Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 37 SKEMMTISTAÐIR Rétt hjá Nonna Samkeppni skemmtistaða á milli er hörð og fer enn harðnandi ef marka má allar andlitslyftingar sem eiga sér stað á þeim um þess- ar mundir. í miðbænum eru margir staðir og í dag bætist einn við, Rétt hjá Nonna, en hann er til húsa þar sem Óðal var á sínum tíma og hafa víst mörg nöfn verið á þeim stað. Hjörtur Jónsson hefur fengið það hlutverk að endurreisa skemmtana- hald í Óðali og hann var beðinn að segja sitthvað um breytingamar. Hveiju verður breytt? Það verður öllu breytt sem ég fæ að breyta. Ég ætla mér að koma upp stað fyrir tónlist fyrst og fremst, þar sem eingöngu verði leik- in valin tónlist, en ekki lollypoppið sem er allstaðar. Við munum líka standa fyrir ýmsum uppákomum sem tengjast tónlist og húsið verður opið fyrir hljómplötuútgefendur sem vilja kynna sína útgáfu. Nú eru margir búnir að reyna við þennan stað og hann hefúr óðara farið á hausinn. Heldurðu að þetta gangi betur þjá þér? Ég er sannfærður um það að það hafí vantað svona stað og að fólk muni kunna að meta tónlistina og það andrúmsloft sem hún ætti að gefa. Málið er að innréttingamar á staðnum hafa alltaf verið hörmuleg- ar og menn hafa ekkert áttað sig á því hvað þeir voru að gera. Þær verða allar rifnar út smátt og smátt og ég reikna með að staðurinn verði orðinn hæfilega hrár eftir 6-8 mán- uði. Annað sem hlýtur að tryggja aðsókn er staðsetningin, en hún gæti ekki verið betri að mínu mati. Við verðum ekki í beinni sam- keppni við staði eins og Lækjar- tungl, enda byggjum við á allt öðr- um grunni, þetta verður meiri pöbb-stemmning. Hvað á staðurinn að heita? Rétt hjá Nonna, enda er stutt í Jón Sigurðsson. Morftunblaðið/Júlíus Hjörtur með diskójjósahlemm einn mikinn yfir sér, en hlemmurinn . er komin á haugana þegar þessi mynd birtist. Sean Lennon, sonur Johns Lenn- on og Yoko Ono, er aðeins tólf ára gamall. Hann hefur þó ákveðið sig hvað hann ætli að verða þegar hann verður stór, hála braut leiklist- arinnar vill hann feta. Um næstu jól fær umheimurinn að sjá kvik- mynd með Sean í einu af aðalhlut- verkum og það er enginn annar en michael Jackson sem kostar mynd- ina sem ber nafnið „Moonwalker". Sean sjálfur hefur aldrei gefíð blaðamönnum færi á sér, en sagði þó um daginn er hann var inntur eftir dómi hans um nýjustu bók um föðurinn, John Lennon. „Faðir minn var kærleiksríkur, umhyggjusamur og skemmtilegur maður" segir Se- an, og er þar óssammála höfundi bókarinnar, Albert Goldmann, sem ekki taldi að John hefði þessa kosti í farteskinu. BV Htmd- lyfti vagnar Eigum ávallt fyrirliggjandi hina velþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. UMBOÐS- OG HE/LDVERSLUN BiLDSHÖFDA 16 SÍML6724 44 MÝ OUllölD OLEEHMHRR FRfi 7 fiRRTUGMUM I Peir fjölmörgu sem sakna gullaldar fjörsins á SÖGU geta nú tekið gleði sína á ný! Næsta laugardagskvöld verður stemningin ógleymanlega frá árunum fyrir ’70 endurvak- in með pompi og prakt - og meira fútti en nokkru sinni. Kl. 19:00 heilsar Fornbílaklúbburinn með heiðursverði og i anddyrinu bíður allra Ijúffengur FINLANDIA fordrykkur. Síðan töfrar listakokkurinn SVEINBJÖRN FRIÐJÓNSSON fram eftirlætis kræsingarnar undirseiöandi tónum GRETTIS BJÖRNSSONAR. Fjörið eykst svo um allan helming þegar söngvararnir vinsælu, RAGNAR BJARNA. ELLÝ VILHJÁLMS og PURIÐUR SIGURÐAR stíga á sviöið og viö syngjum, duflum, tvistum og tjúttum fram á rauöa nótt ásamt dönsurum frá DANSSKÓLA auðar haralds Mætum oll. fersk og fönguleg! Kynnir kvöldsins: MAGNÚS AXELSSON Stjórnandi: JÓNAS R. JÓNSSON / Flljómsveit hússins leikur. Lagautsetnmgar: ARNi SChEViNG / Ljosameistarr. KONRAÐ SlGURÐSSÖN HI)OÖmeistan: GUNNAR SMARIHELGASON, Aögangseyrir: 3500 kr. meö mat Sertilboð a gistmgu tyrir hopa gesta1 Pöntunarsimi: Virka daga frá 9-17, s. 29900. föruttccí twuutleqa ! Föstudaga og laugardaga, s 20221. ScSdút UfíflJCÍt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.