Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 Bandaríkin: Enn einn kynsjúk- dómafaraldurinn Getur valdið leghálskrabbameini San Francisco. Reuter. VEIRU, sem berst manna í milli við kynmök og er talin vaida leg- hálskrabbameini, verður æ oftar vart í ungum konum í Banda- ríkjunum og er nú orðin algeng- ari en herpes-veiran. Kom þetta fram hjá vísindamanni við Stan- ford-háskólann í gær. Gaiy Schoolnik, aðstoðarprófess- or við læknadeild Stanford-háskóla, sagði á ráðstefnu með fjölmiðla- fóiki, sem §allar um tækni og vísindi, að útbreiðslu HPV-veirunn- ar (human papillomavirus) mætti líkja við faraddur f Bandaríkjunum. „ A síðasta áratug hafa tilfellin rúm- lega sexfaldast og eru nú fleiri en herpes-sýkingar," sagði hann. Schoolnik sagði, að við rannsókn- Franska bylting- in 200 ára 1989: Hátíðahöld ir í San Francisco hefði komið í ljós, að nærri 20% kvenna, sem lifa kynlífí og eru á aldrinum 14-18 ára, væru sýkt. HPV-veiran veldur vægri sýkingu, sem dylst gjama sjúklingnum sjálfum, en getur síðar valdið krabbameini f leghálsi. Kem- ur það oftast í ljós í konum á aldrin- um 20-29 ára. Rannsóknir í Evrópu benda til, að þar séu allt að 17% kvenna sýkt. Á síðasta ári voru skráð 14.000 ný tilfelli leghálskrabbameins í Bandaríkjunum en talið er, að þá hafí greinst hálf milljón tilfella af krabbameini í kynfærum í heimin- um öllum. „Það virðist enginn vafí leika á, að krabbamein í kynfæram stafar oftar en ekki af veirum, sem berast á milli við kynmök," sagði Schooln- ik og bætti því við, að legháls- krabbamein væri algengast í kon- um, sem hæfu kynmök snemma, hefðu átt sér marga rekkjunauta og verið með karlmönnum, sem sýkst hefðu af kynsjúkdómum. Reuter Ófriður íáratug Enn er hart barist í Afganistan og í fyrradag létust 23 og 13 slösuðust þegar langferðabifreið ók yfír jarðsprengju. Hér eru skæraliðar að skoða leifar brynvarinnar bifreiðar skammt frá borginni Kandahar en um hana hefur oft verið barist grimmilega í stríðinu, sem nú hefur bráðum staðið í áratug. clllt lldBSt^ ár Sjónvarpseinvígi varaforsetaefiianna: Quayle harðskeyttari en demókratar höfðu vænst Óheppilegur samjöfhuður við Kennedy forseta kom þó Quayle í slæman bobba Omaha, Bandarflgunum. Reuter. The Daily Telegraph. Reuter Lloyd Bentsen (t.v.), varaforaetaefni demókrata, og Dan Quayle, varaforsetaefhi repúblikana, takast í hendur að loknu sjónvarpsein- París. Reuter. FRAKKAR ætla að halda mynd- arlega upp á 200 ára afmæli firönsku byltingarinnar á næsta ári. Fjölda þjóðarleiðtoga verður boðið til veislunnar sem hefet 14. júlí, daginn sem æstur múgur réðst inn í Bastiiluna árið 1789. Jack Lang, menntamálaráðherra Frakka, sagðist vonast til þess að hátíðarhöldin yrðu til þess að ýta undir að mannréttindi væru í heiðri höfð hvarvetna í heimin- um. Hátíðarhöldin, sem eiga að standa yfír allt næsta ár, ná há- marki á þjóðhátíðardegi Frakka, Bastilludeginum, 14. júlí. Jacques Chirac, borgarsljóri Parísar, hefur gagnrýnt að á sama degi verði haldin ráðstefna vest- rænna iðnríkja í París. Sagt er að Chirac hafí ráðlagt Parísarbúum að yfírgefa höfuðborgina dagana 13.-16 júlí því öryggisráðstafanir verði fyrirferðarmiklar. Hátíðarhöldin hefjast 1. janúar þegar blöðram verður sleppt í öllum helstu borgum Frakklands en aðal- hátíðarhöldin fara fram á tímabilinu maí til september. Við höll Loðvíks 16. verður sett á svið þingmanna- ganga en fyrir 200 áram kallaði konungur þingmenn til sín að heyra um vaxandi óánægju þegnanna. Þá heldur franski rokktónlistarmaður- inn Jean-Michel Jarre tónleika á Concorde-torgi, þar sem Loðvík 16. og Marie-Antoinette voru háls- höggvin. Pólland: Samstaða er stórhættuleg Varsjá. Reuter. PÓLSKI kommúnistaflokkurinn hefur útilokað, að viðræðumar við Samstöðumenn síðar í mán- uðinum leiði til þess, að samtök- in verði leyfð á ný. Segir frá þessu í leynilegri flokksskýrslu, sem send var flokks- formönnum vítt og breitt um landið 26. september sl. Er hún nú komin í hendur Samstöðumanna en þar kemur fram, að flokknum stafí ekki meira hætta af öðru en endur- reisn óháðu verkalýðsfélaganna. Sagði þar ennfremur, að besta ráðið væri að „draga stuðnings- menn Samstöðu inn í opinberu verkalýðsfélögin og svæfa og bræða inn í opinbera verklýðskerf- ið“. STUÐNINGSMENN þeirra Dans Quayles, varaforsetaefíiis repú- blikana, og Lloyds Bentsens, varaforsetaefíiis demókrata, voru almennt ánægðir með frammistöðu sinna manna í sjón- varpskappræðunum sem fram fóru á miðvikudagskvöld. Skoð- anakannanir að undanfömu hafa sýnt að mun fleiri kjósendur tejja Bentsen hæfan til að gegna for- setaembættinu komi eitthvað fyrir sjálfan forsetann, en von repúblikana var sú að Quayle tækist að auka trú almennings á pólitískri reynslu hans og hæfhi. Virðist þeim hafa orðið að ósk sinni enda þótt Bentsen stæði sig betur að flestra áliti í kappræð- nnnm þar sem orðaskipti urðu stundum mjög hvöss. Flestir stjómmálaskýrendur álíta að Quayle hafí orðið illa á í mess- unni er hann ræddi um pólitíska reynslu sína og sagðist hafa jafn- langa reynslu af þingstörfum og John Kennedy er hann var kosinn forseti 1960. f fyrsta lagi er þetta ekki rétt; Kennedy hafði setið tveim áram lengur á þingi en Quayle. í öðra lagi neytti Bentsen færis og sagði:„01dungadeildarþingmaður, ég þekkti Jack Kennedy. Ég sat á þingi með Jack Kennedy. Hann var vinur minn.“ Stutt þögn. „Öldunga- deildarþingmaður, þú ert enginn Jack Kennedy!" í salnum voru jafn margir stuðningsmenn úr liði beggja frambjóðenda og var eftir- tektarvert að sumir stuðnings- manna Quayles tóku undir með demókrötum sem fögnuðu ummæl- um Bentsens ákaft. Athugasemd Bentsens virtist slá Quayle út af laginu. Hinn vafasami mannjöfnuður Quayles fór fram seint í kappræð- unum en lengst af sótti hann hart fram og fyrst og fremst að Michael Dukakis, forsetaframbjóðanda demókrata og ríkistjóra Massac- husetts er ekki var viðstaddur. Quayle hamraði á því að Dukakis væri róttækur vinstrisinni er vildi leysa öll vandamál með skatta- vígi þeirra á miðvikudagskvöld. hækkunum, veikja vamarbúnað landsins og hefði einfeldningslegar skoðanir á utanríkismálum. Quayle ræddi lítt hæfíleika og skoðanir Bentsens en sagðist búa yfír meiri reynslu af utanríkis- og vamarmál- um en forsetaframbjóðandi demó- krata. Quayle sagði forseta verða að kunna nokkur skil á tæknilegum atriðum vamarmála þegar samið væri um afvopnun. Hann benti einn- ig á að sjálfur hefði hann átt fundi með erlendum leiðtogum á borð við Margaret Thatcher og Helmut Kohl. „Ég þekki þau og þau þekkja mig.“ Bentsen sagði kappræðuna snú- ast um hæfni sína og Quayles til að setjast í forsetastó! ef eitthvað gerði ríkjandi forseta ókleift að gegna embættinu. „Við verðum að geta axlað þá byrði og enginn vafí má ríkja um hæfni okkar til þess,“ sagði Bentsen. Demókratar hafa slegið óspart á þá strengi að Qua- yle hafí lítil afrek unnið í þinginu og jafnframt hafa verið dregnar fram í dagsljósið miður heppilegar staðreyndir um herþjónustu fram- bjóðandans og skólagöngu. Bentsen gagmýndi efnahags- stefnu Reaganstjómarinnar, ekki síst gífurlegan fjárlagahalla. „Ef þið leyfðuð mér að skrifa undir 200 milljarða dala innistæðulausa tékka á hveiju ári þá gæti ég líka veitt ykkur falska velmegun," sagði ur lagt til að vissum deilumálum Bandarikjamanna og Sovét- manna verði skotið fyrir nýjan alþjóðadómstól. í tillögunum er gert ráð fyrir að báðar þjóðirnar samþykki að sæta niðurstöðum dómstólsins, segir í frétt New York Times. Ráðamenn í Moskvu og öldunga- deild Bandaríkjaþings eiga eftir að hann. Bentsen hét því að demó- kratar myndu vinna bandarískum landbúnaðarafurðum nýja markaði. Hann sakaði sljóm repúblikana um að sinna ekki viðskiptamálum sem skyldi og vanrækja að gæta banda- rískra hagsmuna með þeim afleið- ingum að atvinnutækifæri hefðu farið forgörðum. í svari sínu minnti Quayle á komsölubann sem demó- kratinn Carter fyrirskipaði í forset- atíð sinni til að refsa Sovétmönnum fyrir innrásina í Afganistan. Fleiri slíkar aðgerðir myndu ekki verða til að vinna markaði fyrir banda- rískar afurðir. Hann sagði Banda- ríkin hafa endurheimt samkeppnis- hæfni sína á erlendum mörkuðum. „Núna framleiðum við Honda-bfla, við flyljum þá einnig út og aðrar þjóðir öfunda okkur," sagði Quayle. Quayle sagði Dukakis vilja hætta allri aðstoð við kontra-skæraliða í Nicaragua enda þótt Sovétmenn héldu áfram að hervæða ríkisstjóm Sandinista. Bentsen sagðist viður- kenna að hann hefði aðrar skoðanir en Dukakis á nokkrum mikilvægum málum og sjálfur sagðist hann vilja styðja kontrana. Hann bætti því við að hann styddi einnig fríðsamlegar aðgerðir til að stuðla að lýðræði í Nicaragua. samþykkja tillögumar. Úrskurðir dómstólsins yrðu bindandi í deilum ríkjanna um vissa sáttmála eða í málum þar sem lögsaga nær nú ekki yfír annan hvom eða báða aðilana. Tillögur Bandaríkjastjómar koma tveimur áram eftir að Banda- ríkjamenn neituðu að viðurkenna lögsögu alþjóðadómstólsins í Haag þegar þeir áttu í deilum við ríkis- stjóm Nicaragua. Bandaríkin: Nýr alþjóðadómstóll? Los Angeles. Reuter. BANDARÍSKA ríkisstjórnin hef-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.