Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 Saga, þekking og veruleiki Bókmenntir Guðmundur H. Frímannsson Þorsteinn Vilhjálmsson: Heims- mynd á hverfanda hveii I, Mál og menning, 1986, 323 bls. Á síðustu áratugum hefur vísindasögu vaxið mjög fískur um hrygg og er nú orðin gild grein í heimi skipulegra fræða. Hún teng- ist eðlilega vísindaheimspeki og þeim vísindagreinum, sem saga er sögð af. Kannski er þekktasta dæmi af vísindasagnfræðingi á seinni árum Thoms Kuhn, Bandaríkja- maður sem setti fram merkilega kenningu um vísindabyltingar, til- drög þeirra og eðli. Þessarár þróun- ar hefur séð nokkum stað í ritum íslenzkra heimspekinga, eins og til dæmis í bók Erlends Jónssonar Vísindaheimspeki, og nú hefur Þorsteinn Vilhjálmsson, eðlisfræð- ingur, ritað sögu stjömufræðinnar í tveimur bindum. I þeim er rakin saga hennar frá upphafi og fram til Newtons. Fyrra bindið, sem hér verður gert að umtalsefni, nær frá upphafi til Kópemikusar, sem gaf út fræga bók um snúninga himin- hvelanna árið 1543. í þessari bók em sex kafiar. í Klarinettu- námskeið í Norræna húsinu NÁMSKEIÐ ætlað klarinettu- nemendum, klarinettuleikurum og öðrum áhugamönnum og tón- listarunnendum hefst í Norræna húsinu mánudaginn 10. október. Leiðbeinandi á námskeðiinu verður enski klarinettuleikarinn og fræðimaðurinn Pamela West- on. Auk kennslunnar mun Pamela Weston halda þijá fyrirlestra. Mánudaginn 10. október heldur hún fyrirlestur sem hún nefnir „Weber, Mayerbeer, Mendelssohn og klarinettuleikarinn Heinrich Barmann". Þriðjudaginn 11. október: „Meine Primadonna". Fjallað um klar- inettuverk J. Brahms og kveikjuna að þeim. Miðvikudaginn 12. október held- ur hún fyrirlesturinn „Túlkun klar- inettuverka Carl Maria von Weber, inngangi er gerð grein fyrir því, sem Þorsteinn nefnir söguskekkju, sem hann vill forðast. Söguskekkja er að meta atvik og verk fortíðarinnar í ljósi vitneskju nútímans. Slíkt mat er óhjákvæmilega bjagað og til að skilja til einhverrar hlítar vísindi fortíðarinnar þarf að reyna að átta sig á, hvað það var, sem menn vissu á þeim tíma. í þessum kafla er einn- ig lýst því, sem við sjáum með ber- um augum á himninum og hve mikillar þekkingar hægt er að afla sér með því einu saman. Það er nokkuð mikið af tækniorðum í þess- um kafia og stundum ekki auðvelt að skilja hann, en ef lesendur eru reiðubúnir að skoða hann oftar en einu sinni ætti hann ekki að valda neinum vandræðum. Mér virðist það takast vel að lýsa viðfangsefninu og fá lesendur tii að setja sig í spor stjömuskoðaranna. Ég held reyndar að það sé lær- dómsríkt fyrir alla að hugsa um, hvað það er, sem þeir sjá á himnin- um með eigin augum. Hvað hefur hver maður í eigin reynslu, sem segir honum, að jörðin sé hnöttótt og snúist í kringum sólina? Það er afskaplega fátt. Af hverju er ekki jafn skynsamlegt að trúa því að sólin snúist í kringum jörðina og Pamela Weston heldur klar- inettunámskeið í Norræna hús- inu í næstu viku. með tilliti til frumhandrita". Fyrirlestramir verða á ensku með tóndæmum og litskyggnum og hefj- ast allir kl. 17.00. Að námskeiðinu standa Tónlist- arskóli FÍH, Tónlistarskóii Kópa- vogs, Tónlistarskólinn í Reykjavík og Félag tónlistarkennara. Mennta- málaráðuneytið hefur veitt styrk til námskeiðsins. jörðin sé flöt? Svona spumingar valda því að flestir brosa góðlátlega og vorkunnsemin í rómnum segir að það sé eitthvað að manni, sem leyfir sér að spyija þeirra. En til- gangurinn með þeim er margvísleg- ur. Einn er sá að benda á, hve reynslan ein og sér er fátæklegur mælikvarði. Annar er að benda á að langflest fólk, hvort sem það hefur verið lengur eða skemur í skóla, hefur aldrei haft fyrir því að sannreyna það, hvort jörðin snýst í kringum sólina eða öfugt. Það hefur hvorki tíma, löngun eða tæki- færi til þess. Við treystum því að vísindin hafi komizt að hinu sanna í því efni. Viðbrögð af því tæi, sem ég lýsti, era líka til marks um kenni- vald vísindanna í nútímanum. Þau hafa mótað vestræna menningu umfram flest annað og það era hreinlega ekki góðir mannasiðir nú á dögum að efast um ýmsar niður- stöður þeirra. Hvemig er venjulega bragðizt við fólki, sem heldur því í alvöra fram nú, að jörðin sé flöt og mennimir séu ekki komnir af öpum? Það er eitthvað að því, ann- aðhvort blindað af fordómum eða fáfræði. Ástæðan til svona við- bragða er fyrst og fremst sú, að flest fólk nú á dögum telur það sjálf- sagt að trúa ýmsum grundvallar- kennisetningum vísindanna. Það er því lærdómsríkt fyrir alla að átta sig á, hvemig vísindin hafa þróazt í aldanna rás og hugmyndir manna breytzt. í þessari bók er til dæmis greint frá því, hve löng hefð er í raun fyrir því að telja jörðina vera kúlu og hve eðlilegar ástæður liggja til þess. Hin eiginlega saga hefst með frásögn af egypskum stjömufræð- um. Það er alveg ljóst að Egyptar til foma réðu yfir veralegri þekk- ingu á tækni og tímatali. Egypskir prestar söfnuðu þekkingunni saman og beittu henni til að reikna út, hvenær flóð yrðu í Nfl og ýmissa annarra nytsamra hluta. í sama kafla er einnig greint frá framlagi Babylóníumanna, sem með reikni- vísi sinni bættu töluverðu við þekk- inguna á himintunglunum. I þriðja kafla er greint frá að- draganda gullaldar Fom-Grískrar menningar. Á því skeiði er hægt að nafngreina suma þá, sem áttu hlut að þeirri þróun. Þar má sjá nöfn Pýþagórasar, Þalesar, Zenóns frá Eleu, Demókrítosar og Sókrat- esar og margra fleiri. Þar má sjá kenninguna um höfuðskepnumar íjórar, eld, loft, vatn og jörð, atóm- kenningu Demókrítosar og Lev- kipposar og ijöldamargt annað. I flórða kafla er greint frá þeim höfuðspekingum Platóni og Arist- ótelesi og Sókratesi. Aristóteles er Þorsteinn Vilhjálmsson sá, sem mestu skiptir fyrir vísinda- söguna vegna þess að hann dró saman flesta þá þekkingu í skipu- lega heild, sem menn kunnu skil á á fjórðu öld fyrir Krist. Kerfí hans hélzt síðan í öllum aðalatriðum óbreytt fram að því að bylting Kóp: emikusar hefst á sextándu öld. í þessum kafla er einnig greint frá Aristarkosi frá Samos, sem hélt því fram að jörðin snerist í kringum sólina og að síðustu er sagt frá Ptólemaíosi, mesta stjömufræðingi fomaldar, en rit hans Almagest um stjömur himinsins var ekki síðra framlag til vísinda en rúmfræði Evklíðs. í því er fullmótuð jarð- miðjukenningin, þar sem gert er ráð fyrir að sólin snúist í kringum jörð- ina. Á miðöldum ávaxtast vísindaarf- ur fomaldar hjá Aröbum og hinni kaþólsku kirkju. Það var til dæmis eitt aðalverkefni spekinga kirkjunn- ar að felia saman í eina heild heim- speki Aristótelesar og heimsmynd Biblíunnar. Hvað sem mönnum kann að virðast um þá tilraun nú, þá er hún bæði glæsileg og hugvit- samleg. I henni er enn ýmislegt nytsamlegt fyrir nútímamenn, sem vilja fella saman vitneskju vísind- anna og kristni. í sjötta og síðasta kafla þessa bindis er fjallað um Kópemikus, pólska kanúkann, sem endurvekur sólmiðjukenninguna, sem verður síðan undirstaðan í vísindabylting- unni og við hann er kennd. Til við- bótar þessu era sex viðaukar, þar sem ijallað er ítarlega um ýmis atriði úr köflunum. Viðaukakaflinn um kerfi Ptólemaíosar er alveg framúrskarandi góður. Öllum ívitn- unum er safnað aftast. Þar er heim- ildaskrá og fræðiorðaskrá, mynda- skrá, töfluskrá og nafna- og atriðis- orðaskrá. Það er rétt að taka fram, að hér hefur aðeins verið tæpt á fáeinum aukaatriðum í þessari bók til að gefa lesendum hugmynd um, hvað þar er að finna. En það er ótal- margt annað, sem þar er. Það er mikill kostur við þessa bók, hve góðar myndir, teikningar og töflur era í henni. Þær gefa henni aukið gildi og gefa lesendum tækifæri á að fá auðveldlega sýn yfir atburði sögunnar og frá útgáfunnar hendi er bókin framúrskarandi góð. Sama á í rauninni við um höfundarverkið. Eftir því sem ég fæ bezt séð er mjög vel haldið á öllu í þessari sögu. Mér finnst kaflar tvö og þijú síðri en sá síðasti og frásagan batnar því nær sem dregur nútímanum. Mér fannst stfllinn þunglamalegur framan af, en ég felldi mig æ betur við hann er á leið. Þetta kann að stafa af því að mér fannst sumar athugasemdir höfundar í köflum tvö og þijú, sem áttu að tengja efnið við nútímann, ekki sérlega vel heppnaðar. En ég var hrifinn af því að hann gerði góða grein fyrir, af hveiju atómkenningu Demókrítosar var hafnað í fomöld, en það er al- geng villa, söguskekkja myndi Þor- steinn kalla það, að hafa það til marks um fávizku að þeirri kenn- ingu skyldi verða hafnað þá. Mér þótti einnig heppnast ágæt- lega að gera grein fyrir því, að það var ekki sjálfsagt mál að trúa kenn- ingu Kópemikusar og ýmsar þær ráðgátur, sem fylgdu henni, vora sízt auðveldari viðfangs en kenning Ptólemaíosar. En ekki er bókin gallalaus. Á bls. 197 er sagt að talnakerfí Araba hafi verið miklu þjálla en talnakerfí Rómveija og Grikkja. Vandinn við þetta er að það hefur hvergi verið skýrt áður, hvert talnakerfí Grikkja var eða Rómveija. Einnig held ég að það séu fáir heimspekingar, sem hafa sérstakan áhuga á að draga siða- lærdóma af sögu vísindanna, eins og segir í upphafi bókarinnar. Mér finnst raunar einkennilegt að bók Erlends Jónssonar, sem nefnd var áður, skuli ekki vera í heimildalist- anum, þar sem annars er að fínna ýmislegt, sem er óskyldara efni bókarinnar en verk Erlends. Raunar virðist mér að þegar Þorsteinn víkur að álitaefnum í vísindaheimspeki sé textinn ekki eins sannfærandi eins og í frásögninni af þróun hug- mynda innan stjömufræðinnar. Það er óþægilegt að fræðiorðaskráin í þessu bindi skuli ekki vera ítarlegri en raun ber vitni. En þetta er ekki sagt til að draga á neinn hátt úr verðleikum bókarinnar. Þeir era margir og margslungnir og ættu að heilla alla þá, sem hafa yndi af fræðum og skipulegri hugsun um veröldina. ÚRVAL - GÆÐI - ÞJÓNUSTA edl ama/onhí ^PARKETVAL Ármúla 8 - Reykjavík - Sími 91-82111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.