Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 19 HEIMSBIKARMÓTIÐ í SKAK Jafntefliskóngar setja svip á mótið Skák Karl Þorsteins og Bragi Kristjánsson ÞEIRRI kenningu er oft haldið á lofti að meðal sterkustu skák- manna heimsins séu hrein úrslit í viðureignum þeirra innbyrðis heldur sjaldgœf og baráttan í Iág- marki. Meira sé lagt í að veijast ósigri frekar en að leggja í áhætt- usamar vinningstilraunir. Friðar- samningar séu þvi hentug lausn sem fáum sé Qarri skapi. Þegar taflmennskan á Heims- bikarmótinu í Borgarleikhúsinu er skoðuð er ekki laust við að lýsingin að ofan eigi við allnokkra af þeim skákmönnum sem þar beijast. Fyrr- verandi heimsmeistarar, Boris Spassky og Mikhail Tal, eiga vissu- lega heima í þessum hópi. Tal hefur raunar þá afsökun að hann gengur ekki heill til skógar, en Spassky enga aðra en þá að áhugann skortir. Sé honum á hirín bóginn ögrað og and- stæðingurinn sýnir einhverja sókn- artilburði fær hann skjótlega að fínna fyrir því. Sá þriðji og örugglega lit- Iausasti skákmaðurinn á mótinu er Ungverjinn Zoltan Ribli. Einn erfið- asti andstæðingurinn til að vinna, segir í kynningarorðum, og vissulega eru sigrarnir álíka sjaldgæfir gegn sterkum skákmönnum. Því miður setja þessir keppendur svip sinn á mótið þegar tveimur og þremur skákum er lokið í hverri umferð örfáum mínútum eftir að hún byrjar. Taflmennska annarra kepp- enda er nefnilega bráðskemmtileg og þess virði að fylgjast með. Heims- meistarinn Garry Kasparov er auð- vitað sá keppandi sem mesta athygli vekur. Hann vakti athygli strax á bamsaldri fyrir kraftmikinn sókn- arstíl og á nú möguleika að hnekkja stigameti því sem Fischer setti á skákstigalista ELO fyrir fimmtán árum. Til þess þarf hann þrettán vinninga í umferðunum sautján. Ef gætt er að því að hann hefur eigi tapað skák gegn öðrum skákmanni en Karpov síðan í Dubai 1986 er ekkert ólíklegt að metinu verði hnekkt nú. En það eru fleiri skákmenn sem mikils má vænta af. Eistlendingurinn Ehlvest er einn þeirra og gæti bland- að sér í baráttuna um efstu sætin. Hann er ekki kunnur skákmaður á Vesturlöndum en oft líkt við landa sinn skáksnillinginn Paul Keres vegna frumlegrar og skemmtilegrar taflmennsku. Hann ásamt ensku skákmönnunum Nunn og Speelman og sovéska stórmeistaranum Beljav- sky eru þeir keppendur að mínu viti sem líklegastir eru til að keppa við heimsmeistarann um sigursætið á mótinu ... Islendingamir Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson hafa báðir farið heldur rólega af stað og hafa einn vinning hvor um sig. Margeir teflir sem gestur á mótinu og er stigalægstur keppenda. Hann hefur þó sýnt að hann er verðugur fulltrúi landans á mótinu. Slæmur afleikur í betri stöðu gegn Timman í þriðju umferð er örlagavaldur um það að nú situr hann í hópi keppenda í neðri sætum mótsins í stað þess að vera í toppbaráttunni. Tap Jóhanns Hjartarsonar gegn Portisch svíður skákáhugamönnum einnig sárlega. Ungverjanum hefur ing matvæla vegna þurrka og örrar fjölgunar íbúa. Stríðsrekstur landsins í Vestur Sahara hafí svo enn aukið álagið á Qárlög lands- ins. Barclays segir að frá og með árinu 1983 hafí stjómvöld í æ ríkari mæli leitað eftir aðstoð er- lendis frá til að mæta þessum vanda. Á því ári var gripið til víðtækra efnahagsráðstafana fjárlög skorin niður og hömlur settar á innflutning. Hefur þeirri stefnu verið fylgt síðan. Einnig var leitað til Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins með aðstoð og studdi sjóðurinn aðgerðir stjómvalda. Á síðustu árum hafa stjómvöld þurft að endursemja um skuldir við heístu lánardrottna sína. Þannig hafa stjómvöld í þrígang skuldbreytt mikilli skuld sinni við meðlimi í Parísarklúbbnum, nú síðast í mars í fyrra er gjaldfallin afborgun upp á 900 milljónir króna var breytt í 10 ára lán af- borgunarlaust fyrstu 5 árin. Þá hefur verið skuldbreytt 2 milljarða dollara láni við tvo einkabanka sem gjaldfalla átti milli 1985 og 1988; Mikill áhugi innanlands Mikill áhugi er fyrir þessu verk- efni hér innanlands. Landsam- band iðnverkafólks hefur ályktað að stefna beri að þessari smíði. Þingmenn Reykjanes kjördæmis telja hana áhugaverðan mögu- leika. Og nú hefur Málm-og skip- asmíðasamband íslands sent frá sér einróma samþykkt þar sem skorað er á ríkisstjómina að verða við tilmælum Stálvíkur um ríkis- ábyrgð og framlagi til markaðsá- taks. Þær 270 milljónir sem Stálvík hefur farið fram á eru annars vegar 130 milljón krónur í formi þróunaraðstoðar til Marokkó og hinsvegar 140 milljónir til mark- aðssetningar. Júlíus Sólnes stjóm- arformaður Stálvíkur segir að þessa beiðni sé auðvelt að rökstyðja með tilvísun til þess að þama er aö opnast nýr markaður og því verði einhveiju að kosta til við að komast inn á hann. Aðrar þjóðir hafí alltaf, við þessar aðstæður, boðið vöru sína fyrst á lægsta hugsanlega verði en síðan hækkað það er þær hafa náð fót- festu á viðkomandi markaði. Það virðist engin spuming að í Mið-Austurlöndum er að opnast stór markaður í nýsmíði fískiskipa og sá sem verður fyrstur inn á þann markað á mesta möguleik- ana í framtíðinni. Talað hefur verið um að hægt sé að tryggja íslenskum skipasmíðastöðvum næg verkefni næstu 15-20 árin. íslandsvinurinn Jörgen Holm, sem átti stóran þátt í að ná þessum samning til Stálvíkur, segir að íslendingar eigi gífurlega mögu- leika á þessum markaði. Hann segir að menn verði að hafa i huga að sér sé ekki eingöngu verið að ræða um skipasmíði fyrir Marokkómenn heldur einnig írani og Saudi Araba. í huga Jörgen Holm er það engin spuming að skipasmíði fyrir arabíska aðila geti orðið mikil lyftistöng fyrir skipasmíðaiðnaðinn hérlendis. Tíminn að renna út Stjómvöld vinna nú að ná- kvæmri athugun á samningi þeim sem fyrir liggur og óskum Stálvík- ur í tengslum við hann. Ekki hef- ur enn verið tekin nein ákvörðun af hendi stjómvalda. Hinsvegar er ljóst að tíminn er að verða naumur og segja Stálvíkurmenn að ákvörðun verði helst að liggja fyrir ekki seinna en nú um helg- ina. gengið heldur .brösuglega upp á síðkastið. Tapaði þannig þremur síðustu skákunum á Tilburg-mótinu nýlega og mátti þola háðulegt tap gegn Margeiri í 2. umferð. Byijunar- taflmenrískan í skák þeirra félaga í þriðju umferð gaf þó enga ástæðu til bjartsýni fyrir hönd Jóhanns því peðastaða hans riðlaðist og uppskipti urðu á sterkum biskup hans. í mið- taflinu sýndi Jóhann fyrst hvað í honum býr. Í kjölfar ráðleysislegra leikja Ungveijans tóku riddarar Jó- hanns sér bólfestu á miðborðinu og höfðu ýmsar hótanir gegnt kóngs- stöðu Portisch. Staðan varð ógn- vænlega flókin og töldu skákský- rendur á víxl stöðuna vænlega elleg- ar hartnær tapaða fyrir Jóhann. í tímahrakinu varð honum það á að tefla of varlega í stað þess að leggja í harðsvíraða sókn gegn hvíta kóng- inum og eftir ónákvæma leiki í fram- haldinu varð Jóhann að játa sig sigr- aðan eftir 59 leiki. í gær áttu keppendumir frí á Heimsbikarmótinu en 4. umferð hefst í dag kl. 17 í Borgarleikhúsinu og tefla þá saman: Margeir Pétursson — Jóhann Hjartarson. Andrei Sokolov — Lajos Portisch. Garry Kasparov — Zoltan Ribli Mikhail Tal - Jonathan Speelman Viktor Kortsnoj — Ulf Andersson John Nunn — Artur Júsúpov Boris Spassky — Predrag Nikolic Alexander Beljavsky — Jaan Ehlvest Jan Timann — Gyula Sax. Að lokum skulum við líta á hina kynngimögnuðu viðureign Portisch og Jóhanns í þriðju umferð. Hvítt: Lajos Portisch. Svart: Jóhann Hjartarson. Bogo-indversk vöm. I. dl - RfG 2. c4 — e6 3. Rf3 — Bb4+ 4. Bd2 — c5 5. Bxb4 — cxb4 6. g3 - 0-0 7. Bg2 - d6 8. Rbd2. Venjulega er hrókerað hér og t.d. 8. 0-0 - He8 9. a3 - Rc6. 8. - Dc7 9. 0-0 - b6?! 10. d5! - Bb7. 9. leikur svarts var fífldirfskuleg- ur. Nú mátti t.d. ekki 10. — e5? 11. Rxe5! — dxe5 12. d6 og hrókurinn á a8 fellur. II. dxe6 — fxe6 12. Rd4 — Bxg2 13. Kxg2 - e5 14. Rf5 - Rc6. Svona myndi ekki þýða að tefla ef andstæðingurinn væri Karpov. Bakstætt peð á d6 ásamt uppskipt- unum á hvítreita biskup svarts myndi gera eftirleikinn einungis tæknilegt atriði. Nú byijar Jóhann hins vegar að tefla af mikilli hugvitssemi. Hann staðsetur riddarapar sitt á góðum reitum á miðborðinu þar sem þeir eru tilbúnir til ógnvænlegra aðgerða. Taflmennska Portisch er á hinn bóg- inn ráðleysisleg. 15. Rf3?! - Had8 16. Re3 - Kh8 17. Hcl - Db7 18. Rd5 - Re4! 19. Dc2 - Rc5 20. Rg5 — g6 21. Dd2 - b5 22. £3 - b3! 23. a3 - Rd4. um. Tímaskortur var nú farinn að hijá keppendur og hafði Portisch snöggtum meiri tíma til að ljúka tímamörkunum við fertugasta leik. 31. Rgl - Hdf8 32. Hccl - Dg6 33. Rc3 - h5 34. Hf2 - Rce6 35. Hcfl - h4 36. g4 - Rf4+ 37. Khl - Hc8 38. Hdl - De6 39. Hfd2 - Hc6 40. Rd5 - Hc2 Tímamörkunun er náð. Það er ljóst að hvítur hefur náð að bæta sinn hlut í tímahrakinu og skoðanir voru skiptar hvemig möguleikamir væm í þessari stöðu. Staðan er gífurlega flókin og minnsta ónákvæmni getur verið örlagarík. 41. Rxf4 - gxf4 42. D£2 - Hh7 43. Re2 - Hxd2 44. Hxd2 - Dc4! Svartur fómar peði en fær sóknar- færi fyrir. Hvítur má auðvitað nú ekki leika 45. Rxd4?? — Dcl+ 46. Kg2 — h3 mát! Annar möguleiki fyrir svartan var hins vegar 44. — Rxe2 45. Dxe2 - Hc7I? 45. Rxf4 - Dcl+ 46. Kg2 - Kg8 47. Rd5 - Hf7?! Mikil umskipti hafa verið í síðustu leilgum. Riddarar svarts hafa tekið sér bólfestu á miðborðinu en liðs- menn hvíta liðsaflans em hins vegar á hrakhólum um skákborðið. 24. e4 - bxc4 25. Hxc4 - h6 26. Rh3 - g5 27. Hc3 - Dn 28. De3 - Dg6 29. Re7 - Dh7 30. Rd5 - Hf7. Vitanlega sættir Jóhann sig ekki við þrátefli nú með 30. — Dg6 og teflir ótrauður til vinnings. Svartur undirbýr nú að tvöfalda hrókana á f-línunni með margvíslegum hótun- 47. — h3+ 48. Kg3 — Hf7 var nákvæmara. Þá gengur ekki 49. f4? — exf4 50. Rxf4 — Re6. Bestu mögu- leikamir væm fólgnir í 49. Hxd4! — exd4 50. Dxd4 - Del+ 51. Df2 og staðan er óljós. Til þráskákar leiðir líklegast 47. — h3+ 48. Kg3 — Rxf3!? 49. Rf6+ - Kg7 50. Rxh7 - Rxd2 51. Df6+ 48. f4 - Re6 49. f5 - Rg5?! Nákvæmara var að skjóta inn 49. — h3+ 50. Kg3 — Rg5 þótt möguleik- ar hvíts séu vissulega betri eftir 51. He2. Nú er taflið tapað. 50. He2 - Dc4 51. De3 - Kfö 52. h3! - Hg7 53. Rc3 - a5 54. Hd2 — Dc6 55. Dd3 - Hd7 56. De3 - Hg7 57. Hf2 - Dc4 58. ffi - Hg6 59. Db6 og svartur gefst upp. Mótettukór Hallgrímskirkju. V etrarstarf Mótettukórsins VETRARSTARF Mótettukórs Hallgrímskirkju í Reykjavík er að heQast þessa dagana. Þetta verður 7. starfsár kórsins, en hann var stofiiaður haustið 1982. Kórstarfið verður með nokkuð breyttu sniði á þessum vetri, þar sem unnið verður samhliða að tvenns konar verk- efiium. Aðalverkefnið verður óratórlan Elía eftir Mendelssohn, sem verður flutt með einsöngvurum og Sin- fóníuhljómsveit íslands í maí nk. Þetta viðamikla, rómantíska tón- verk, sem er ein merkasta órat- ória 19. aldarinnar, þarfnast stærri kórs en Mótettukórinn er, enda kórhlutverkið mjög stórt. Þess vegna kallar Mótettukórinn eftir viðbótarsöngfólki sérstaklega fyrir þetta verkefni. Önnur vikuleg æfíng kórsins, þ.e. á þriðjudags- kvöldum, verður eingöngu notuð til æfínga á Elía með hinum stækkaða kór. Á hinni æfíngunni, á laugardagsmorgnum, æfír Mót- ettukórinn í sinni hefðbundnu stærð mótettur án undirleiks, sem m.a. verða sungnar á aðventutón- leikum og vortónleikum. Auk þess vinnur hann að upptökum fyrir hljómplötur með innlendum og erlendum söngverkum af efnisskrá undanfarinna ára. Á næsta sumri er fyrirhuguð söngferð til Frakk- lands og verður sungið í Lyon, Nice, París og víðar. Þar sem stækka á kórinn fyrir Elía Mend- elssohns getur hann nú bætt við sig nokkrum söngvurum. Inntöku- próf fara fram í Hallgrímskirkju nk. föstudag, 7. október, og mánu- dag 10. október á milli klukkan 17.00 og 19.00. Æskilegt er að umsækjendur hafí einhveija reynslu af tónlistariðkun. Stjóm- andi Mótettukórs Hallgrímskirlgu er Hörður Áskelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.