Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.10.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 15 mgnmgarsuddi setti svip sinn á Norðdekkrallið „Bíddu eftir mér..!“ Eftir bægslagang í á fór Þorbjörn Pálsson í viðgerðarleiðangur til að koma Nova-bilnum úr hyldýpinu. Þegar bíllinn komst í lag var Pétur Guðjónsson ekkert á þvi að hleypa honum inn aftur fyrr en bftlinn væri kominn á þurrt. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigurvegararnir Steingrímur Ingason og Witek Bogdanski geisluðu af gleði eftir sigur í Norðdekkrallinu. Þeir urðu í öðru sæti til ís- landsmeistara eftir góðan árangur í ár. STEINGRÍMUR Ingason og Wit- ek Bogdanski unnu sinn annan sigur á árinu í rallakstri, þegar þeir komu fyrstir í mark í Norð- dekk ralli BÍKR um helgina. Þeir unnu öruggan sigur á Niss- an 510 eftir að hafa ieitt keppn- ina frá byijun. Helstu andstæð- ingar þeirra heltust úr lestinni strax á fyrsta degi og það veitt- ist þeim létt verk að halda sínu striki. í sinni fyrstu keppni sem ökumaður náði Rúnar Jónsson öðru sæti með föður sinn Jón Ragnarsson sér við hlið. Þeir víxluðu sætum en þeir höfðu tryggt sér íslandsmeistaratitil- inn í rallakstri fyrir keppnina. Fraumraun Rúnars reyndist hon- um til sóma, hann ók yfirvegað á Ford Escort RS, sem þeir feðg- ar hafa kepp á í nokkur ár. Ágúst Guðmundsson og Björn Hannes- son á Opel Kadett sýndu oft stór- góða takta og nældu í þriðja sæti fyrir vikið. Rigningarsuddi setti svip sinn á Norðdekkrailið, skyggni var slæmt og margir veganna sem eknir voru reyndust þungfærir. Strax á fyrsta keppnisdegi, föstudagkvöld, féllu tveir toppbflanna úr keppni. Guð- mundur Jónsson á Nissan “40 RS ók á gijót á ísólfsskálaleið, sem sprengdi dekk og olli skemmdum á bflnum sem sló þá útaf laginu. Þeim hefði þó verið í lófa lagið að halda áfram, en náðu ekki áttum fyrr en um seinan. Porsche Jóns S. Hall- dórssonar og Guðbergs Guðbergs- sonar bilaði snemma í kepninni, spyma bognaði þegar þeir lentu á gijóti og afleiðingin var sú að öx- ull brotnaði skömmu síðar. Þar með voru heistu keppinautar Steingríms og Witeks úr leik. Laugardagurinn var hinsvegar eftir. „Botninn datt alltof fljótt úr keppninni, ég var kominn með nokkuð öruggt forskot eftir fyrsta dag. Á laugardeginum ókum við því af öryggi, enda var ekki hægt að beita bflnum til fulls eins og færðin var. Ég slakaði sérstaklega mikið á í lokin til frekara öryggis, fannst ég verða að vinna, enda hefur ólán stundum sett strik í reikninginn hjá mér,“ sagði Steingrímur Ingason í samtali við Morgunblaðið. Með sigrinum nælir hann í annað sætið í íslandsmeist- arakeppninni á eftir Jóni Ragnars- syni, sem hann hefur oft háð harða keppni við á árinu. „Ég var strax staðráðinn í að vinna og sigurinn er gott veganesti fyrir næsta ár. Ég ætla að aka sama bfl en endur- bæta hann talsvert enda veitir ekki af, því margir góðir bílar virðast vera á leiðinni," sagði Steingrímur. Fróðlegt verður að sjá hvort Rúnar Jónsson verður einn and- stæðinga hans á næsta ári, eftir fraumraun hans við stýrið og góðan árangur. Þeir feðgar Rúnar og Jón hafa þó ekkert ákveðið, ökumaður- inn blundar í Rúnari en það er ekki víst að hans tími sé kominn. „Við bíðum bara og sjáum hvað úr verð- ur,“ sagði Rúnar. „Það er ekkert mikið skemmtilegra að keyra sjálf- ur, þetta býður upp á svipaða útrás og að vera í aðstoðarökumannssæt- inu. Ég stefndi strax á toppsæti, en átti þó ekki von á því að ná öðru sæti. Á tímabili hélt ég að allt væri fyrir bí, þegar gírkassinn fór að stífna, ég ók ijórar leiðir með hann í ólagi áður en við létum skipta um hann í viðgerðarhléi. Eftir það gekk þetta ágætlega og ég er ánægður áð hafa sloppið við óhöpp. Svo sá ég heldur enginn hraeðslumerki á pabba, það var ágætt líka...“ Tveir bíiar ultu í keppninni og þeir bræður Birgir og Gunnar Vagnssynir á Toyota annað árið í röð í sömu keppni. í fyrra urðu þeir að hætta keppni, en nú héldu þeir ótrauðir áfram og unnu flokka- sigur. Það sama gerðu Pétur Guð- jónsson og Þorbjöm Pálsson á for- láta Chevrolet Nova, sem var ör- ugglega þyngsti og erfiðasti bfll keppninnar. Þó tímafrekt aukabað í á kostaði þá mikinn tíma nældu þeir í flokkaverðlaun og skutluðu þess á milli breiðum bflnum um þrönga vegina. Að venju má segja unnu Óskar Ólafsson og Jóhann Jónsson flokk óbreyttra bfla á Su- baru 4WD Turbo, en það er langt síðan einhver skákaði þeim félögum í þeim flokki. Lokastaðan í Norðdekk-rallinu 1. Steingrímur Ingason Witek Bogdanski Nissan 1.51.39 2. Rúnar Jónsson Jón Ragnarsson Ford Escort 1.56.24 3. Ágúst Guðmundsson . Bjöm Hannesson Opel Kadett 1.57.52 4. Páll Harðarson Ásgeir Ásgeirsson FordEscort 2.01.57 5. Óskar Ólafsson Jóhann Jónsson Subaru 2.04.55 6. Birgir Vagnsson Gunnar Vagnsson Toyota Corolla 2.06. 7. Einar Þór Magnússon Elías Jóhannesson FordEscort 2.09.10 8. Guttormur Sigurðsson Elmar Ingibergsson Toyota Corolla 2.12. Af 25 keppnisbflum sem hófu keppni náðu 17 í endamark. Flokkasigurvegarar Óbreyttir bflar, Subaru Óskars Ólafssonar/Jóhanns Jónssonar 1600—2000cc, Páll Harðarsson/Ás- geir Ásgeirsson Ford Escort 1300—1600cc, Birgir Vagnsson/- Gunnar Vagnsson, Toyota Corolla 2000 og yfir Pétur Guðjónsson/Þor- bjöm Pálsson Chevy Nova. - G.R. Ágúst Guðmundsson og Björn Hannesson óku oft stórvel og tryggðu sér þriðja sætið á bíl sem kominn tryggðu sér þriðja sætið á bíl sem kominn er til ára sinna. TEPPADAGAR 15% afsláttur af öllum teppum og mottum fram til 15. okt. 10% afsláttur af gólf- og veggdúkum. Sterk og góö lykkjuteppi frá kr. 675.- m2 meö 15% afslætti Þykkir og sterkir gólf- og veggdúkar frá kr. 446,- m2 með 15% afslætti ■unmBi Dæmi um verð: Stofa og gangur í hefðbund- inni 3ja herbergja íbúð er um 30 m2 Pú færð 30 m2 af fallegu og sterku lykkjuteppi í Húsa- smiðjunni fyrir: kr. 23.820,- -15% kr. 3.575,- kr. 20.274,- HÚSA SMIÐJAN SKÚTUVOGI16 SfMI 687700 tl %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.