Morgunblaðið - 09.10.1988, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 09.10.1988, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 7 Dr. Hjálmtýr Hafsteinsson Doktor í tölv- unarfræði HJÁLMTÝR Hafsteinsson varði doktorsritgerð í tölvunarfræði við Cornell-háskólann í Banda- ríkjunum þann 9. september sl. Ititgerðin ber nafnið „Parallel Sparse Cholesky Factorization" og fjallar um nýjar aðferðir við að leysa rýr jöfiiuhneppi á sam- hliða (parallel) tölvum. Hjálmtýr fæddist 13. september 1959 í Reykjavík, sonur Ágústu Hjálmtýsdóttur og Hafsteins Sig- urðssonar húsasmiðs. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands 1980 og BS-námi í tölvunar- fræði frá Háskóla íslands vorið 1984. Við upphaf námsins í Comell naut Hjálmtýr styrlqa frá Ful- bright-stofnuninni, Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar og Thor Thors-styrk íslensk-ameríska félagsins. Hjálmtýr starfar nú sem sérfræð- ingur við Raunvísindastofnun Há- skóla íslands. Vitni vantar Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að eftirtöldum árekstrum þar sem tjónvaldar fóru af vettvangi án þess að gera vart við sig. Ekið var á dökkgráan VW Golf á bílastæði við Kringluna milli klukkan 16 og 17 þriðjudaginn 4. þessa mánaðar. Ekið var á hvíta Mazda 323 við Amtmannsstíg 2b milli klukkan 16 og 17 sunnudaginn 2. þ.m. Að- faramótt mánudasins 1. október hafði verið ekið á silfurgráa VW Jetta-bifreið við Mávahlíð 15. Þá var ekið á græna Mazda- bifreið við Miklagarð um klukkan 14.30 föstudaginn 30. september. Sama dag, frá klukkan 14.30- 15.30, var ekið á grænan Ford Taunus við Grensásveg 50. Þá um kvöldið, frá klukkan 20-12 á hádegi hins 1. október, var ekið á svartan Daihatsu við Hjarðarhaga 42. Hafiiarflörður: Ok í veg fyrir pilt á bifhjóli PILTUR á skellinöðru slasaðist í umferðarslysi á mótum Reykjavíkurvegar og Hjalla- brekku um klukkan 21.30 að kvöldi fimmtudags. Bíl var ekið norður Reykjavíkur- veg og beygt til vesturs Hjalla- brekku í veg fyrir piltinn, sem var á leið suður Reykjavíkurveg. Hann hruflaðist og marðist á báðum hnjám en slapp óbrotinn. TIL DUBIH\ A KR. Mikið var! Loksins býðst tækifæri til að gera sér eins dags dagamun í eriendri stórborg. Eftir 2ja stunda flug lendum við í Dublin. Þar köstum við okkur útí hringiðu borgarlífsins, borgum upp farið með iéttri verslunarsyrpu, borðum góðan mat og kneifum ölið. Þeir sem vilja geta síðan kórónað daginn með skoðunarferð í félagsskap þaulkunnugs fararstjóra. Brottför 28. október. Lagt af staö kl. 7:00. Heimkoma kl. 23:59 lnnifalið: Plug. akstur til og frá flugvclli Inn í miðbæinn og þaðan út á flugvöll um kvöldið. Verð miðast við staðgreiðslu og gengisskráningu 6.10.88. Nerio og Maurizio frá Riccione eru í heimsókn og ætla að skemmta börnunum! Vinir okkar frá ítaliu, bræðurnir Nerio og Maurizio frá veitingastaðnum La Traviata á Riccione eru í hcimsókn! í dag verður opið í Austurstrætinu kl. 13-15 því bræðurnir ætla að taka á móti öllum krökkum sem hafa heimsótt þá undanfarin sumur og auk þess vilja þeir gjarnan kynnast fleiri krökkum! - Blöörur og nammi, ærslaleikir, söngur, glens og gaman fyrir börnin, en kaffi og vetrarbæklingar fyrir pabbaogmömmu. EIMNÞAIAFMÆLIS8MPI Nokkur sætl laus í spennandi stórborgarferðir á ótrúlega lágu verði. LON GL4 LLX LjONDON 2 nætur 22. nóv. frá kr. GIjASGOW 2 nætur 18.og27.okt. frá kr. LUXEMBOURG 3 nætur 16. nóv.frákr. 17.400 17.500 Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Sími 91 -69-10-10 • Suðurlandsbraut 18 • Sfmi 91 -68-91 -91 Hótel Sögu við Hagatorg • Sími 91 -62-22-77 • Skipagötu 14 • Akureyri • Sími 96-2-72-00 *rCs Góðan daginnl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.