Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 LYF Lyfjafyrirtæki segir lækni Bens Johnsons hafa keypt stanozolol FORRÁÐAMENN lyfjafyrir- tækis í Kanada sögðust í gær hafa selt George Mario „Jamie“ Astaphan, lækni Bens Johnsons anabólískan stera af sömu gerð og hlaup- arlnn var dæmdur fyrir að hafa neytt fyrir 100 m hlaupið í Seoul. Ben Johnson og þjálfari hans, Charlie Francis, hafa marg oft neitað því að Johnson hafí tekið hormónalyf. Þeir hafa haldið því fram að einhver hafí laumað steralyfinu stanozolol í drykkjar- flösku Johnsons meðan á 100 metra hlaupinu stóð. Forráðamenn lyfjafyrirtækisins fullyrða að læknirinn George Mario Astaphan, sem hefur verið einkalæknir Johnsons, hafí keypt stanozolol hjá fyrirtækinu. Tals- maður fyrirtækisins neitaði hins vegar að gefa upp hvenær Astap- han hefði keypt lyfíð, og í hve miklu magni. Astapahan sagði í viðtali við sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum i síðustu viku að hann hafi aldrei gefíð neinum hormónalyfíð stanozolol. Tveimur dögum síðar sagði hann hins vegar í samtali við kanadíska útvarpsstöð að hann hafi gefíð sjúklingum sínum stanozolol í mjög fáum tilvikum, en ekki gefið Ben Johnson það. Ben Johnson hefur sjálfur lýst því yfir að hann hafi aldrei neytt hormónalyfsins stanozolol. „Ég hef aldrei, svo ég viti til, neytt ólöglegra lyfja,“ sagði Ben Jo- hnson í viðtali í vikunni. GOLF Bændaglíma LEK í Hvammsvík Nú þegar komið er fram í októ- ber eru kylfíngar að nýta siðustu daga sumarsins og er hefð frá gamaili tið, að mótahaldi lýkur með bændaglímu. Landsamtök eldri kylfínga, LEK, halda einnig í þessa hefð og efna til bændaglímu á golf- vellinum í Hvammsvík i Hvalfírði á morgun, laugardag, þar sem forr- áðamennimir Ólafur Skúlason og Sveinn Snorrason hafa boðið afnot af þessu tilefni. Bændur verða þeir Valur Fannar og Gunnar Pétursson, báðir úr NK, og vegna þess að þetta eru virðuleg- ir menn og þurfa þar að auki að hafa yfírsýn yfír völlinn og liðsmenn sína, hefur Skúli Ágústsson á Akur- eyri útvegað þeim sjálfrennireið að norðan og munu bændumir því verða fyrstir manna hér syðra til að nýta þetta farartæki, sem al- gengt er að sjá á golfvöllum erlend- is. í þetta eina sinn á sumrinu keppa allir í einum flokki, sem komnir em yfir fímmtugt og em menn beðnir um að mæta kl. 10 og alls ekki síðar en 10.30. Þá munu bændur skipta liðinu í Laxa og Silunga og að sjálfsögðu verður leikin holu- keppni. Það verður aftur á móti látið fara eftir veðri, hvort leiknar verða 9 holur eða 18. Að bænda- glímunni lokinni verður tekið upp enn léttara hjal í veitingabúðinni í Hvammsvík, þar sem Laxalóns- menn munu elda og bera fram af- burða góða silungasúpu og aðrar veitingar verða einnig í boði. -GS. BANDARIKIN / HAFNABOLTI Úrslitakeppnin hafin: AIK stefnir í jafna keppni fjögurra liða NU ERflestum sumaríþróttum aö Ijúka á norðurhveli jarðar og vetraríþróttir að taka við. í Bandaríkjunum er hafnabolti (baseball) langvinsælasta sum- aríþróttin og keppnistímabili atvinnumanna er nú að Ijúka. Úrslitakeppnin er að komast á fullt skrið eftir að liðin kláruðu riðlakeppnina á sunnudag. Lið- in í aðal atvinnudeildunum tveimur leika 162 leiki frá aprfl fram til septemberloka áður en úrslitakeppnin sjálf hefst, en í hana fara þau lið sem sigruðu í riðlunum fjórum. Það voru New York Mets, Los Angeles Dodgers, Boston Red Sox og Oakland A’s sem komust í úrslitakeppnina að þessu sinni. Lið New York og Los Angeles hófu keppni sína á þriðjudag í Los Angeles, en Boston og Oakland í Boston á miðvikudag. Þau lið sem fyrr vinna flóra leiki komast í lo- kaúrslit. Fyrirfram voru lið Mets og A’s talin sigurstranglegri í þessum við- ureignum þar sem þau voru al- mennt talin tvö bestu liðin í sumar. En úrslitakeppnin undanfarin ár Gunnar Valgeirsson skrifar hefur verið mjög fjörug og úrslit of mjög óvænt, þannig að erfitt hefur reynst að reiða sig á styrk- leika liðanna þegar í úrslitakeppn- ina sjálfa er komið. Oakland A’s er með mjög skemmtilegt lið sem skipað er ung- um og upprennadi leikmönnum, sviðað og lið Minnesota í fyrra sem þá varð meistari. Lið New York Mets er skipað leikmönnum með mikla reynslu og erfítt er að eiga við liðið í úrslitakeppni eins og sann- aðist fyrir tveimur árum þegar það varð meistari. Los Angeles - New York Nú er tveimur leikjum lokið milli þessara liða á Dodgers Stadium á Kyrrahafsströndinni. New York GOLF vann fyrsta leikinn 3:2 eftir að vera 0:2 undir þegar níunda og síðasta lota hófst. Leikmenn Mets komu þremur mönnum í heimahöfn í upp- hafí lotunnar og það nægði til sig- urs. Á miðvikudag jafnaði lið Los Angeles keppnina með 6:3 sigri sem var nokkuð öruggur. Boston - Oakland Fyrsti leikur þessara liða var á miðvikudagskvöld á Fenway Park í Boston. Hinir ungu leikmenn Oak- land létu spennuna ekkert á sig fá og sigruðu 2:1 í mjög jöfnum og spennadi leik. Þess má geta að „Rauðsokkamir" em einmitt það lið sem gert er hvað mest grín að í þáttunum „Staupasteinn". Skólamót í knattspyrnu íslandsmót framhaldsskóla verður haldið í október og nóvember. Þátttökutilkynningar, ásamt þátt- tökugjaldi kr. 3.250, sendist skrifstofu KSÍ, pósthólf 8511, 128 Reykjavík, sími 84444, fyrir 13. okt. nk. Knattspyrnusambandið Efstu menn á mótlnu. Frá vinstri: Kristján R. Hansson, Ágúst Húberts- son, Guðlaugur Georgsson, Tryggvi Traustason, Henning Á. Bjamason, Bjöm Knútsson, Guðlaugur var næstur holu á 17. braut — var rúma fimm metra frá því að næla sér f bíl í verðlaun. Ágúst sigraði á Aloha- KNATTSPYRNUÞJALFARI Knattspyrnuþjálfari óskar eftir starfi hjá liði Í2., 3. eða4. deild. Öllu svarað. Trúnaðarmál. Svar sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 25. okt. merkt: „HE -1000“. Nýlega fór fram Aloha opið golfmót til styrktar A-sveit Golfklúbbsins Keilis sem keppir í Evrópusveitakeppninni á Spáni, 23. til 26. nóvember nk. 67 keppendur voru á mótinu og urðu úrslit þessi: 1. Ágúst Húbertsson GK með 34 punkta, 2. Kristján R. Hansson GK 33, 3. Bjöm Knútsson GK 32, 4. Ólafur Egilsson GR 31 og 5. Henn- ing Á. Bjamason GK 30. Á morgun, laugardag, verður haldið annað opið styrktarmót vegna farar sveitar GK á fyrrgreint mót á Spáni. Keppt verður með og án forgjafar. Skráning verður í sínma 53360 í dag. NYTT SIMANUMER 67 42 22 Blikksmiðja Gylfa hf. Vagnhöfða 7,112 Reykjavík Florence Grlfflth-Joyner. ÍPRÚmR FOLK ■ IVANLendl, tennnisleikarinn snjalli frá Tékkóslóavkíu, hefur orð- ið að hætta við þátttöku í alþjóðlegu tennismóti í Tókío sem hefst 18. október vegna meiðsla. Lendl, sem er númer tvö á heimslistanum, fór í skurðaðgerð venga meiðsla á hægri öxl eftir opna bandaríska meistaramótið í síðasta mánuði og hefur enn ekki náð sér að fullu. Mótið í Tóklo verður mjög sterk og verða þrír Wimbledon-meistar- ar þar á meðal keppenda. Stefan Edberg, Boris Backer og Pat Cash. ■ VESTUR-ÞJÓÐ VERJAR leika fyrsta leik sinn í undankeppni HM gegn Hollendingum 19. októ- ber. Lothar Matthaeus, Andreas Brehme og Rudi Völler, sem leika á Ítalíu, eru allir í hópnum. Franz Beckenbauer tilkynnti hópinn í gær og eru tveir nýliðar í honum. Þeir Michael Schutz sem lék með ólympíuliðinu í Seoul og markvörð- urinn Andreas Köpke. Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn. Mark- verðir: Bobo Illgner og Andreas Köpke. Vamarmenn: Andreas Brehme, Guido Buchwald, Hol- ger Fach, Matthias Herget, Jiirg- en Kohler, Stefan Reuter og Mic- hael Schulz. Miðvallarleikmenn: Thomas Haessler, GUnter Her- mann, Lothar Matthaeus, Wolf- gang Kolff og Olaf Thon. Fram- heijar: Jiirgen Klinsmann, Pierre Littbarski, Frank Mill og Karl- Heinz Riedle. Leikurinn fer fram í Miinchen. ■ FLORENCE GrífBth Joyner þrefaldur ólympíumeistari í sprett- hlaupi kvenna verður meðal kepp- enda á sterku fijálsíþróttamóti sem fram fer í Tókío í Japan á sunnu- daginn. Hún mun keppa í 100 metra hlaupi og etja kappi við Evelyn Ashford og Grace Jackson frá Jamaica. Mótshaldarar hafa boðið 77 keppendum sem tóku þátt í Ólympíuleikunum í Seoul, þar af eru 16 gullverðlaunahafar. Meðal keppénda verða sovésku stúlkumar Olga Bondarenko sem keppir í 10.000 metra hlaupi, Olga Bryz- gina sem keppir í 400 metra hlaupi. Þrístökkvarinn Christo Markov frá Búlgaríu og heimsmethafinn og ólympíumeistarinn í stangarstökki, Sergei Bubka. Þetta varður síðasta stórmótið í fijálsum íþróttum á þessu ári. í kvöld Breiðablik og Snæfell leika fyrsta leik sinn í 1. deild karla á íslandsmótinu í körfuknatt- leik í Digranesi í kvöld kl. 20.00. ■Einn leikur verður í 2. deild kvenna í handknattleik í kvöld. Grótta og Selfoss leika í íþróttahúsi Seltjamamess kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.