Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988
889f sraaöTHO .v ímoAnm’pm cho}aj8p/!uohom
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988
a st
25
Jltangisii&Iafetfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Medvedev
hrósar markaðnum
*
Asama tíma og vinstrisinnar
á íslandi beina þjóðarskút-
unni i átt til meiri miðstýringar
með millifærslum og annars
konar handaflsaðgerðum kveð-
ur nýr opinber hugmyndafræð-
ingur, Vadim Medvedev, sér
hljóðs í Moskvu og segir, að
lögmálið um framboð og eftir-
spum sé ein af forsendum skyn-
samlegrar hagstjómar. Það
ætti þó ekki eftir að gerast að
mosavaxnir marxistar skyldu
halla sér að Ólafí Ragnari
Grímssyni fremur en Kreml-
veijum?
Hér í blaðinu birtust í gær
fréttir um ræðu serti Vadim
Medvedev, er tók við að Jegor
Lígatsjov sem hugmyndafræð-
ingur sovéska kommúnista-
flokksins sl. föstudag, flutti á
ráðsteftiu þjóðfélagsfræðinga.
Var frásögn JZeuíers-fréttastof-
unnar á þann veg, að hyldýpi
virtist milli hins nýja hug-
myndafræðings og þess gamla,
sem nú hefur verið falið að
stjóma landbúnaðarmálum í
sljómmálaráði flokksins.
Fréttaritari Daily Telegraph í
Moskvu telur á hinn bóginn að
Medvedev hafí í raun farið bil
beggja í ræðu sinni; hann hafí
alltaf haft fyrirvara á hrósi sínu
um markaðshagkerfíð og raun-
ar telji margir að val hans í
valdamikið embætti hugmynda-
fræðings hafí verið málamiðlun.
„Sósíalískt efriahagslíf getur
ekki þróast án styrkrar forystu
í miðjunni," sagði hann og
verða þessi orð ekki túlkuð á
annan veg en þann, að hann
trúi enn á að handafl stjómar-
herranna eigi að ráða að lokum.
Kann því ekki að vera ákaflega
langt á milli hans og Ólafs
Ragnars Grímssonar og félaga
hans í landstjóminni, þegar öllu
er á botninn hvolft.
í umræðum um uppgjör
Gorbatsjovs og manna hans við
fortíðina, menn og málefni, er
jafnan vikið að því, hvemig
þeir tala um sjálfan Lenín.
Gorbatsjov hefur aldrei gagn-
rýnt Lenín heldur þvert á móti
sagst vera að framkvæma
stefiiu hans og skoðanir ómeng-
aðar af þeim Stalín, Khrústsjov
og Brezhnev. Medvedev vék
ekki af þessari línu heldur taldi
Lenín eilífan viskubrunn.
Hvað sem líður viðleitni
Medvedevs til að fara bil beggja
er ljóst, að hann gengur lengra
í þá átt að hrósa markaðshag-
kerfínu en forverar hans. Hann
vill einnig gera minna úr hlut
stéttabaráttunnar í alþjóðlegum
samskiptum en þeir, þó gengur
hann ekki á hólm við þá skoðun
að stéttasjónarmiðin eigi enn
að ráða einhveiju þar. Stefna
Kremlveija er þannig enn
tvíræð. Átök eiga sér vafalaust
stað á bak við tjöldin en bæði
við val á mönnum og í áherslum
í málflutningi hafa Gorbatsjov
og menn hans betur.
Pinochet
tapar
Alveg frá því að hann komst
til valda 1973 hefur Aug-
usto Pinochet, hershöfðingi og
einræðisherra í Chile, jafnan
verið nefndur þegar menn vilja
minna á, að það séu ekki aðeins
kommúnistar sem séu einræðis-
seggir, slíkir menn fínnist einn-
ig í öðrum ríkjum. Þeim ríkjum
fækkar stöðugt sem betur fer.
Ákvörðun Pinochets um að
efiia til þjóðaratkvæðagreiðslu
um það, hvort Chile-búar vildu
að hann gegndi forsetaembætti
í 8 ár í viðbót, verður marklaus
ef hann tekur ekki sjálfur mið
af niðurstöðunum. Hann varð
undir, hlaut stuðning 43% en
54,7% svöruðu spumingunni
neitandi. Eftir allt sem á undan
er gengið og þann þunga and-
róður sem hefur verið gegn
Pinochet heima og að heiman
má segja sem svo, að hann
hafí hlotið stuðning furðu
margra. En nú hlýtur hann að
líta í eigin barm og draga sig
í hlé standi hugur hans til þess
að fara að vilja fólksins. Ríkis-
stjóm Chile baðst lausnar í gær
til að auka svigrúm forsetans.
Sú spuming vaknar, hvort
unnt sé að segja að land lúti
einræðissljóm þar sem efnt er
til atkvæðagreiðslu af þessu
tagi. Svarið veltur að nokkm
leyti á því hvemig bmgðist er
við þegar vilji fólksins liggur
fyrir. Slík atkvæðagreiðsla
þætti þó að minnsta kosti stórt
skref í lýðræðisátt í Sovétríkj-
unum, Póllandi eða Rúmeníu.
Þrátt fyrir allt talið um per-
estrojku og glasnost hefur eng-
inn í Kreml látið sér detta í hug
að ganga eins langt og Pinoch-
et og leita álits fólksins.
V erðbréfamarkaðurinn:
Raimvaxtalækkun talin
vera iUframkvæmanleg
FORSVARSMENN verðbréfasjóða segja að uppbygging sjóðanna geri
það illmögulegt að lækka raunvexti á skuldabréfum sem sjóðimir
gefa út. Bankamenn hafa tekið dræmt í óskir Seðlabanka um 0,75%
raunvaxtalækkun nema tryggt sé að samsvarandi lækkun gangi yfir
allan peningamarkaðinn.
Pétur Blöndal forstjóri Kaup-
þings sagði það óraunhæft að ætla
að lækka raunvexti einhliða, því
þegar ætti að lækka vexti með
handafli fengju menn biðraðir í
staðinn. „Lækkun vaxta hlýtur að
þýða aukna eftispum eftir lánsfé
og auknar framkvæmdir og ég held
að við þurfum síst á því að halda,"
sagði Pétur.
„ÞAÐ verður væntanlega tekin
ákvörðun um það að Alþingi borgi
þennan kostnað en það er ekki
búið að ganga formlega frá því
enn,“ segir Friðrik Ólafsson,
skiifstofustjóri Alþingis um þá
ákvörðun utanríkisráðuneytisins
að hætta að greiða kostnað vegna
ferða alþingismanna á allsheijar-
þing Sameinuðu þjóðanna.
Utanríkisráðuneytið áætlar kostn-
að vegna þessara ferða alþingis-
manna vera um 1,5 milljónir króna.
Friðrik Ólafsson sagði að þessi kostn-
aður kæmi dálftið a slgön við íjárlög
þessa árs, en hann sagðist ekki eiga
von á því að alþingismenn hættu að
Hann sagði að verðbréfasjóðir
gætu hvort eð er ekki lækkað raun-
vexti einhliða vegna uppbyggingar
sjóðanna. „Fólkið sem á eininga-
bréf, það á sjóðina og er búið að
kaupa bréfin með ákveðinni ávöxt-
unarkröfu þannig að bréfin munu
gefa þá ávöxtun hvort sem mönnum
líkar betur eða verr. Ef sett verður
vaxtahámark á skuldabréfakaup
sækja allsheijarþingið, þar sem það
hlyti að vera til gagns fyrir þing-
menn að fylgjast með því sem fram
færi á vettvangi SÞ. Lokaniðurstað-
an yrði því að öllum líkindum sú að
þessi kostnaður færðist á milli arma
í ríkisgeiranum, en ríkissjóður borg-
aði sömu upphæð og áður.
Alls munu sex manns, einn frá
hveijum þingflokki, fara á allsheijar-
þingið, og dvelja þar í hálfan mánuð
í senn. Venjan er að menn fari í
tveimur hópum og mun iyrri hópur-
inn liklega halda utan um miðjan
mánuðinn. Utanríkisráðherra fer til
New York á laugardag og ávarpar
allsheijarþingið þriðjudaginn 11.
október.
verðbréfasjóðanna þýðir það að selj-
endur verða að lx>rga annað verð
en ávöxtun til að selja sín bréf. Þá
gæti komið upp sú staða að mér
yrðu boðnar ýmsar gjafir, svo sem
bjórkassi eða viskíflaska, fyrir að
kaupa þessi bréf en ekki önnur og
og er persónulega ekki hrifinn af
slíku," sagði Pétur.
Aðspurður um spariskírteini
ríkissjóðs, sem bankar og verð-
bréfasjóðir hafa selt undanfarið,
sagði Pétur að jiriggja ára bréfín
hefðu selst vel, sem þýddi að vextir
á þeim væru ívið of háir. Fimm og
sjö ára bréfin hefðu síðan selst illa
sem sýndi að vextir á þeim væru
of lágir, og sýndi raunar hvað
sparifíáreigendur væru tortryggnir
gagnvart lánskjaravísitölunni og
vildu ekki binda fé sitt nema í mesta
lagi 3 ár I einu.
„Ætli ríkið sér sfðan að lækka
vexti á spariskíríeinum úr takt við
markaðinn lít ég r.vo á að samkomu-
lagið, sem bankar og verðbréfasjóð-
ir gerðu við n'kissjóð í sumar, sé
fallið úr gildi,“ sagði Pétur Blöndal.
Sigurður B. Stefánsson forstöðu-
maður Verðbréfamarkaðs Iðnaðar-
bankans sagði að hjá verðbréfasjóð-
um væri hvert verðbréf ávísun á
ákveðna eign oem yxi með ákveðn-
um hætti og ávöxtunin væri síðan
reiknuð út frá breytingu á eign
milli tveggja Umapunkta og það
gæti valdið erfiðleikum að fara að
gera breytingar á þeirri ávöxtun.
Hann vildi að iiðru leyti ekki tjá sig
um málið fyrr en fyrirætlanir stjóm-
valda hefðu skýrst nápar.
Alþingismenn til SÞ:
Alþingi borgar lík-
lega ferðakostnaðinn
L^jóamynd/Pétur Bryiyólfsson
Vísindafélag íslendinga gengst fyrir ráðstefnu í Norræna húsinu á
morgun, iaugardag, um sagnfræðirannsóknir á íslandi. Á myndinni
sést Smiðjustígurinn i Reykjavík um síðustu aldamót.
Ráðstefiia um sagn-
fræðirannsóknir
VÍSINDAFÉLAG íslendinga
gengst fyrir ráðsteihu í Norræna
húsinu um sagnfræðirannsóknir
á íslandi. Ráðstefnan, sem er öll-
um opin, hefet klukkan 9 á morg-
un, laugardag, og stendur fram
eftir degi. Fjórtán sagnfræðing-
ar flytja erindi og svara fyrir-
spurnum frá ráðstefiiugestum.
Vísindafélag íslendinga gekkst
fyrir ráðstefnu árið 1986 um vanda
íslenskrar tungu og annarri árið
1987 um grunnrannsóknir á ís-
landi. Fyrirlestramir, sem fluttir
vora á fyrri ráðstefiiunni, hafa ver-
ið geftiir út og bók með fyrirlestram
síðarí ráðstefnunnar era í prentun.
í Vísindafélagi íslendinga eru um
130 manns, þar af 10 konur, en
það var stofnað 1. desember 1918.
FYumkvæði að stofun félagsins áttu
Ágúst H. Bjamason prófessor og
Sigurður Nordal prófessor. Mark-
mið félagsins er að styðja vísinda-
lega starfsemi með því að halda
fundi, þar sem fyrirlestrar eru flutt-
ir, og með því að gefa út rit og
ritgerðir um vísindalegar rannsókn-
ir.
Forseti félagsins er Guðmundur
Eggertsson, erfðafræðingur, ritari
er Ólafur Halldórsson, handrita-
fræðingur, og féhirðir Helga M.
Ögmundsdóttir læknir.
Reglur um auk-
eftii og umbúðir
Heilbrigðisráðherra hefiir gefið út tvær reglugerðir, um uotkun auk-
eftia og merkingu neytendaumbúða fyrir matvæli og aðrar neysluvörur.
Þá hefiir verið gefinn út listi yfir númer leyfilegra aukefiia í neysluvör-
nin og verður honum dreift tíl heilsugæslustöðva og í apótek.
í reglugerð um merkingu neyt-
endaumbúða kemur fram að þær
skuli merkja á íslensku, ensku eða
Norðurlandamáli, öðra en finnsku.
Þær upplýsingar, sem koma eiga
fram era heiti vörannar, nafn og
heimilisfang framleiðanda, pökkuna-
raðila, dreifingaraðila, innflytjanda
eða umboðsaðila, nettóþyngd/lagar-
mál, geymsluskilyrði, geymsluþol og
innihaldslýsing. Breyta verður um-
búðamerkingum ef umbúðir eru
merktar á þýsku, hollensku eða öðr-
um málum sem ekki samræmast
reglum. Pökkunardag og síðasta
söludag skal merkja á umbúðir kæli-
vöra sem hefur minna en 3 mánaða
geymsluþol, en vörar sem hafa meira
en 3 mánaða geymsluþol skulu
merktar með „best fyrir" merkingu.
Tekið er fram hvaða vörar eru und-
anþegnar geymsiuþolsmerkingu.
Aukeftii skulu merkt í innihaldslýs-
ingum með flokksheiti (Ld. „rotvam-
arefiii") og viðurkenndu heiti eða
númeri (t.d. „kalíumsorbat" eða „E
202“). í reglugerðinni kemur einnig
fram að ekki er heimilt að merlqa
gosdrykki og aðra svaladrykki sem
ávaxtadiykki, nema hlutfall af hrein-
um safa í drykknum sé 10% eða
meira. Sama lágmarkshlutfall verður
að vera í slíkum vörum ef umbúðir
era myndskreyttar með ávöxtum eða
beijum.
Reglugerðin um notkun aukefna
er fyrsta sérreglugerð sem sett er
hér á landi um þessi mál. í henni
er meðal annars tekið fram, að ein-
ungis verður leyft að nota við fram-
leiðslu neysluvara, og í innfluttum
neysluvöram, þau aukefni sem fram
koma í aukefnalista. Eiginleikar og
hreinleiki aukefna skal vera í sam-
ræmi við viðurkenndar skilgreiningar
og eftirlit verður haft með innflutn-
ingi og dreifingu aukefna til notkun-
ar í iðnaði. Á vegum llollustuvemdar
ríkisins verður starfandi aukefna-
neftid, skipuð af heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, sem fjallar
um umsóknir um heimild til notkunar
aukefna, tekur ákvarðanir um veit-
ingu bráðabirgðaleyfa til notkunar
þeirra og gerir tillögur um breyting-
ar á gildandi reglum.
Reglugerðir þessar hafa þegar
tekið gildi, en matvælaframleiðend-
ur, innflytjendur og aörir dreifinga-
raðilar hafa aðlögunatíma til næstu
áramóta, varðandi þær breytingar
sem gera verður.
Morgunblaðið/Júllus
Guðmundur Bjamason, heilbrigðisráðherra, kynnir nýjar reglugerð-
ir um notkun aukefiia og merkingu umbúða fyrir matvæli og aðrar
neysluvörur.
Fyrrverandi aðstoðarmem ráðherra:
Bókarskrif, bútækni-
kennsla og atvinnuleit
ÞRÍR af þeim fimm aðstoðar-
mönnum ráðherra sem misstu
stöður sinar við sfjórnarskiptin
hafa ekki ákveðið hvað þeir taka
sér fyrir hendur. Samkvæmt
venju hætta aðstoðarmenn um
leið og viðkomandi ráðherra, en
eru á þriggja mánaða biðlaunum,
enda er atvinnuöryggi í þessari
„stétt" með alminnsta móti.
Jónína Michaelsdóttir, sem var
aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar
forsætisráðherra, segist munu taka
upp þráðinn þar sem frá var horfíð
og starfa á skrifstofu sinni við
markaðsþjónustu og skyld verkefni.
Þá ætlar liún að halda áfram að
vinna að viðtalsbók við Tove Engil-
berts, sem nú er um það bil hálfnuð.
Bjarni Guðmundsson, sem var
aðstoðarmaður Jóns Helgasonar
landbúnaðarráðherra, kennir nú
bútækni og fóðuröflun við bænda-
skólann á Hvanneyri. Bjami var
reyndar ekki að öllu leyti hættur á
Hvanneyri, en var í 70% stöðu sem
aðstoðarmaður ráðherra. Hann seg-
ist munu sinna rannsóknastörfum
samhliða kennslunni og eins ætti
hann eftir að ljúka nokkram verk-
r
eftium þjá landbúnaðarráðuneytinu.
Þrír fyrrverandi aðstoðarmenn
ráðherra segjast ekki vita á þessu
stigi hvað nú tekur við hjá þeim.
Þetta eru þau Guðrún Zoéga, sem
var aðstoðarmaður Friðriks Sop-
hussonar iðnaðarráðherra, Guð-
mundur Magnússon, sem var að-
stoðarmaður Birgis ísleifs Gunnars-
sonar menntamálaráðherra, og
Hreinn Loftsson, sem var aðstoðar-
maður Matthíasar Á. Mathiesens,
samgönguráðherra. „Ef einhvem
vantar reyndan aðstoðarmann er
ég á lausu," sagði Guðrún Zoéga.
Jón Baldvin
ávarpar SÞ
JÓN Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra, heldur utan til
New York á laugardaginn næst-
komandi og inun ávarpa alls-
herjarþing Sameinuðu þjóðanna
að morgni þriðjudagsins 11.
október._
ísfísksölur í
Vestur-Þýskalaudi:
Fjórir tog-
ararfrá
Reykjavík
gangafyrir
STJÓRN Landssambands
íslenskra útvegsmanna hefur
ákveðið að togararnir Ögri RE,
Vigri RE, Engey RE og Viðey
RE, fái forgang til sölu á ísfiski
i Vestur-Þýskalandi til næstu
áramóta. Einungis einn af þess-
um fjórum togurum og tvö önnur
skip fá að selja þar í hverri viku
fyrir sig, að sögn Kristjáns Ragn-
„Þetta era einu stóra togaramir
sem eftir era af þeim ísfiskskipum
sem hafa verið í siglingum á Þýska-
land," sagði Kristján Ragnarsson í
samtali við Morgunblaðið. „Þessir
togarar hafa stundað þennan mark-
að undanfarin ár og þvi finnst okk-
ur eðlilegt að þeir fái ákveðinn for-
gang. Eigendur þessara skipa, eða
fiilltrúar þeirra, þurfa því ekki að
fara i biðröð eftir því að LÍÚ út-
hluti leyfum til ísfisksölu í Þýska-
landi. Undanfamar þijár vikur hafa
menn beðið upp undir sólarhring
eftir úthlutuninni en á þessu tíma-
bili hafa hins vegar allir í biðröð-
inni fengið leyfi til sölunnar," sagði
Kristján Ragnarsson.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDOTTUR
Iran:
Stríðinu við írak lokið
- en þá koma innanlandsvandamálin upp á yfirborðíð
Velayati, utanríkisráðherra.
STRÍÐIÐ milli írans og íraks var að sumu leyti kærkomið fyrir
leiðtoga og forystumenn beggja landanna og dreifði hugum
manna frá innanlandsvanda beggja, eijum og ólgu. Nú er striðinu
lokið, að því er talið er og þá eru að koma á ný upp á yfirborð-
ið vandamál sem hægt hefiir verið að ýta tíl hliðar vegna stríðsins.
Ali Akbar Rafsanjani forseti íranska þingsins, sem óneitanlega
lagði fram stærstan skerf til að íranir reyndu að semja, fier að
finna fyrir því að friðurinn kemur ekki sjálfkrafa og það fellur
ekki allt i dúnalogn.
Menn era ekki á eitt sáttir
um, hver þáttur Rafsanjanis
var í því þegar Hossein Mousavi,
forsætisráðherra írans, lýsti því
skyndilega yfír fyrir nokkra, að
hann hefði gert mistök og ætlaði
að segja af sér. Khomeini erkik-
lerkur ávítaði Mousavi eins og
óþekkan krakka og sagðist ekki
hlusta á þessa vitleysu og hann
skyldi halda áfram að vinna. Rafs-
anjani getur engu að síður stað-
hæft að forsætisráðherrann hafi
beðið álitshnekki og þar með hef-
ur hann sjálfur styrkt sig í sessi.
Þær ráðstafanir þans að ná yfir-
tökunum í samskiptum við bylt-
ingarverðina hafa borið árangur
og tillögur hans, sem miða að því
að draga úr einangrunarstefnu
írans, hafa fengið hljómgrann,
þótt allt verði það að fara hæfi-
lega hljótt til að Khomeini blöskri
ekki um of og skerist í leikinn.
Miðað við þær ríkisstjómir sem
hafa setið í íran síðustu árin er
sú sem nú situr umbótasinnaðri
og ftjáJslyndari en fyrri stjómir.
Mousavi óttaðist greinilega að
Khomeini myndi hafna flestum
ráðherranna af ofangreindri
ástæðu, en svo var ekki, aðeins
þrír fengu ekki að taka sæti í
stjóminni.
í atkvæðagreiðslunni um ráð-
herraeftiin kom fram að einn ráð-
herranna hafði algera sérstöðu,
hvað fylgi varðar. Það er Ali
Akbar Velayati, utanríkisráð-
herra, og næstur honum að styrk
er dómsmálaráðherrann Hassan
Habibi. Báðir era hófsamir og
dyggir stuðningsmenn Rafsanjan-
is. Mohtashemi fyrrverandi sendi-
herra á Sýrlandi, sem Mousavi
hafði hugsað sér að yrði innanrík-
isráðherra, marði að komast í ráð-
herrastjóm, en ráðherra bylting-
arvarðanna, Mohsen Rafiqdost,
var hafnað.
Að svo stöddu virðist sem áhrif
byltingarvarðanna svokölluðu fari
mjög þverrandí. Þeir hafa ekki
náð að koma undir sig fótunum
í stjómmálunum og era illa þokk-
aðir. Þeir vora andvígir hugmynd-
um og tillögum Rafsanjanis um
vopnahlé — og það var Mousavi
raunar líka. En allt kom fyrir
ekki og Khomeini lagði blessun
sína yfir tillögumar eins og al-
kunna er.
Rafsanjani vann einn sigurinn
enn þegar hann neyddi Mohsen
Rezai, yfirmann byltingarvarð-
anna, til að koma fram í sjón-
varpi og taka á sig og byltingar-
verðina ábyrgðina á ósigranum á
vígvellinum. Þetta varð vitanlega
ekki til að bæta andrúmsloftið né
efla baráttuþrek byltingarvarð-
anna. Og þegar Rafiqdost hefur
nú verið halaklipptur endanlega
er sennilegt að Rafsanjani geti
haldið umbóta- og ftjálslyndis-
stefriu sinni til streitu.
Lagaframvörp um þessi atriði
hafa þegar verið lögð fyrir þingið.
í þeim kemur fram áhugi á að
draga enn úr völdum hersins og
Rafsanjani, þingforseti.
Mousavi, forsætisráðherra.
vikið að því að taka upp „opna“
stefnu gagnvart erlendum erlend-
um ríkjum. Rafsanjani hefur hvað
eftir annað lýst yfir því að það
sé nauðsynlegt að fá aðstoð er-
lendra ríkja til að veita aðstoð við
uppbyggingarstarfið I íran, nú að
stríðinu loknu. Þar á þingforsetinn
án efa við Vesturlönd og þótt
hann hafi ekki minnst beram orð-
um á Bandaríkin er ekki neinum
vafa undirorpið, að hann hefur
þau í huga. Khomeini erkiklerkur
notar að sönnu þau tækifæri þeg-
ar hann kemur fram opinberlega
nú, að fordæma Bandaríkin jafnt
sem Sovétríkin og ítreka að Iran-
ir muni aldrei leita til þessara
ríkja. Á hinn bóginn virðist Rafs-
anjani vera orðinn nægilega
traustur í sessi til að geta talað
gegn Khomeini, en varlega þó.
Khomeini hefur þó samþykkt
að létta höftum og innflutnings-
bönnum frá ýmsum Evrópuríkj-
um, en það er eitur í beinum
Mousavi forsætisráðherra og bylt-
ingarvarðanna. Mousavi hefur
sagt að með því að leyfa erlenda
fíárfestingu í landinu muni útlend-
ingar hreiðra um sig með sinn
áróður og reyna að gera írani
þeim háða. Þar með sé ráðist að
meginreglum og hugsjónum bylt-
ingarinnar.
Þegar Rudolf Cordes, vestur-
þýskum gísl í haldi mannræningja
f Beirút, var sleppt í september
og nú fyrir nokkram dögum Ind-
veijanum Singh bendir það einnig
til að afstaða Irana sé að breytast
mjög eindregið. Óhugsandi hefði
verið að Hizbollah-samtökin hefðu
dregist á það fyrir ári að semja
um slíkt, jaftivel við írönsk stjóm-
völd sem þau styðja.
Rafsanjani og Velayati, ut-
anríkisráðherra, höfðu framkvæði
að því að Cordes var sleppt, enda
finnst þeim að Hans Dietrich
Genscher, utanríkisráðherra Vest-
ur-Þýzkalands, hafi haft úrslita-
áhrif að tókst að semja um vopna-
hlé. Vegur utanríkisráðherrans
mun að öllum líkindum vaxa enn
á næstunni og ýmsir segja óum-
deilt að hann verði eftirmaður
Mousavi í embætti forsætisráð-
herra. Sennilegt er þó að Mousavi
verði látinn sitja til vors, en þá
búið svo um hnútana að Velayti
geti tekið við af honum. Mousavi
mætti þá sparka upp í valdalaust
embætti forseta Irans, þegar
kjörtímabil Ali Khameinis rennur
út.
Samt mun Rafsanjani þurfa að
beita mikilli kænsku til að fá þær
breytingar samþykktar sem hann
miðar að. Víst lftur út fyrir að
Khomeini sé að fjarlægjast hina
allra róttækustu í bili, en honum
hefur verið einstaklega lagið allar
götur frá því hann sneri aftur til
Irans að etja saman fylkingum,
þannig að enginn gæti í raun og
vera verið viss um að hafa völdin.
Montazeri erkiklerkur hefur
hvatt til þess að ítarleg rannsókn
verði látið fara fram á því, hver
ábyrgðina bar á óföranum f
stríðinu. Khomeini féllst umsvifa-
laust á þessa hugmynd Montazer-
is, sem löngum heftir verið talinn
líklegur eftirmaður Khomeinis
sem andlegur leiðtogi írans. Það
er ekki vafi á því að það mun
miklu ráða um framþróun mála f
Iran, hver niðurstaða slíkrar rann-
sóknar verður.
íranskur almenningur er í sjö-
unda himni yfir því að vopnahléi
hefur verið komið á, hvað sem
líður yfirlýsingum Montazeris um
„heilaga vandlætingu alþýðunn-
ar“. Ef nefndin kæmist að þeirri
niðurstöðu að Rafsanjani væri í
veranni sá sem „blandaði eitrið"
eins og Khomeini orðaði það, er
hætt við að Rafsanjani sæti varla
lengi. Hvemig sem á allt er litið
virðist fréttakýrendum bera sam-
an um, að þó svo að stríðið sé á
enda muni valdabaráttan í íran
halda áfram og það sé varla á
margra færi að spá hvemig henni
lyktar.