Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 Skerum kerfið upp! eftir Bjöm Arnórsson Það eru til nokkuð margar þekkt- ar sögur, þar sem góðlátlegt grín er gert að notkun hagfræðilegra hugtaka. Ein Qallar um hagfræðing einn á göngu, er kemur að risastóru vatni þvert á leið sinni. Eftir nokkr- ar vangaveltur rifjast upp fyrir hon- um sú vitneskja að vatnið sé innan við hálfan metra að dýpt — að meðaltali — svo hann brettir upp skálmamar, veður út í og drukknar í mesta frávikinu frá meðaltalinu, en þá var dýptin orðin um 10 metr- ar! Önnur saga segir síðan frá lækn- inum, sem var með hundrað manns á sínum snærum. Hann var sam- viskusamur og beitti almennum aðgerðum til að koma i veg fyrir að þeir veiktust. Þetta voru fyrst og fremst fyrirbyggjandi aðgerðir svo sem almennar ráðleggingar um fæði og annan aðbúnað og grannt eftirlit með heilsufari. Þar kom þó að því að tíu fengu 40 stiga hita. Læknirinn fann snariega út að meðalhiti sjúklinganna var þijár kommur og gaf öllum magnyl, í stað þess að beita sértækum að- gerðum á hvern og einn hinna tíu sjúku. Sitthvað er um sögur af þessum toga, en flestar eiga þær það sam- eiginlegt að gera nokkuð napurt grín að þeim, sem festast í kenning- unum og gera ekki greinarmun á fræðum og raunveruleika. Sannleikurinn er sá, að í íslensku efnahagslífi er trúin á meðaltalið bókstaflega efnahagslegt vanda- mál, eins og nánar er vikið að síðar. Orðakleprar Þá er algengt — ekki síst í stjóm- málum — að velja sér hugtök, sem hafa á sér viðfelldinn blæ, frekar en að þau skýri raunverulegt inni- hald þess, sem um er verið að flalla. Dæmi um það eru hugtökin „nið- urfærsla" og „millifærsla", sem hafa hljómað æði oft í umræðunni að undanfömu. í sjálfu sér má segja að hugtökin séu ekkert verri en hver önnur, en óneitanlega geta þau mglað menn í ríminu, einkum þá, sem era ekki með merkingu þeirra á hreinu. Helsti talsmaður íslenskra iðn- rekenda var ekki myrkur í máli, þegar hann kvað upp úr með að millifærsla væri af hinu illa. Hins vegar mætti vel reyna niðurfærslu. Hve margir hlustenda gerðu sér grein fyrir því að auðvitað er niður- • færsluleiðin einnig millifærsla? Munurinn er fyrst og fremst sá að niðurfærsluleiðin — eins og hún er skilgreind af ráðgjafameftid ríkis- stjómarinnar — er millifærsla frá launafólki (eða þeim launamönnum, sem til næst) til atvinnurekenda. Talsmaður fiskvinnslunnar tjáði okkur hins vegar í íjölmiðlum, að hann og hans menn gætu svo sem hugsað sér milllifærslu, en með því skilyrði að ekki yrði millifært innan fiskvinnslunnar. Með öðram orðum, hann var það miklu markvissari en talsmaður iðnrekenda, að honum var svo sem sama þótt ekki væri aðeins millifært frá launafólki til fiskvinnslunnar, það mætti einnig millifæra frá öðrum atvinnurek- endum til hennar, en algert skilyrði að fiskvinnslufyrirtæki í góðu gengi yrðu ekki látin aðstoða verr stadda stéttarbræður sína í greininni. Kjami málsins er því að „niður- færsluleiðin" og „millifærsluleiðin" ganga báðar út á að færa fjármagn frá einum til annars. Mismunurinn er annars vegar „frá hverjum" til „hverra" og eins hvort vandi efna- hagslífsins verði leystur með al- mennum aðgerðum eingöngu eða sértækum (sbr. lækninn hér að framan) eða hvort almennar að- gerðir og sértækar verði að spila saman. Vandinn Ekki ætla ég mér þá dul að rekja, í stuttri blaðagrein, allan þann vanda er steðjar að íslensku efnahagslífi. Líklega er þó hægt að fullyrða, án allt of mikillar einföld- unar, að höfuðvandinn sé tvenns konar. Annars vegar nokkuð al- mennur þensluvandi og hins vegar Um forraðamenn sólarhringsstofiiana eftír Gunnar Þormar Formaður Öryrkjabandalags ís- lands, Amór Helgason, ritar í Mbl. 15. sept. grein um stefnu Öryrkja- bandalags íslands í málefnum sólar- hringsstofnana. í greininni era hug- leiðingar höfundar um niðurstöður starfshóps á vegum féiagsmála- ráðuneytisins, er fyallaði um framtíð 3ja sólarhringsstofnana fyrir þroskahefta. Það er í fyllsta máta eðlilegt, að formaður Öryrkjabandalags íslands ræði málefni þessi á opinberam vettvangi. Ætla mætti, að formaður þessara samtaka hefði staðgóða þekkingu á málefnum þroskaheftra, en niðurlag greinarinnar vekur efa- semdir um að svo sé. Höf. talar um „að flestir forráðamenn stórra stofnana fyrir þroskahefta hafí staðfest að margir þeir, sem þar búa, gætu flutt f smærri sambýli og lifað þar sjálfstæðara lífí en þeir gera nú“. Rangt er í þessu sambandi að tala um „flesta forráðamenn". Allir forráðamenn sólarhringsstofnana vita og geta staðfest, að á meðal vistmanna er fólk, sem lifað getiur sjálfstæðara lífi. Um það er ekki deilt. Höf. heldur síðan áfram: „Því verður að telja það af hinu illa, þegar þeir hinir sömu reyna með öllum tilrækum ráðum að ríghalda í ríkjandi fyrirkomulag og innræta íbúum stofnananna ótta við allar breytingar". Af orðalagi höf. má ætla, að hann hafi í huga forráðamenn fleiri en einnar stofnunar. En ekki er ljóst, hvort hann er að bera forráða- menn allra stofnana í landinu svo þungum sökum. Þar sem undirritaður er einn úr hópi þessara illa þokkuðu forráða- manna, verður ekki komist hjá að biðja formann Öryrkjabandalags íslands um nánari skýringar á um- mælum hans. Á stærstu sólarhringsstofnun- inni, Kópavogshæli, er stefnt að fækkun um 7 íbúa á ári. Erfiðlega hefur gengið að ná þessu mark- miði, en tæpast verður forráða- mönnum stofnunarinnar kennt um það. Gunnar Þormar „Stofiianir fyrir þroskahefta (aðrar en sambýli) eru ekki til í núverandi mynd, vegna þess að einhver ill- menni „ríghaldi í ríkjandi fyrirkomu- Iag“. Stofnanir eru til einfaldlega vegna þess að íslenskt þjóðfélag býður ekki upp á aðra valkosti.“ Fjölmargir íbúar Sólborgar á Akureyri hafa á undanfömum áram flutt á sambýli, enda hafa norðan- ménn af miklum dugnaði byggt upp sambýli og vemdaða vinnustaði. Starfshópur félagsmálaráðuneytis- ins féllst á tillögur Svæðisstjómar Norðurlands eystra um fækkun íbúa og breytingar í þá átt að verða þjónustumiðstöð fyrir þroskahefta. Starfshópurinn féllst einnig á til- lögur stjómar og starfsfólks Skála- túnsheimilisins um fækkun íbúa og „nýtingu aðstöðu til stoðþjón- ustu í þágu fatlaðra utan stofhunar- innar". Fyrsta sambýlið á íslandi var stofriað 1976 af Styrktarfélagi van- gefínna í Reykjavík. Meðal fyrstu íbúanna vora 2 frá Skálatúni. Aðrir hafa fylgt á eftir og hafa nokkrir þeirra yfirgefið sambýlin og flutt í eigin íbúðir í Reykjavík. Bygging sambýla í Mosfellsbæ hefur lengi verið efst á óskalista stjómar Skála- túnsheimilisins. Um framtíð Sólheima í Grímsnesi er ágreiningur milli starfshópsins annars vegar og for- ráðamanna, foreldra og aðstand- enda hinsvegar. (Sbr. niðurstöður starfshóps, fslrj. 2.) Vistmenn flytja burt frá Sólheimum, þegar þeir óska og aðrir koma í staðinn. Ótalin era 3 heimili: Tjaldanes í Mosfellsbæ, Bræðratunga á ísafirði og Vonarland á Egilsstöð- um. Hæpið er, að höf. hafí þessar stofnanir í huga, er hann kveður upp dóm yfir „forráðamönnum stórra stofnana". Nú er þess óskað, að formaður Öryrkjabandalags íslands upplýsi afdráttarlaust hvaða forráðamenn ofangreindra stofnana hann telji, „að ríghaldi í ríkjandi fyrirkomulag og innræti íbúum ótta við allar breytingar". Undirritaður og aðrir aðstand- endur þroskaheftra era orðnir lang- þrejfttir á að hlusta á málflutning eins og þann, er hér er til umræðu. Árásir, sem beint er að heimilum aðstandenda okkar, forráðamönn- um og starfsfólki bitna ætíð á þeim er síst skyldi, þeim þroskaheftu. Stoftianir fyrir þroskahefta (aðr- ar en sambýli) era ekki til í núver- andi mynd, vegna þess að einhver illmenni „ríghaldi í ríkjandi fyrir- komulag". Stofnanimar era til ein- faldlega vegna þess að íslenskt þjóðfélag býður ekki upp á aðra valkosti. Tímabært er, að formaður Ör- yrkjabandalags íslands og ýmsir aðrir geri sér þetta ljóst. Höfundur er fulltrúi foreldra í stjórn SkálatúnsheimiIisinsíMos- fellsbæ. Bjöm Araórsson „Það er augljóst að við getum firamleitt út- flutningsvörur okkar á miklu hagkvæmari máta en nú er gert og bendir margt til að um leið sé hægt að stór- bæta aðstöðu manna á landsbyggðinni.“ staðbundnar kreppur undirstöðuat- vinnugreina, sem heilu byggðarlög- in byggja afkomu sína á. Auðvitað mætti nefna ýmislegt fleira (og ber þar vonandi hæst að afkoma ein- hvers fjölda launþegafjölskyldna er þjóðinni allri til vansæmdar), en þetta era augljóslega þau vanda- mál, er hæst hefur borið og alla- vega þau, sem stjómmálamennimir okkar hafa talið brýnast að leysa. Það sorglega er að aðferðimar til að Ieysa annað vandamálið geta orðið til þess að hitt verði stærra og Öfugt. Þensluvandinn Þó orsakir langvarandi verðbólgu á íslandi séu margar og mismun- andi þá ætla ég að flestir séu á einu máli um að þenslan í þjóð- félaginu sé allt of mikil. Innbyrðis geta menn síðan deilt um hvort þar sé fyrst og fremst um að ræða of- þenslu í neyslu eða fjárfestingu, en hvar sem menn vilja nú leggja höf- uðáhersluna, þá era væntanlega flestir á því að líklegast sé um of- þenslu að ræða á báðum þessum sviðum. Ég vil — áður en lengra er hald- ið — taka skýrt fram að ég er á engan hátt að fullyrða að við eigum eingöngu að líta á magn fjárfest- inga eða neyslu eingöngu. Þama verður auðvitað einnig að skoða eðli íjárfestinganna og skiptingu (les: misskiptingu) neyslunnar. Kjami þessa vanda er þó augljós- lega sá að vextimir era of lágir, þe. fjármagnið kostar ekki nógu mikið til að menn heykist á fjárfest- ingunni. Offjárfestingin er augljós- ust í þjónustugreinunum, fyrst og fremst versluninni á suðvesturhomi landsins, en auðvelt er að benda á fjárfestingaendaleysur í útgerð, fiskvinnslu og landbúnaði. Landsbyggðarkreppan Hinn vandinn er, sem fyrr segir, staðbundnar kreppur þar sem und- irstöðugreinar og fyrirtæki vissra byggðarlaga riða til falls. Ef við takmörkum okkur hér (plássins vegna) eingöngu við fisk- vinnsluna þá er rétt að byija á að nefna ákveðnar óumdeilanlegar staðreyndir: 1. Fyrirliggjandi upplýsingar um sundurgreinda stöðu fiskvinnslunn- ar era frá árinu 1986. 2. Ut frá þeim upplýsingum má draga þá ályktun að staða ein- stakra fískvinnslufyrirtælqa er vægt sagt mjög mismunandi. 3. Allt bendi til að stærð þeirra fiskvinnslufyrirtækja, sem verst ganga, sé langt undir meðalstærð fiskvinnslufyrirtækja í landinu. Af því má síðan álykta að einhver þeirra megi að ósekju fara á haus- inn, án þess að upp komi atvinnu- leysi 4. Framsetning þjóðhagsstofnunar á afkomu fískvinnslunnar sýnir ekki hvar verst stöddu fyrirtækin era staðsett. Ekki er því hægt að draga einhlítar ályktanir um hvað brott- hvarf þeirra hefði í för með sér, því auðvitað getur lítil fiskvinnsla haft afgerandi þýðingu í litlu byggðar- lagi. Krafa fiskvinnslunnar um op- inbera aðstoð (hvort sem er í formi gengisfellingar eða annars) kallar fram þá réttmætu kröfu að birt verði hver þessi fískvinnslufyrirtæki era með tilliti til þess hvaða hiut- verki þau gegna út frá sjónarmiðum Kristján Jóhannsson framkvæmdastjóri AB, Sofia Wendler starfe- maður á sýningarbásnum og Haraldur J. Hamar útgefandi á sýning- arbás AB, Eymundsson og Iceland Review á bókasýningunni í Frank- fiirt. Sýna á alþjóðlegu bóka- sýningunm í Frankfurt DAGANA 5.-10. október verður alþjóðlega bókasýningin í Frank- fiirt haldin í fertugasta sinn. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, forlögin sem sýna eru 7.456 og frá 93 löndúm. Bókatitlar sem kynntir eru á sýningunni eru um eða yfir 300.000 og þar af nálægt 60.000 nýútkomnar bækur. Almenna bókafélagið, Iceland Review og Eymundsson hafa um árabil verið með sýningarbás á bókasýningunni og kynnt útgáfu- verk sín. Verður svo einnig í ár. Kynningarstarfið hefur borið góðan ávöxt. Sem dæmi má nefna bókina The Naked Machine, ljóð eftir Matt- hías Johannessen, sem út kom í Englandi fyrr á þessu ári og er árangur samninga sem tókust með Almenna bókafélaginu og Forrest Books á bókasýningunni 1987. Að þessu sinni mun AB leggja sérstaka áherslu á að kynna skáld- verk Einars Más Guðmundssonar á sýningunni í Frankfurt. Einar Már er þegar mjög þekktur á Norður- löndum, bækur hans hafa komið út á dönsku, norsku og sænsku. Þá er skáldsagan Riddarar hring- stigans væntanleg á þýsku á næstu vikum. Vonir standa til að skáldsag- an komi einnig fljótlega út á ensku. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.