Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 Minning: * Björg Arnadóttir Fædd 3. apríl 1906 Dáin 29. september 1988 Enn er sumarið liðið. Það haust- ar að: Svo er og um mannsævina. Morgunn lífsins er sem vorbjartur dagur. Það var á slíku vori sem Björg Ámadóttir, Hijóti, Hjalta- staðaþinghá, leit fyrst dagsins ljós. Hún var ellefta og síðasta bam foreldra sinna en lifði þau öll. En lifði þau öll. Móðir hennar var Guðný María Jóhannesdóttir fædd á Bústöðum við Reykjavík, en ættuð frá Reykjum í Lundarreykjadal. Faðir hennar var Ámi ísaksson frá Stóra-Steinsvaði í Hjaltastaðaþing- há, en ættaður frá Stuðlum við Reyðarfjörð. Þegar Björg var á öðm ári fluttu foreldrar hennar búferlum og settust að í Hólalands- hjáleiga í Borgarfírði eystra. Hún var vart komin af bamsaldri þegar henni var komið fyrir til snúninga, eins og þá var títt. Björg fermdist á Bakkafirði í Borgarfirði eystra frá Þorsteini M. Jónssyni skólastjóra. Eftir það var hún ráðin til hjónanna Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar og var þar fram að 18 ára aldri eða þar til hún fór til Reykjavíkur. Björg var vel gefín og Ijóðelsk mjög og orti en skólalær- dómur lá ekki á lausu fyrir ungar stúlkur sem áttu engan fjárhagsleg- an bakhjarl. Eina leiðin til þess að komast eitthvað áfram var að ráða sig í vist og fór Björg til Kristrúnar Eyjólfsdóttur, sem reyndist henni mjög vel. Nokkm síðar komst hún svo í nám við karlmannafatasaum, sem þótti þá mjög góð iðngrein, bæði fyrir útivinnandi og heima- vinnandi konur. Björgu féll iðnin mjög vel, því hún var lagin og ein- staklega velvirk. Á meðan að hún vann að þessu í Reykjavík kynntist hún prófessor Guðmundi Finn- bogasyni og hafði hún miklar mæt- ur á honum. Sumar eitt réðst hún kaupakona að Grafarholti í Mos- fellssveit til Bjöms Bimis og konu hans, Kristrúnar Eyjólfsdóttur. Hún taldi að það hefði verið mikið gæfu- spor og gott veganesti út í ltfið. Þetta var mikið menningarheimili og allt að 20 manns um heyannim- ar. Þama ríkti glaðværð og vinnu- gieði. í óþurrkum unnu stúlkumar innanhúss. Björg var svo lánsöm að komast í eldhúsið og var þar í matargerð og bakstri en sú þekking og reynsla nýttist henni alla tíð í sínum búskap. Þama kynntist hún ungum manni er síðar varð lífsförunautur hennar, Guðjóni Ólafssyni, fæddum 1. ágúst 1903, er lést 24. desember 1985. Guðjón var sonur Ólafs Þor- leifssonar, sem fæddist 22. mars 1877 og lést 3. ágúst 1947, stein- smiðs og síðar verkstjóra í pípu- gerðinni í Reykjavík; og Hreið- arsínu Hreiðarsdóttur, sem fæddist 23. október 1879 og lést 13. janúar 1973, frá Stóru-Hildisey f Austur- Landeyjum. Bújarðir lágu ekki á lausu þá og hvert reitingskot setið. Loks fréttu Guðjón og Björg um eina sem var föl austur í hreppum, Stóra-Hof í Gnúpveijahreppi. Þau voru ekki að velta vöngum eða hugsa sig tvisvar um, heldur tryggðu sér ábúð strax. Daginn eftir, sem var 12. maí 1928, vom þau gefin saman í hjónaband og fluttu svo strax austur að Stóra- Hofi án þess að hafa skoðað jörð eða hús. Þar vom fyrir gömul hjón ættuð af Eyrarbakka, Vilborg og Sigfús, sem þau áttu eftir að deila með baðstofukytranni, sem var að- eins 2 stafgólf og harla fomfáleg, gólfið fúið af raka og slitið af fótum kynslóðanna, svo neglt hafði verið yfir með óhefluðu spýtnabraki. Löng göng vora frá hlóðaeldhúsi í frambæ og til baðstofu. Á vetram lagði hélu í súðina yfir rúmunum svo breiða varð hlífðardúk til vam- fénu en hann fór á vetrarvertíðir. Eitt vorið kom hann með hvíta emileraða kolavél, reyndar varð nú að brenna mó eða því sem til féll hveiju sinni. Mikil var gleðin í litla bænum er fyrsti eldurinn var tendr- aður fyrir framan baðstofudymar og ylinn lagði um vistarverana. Nú gat Björg fyrst að ráði notið matar- gerðarhæfíleika sinna og kökumar hennar Bjargar vora sko mjög góð- ar og brögðuðust betur en allar aðrar sambærilegar kökur, segir forsetinn okkar, Vigdís Finnboga- dóttir. Ég geri ráð fyrir að ekki hafi verið margar eldavélar í ná- grenninu því konur fiá nærliggjandi bæjum komu og skoðuðu og dásöm- uðu eldavélina og fengu svo að koma með köku í ofninn. Árið 1938 dvaldi ég sumarlangt á heimili þeirra hjóna á Stóra-Hofi. Ég var borgarbam og aðeins ungl- ingur, mér fannst heimili þeirra vera eins og besti skóli. Þar var vinnuhagræðing ofarlega á lista eins og þetta orðatiltæki sem þau notuðu mikið bendir til: „Það sem gert er í fyrra verkinu kemur fram í því seinna." Vinnutími var hófleg- ur og matur góður. Það'sem mest er þó um vert er að vinátta okkar hefiir haldist óslitið öll þessi ár. Á tíu fyrstu búskaparárunum tókst þeim að vinna sig upp í með- albú hvað skepnur og afurðir snerti. Það höfðu heldur ekki verið notaðir neinir silkihanskar. Björg hafði staðið í öllum útiverkum, hún mok- aði moldinni upp úr hlöðugrannin- um, hlóð gijót og torf í veggina, girti og gróðursetti. Á bæjarhlaðinu var fagur tijágarður. Þar hafa nærfæmar hendur hlúð að ungum sprotum. Þau höfðu sett markið hátt og séð mikinn árangur af lífsstarfi sínu. Þau höfðu eignast jörðina Stóra-Hof, sem var vel hýst, vel setin og jörð með góðu búi. 50 ára starf var að baki. Farin að heilsu dvaldi Björg oft á spítölum. Síðustu æviárin bjuggu þau hjónin að Seljalandi 7 í landi Bústaða. Þeim fannst báðum vera friður og helgi yfir þessari byggð þar sem móðir Bjargar hafði í æsku átt sínar bemskustundir. Björg hefur verið sjúklingur í mörg ár og oft á spítölum. Síðustu 2 árin hefur hún verið á sjúkradeild á Selfossi en þar áður eitt samfellt ár á Landakoti. Böm þeirra hjóna era: Sigurbjörg Ólöf, fædd 28. maí 1930, húsmóð- ir; Hreiðar Ólafur, fæddur 8. maí 1933, húsasmiður, Guðmar, fæddur 6. júní 1937, bóndi Stóra-Hofi; Ámi Bjöm, fæddur 6. apríl 1939, hús- gagnasmiður; Sólrún, fædd 5. mars 1945, skrifstofumaður og fóstur- bam: Hreiðar Berg, fæddur 31. október 1946, bifreiðastjóri. Bama- bömin eru 17 og bamabamabömin 9. Blessuð sé minning hennar. Bömum hennar og flölskyldum þeirra vottum við hjónin innilega samúð. Hulda Pétursdóttir ar. Bústofn ungu hjónanna var held- ur smár til að bytja með. En þau skorti ekki viljaþrek eða áræði og lögðu hart að sér. Hún sinnti bú- Minning: Magnús Hallsson Fæddur 22. nóvember 1907 Dáinn 24. september 1988 Þann 24. september lést á Borg- arspítalanum góðvinur okkar og fyrram vinnufélagi, Magnús Halls- son. Magnús fæddist að Gríshóli í Helgafellssveit 22. nóvember 1907. Hann flutti til Reykjavíkur árið 1946 og átti þar heima alla tíð síðan. Hann vann alla algenga vinnu, mest þó í byggingarvinnu. Maggi var mikill sveitamaður í sér enda oft kallaður sveitarhöfðingi í kunningjahópi. Hann var sam- viskusamur og traustur maður og allstaðar vel liðinn. Það er margs að minnast á 30-40 ára samfylgd og samstarfí. Það var oft glatt á hjalla. í fjölda ára bauð hann til veislu á afmælisdegi sínum heima hjá sér og var þá sungið og stund- um dansað, enda var Maggi mikill dansmaður. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu árin og þá sérstaklega í sumar og var ljóst að hveiju dró. Við minnumst Magnúsar með virðingu og þökkum honum sam- fylgdina og langa vináttu. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. PaUi, Rúna, Ingi, Sigga, Palli og Maja. r Obeint gengur þú sjálfur fyrir rafmagni! Láttu rafmagnsreikninginn hafa forgang! RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDáBRAUT 34 SÍMI 68 62 22 Finndu þrjú heimilistæki sem eru ekki rafknúin! HtogmMiiMfr Áskriftarsiminn er83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.