Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 Hugleiðingar um PRAGA 88 Frímerki þá ekki sízt, þegar fímm rammar eða 80 blöð voru hámarkið, eins og á PRAGA 88. Ég sá þama t.d. safn, þar sem rakinn var eft- ir ffímerkjum veiðiskapur manns- ins frá örófí alda og fram á okkar dag. Varð það hið fróðlegasta, en hins vegar allt of mikið efni á hverri síðu. Hér verður sem oftast vandratað meðalhófíð. Þama var safn um jólin, þar sem rakin var saga þeirra eftir frímerkjum, umslögum, stimplum og kortum. Kom þar m.a. fram þjóðtrú og siðir hinna ýmsu landa í sambandi við jólahaldið. Var þetta allt tengt saman á hinn skemmtilegasta hátt. Þama mátti m.a. sjá íslenzka laufabrauðið á frímerkjum okkar frá 1981 Þannig gæti ég talað um fjöl- mörg önnur söfn í þessari deild, sem vöktu óskipta athygli mína, þótt því verði sleppt hér. Þrír íslenzkir safnarar sýndu á PRAGA 88. Hálfdan Helgason var þar með safn sitt af íslenzkum bréfspjöldum, sem lesendur munu flestir kannast vel við, enda hefur hann sýnt það víða, bæði hér heima og erlendis. Þetta safn hlaut stórt gyllt silfur. Þá sýndi Páll H. Ásgeirsson flugsögusafn sitt frá ámnum 1928-1945, en það þekkja lesendur einnig mjög vel. Safn Páis hlaut gyllt silfur, og em það hæstu verðlaun, sem það hefur fengið til þessa. Þá sýndi Þór Þorsteins bókina Póst- hús og bréfhirðingar á íslandi í bókmenntadeild, og hlaut hann fyrir silfrað brons. Margt fleira varð mér að íhug- unarefni í sambandi við PRAGA 88, en ég geymi mér það til næsta þáttar. um hrikalegu klettum fyrir ofan bæinn. Söluverð þessarar arkar verður 60 krónur, en verðgildi frímerkisins 40 krónur. Yfírverð- ið, 20 krónur, rennur í Prímerkja- og póstsögusjóð. Þröstur Magnús- son hefur teiknað þessa örk eða hannað undir prentun, en sjálfur Czeslaw Slania gróf hana í stálst- ungu sem hinar fyrri arkir. Þá er smáörkin prentuð í Hollandi. Ekki efa ég, að þessi smáörk verð- ur jafneftirsótt af söfnumm sem hinar fyrri. Ráðstefhuhöllin í Prag. skreyttar, enda reistar á tímum Habsborgaranna í byijun þessarar aldar að ég ætla. Þetta hafa auð- sæilega verið stórglæsilegar byggingar á sínum tíma, en því miður virðast þær í mikilli nið- umíðslu og eins og allt hafí stað- ið þar kyrrt um marga áratugi. T.d. get ég ekki hrósað þeirri hreinlætisaðstöðu, sem sýningar- gestum var boðið upp á í aðalsýn- ingarhöllinni. Frímerkjasýningin dreifðist um þijár aðalbyggingar, svo að nokk- ur gangur var þar á milli. Þar sem heitt var í veðri þessa daga og rakt í lofti, vildu menn eðlilega svitna mjög á rölti um sýningar- svæðið, bæði úti og inni. Hafði hitinn einnig áhrif á efnið í röm- munum, því að sums staðar höfðu merki og umslög dottið niður, þar saman hefur hann dreifzt víða um land, og eru ýmsar skýringar á því. Þá má hér bæta því við það, sem segir í tilkynningu póststjóm- arinnar, að þessi fugl hefur geng- ið undir ýmsum nöfnum meðal almennings hér á Suðurlandi, en öll eru þau þó af sama meiði. Sjálf- um er mér tamast nafnið jaðraki, en jaðraka, jaðrekja og jaðrikja þekkjast einnig, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Hærra verðgildið era 30 krónur. Á því merki sjást hávellur, en þær era andarættar. Hefur hávellu fækkað hér á landi sem varpfugli, en hún er þó enn algeng. sem límið lét undan rakanum. Heyrði ég sagt, að gætt hefði óánægju með þetta í röðum um- boðsmanna. Þetta mun svo hafa verið lagfært hveiju sinni, þegar það kom í ljós. En þetta er nú vandamál, sem fylgir flestum frímerkjasýningum. Eg sá einmitt svipaða sjón í römmum á FIN- LANDIU 88. Mestur hluti sýningarefnisins, sem var í um 4.500 römmum, var í þeirri byggingu, sem sést á mynd þeirri, sem fylgir þessum þætti. Nefnist hún Ráðstefnuhöll- in. Þar var heiðursdeildin, deild dómara og annarra, sem sýndu utan samkeppni. Þá var sjálf sam- keppnisdeildin, bæði í hefðbund- inni frímerkjasöfnun og póstsögu- legu efni, í þessu húsi og ýmislegt fleira, sem hér verður ekki rakið nánar. Satt bezt að segja, er nær ógemingur að komast yfír allt sýningarefni á þessum alheims- sýningum, svo að vel sé, á fáum dögum. Hér fór því fyrir mér, eins og svo oft áður, að ég valdi það fyrst úr, sem ég hafði mestan hug á að skoða, og leit svo á annað síðar, eftir því sem tími gafst til. Býst ég við, að flestum söfnuram sé líkt farið og mér í þessum efn- um. Þá verður þvi og ekki heldur neitað, að oft má sjá sama efnið eða svipað frá einni sýningu til annarrar, svo að þar geta þeir farið fljótt yfir sögu, sem heim- sótt hafa margar sýningar á liðn- um árum. Í því húsi, sem kallast Brassels pavilion, var komið fyrir öllu því efni, sem snerti flugfrímerkja- söfnun. Eins vora þar unglinga- söfíi. í þriðja húsinu, sem nefnt er Vetrarleikvangur, mátti svo Iíta mikinn fjölda mótíf- eða þema- saftia. Ég kom nokkrum sinnum inn í þetta hús, og var alltaf mik- il ös þar eins og raunar alls stað- ar. Er það sízt að undra, því að þetta söfnunarsvið höfðar öragg- lega til margra og ekkert síður til þeirra, sem hafa annars tak- markaðan áhuga á frímerkjasöfn- un almennt, t.d. eftir löndum. Ég heillaðist sjálfur af mörgum söfn- um og dáðist oft að þeirri hug- kvæmni og smekkvísi, sem þar kom fram. Ég merkti t.d. við safn frá Sviss um hestinn og not mannsins af honum um aldir, enda var það bæði fallegt og því snyrti- lega fyrir komið og hvergi of hlað- ið á blöðunum. Hið síðastnefnda vill sem sé oft brenna við hjá söfn- uram, sem telja sigþurfa að koma miklu efni að á hveiju blaði og Dagur frímerkisins 9. okt. nk. Eins og undanfarin ár gefur Póst- og símamálastjómin út smá- örk eða blokk með einu frímerki þennan dag. Þessar smáarkir hafa vakið verðskuldaða athygli safn- ara. Myndefni þessarar arkar er sem tveggja hinna fyrri sótt í ferðabók Pau 1 Gaimards. Er það bærinn á Núpsstað í Fljótshverfí, eins og hann leit út árið 1836 í augum Auguste Mayers með hin- Jón Aðalsteinn Jónsson í síðasta frímerkjaþætti, 20. ágúst sl., var sagt nokkuð frá alheimsfrímerkjasýningu þeirri, sem þá stóð fyrir dyram í Tékkó- slóvakíu. Raunar varð sumt í frá- sögninni fremur stuttaralegt, enda höfðu skipuleggjendur sýn- ingarinnar verið sparir á upplýs- ingar til umboðsmannsins hér heima, hvað þá til annarra. Virð- ist hér sem víða annars staðar gæta þeirra þyngsla og innilokun- ar, sem einkennir hið austræna stjómarfar. Skyldu menn þó ætla, að þeir hefðu veralegan hug á að kynna hið fagra land sitt og fal- legu höfuðborg og laða þannig að sem flesta ferðamenn með hinn harða gjaldeyri, sem þá hungrar vissulega í. Þetta á þá ekkert síður við um frímerkjasafnara úr víðri veröldu en aðra ferðalanga. Hér á eftir verður sagt nokkuð frá hinni miklu frímerkjasýningu, en ég gat þess síðast, að ég hefði í hyggju að skreppa til Pragar. Sú för var farin, og nú koma nokkrar hugleiðingar um sjálfa sýninguna og annað, sem henni tengdist. Ég hélt ásamt konu minni til Tékkóslóvakíu mánudaginn 29. ágúst sl., en þá hafði PRAGA 88 staðið í nokkra daga. Við voram í Prag á miðjum degi og komum okkur vel fyrir á hóteli, sem stend- ur næstum á bökkum Moldár. Næsta dag fór ég á sýninguna ásamt umboðsmanni okkar, Guð- mundi Ámasyni. Á sýningarsvæð- inu, sem neftiist Menningargarð- urinn og er mjög stórt, era marg- ar sýningarhallir, fagurlega Ný frímerki frá póststjórninni Hinn 21. september gaf Póst- og símamálastofnunin út tvö fuglafrímerki. Á ég von á, að þau þyki bæði falleg. Þröstur Magnús- son hefur teiknað þau af mikilli snilld eins og öll önnur fugla- merki okkar á liðnum áram. Þá era þau prentuð í Sviss sem hin fyrri merki í þessum flokki. Á lægra verðgildinu, 5 krónum, er teikning af jaðrakan, sem er vað- fugl. Fyrir nokkram áratugum vora varpstöðvar hans aðeins á vestanverðu Suðurlandi, en smám Veturinn kominn í Bjarnarfjörðinn Morgunblaðið/SHÞ Það er kuldalegt að líta yfir Bjarnarfjörð, en á myndinni sjást bæirnir Klúka, Bakki, Oddi og Baldurs- hagi. Sjá má hvernig heiti lækurinn, sem rennur fram hjá Klúkuskóla, heldur auðu svæði neðan við sundlaugina. Laugarhóli. VETURINN hellti sér yfir Bjarn- arfjörð og nágrenni, laugardags- eftirmiðdaginn 24. september. Á sunnudaginn var orðið alhvítt hér um slóðir og erfitt að leita að fé, en seinni leitir standa nú yfir hér á svæðinu og hafa heimtur verið nokkuð góðar. Réttir voru hér laugardaginn 17. september og var þá réttað í Skarðsrétt og fleiri réttum í Strandasýslu. Var þetta almennt fyrsta smala- mennskan á öræfúm, eða afrétt hér um slóðir. Hafði slátrun haf- ist á Hólmavík, miðvikudaginn 14. september, en þá var slátrað þeim lömbum er smalast höfðu í heima- högum. Smalamennska hefír þannig stað- ið yfir hér tæpan hálfan mánuð og heimtur verið nokkuð góðar. Meðal annars hafði féð sótt nokkuð heim vegna mikilla rigninga og nokkurs kulda. Vora ár hér um slóðir í mikl- um vexti, en það er ekki fyrr en núna á laugardaginn 17. að kuldi verður svo mikill að það tekur að snjóa. Er nú jörð alhvít í byggð og enn meiri snjór á hálendi. Vora þó nokkuð góð leitarskilyrði á laugar- dag fram á kvöld áður en tók að snjóa. Sunnudagurinn var mun erfið- ari, þar sem bæði var landið orðið alhvítt og gerði einnig nokkur dimm él. Þykir mönnum vetur konungur koma snöggt og harkalega að þessu sinni. Á réttardaginn, þann 17. septem- ber, var mikið vatnsveður og rigndi allan daginn. Voru bæði menn og skepnur holdvot, er féð var rekið heim, eða flutt á annan hátt frá réttinni. Reyndu menn samt að fínna sér skjól til að snæða hádegisverð í réttinni, en það er fastur vani að mönnum sé færður matur að heiman í réttina, þegar þeir koma með safn- ið á réttardag. Þá var ekki svo langt síðan að hér hafði verið svo mikil úrkoma að allar ár flæddu um tún og engi í Bjamarfirði. Urðu þá meðal annars skemmdir á eyram Bjamarfjarðarár hjá Skarði, en þar tók áin um metra breiða spildu af landinu á löngum kafla. Var þetta síðustu helgina í ágúst, er flóð og skriðuföll gengu hér norður um allar Strandir. - SHÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.