Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 35
arínu Irene, hjúkrunarkonu frá
Rostock, þann 12. febrúar árið 1943
og eignuðust þau flögur böm: Kath-
arina f. 1944, búsett í Engiandi,
Birgir f. 1947 og Gunnar Martin
f. 1954, báðir búsettir í Reyiqavík,
og Kristín f. 1957, búsett á Siglu-
firði.
Fljótlega eftir að Úlfur Gunnars-
son kom til starfa á ísafirði varð
ijóst hvem ágætismann hann hafði
að geyma. Það var ekki aðeins að
bæjarbúar skynjuðu að þeir höfðu
fengið til starfa frábæran lækni,
og höfðu þeir þó kynnst mörgum
afbragðs læknum, heldur fór þar
maður dagfarsprúður, hógvær og
lítillátur, sem vann verk sín af mik-
illi kostgæftii og kunnáttu. Hann
var afbragðs skurðlæknir, með
mikla reynslu og þekkingu, sem
hann hafði aflað sér erlendis, m.a.
á stríðsárunum í Þýskalandi. Að
baki prúðmennskunnar, sem ávallt
fylgdi honum, bjó -þó klmnin og
orðheppinn var Ulfur með afbrigð-
um ef því var að skipta. Á góðri
stund var hann óborganlegur húm-
oristi, sem flestir kunnu að meta.
Það fór ekki hjá því að starfið
tæki flestar stimdir yfirlæknisins.
Hann vann og vann og þrátt fyrir
að hann hefði oftast góða aðstoðar-
menn þá urðu vinnustundimar allt
of margar. Og í tímans rás kom
einnig í ljós að vinnuaðstaðan var
orðin óviðunandi. Gamla-sjúkrahús-
ið; sem byggt var 1925 og var þá
eitthvert glæsilegasta sjúkrahús
landsins, var nú orðið ófullnægjandi
með öllu. Þar vom þrengsli slík, að
ekki reyndist unnt að koma fyrir
nýjum tækjum, þrátt iyrir góðan
vilja, og öll aðstaða starfsfólks var
orðin svo bágborin að erfiðleikamir
margfolduðust. Þetta sá Úlfur og
reyndi eftir megni að opna augu
ráðamanna fyrir þörfinni á bættu
húsnæði. Hann vildi fljótlega
byggja við gamla húsið og lagði
fram tillögur. En menn töldu rétt-
ara að byggja nýtt hús. Reyndin
varð sú, að ráðist var í byggingu
nýs húss, sem nú hefur verið í
smíðum í 13 ár, og enn hefur ekki
leyst gamla húsið af hólmi. Menn
hefðu trúlega farið að ráðum Úlfs,
ef þeir hefðu séð þróunina fyrir.
Það var þó ekki langt í það að Úlfí
auðnaðist að sjá nýja húsið vigt,
e.t.v. nokkrar vikur, og þótt hann
hlakkaði til þeirrar stundar, þá
hafði hann um nokkurt skeið starf-
að í nýja sjúkrahúsinu við sérfræði-
störf.
Þau Úlfur og Benedikta áttu sér
þó griðastað, sumarbústað í
Tungudal, þar sem þau dvöldu eins
lengi og fært var. Allt of oft mun
þó siminn hafa kallað lækninn til
skyldustarfa, bæði á sjúkrahúsinu
og á heimilum hinna flölmörgu fs-
firðinga, sem bám meira traust til
læknis síns en annarra manna. Þá
má ekki gleyma hinum stóra þætti
í störfum Úlfs hér áður fyrr, þegar
hann á öllum tímum var kallaður
til að sinna erlendum sjómönnum,
af togumm, sem leituðu til fsaQarð-
ar. Hann var líka vararæðismaður
Vestur-Þýskalands frá árinu 1961
til dauðadags, enda tengdur þýsku
þjóðinni sterkum böndum.
Eftir áratuga fómfúst starf, sem
tekið hafði sinn toll af þreki okkar
ágæta læknis, gat ekki hjá því far-
ið að bæjarstjómin vildi sýna honum
nokkum sóma og þakklæti. Og því
var það á 65. afinælisdegi hans,
hinn 12. nóvember 1984, að sam-
þykkt var einróma að kjósa Úlf
Gunnarsson heiðursborgara ísa-
Qarðarkaupstaðar. Með kjörinu
vildi bæjarstjórinn votta honum
virðingu sína og þökk fyrir ómetan-
leg og fómfús störf að heilbrigðis-
málum kaupstaðarins um 30 ára
skeið.
Ég átti því láni að fagna að fá
að starfa nokkuð með Úlfi Gunnars-
syni um ævina. Leiðir okkar lágu
saman í stjóm sjúkrahússins, þar
sem ég gegndi formennsku í tæp-
lega áratug. Reyndar lágu leiðir
okkar saman á fleiri sviðum, þar
sem sjúkrahússreksturinn heyrði
undir bæjarsjóð ísafjarðar allt fram
á síðustu ár, en þar var minn vinnu-
staður. Það fór því ekki hjá því að
ég kynntist honum vel. Þessi kynni
hafa orðið mér umhugsunarefni nú,
þegar hann er allur. Skyldum við
Isfirðingar eignast slikan lækni aft-
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988
35
ur? Það em vissulega breyttir tímar
frá því sem áður var og viðhorf
önnur.
Ég kveð Úlf Gunnarsson. Það
sem einkenndi hann í mínum augum
vom trúmennska, hógværð og góð-
látleg glettni, þrátt fyrir gífurlegt
álag alla tíð. Mættum við fá að
njóta starfskrafta fleiri slíkra
manna, hér norður við heimskaut.
Ég vil að lokum votta eiginkonu
hans, bömum og aðstandendum
öllum innilegustu samúð.
Magnús Reynir Guðmundsson,
bæjarritari.
Það er erfitt að ímynda sér ísa-
§örð án Úlfs Gunnarssonar. Eins
og klettur í hafinu, bjargfastur og
óbifandi, stóð hann sína vakt við
læknisstörf á Fjórðungssjúkrahús-
inu á ísafirði í 34 ár, lengst af sem
yfirlæknir, eða til ársins 1981.
Hann var enn i fullu starfi er hann
lést svo sviplega á heimili dóttur
sinnar í Englandi.
í hugum almennings var Úlfur
ekki bara skurðlæknir. Hann var
persónugervingur sjúkrahússins og
læknislistarinnar þar; ósérhlífinn og
samviskusamur, alltaf reiðubúinn á
nóttu sem degi, hvort sem kallið
kom af sjúkrahúsinu, heimili, úr
nágrannabyggðum, af heiðum há,
eða af Halamiðum.
Válynd veður og ófærð vom hon-
um sjaldnast farartálmi, þó ekki
væri bílfært. Þá dugðu hestur, reið-
hjól, bátkæna, varðskip, flugvél,
eða tveir jaftifljótir honum alveg
eins vel. Kallinu skyldi hann hlýða,
hvað sem raulaði og tautaði. Á
slíkum stundum þurfti Úlfur oft að
sinna sjúkum og slösuðum við erfið-
ar aðstæður og frumstæðustu skil-
yrði. Rólyndi hans, ótrúlegri útsjón-
arsemi og leikni var viðbrugðið á
neyðarstundu.
Þau fóm hljótt afreksverkin hans
Úlfs og urðu aldrei blaðamatur, eins
og nú er títt. En þau greyptu sig
í hjörtu þeirra, sém nærri stóðu,
og munu halda nafni hans á loft
um langa framtíð.
Úlfur réðst til yfirlæknisstarfa
við Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði
árið 1954. Hann var þá talinn einn
menntaðasti og færasti skurðlæknir
Minning:
landsins. Hann hafði hlotið eldskím
sína við læknisnám í Þýskalandi
stríðsáranna, og verið við sémám
í FVakklandi, Englandi, Danmörku
og víðar.
Mörg fyrstu ár Úlfs á ísafirði
Ásdís Svavarsdóttir
vom fáir læknar starfandi í bænum.
Vinnudagurinn langur og slítandi
og frídagar fáir. Vestfjarðamið vom
full af innlendum og erlendum fiski-
skipum allan ársins hring, og leit-
uðu þau undantekningalaust til ísa-
fjarðar eftir læknishjálp. Ef minnst
er á Ísaíjörð við erlenda g'ómenn
frá þessum ámm við íslandsstrend-
ur, koma tvö nöfii strax upp í huga
þeirra. Annað er Úlfur læknir. Hitt
er nafn góðvinar hans, Einars lóðs
Jóhannssonar. Úlfs verður þannig
minnst víðar en á Vest§örðum og
í fiskibæjum íslands. í fjölmörgum
útgerðarbæjum Englands, Þýska-
lands, Belgiu, Færeyja og Noregs
er hann enn ofarlega í huga margra
ijölskyldna, sem eiga honum líf og
heilsu fyrirvinnunnar að launa.
Við, samstarfsfólk Úlfs á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu, sjáum á eftir frá-
bæmm lækni, og kannski enn betri
manni. Söknuður okkar er mikill.
Gamla sjúkrahúsið okkar verður
tómlegt án hans. Alúð Úlfs, vin-
gjamleiki og vinskapur í garð okkar
allra var einn af homsteinum húss-
ins og átti að fara með okkur yfir
í nýtt sjúkrahús í haust; húsið sem
Úlfur beið svo lengi eftir. Guð gefi
að sama gæfa fylgi starfí okkar þar
og einkenndi störf hans á gamla
staðnum.
ísfirðingar hafa misst lífakkeri
sitt til margra ára; mann sem var
þeim jafrimikill vinur og læknir.
Fyrir marga þeirra var Úlfur og
læknisþjónusta ennþá einn og sami
hluturinn.
Við þökkum Úlfí samstarfið á
liðnum ámm. Benedictu þökkum
við hennar stóra þátt í þvi sam-
starfi. Hún varð stoð og stytta Úlfs,
hollvinur og sálusorgari á erilsamri
starfsævi. Henni, bömum þeirra og
Qölskyldum sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Starfsfólk FSÍ og HSÍ
Mig langar með þessum fátæk-
legu orðum að kveðja tengdamóður
mína, Ásdísi Svavarsdóttur, sem í
dag verður jarðsett frá Fossvog-
skapellu í Reykjavík. Ásdis hafði
lengi átt við erfið veikindi að stríða
og undmðust margir þrek hennar.
En henni var ekki tamt að kvarta
og ef hún var spurð um eigin líðan
beindi hún talinu iðulega að öðm.
Þess vegna held ég að við höfum
kannski ekki alltaf gert okkur grein
fyrir þjáningum hennar. Ásdís var
fædd á Sauðárkróki 24. febrúar
1931, elsta dóttir hjónanna Sigur-
bjargar Ögmundsdóttur og Svavars
Guðmundssonar. Hún giftist ung
Agli Halldórssjmi og bjó í Reykjavík
þar til þau slitu samvistum árið
1959. Egill og Ásdís eignuðust 5
böm, Svavar, Sigurbjörgu, Egil
Halldór, Önnu Maríu og Guðjón.
Það hefur ekki verið auðvelt fýrir
einstæða móður með fimm böm að
sjá sér og sínum farborða á þessum
tímum. Skilningur á vandamáli frá-
skilinnar konu með fimm böm lítill,
ekkert Félag einstæðra foreldra eða
dagmæðrakerfi og mæðralaun og
bamabætur hmkku skammt. Ásdís
leitaði til æskustöðvanna. Hún fór
með ijögur yngstu bömin til Skaga-
fjarðar og gerðist þar ráðskona,
fyrst á Ánastöðum, síðan í Breiða-
geiði, en lengst af var hún á Breið.
Elsti sonurinn, Svavar, fór til ömmu
sinnar og afa á Sauðárkróki og bjó
þar alla tíð síðan. Það var merki-
legt að koma til Ásdísar i sveitina.
Það var sama hvemig húsakynnin
vom, hversu margar kýr þurfti að
mjólka eða munna að fæða og þó
úti væri for og bleyta og mörg böm
að leik, alltaf var jafnfínt hjá Ás-
dísi. Samt sást hún aldrei flýta sér
og aldrei hasta á nokkum mann.
Hún vann öll sín verk svo undur
hljóðlátlega, látlaust og skipulega
að það var eins og þau gerðu sig
sjálf. En mikil vinna við erfíðar
aðstæður tók sinn toll. Ásdís veikt-
ist illa af skjaldkirtilsjúkdómi, þurfti
að fara í mikla aðgerð og var alla
tíð síðan veil til heilsu. Arið 1977
kynntist hún á Sauðárkróki eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Gunnlaugi
Sigurgeirssyni. Þau giftust árið
1978 og fluttust til Reykjavíkur þar
sem hún bjó til dauðadags. Gunn-
laugur hefur reynst Ásdísi ómetan-
leg stoð í veikindum hennar. Und-
anfarið hefur hann verið frá vinnu
og gert það kleift að hún gat verið
að mestu leyti heima þrátt fyrir
veikindj sín. Við böm og tengda-
böm Ásdísar emm honum afar
þakklát. Stundum getur dauðinn
verið líkn fró þeim sem mikið hefur
þjáðst. Ég kveð samt Ásdísi með
söknuði og minnist hennar sem
persónugerfíngs rósemi, hæversku,
og lítillætis — hetju hvunndagsins.
Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir
t
Móðir mín og tengdamóðir,
INGIBJÖRG VILBORG BENJAMÍNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 7. október
kl. 15.00.
Þeir sem vildu minnast hennar sérstaklega em beðnir aö láta
Samband fslenskra kristniboðsfélaga njóta þess.
Benedikt Jasonarson, Margrót Hróbjartsdóttir.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
Agústs þórarinssonar,
Höfðagötu 11,
Stykkishólmi,
fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 8. október kl. 14.00.
Marfa Bæringsdóttir,
dætur, tengdasynlr
og barnabörn.
t
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eigin-
konu minnar,
GUÐRÚNAR F. JÓNSDÓTTUR
hjúkrunarfræðlngs.
Jón Halldórsson og fjölskylda.
Erfidrykkjur í hlýju
og vinalegu
umhverfi.
Salirfyrir 20-25
Veitingahöllinni
Veitingahöllin
S: 685018-
o
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar, tengdafaöir og afi,
hálfdAn Agúst jóhannesson,
Stórateig 11,
Mosfellsbæ,
veröur jarösettur frá Lágafellskirkju laugardaginn 8. október kl.
13.30.
Þeir sem vildu minnast hans láti Krabbameinsfélag fslands njóta
þess.
Salóme Þorsteinsdóttir,
Agúst Hálfdánarson, Bente Jensen,
Kristján Þór Hálfdánarson, Margrót Jónsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega samúðarkveöjur og hlýhug viö fráfall sonar okk-
ar og bróður,
INGÓLFS HELGASONAR,
Blrklhlfö 20,
Vestmannaeyjum,
Helgi Gestsson, Amý Jónsdóttir,
systklni og fjölskyldur þeirra.
Kynningarfundur
hjá Guðspekifélaginu
Vetrarstarfsemi Guðspekifé-
lags íslands er þegar hafin. í
vetur verða jafnan erindi á
föstudagskvöldum kl. 21.00 í
húsi félagsins, Ingólfsstræti 22.
Hús félagsins verður opið á
laugardögum kl. 16.00 til 17.00.
Félagamir munu skipta með sér
að sjá um dagskrá milli kl. 15.30
og 16.15. Þar verður m.a. upplest-
ur úr bókum eða tímaritum og
myndbandaefni, en síðan umræður
um það efni, sem tekið verður fyr-
ir hverju sinni. Auk þess verður
bókaþjónustan opin.
Sloifstofan og bókaþjónustan
verða einnig opin á miðvikudögum
frá kl. 16.30 til 17.30.
Hugræktariðkanir verða á mið-
vikudögum.
Kynningarfundur verður laugar-
daginn 8. október kl. 15—17.
Stefnuskrá félagsins verður kynnt,
Qallað verður um sérstæði félags-
ins og frelsi ásamt starfsemi Is-
landsdeildarinnar. Allir eru vel-
komnir, segir í frétt frá félaginu.