Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988
21
Alsír:
Óánægjan hefur verið
að búa um sig lengi
HEIFTARLEGAR óeirðir sem
brutust út í Alsír rétt eftir helg-
ina og virðist ekki sjá fyrir end-
ann á, hafa komið flatt upp á
ýmsa utan Alsírs. Fréttaskýrend-
ur sem eru máluin kunnugir
segja þó, að óánægjan hafí verið
að búa um sig alllengi og það
hafí aðeins verið orðin spuming
um tíma, hvenær til tíðinda
drægj. Það sem virðist hleypa
óeirðunum af stað var að til-
kynnt var um afhám niður-
greiðslna. Undanfarið hefúr
verð á nauðsynjum hækkað og
verið beinlínis skortur á mörgum
nauðsynjavörum. Það kórónaði
síðan ástandið, að stjórn Chadli
forseta ákvað að draga úr niður-
greiðslunum og boðaði þar með
enn meiri hækkun á nauðsynja-
vörum.
Chadli var málamiðlunarlausn
þegar Boumedienne forseti féll frá
1979, en að mörgu leyti hefur hann
reynst hagstæður stjómandi og
sýnt viðleitni til að leiða Alsír inn
á lýðræðislegri brautir. Þessir til-
burðir hafa þótt forvitnilegir og
hafa vakið athygli. Alsír hefur hvað
eftir annað sýnt ákveðið sjálfstæði
gagnvart öðrum arabaríkjum, tekið
að sér að hafa milligöngu í deilu-
málum eins og kunnugt er og
árangurinn hefur verið að álit Alsír
á alþjóðavettvangi hefur farið vax-
andi.
En það dugar ekki nema
skammt, ef innanlandsmálin og þá
er fyrst og fremst átt við efnahags-
málin, eru í ólestri. Undanfarin þijú
ár hefur stjórnin orðið að gera
ýmsar ráðstafanir í efnahagsmál-
um, sem hafa leitt til versnandi
lífskjara og fólk er orðið þreytt á
að heyra stöðugt að það þurfí að
herða sultarólina og spara, og það
virðist ekki neitt benda til að bati
í efnahagslífinu sé í nánd.
Þó er ekki vafi á því að með því
að taka upp stjómmálasamband við
Marokkó á ný sl. sumar eftir tólf
ár, stefndi stjómin að því að fá þar
markað fyrir olíuvörur og fá í stað-
inn landbúnaðarvörur, sem mikill
hörgull er á. Víst er að Chadli naut
stuðnings alls þorra manna þegar
hann ákvað að bæta samskiptin við
Marokkó, þar sem náin tengsl hafa
verið milli þjóðanna, hvað sem
ýmiss konar ágreiningi hefur liðið.
Hins vegar hefur ekki bólað á aukn-
um viðskiptum eins og Alsír reikn-
aði með.
Alsírstjóm hefur haft að mark-
miði að reyna að auka fjölbreytni
í atvinnulífinu sem nú snýst að
mestu um olíuvinnsluna. Þó em
olíulindimar ekki það miklar að
úrslitum ráði fyrir efnahag landsins
eins og í ýmsum olíuríkjum á Arab-
íuskaganum. Chadli hefur viljað
efla einkageirann og dregið úr þjóð-
nýtingunni og hefur vonast til að
það gæti stuðlað að meiri Qöl-
breytni í ffamleiðslu og útflutningi.
Samt -em 90 prósent útflutnings
Alsír olía og olíuvömr og við það
bætist að olíuverð hefur farið lækk-
andi. Þetta hefur haft afskaplega
vond áhrif á efnahagslífið sem var
ekki bermilegt fyrir.
Þegar þetta er skrifað er ekki
með öllu ljóst, hveijir það em sem
FORYSTA Verkamannaflokks-
ins var ofurliði borin í varnar-
málum á ársþingi flokksins í
Blackpool i gær. Þingið ítrekaði
stuðning flokksins við einhliða
kjamorkuafvopnun. Mikil átök
hafa verið um þetta mál á þing-
inu.
Á þriðjudag gagnrýndi Ron Todd,
leiðtogi Sambands flutningaverka-
manna, endurskoðun stefnumála
flokksins og lagði mikla áherslu á
stuðning sambands síns við einhliða
kjamorkuafvopnun. Flokksforystan
vildi, að marghliða afvopnun yrði
ekki útilokuð á þessu ársþingi.
Endurskoðun á vamarmála-
stefnu flokksins er ekki hafin og
kemur til afgreiðslu á ársþinginu á
næsta ári. Umræðan nú þjónaði
einungis þeim tilgangi að staðfesta
stefnuna óbreytta eða gefa til
kynna mögulegar breytingar.
Fyrir ársþinginu lágu þijár tillög-
ur. Flokksforystan studdi tillögu,
sem sagði, að kjamorkuafvopnun
skyldi náð með einhliða aðgerðum,
tvíhliða eða marghliða samningum.
Hinar tvær ítrekuðu stuðning við
einhliða afvopnun.
Nokkrir hófsamir verkalýðsleið-
togar lögðu fram tiilöguna, sem
gerði ráð fyrir marghliða samning-
um. í umræðum naut hún stuðnings
fleiri ræðumanna en hinar, en það
var bersýnilegt, að hún naut lítils
stuðnings fulltrúa á þinginu. Ron
Todd ítrekaði stuðning sambands
síns við einhliða afvopnun á fyrsta
kjörtímabili næstu stjómar Verka-
mannaflokksins.
Allir ræðumenn voru sammála
um kjamorkuafvopnun, en greindi
hleyptu mótmælaaðgerðunum af
stað. Talað er um „neðanjarðar-
hreyfingu verkamanna", en ekki
skilgreint hveijir eru innan vébanda
hennar né hveijir eru í forsvari.
Menn treysta sér tæplega til að spá
um framvindu næstu daga, eða
hvort einhveijar ráðstafanir verða
, gerðar af hálfu stjómvalda til þess
annaðhvort að lægja öldumar eða
bijóta andstöðuna á bak aftur með
valdi. En hvað sem því líður verður
að líta svo á að þetta sé áfall fyrir
stefnu Chadli forseta og gæti orðið
til að hægja á þeim tilburðum í lýð-
ræðisátt sem vikið var að áður og
nokkrar vonir voru bundnar við.
jk
Frá Algeirsborg — hvltu borginni.
Reuter
. 'Ml.
M
Ársþing breska Verkamannaflokksins:
Forystan borin ofiir-
liði í varnarmálunum
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
á um leiðir. Tillaga um einhliða
afvopnun var samþykkt með veru-
legum meirihluta, en tillagan, sem
naut stuðnings flokksforystunnar,
var felld.
Talsmenn flokksins lögðu áherslu
á, að þessi umræða væri til marks
um skoðanaskipti í flokknum. Á
undanfömum árum hefði ekki þýtt
að ræða neitt annað en einhliða
afvopnun, og það væri því ekkert
áfall að tapa þessari atkvæða-
greiðslu.
, ....
v '
Líbanon:
Varað við
„alþjóðlegu
samsæri“
Beirut. Reuter.
LÍTT kunn öfgasamtök í Líban-
on vöruðu í gær við því, sem
kaflað var „alþjóðlegt samsæri"
gegn landinu, og sögðu, að það
gæti teflt lífi tveggja banda-
riskra gisla í tvisýnu.
í yfirlýsingu samtakanna sagði,
að Líbanon væri skotmark „hinna
nýju nýlenduherra", sem ætluðu
að gera það að öðm ísrael og her-
stöð fyrir Atlantshafsbandalagið.
Þá var sagt, að írakar tækju þátt
í þessu ráðabmggi en farið lofsam-
legum orðum um Sýrlendinga. Að
lokum var sagt, að það færi eftir
framvindunni hvort bandarísku
gíslamir lifðu eða dæju.
,JIOTTFORM“-ÆFINGAKERF1
£S»V
Kramhúsið hefur opnað tækjasal með Hkamsræktartækjum.
Tækin eru hönnuð með það í huga að veita alhliða þjálfuq án of mikils álags.
„Flottform“-æfingakerfið styrkir, liðkar, grennir og veitír góða slökún.
Kerfiðhentar fólki á öllum aldri, ekki síst eldra fólki og öðrum
þeim sem vilja fara varlega af stað.
„Flottform“-æingakerfið gefur ótrúlega góðan árangur á skömmum tíma.
Ókeypis reynslutínii!
..:■
„•t■,■;.• ; ,■ . , .■
Getum bættvið okkur
nokkrum nemendum
í eftirtalda tíma:
• Músíkleikfimi
álla virka daga
A kl. 9:30,12:05 og 13:1
• Byrjendatímar í jassi
fyrir börn og unglinga.
• Leiklist fyrir 7-9 árá
og 10-12 ára.
1
. ■•, .,:■ ... •■ ■ i
Kynntu þer „Flottform“ æfingakerfið
hjá okkur - þér að koStnaðarlausu.
20% afsláttur fyrir ellilífeyrisþega.
15% afsláttur fyrir 10 manna hópa.
- ■'"
SÍMAR15103 og 17860
'
-
., :>> >:
: