum tekið sem dæmi mann sem fær að vita það eftir rann- sókn hjá lækni að hann þurfi að gangast undir aðgerð. lieknirinn segir honum það sem hann þarf að vita um aðgerðina sjálfa og það sem henni tengist og víða, t.d. á Land- spítalanum, er fólki sagt frá þessum samtökum okkar og því bent á að hjá okkur geti það einnig fengið ýmsar upplýsingar. Fólk getur þá komið á skrifstofuna eða hringt þangað og spjallað við starfsmann okkar eða aðra sem hafa gengist undir aðgerð. Það er mikils virði fyrir sjúklinga að geta þannig feng- ið ýmsar upplýsingar og ráðlegging- ar hjá þeim sem þekkja þetta af eig- in raun og við reynum að uppörva fólk og benda því á að lífinu sé alls ekkert lokið þó svona nokkuð standi fyrir dyrum. Á síðustu árum hafa nefnilega átt sér stað ótrúlega miklar framfarir varðandi alla hjartasjúkdóma, þekk- ingu læknanna fleygir fram og tækniframfarir hafa gert alls konar rannsóknir og aðgerðir mögulegar sem óhugsandi voru fyrir fáum árum. Hefor það breytt miklu að nú eru hjartaaðgerðir einnig framkvæmdar hérlendis? — Það er vissulega mikill kostur fyrir sjúklinga að losna við erfitt og dýrt ferðalag til útlanda því þótt tryggingar greiði kostnað sjúklings er eiginlega nauðsynlegt að hann hafi mann með sér og ferðin sjálf er álag bæði út og heim. En Lands- pítalinn annar ekki öllum aðgerðum og því þarf enn um sinn að senda fólk út. Flestir fara á Brompton- sjúkrahúsið í London en sumir fara til Bandaríkjanna ef þeir kjósa það af einhveijum ástæðum og verða þá sjálfir að greiða nokkuð fyrir það því það er mun dýrara en í London. Aukin endurhæfing Auk fjáröflunarstarfsins eru firæðslufundir fastir liðir og eru Iæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkra- þjálfarar og aðrir fengnir til að halda erindi. Laugardaginn 8. október verður sérstakur afinælisfundur á Hótel Sögu og hefet hann kl. 14. Verður þar boðið upp á skemmtidag- skrá og kaffi og meðlæti. En hvað er síðan helst framundan hjá Lands- samtökum hjartasjúklinga? — Undanfarin misseri höfum við rætt mikið um þörf á nýrri endur- hæfingarstöð fyrir hjarta- og lungnasjúklinga enda er endurhæf- ing mjög mikilsverður þáttur í bata þeirra. Eins og er komast um 250 manns að árlega á endurhæfingar- stöðvum en talin er þörf fyrir allt að helmingi fleiri lými. Við höfum rætt við fjölda aðila er starfa að þessum málum bæði frá öðrum líknarfélögum og frá sjúkrahúsunum í Reykjavík og stóðum að stofnun 14 manna nefhdar til að fjalla um möguleika á bættri endurhæfingar- þjónustu. Ýmsar hugmyndir eru til skoðun- ar í þessu sambandi og vona ég að með sameinuðu átaki takist að bæta þama úr á næstu mánuðum segir Ingólfur Viktorsson að lokum. SJALFSTÆÐISMENN Dregið 8. október. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.