Morgunblaðið - 09.10.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.10.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 Smábátahöfn, drög að skipulagi 'Núverandi fjöruborð 34/36 14/16 18/20 Jsskán var á Tjörninni I Reykjavík í gœrmorgun. Morgunblaðið/Þorkell Hægviðri o g svalt áfram FREKAR svalt verður á landinu öllu ■ dag og má búast við tölu- verðu næturfrosti í nótt. Seinni- part nætur fer að þykkna upp, einkum vestanlands og er útlit fyrir mildara veður á morgun. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að dagurinn í dag yiði væntanlega sá kaldasti í bili, en svalt yrði áfram. Hægviðri og breytileg átt með næturfrosti en hitastigi í kringum frostmark að deginum yrði ríkjandi fram eftir vikunni. Umferð í Reykjavík; Framkvæmd aðal- skipulags feekkar slysum um 20% UMFERÐARSLYS í Reylgavík væru allt að 20% færri en nú ef gatna- skipulag aðalskipulags frá 1962 til 1983 hefði komist í framkvæmd að fullii. Þetta kom fram í erindi Þórarins Hjaltasonar yfirverk- fræðings umferðardeildar Reykjavíkurborgar á ráðstefiiu Verk- fræðingafélags íslands . Að sögn Þórarins hefði þetta í for með sér að slysakostnaður lækkaði um 2-300 miiyónir króna á ári. Allar mikilvægustu framkvæmdir er að finna á nýstaðfestu aðalskipu- Iagi borgarinnar. Mikilvægast er að sögn Þórarins að endurbæta stofnbrautir og leggja áherslu á mislæg gatnamót í stað ljósastýrðra. Endurbætt stofnbrautakerfi hafi einnig óbein áhrif tillækkunar með því að hættu- legur gegnumakstur færist að veru- legu leyti úr íbúðahverfum yfír á stofnbrautir. Mikilvægt sé að draga úr mikilli umferð um tengibrautir, svo sem Bústaðaveg þar sem mikil umferð gangandi og strætisvagna skapi óþarfa slysahættu. Fossvogs- braut myndi minnka umferð um Bústaðaveg um meir en helming. Þá sagði Þórarinn að þótt nú væru umferðarljós á 44 gatnamót- umí borginni, vanti þau enn á allt að 30 gatnamót miðað við vinnu- regiur nágrannalanda. Umferðar- ljós eru talin fækka slysum um 30-50% þar sem þau eru sett upp. Hringtorg séu jafnvel enn hag- kvæmari frá öryggissjónarmiði en þau komi að mestu gagni á um- ferðarminni stofnbrautum og tengi- brautum. hluta lóðum, sem að sögn Kristj- áns Guðmundssonar bæjar- stjóra eru síðustu sjávarlóðirn- ar sem til úthlutunar koma i bænum. Þegar hefur nokkrum lóðum verið úthlutað sem bótalóðum, en eftir eru 7 einbýlishúsalóðir og tvær tvíbýlishúsalóðir. Þá kom til úthlutunar lóðir undir 11 parhús, en einni íbúð í parhúsi hefur þegar verið ráðstafað. Fylla þarf fram í go vegna þessarar byggðar. Kristján sagði áð framkvæmdir á svæðinu hæfust í vetur og yrði byijað á götustæðum og holræsa- lögnum, áður en ráðist yrði í upp- fyllingu. Lóðimar eiga að vera til- búnar næsta vor. Gatnagerðar- gjöld hafa verið ákveðin rúm 1 milljón og 156 þúsund fyrir ein- býlishús, rúmar 719 þúsund krón- ur fyrir parhús og rúm 1 milljón og 573 þúsund fyrir tvíbýlishús. Umsóknarfrestur um lóðimar er til næsta fimmtudags, 13. október. Á aðalskipulagi bæjarins er gert ráð fyrir smábátahöfn fyrir neðan þessa nýju byggð, en Kristján sagði að enn væri ekki víst hvort ráðist yrði í gerð hennar. Síðustu sjávarlóðum í Kópavogi úthlutað NORÐAN Huldubrautar í Kópavogi er fyrirhugað að út- Verð á vetr- ardekkjum svipað ogí fyrra VETRARDEKK eru nú seld á svipuðu verði og í fyrra, að sögn Sigurðar Ingvasonar hjá Barðan- um hf. og Gunnars Haraldssonar hjá Sólningu hf. „Verð á algengu sóluðu fólksbíladekki er 2.300 krónur en það kostaði 1.970 krónur í október 1985. Verðið lækkaði um 10 tO 15% vegna tollabreytinga um síðastliðin ára- mót en það hækkaði aftur vegna gengisfellinga, “ sagði Gunnar Haraldsson í samtali við Morgun- blaðið. „Verð á algengu sóluðu fólks- bfladekki er 2.230 krónur sem er sama verð og eftir síðustu áramót. Við erum búnir að selja dálítið af vetrardekkjum að undanfömu. Við höfum bæði selt úr gömlum birgð- um og dekk sem við keyptum ný- lega,“ sagði Sigurður Ingvarsson. Samkvæmt lögum um framleng- ingu á verðstöðvun til 28. febrúar næstkomandi er'heimilt að hækka verð á innfluttum vörum, til dæmis hjólbörðum, í samræmi við hækkun innkaupsverðs, þar með talið vegna breytinga á gengi. Álagning í heild- sölu og smásölu skal þó ekki vera hærri að krónutölu en hún var við upphaf verðstöðvunar 27. ágúst síðastliðinn. Hálka á Húsavík MIKIL hálka hefiir veríð á Húsavik og í nágrenni bæjarins nnHanfama daga og hafa nokkur óhöpp orðið af völdum hennar. Þegar var orðið hált á föstudag og ultu þá tvær bifreiðar, önnur á Hólasandi en hin rétt sunnan við bæinn. í öðru tilvikinu varð að flytja ökumann á sjúkrahús, en.meiðsii hans munu ekki vera alvarleg. Allir sluppu ómeiddir úr hinni veltunni. Ráðuneytið sker ekki úr um eignarhald á ráðhúslóð Félagsmálaráðuneytið telur að ekki séu efiii til að taka afstöðu til krafha lóðareigenda við Tjarnargötu í Reykjavík á grundvelli þess vafa sem þeir telja vera um eignarhald á þeim rúmlega þijú þúsund fermetrum sem bætt hefur veríð við lóðina Tjamargötu 11, þar sem ráðhús Reykjavíkur á að rísa. Telur ráðuneytið að úr ágrein- ingi um eignarhald á svæðinu verði ekki skoríð nema í eignardóms- máli. Eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu sendu lóðareigend- ur við Tjamargötu Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra bréf í lok júlí sl., þar sem þeir kærðu þá ákvörðun bygginganefridar Reykjavíkur að stækka lóðina ’ljamargötu 11 um 342% og úthlut- un neftidarinnar á því viðbótar- svæði til Reykj avíkurborgar. í greinargerð lóðareigenda kom fram, að þeir telja engan veginn einhlítt að umrætt land geti talist til borgarlands og að bygginga- neftid hafí þannig úthlutað lóð sem ekki væri sannanlega í eigu borgar- innar. Ekki sé vitað um neinar skráðar eignarheimildir á Reykjavflcurtjöm, en hins vegar al- kunna, að eigendur húsa við Tjam- argötu hafi ávallt verið taldir eiga land að Tjöminni og allan rétt sem því fylgdi. Varðandi veitingu byggingar- leyfís vísuðu lóðareigendur í bygg- ingarreglugerð þar sem segir að ekki geti aðrir lagt fram umsókn um byggingarleyfí en eigandi, lóð- arhafí, eða fullgildur umboðsmaður hans og skuli hann undirrita um- sóknina eigin hendi. Sögðu lóðar- eigendur, að ef Reykjavíkurborg gæti ekki ótvírætt sannað eignar- rétt sinn á umræddu viðbótarlands- svæði væru lagalega brostnar for- sendur fyrir útgáfu byggingarleyf- isins og bæri ráðherra því skylda til að fella það úr gildi. í svari ráðuneytisins kemur fr am, að kæra lóðareigendanna var send byggingamefnd Reykjavíkur og skipulagsstjóm ríkisins til umsagn- ar. í umsögn byggingamefndar segir m.a., að lóðareigendur við Tjamargötu eigi ekki annað land en það sem afsöl fyrir lóðunum til- greini. Þinglýsing eignarheimilda breyti út af fyrir sig ekki eigna- rétti og kærendur hafí engan eigna- rétt öðlast yfír Ijöminni. Skipulags- stjóm taldi hins vegar að um væri að ræða spumingu um eignarhald á landi, sem aðrir en skipulags- stjóm verði að svara eða skera úr um. Niðurstaða ráðuneytisins er því sú, að úr ágreiningi um eignarhald á því svæði sem um væri að ræða, yrði ekki skorið nema í eignardóms- máli. Verk- eða valdsvið ráðuneytis- ins nái ekki til þess að kanna eða sanna eignarétt yfír löndum og lóð- um í Reykjavík. Grænlendingar leigja Árna Friðriksson: Engin loðna við Austur- Grænland GRÆNLENDINGAR leigðu Árna Fríðríksson, skip Ha- fraimsóknastofiiunar, til loðnu- leitar við Austur-Grænland 7. til 25. september sl. en fimdu enga loðnu, að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar fiskifræðings. „Flestir telja að loðna hrygni í smáum stfl við Angmagssalik og hún sé ekki stór hluti af loðnustofiiinum á íslands- og Austur-Grænlandssvæðinu. Sjórinn var hins vegar tiltölu- lega hlýr og það getur verið skýringin á þvi að ekki fánnst loðna," sagði Hjálmar. Grænlendingar halda því fram að sérstakur loðnustofn hrygni við Austur-Grænland og því krafíst stærri hluta af loðnukvótanum en íslendingar og Norðmenn hafa viljað sætta sig við. Grænlending- ar veiða enga loðnu sjálfír en Færeyingar fá að veíða 65 þúsund tonn af loðnu við Austur-Græn- land á þessari vertíð. 13 Ú □ kársnesbraut ★ Þessum lóöum hefur þegar verið úthlutaö v°gur ro gur Morgunblaðið/GÓI Hér sjást síðustu sjávarlóðimar, sem úthlutað verður I Kópavogi. Þær lóðir, sem liggja niður að sjó, eru undir einbýlishús, en næsta röð lóða, frá 54/56 til 18/20, er undir parhús. Neðst tfl hægrí á kortinu eru lóðir númer 3 og 5, sem eru ætlaðar fyrir tvíbýlishús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.