Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988
Minning:
*
Ulfur Gunnarsson
yfírlæknir
Fæddur 12. nóvember 1919
Dáinn 29. september 1988
Hinn 29. september sl. lést Úlfur
Gunnarsson, fyrrverandi yfirlæknir
Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði
og heiðursborgari ísaijarðarkaup-
staðar.
Úlfur fluttist til ísafjarðar árið
1954 og gerðist yfirlæknir Fjórð-
ungssjúkrahússins. Því starfí
gegndi hann í rúman aldarfjórðung,
en starfaði enn sem sérfræðingur
við sjúkrahúsið er hann lést. Hálfa
ævi sína helgaði Úlfur því ísfírðing-
um og öðrum Vestfírðingum og
naut almennrar virðingar sem
læknir og mannvinur.
Þann 12. nóvember árið 1984, á
65. afmælisdegi Úlfs Gunnarsson-
ar, samþykkti bæjarstjóm ísafjarð-
ar að kjósa hann heiðursborgara
ísaijarðarkaupstaðar. Með kjörinu
vildi bæjarstjómin votta honum
virðingu og þökk fyrir ómetanleg
og fómfús störf að heilbrigðismál-
um kaupstaðarins um 30 ára skeið.
Með Úlfí Gunnarssyni er genginn
mætur maður sem vann störf sín
af einstakri alúð og virðingu fyrir
viðfangsefninu. Hógværð hans og
Iitillæti vakti hvarvetna athygli og
hann var ávallt reiðubúinn til hjálp-
ar. Hann var kjölfestan í læknalið-
inu, einstaklingur sem bæjarbúar
bám meira traust til en annarra
manna.
í virðingar- og þakklætisskyni
við Úlf Gunnarsson hefur bæjar-
stjóm IsaQarðar óskað eftir að fá
að sjá um útför hans, sem fer fram
nk. föstudag í kapellu ísafjarðar-
saftiaðar í Menntaskólanum á
ísafirði, og hefst kl. 14.00.
Bæjarstjóm ísafjarðar og íbúar
ísafjarðarkaupstaðar votta frú
Benediktu, eiginkonu hins látna,
bömum þeirra og öllum öðram ást-
vinum innilegustu samúð.
Bæjarstjóm ísafjarðar
Fimmtudaginn 29. september
bárast mér þær fréttir að vinur
minn Úlfur Gunnarsson fyrrverandi
yfírlæknir hefði orðið bráðkvaddur
þá fyrr um daginn. Hann var þá
staddur hjá dóttur sinni sem býr í
Suður-Engiandi. Mer brá við að
heyra þessa frétt. Ég vissi að vísu
að hann væri ekki heill heilsu en
um veikindi sín talaði hann aldrei.
Þess vegna fannst okkur sem störf-
uðum með honum að hann væri vel
frískur. Fráfall hans kemur mér því
að óvöram.
Úlfur fæddist í Danmörku 12.
nóvember 1919. Foreldrar hans
vora Gunnar Gunnarsson rithöfund-
ur og kona hans, Franzisca, sem
var af dönskum ættum. Hann ólst
upp í Danmörku. Eftir stúdentspróf
hóf hann nám í læknisfræði í Þýska-
landi. Vegna seinni heimsstyijald-
arinnar lauk hann ekki læknanámi
sínu þar. Hann kom heim til íslands
árið 1945 og lýkur læknisfræðinámi
sínu við Háskóla íslands 1947.
Hann starfaði síðan hér heima til
ársins 1949 en þá fer hann til
Frakklands til náms í skurðlækn-
ingum og heldur því námi áfram í
Danmörku. Árið 1954 flyst hann
heim til íslands og tekur við starfí
yfírlæknis á ísafirði. Þar starfaði
hann allt til dauðadags.
Ég kynntist Úlfí fyrst vorið 1971
en þá vann ég sem læknanemi á
sjúkrahúsinu á ísafirði. Seinna þeg-
ar ég tók við starfí yfirlæknis af
honum sumarið 1981 urðu kynni
okkar meiri. Úlfur var einstaklega
ljúfur maður og þægilegur í öllu
samstarfi. Það sem einkenndi hann
sérstaklega var létt kímni hans sem
kom öllum í gott skap, en særði
engan. Hann kunni þó þá list öðram
læknum betur að umgangast sjúkl-
inga sína og leit á þá sem vini sína
og sú vinátta varð oftast gagn-
kvæm. Oft var það að sjúklingar
hans hringdu á sjúkrahúsið og
spurðu eftir honum og þegar við
yngri læknarnir svöraðum að Úlfur
væri í fríi þá sögðust þeir hringja
seinna þegar Úlfur væri kominn
aftur til starfa. Þeir treystu engum
öðram en honum.
Það var oft langur vinnudagur
hjá Úlfí, einkum fyrstu ár hans á
ísafirði en þá voru læknar fáir.
Starf sjúkrahúslæknisins var ekki
eingöngu tengt sjúkrahúsinu heldur
þurfti hann að fara í erfíðar vitjan-
ir með hinum ýmsum farartækjum
svo sem bílum, bátum eða flugvél-
um. Margar sögur hefur Úlfur sagt
mér frá þessum ferðum og er greini-
legt af þeim, að hann hafði oft lent
í lífsháska, enda era vetrarferðalög
á Vestfjörðum mjög erfið. Það erfíð-
asta í starfí sjúkrahúslæknis á
landsbyggðarsjúkrahúsi er að vera
stöðugt á vakt. Þetta er erfíð kvöð
og hefur farið illa með lækna sem
hafa verið á vakt áram saman.
Öragglega hafa þessar vaktir haft
slæm áhrif heilsufar hans því hann
var í eðli sínu samviskusamur mað-
ur. _
Árið 1984 var Úlfur gerður að
heiðursborgara ísafjarðar. Á þann
hátt vildu Isfírðingar þakka honum
fyrir vel unnin störf. Ég veit að
hann mat þetta mikils og þótti
vænt um þennan þakklætisvott
bæjarbúa. Því miður mun ég ekki
geta fylgt Úlfí vini mínum síðustu
sporin. Vil ég því senda Benediktu
konu hans og bömum samúðar-
kveðjur. Ég veit að minning um
góðan dreng og mikilhæfan læknir
mun lifa í huga mínum og hjá öllum
þeim sem kynntust honum.
Einar Hjaltason
Þegar mér bárast boð um svo
skyndilegt lát okkar kæra læknis,
Úlfs Gunnarssonar, verður minn-
ingin um manninn og lækninn
manni kær. Við minnumst Úlfs sem
hins trygga yfirlæknis sem helgaði
okkur krafta sína, frá því að hann
hóf störf við Sjúkrahúsið á ísafírði
á árinu 1954. Hann starfaði oft við
slæmar aðstæður og erfitt hlut-
skipti, þurfti jafnvel að sækja sjúkl-
inga um borð um fiskiskip er lágu
hér við fjörðinn. Þá var ekki spurt
hvort veður væri gott.
Frá fyrstu hendi var Úlfur mjög
vinsæll meðal starfsfólks og sjúkl-
inga, og eigum við öll hinar bestu
minningar um hann.
Hann sat í stjóm sjúkrahússins
meðan hann var yfirlæknir frá árinu
1954 til 1980, og var þar góður
félagi á ferð. Hann átti þátt í undir-
búningi að byggingu nýja sjúkra-
hússins. Þáð er okkur öllum mikill
harmur að hann skuli ekki fá að
njóta vinnuaðstöðunnar þar, sem
hann batt svo miklar vonir við.
Stjóm FSÍ er þakklát fyrir að
Úlfur Gunnarsson starfaði svo mik-
ið fyrir sjúkrahúsið, og vill votta
aðstandendum öllum innilegustu
samúð.
Blessuð sé minning Úlfs Gunn-
arssonar.
F.h. stjómar Fjórðungssjúkra-
hússins á Isafírði, og framkv.stjóra.
Fylkir Ágústsson, form.
Því fylgir oft kviði að hefja störf
á nýjum vinnustað. A.m.k. var mik-
ill uggur í bijósti ungs læknanema,
sem fyrir mörgum árum gekk inn
um dyr sjúkrahússins á ísafírði til
að stíga sín fyrstu spor sem aðstoð-
arlæknir. En þessi tilfínning hvarf
fljótlega eftir að hann hitti yfír-
lækninn, brosandi og viðmótsþýðan,
og kynntist starfsháttum hans, sem
mótuðust af hlýhug til samstarfs-
fólks og fómfysi við sjúklingana.
Ekki granaði mig þá, að fyrir
mér ætti að liggja að verða síðasti
samstarfslæknir Úlfs á sama
sjúkrahúsi. En um sl. áramót kom
égþangað aftur til að taka við störf-
um yfirlæknis, sem Úlfur hafði lát-
ið af sjálfviljugur nokkram árum
áður. Þá var einnig geigur í bijósti
mínu, þótt annars konar væri. Því
hvemig átti ég að geta verið yfír-
læknir hjá Úlfí sem var mér svo
langtum fremri að bæði þekkingu
og reynslu? En Úlfur gerði mér
þetta jafnauðvelt og það, að vera
lærisveinn hans áður. Hann miðlaði
mér af reynslu sinni, þegar við átti,
og taldi aldrei eftir sér að koma
og hjálpa mér við erfiðar fæðingar
eða annað, sem hann kunni betur
en ég. Og ef mér fannst ég ekki
hafa gert nógu vel, hughreysti hann
mig og hvatti með hnyttnum sögum
frá eigin starfsferli. Én aldrei greip
hann fram fyrir hendurnar á mér
eða gagnrýndi gerðir mínar óbeð-
inn. Og aldrei heyrði ég hann mæla
styggðaryrði til nokkurs manns.
Allir vita að hann var meðal hæf-
ustu lækna okkar lands. En þetta
lítillæti hans og hógværð, sem ég
kynntist svo vel á þessum síðustu
mánuðum ævi hans, gera hann í
mínum huga stærstan þeirra allra.
Ég votta aðstandendum Úlfs
Gunnarssonar einlæga samúð mína.
Ísafjarðarspítali verður aldrei sam-
ur án hans. En andi hans ríkir þar
enn, og meðan svo er, mun okkur
vel farnast.
Krístinn P. Benediktsson
Úlfur Gunnarsson, fyrrverandi
yfírlæknir Fjórðungssjúkrahússins
á ísafírði og heiðursborgari ísa-
fjarðarkaupstaðar, sem lést hinn
29. september sl., verður borinn til
moldar í dag. í faðmi fjallanna þar
sem hann þjónaði fólkinu í 34 ár,
hvort heldur var á nóttu eða degi,
mun hann nú loksins hvflast.
Úifur fæddist á Friðriksbergi í
Kaupmannahöfn 12. nóvember
1919. Foreldrar hans vora Franz-
isca Antonie Josefine, danskrar
ættar og Gunnar Gunnarsson rit-
höfundur. Hann lauk stúdentsprófí
í Birkeröd árið 1939 og lagði síðan
stund á læknisfræði í Rostock ogg
Greifswald á áranum 1939 til 1945.
Hann varð cand. med. frá Hásóla
íslands árið 1947 og var náms-
kandidat á Landspítalanum
1948—49 og jafnframt var hann
aðstoðarlæknir á Vífílsstöðum í
rúmt ár á þessum tíma. Hann var
,við framhaldsnám í Lyon í Frakk-
landi á árinu 1949 og ennfremur í
Danmörku á áranum 1949—1953.
Almennt lækningaleyfi hér á landi
hlaut hann 28. maí 1954 og sama
dag varð hann viðurkenndur sem
sérfræðingur í handlækningum.
Úlfur Gunnarsson var ráðinn
yfírlæknir við Fjórðungssjúkrahúsið
á ísafírði 1. október árið 1954 og
gegndi því starfí óslitið til 1. ágúst
1981. Síðan starfaði hann sem sér-
fræðingur við sjúkrahúsið.
Úlfur kvæntist Benedictu Kath-
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skríf-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar framort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins era
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar era
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
+
Eiginmaður minn,
ÞÓRIRINGVARSSON,
Lambasta&abraut 1, Seltjarnarnesi,
lést í Landakotsspítala 5. október.
Vigdís Júnsdóttlr.
t
Minn ástkæri vinur og sonur,
ÞÓRÐUR ÞORGRfMSSON,
lést mánudaginn 3. október.
Kristín Ottósdóttir,
Gu&rún Þór&ardóttir.
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÞÓRHALLUR RAGNAR STEFÁNSSON,
Akurgerði 48,
Reykjavfk,
lést í Landspítalanum þriðjudaginn 4. október.
Unnur Helgadóttir,
Gyða Þórhallsdóttir, Svala Þórhallsdóttir,
Árni Þórhallsson.
+
KJARTAN EIÐSSON,
Höfðahlíð 13,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn 7. októb-
er, kl. 16.00.
Björg Steingrfmsdóttir og börn,
Aðalheiður Jonsdóttir,
og systkini hins látna.
+
Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
ÁGÚSTU MAGNÚSDÓTTUR,
Hátúni 9,
Keflavfk,
verður gerð frá Innri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 8. október kl.
14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg.
Hafsteinn Jónsson,
Eyþór Ómar Hafsteinsson, Hafsteinn Árni Hafsteinsson,
Herdfs Hafsteinsdóttir, Rúnar Þ. Magnússon,
Magnús Rúnar Hafsteinsson, Sólborg E. Ingimarsdóttir
og barnabörn.
+
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
HREFNA HJARTARDÓTTIR,
Grundargötu 18,
Grundarfirði,
verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 8. októ-
ber kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabba-
meinsfélag íslands.
Agúst Breiðfjörð,
Marfa Asgeirsdóttir
og barnabörn.
+
Faðir okkar tengdafaðir og afi,
JÓHANN PÉTUR RUNÓLFSSON
bifrelðastjórl,
Álftamýri 46,
lést á Landspítalanum 26. september sl. Jarðarförin hefur fariö
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þórunn S. Jóhannsdóttlr,
Hrafnhitdur Jóhannsdóttir,
Sverrir Jóhannsson,
Styrmir Jóhannsson,
Páll Óskar Jóhannsson,
Ingvar Þór Jóhannsson,
og barnabörn.
Ólafur Þór Jóhannsson,
Magnús Eyjólfsson,
Ásta Dóra Ingadóttir,
Valgerður Hlfn Ólafsdóttir,