Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 Manfred Wömer framkvæmdastj óri Atlantshafsbandalagsins: Okkar gíldismat hefur unnið sigur Látum staðreyndir en ekki fyrirætlanir ráða afstöðunni til Sovétríkjanna Manfred Wörner varð fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins fyrir þremur mán- uðum. A dögunum voru íslend- ingar í kynnisferð til höfuð- stöðva bandalagsins i Brussel fyrsti slíki hópurinn, sem Wörn- er hitti í nýju starfi sínu, en hann var áður varnarmálaráð- herra Vestur-Þyskalands. Fréttaritari Morgunblaðsins i Brussel varð síðan meðal fyrstu blaðamanna til að fá viðtal við framkvæmdastjórann sem ber hlýjan hug til Islands og íslend- inga. „Ég hef komið til íslands sem ferðamaður og farið um landið með eiginkonu minni. Við leigðum okkur bfi og ókum vitt og breitt um Iandið í hálfan mánuð fyrir þremur árum. Ég varð fyrir miklum áhrifum af gestrisni og hlýju viðmóti fólks- ins og auðvitað stórbrotinni fegurð Iandsins,“ sagði Manf- red Wömer meðal annars í sam- talinu sem snerist áð sjálfsögðu einkum um samskipti austurs og vesturs og stöðu Atlantshafs- bandalagsins. Miklar breytingar virðast á döf- inni í kommúnistalöndunum basði íEvrópu og utan, hvaða áhrifhafa þessar breytingar á starfsemi Atl- antshafsbandalagsins? „Það er rétt að breytingar eru á döfinni, jafnvel grundvallar- breytingar. Auðvitað stendur ekki til að breyta Sovétríkjunum í lýð- ræðisríki samkvæmt okkar skiln- ingi, en freista á þess að gera sam- félagið þar skilvirkara, opnara og á einhvem hátt manneskjulegra og fijálslyndara. Við fögnum þess- um breytingum. Hvort eða hvaða áhrif þær hafa á hemaðarstefnu Sovétríkjanna er enn ósvarað. Her- styrkur þeirra hefur ekkert breyst. Sovéski herinn er jafn fjölmennur og áður, haldið er áfram að end- umýja bæði kjamorkuvopn og hefðbundin vopn. Atlantshafs- bandalagið verður að taka mið af athöfnum en ekki orðum. Við verð- um að láta staðreyndir um Sov- étríkin ráða afstöðu okkar en ekki fyrirætlanir ráðamanna þeirra. Á meðan herstyrkur Sovétríkjanna minnkar ekki getum við ekki dreg- ið úr okkar herafla. Öryggi sitt byggja menn ekki á góðum eða vondum fyrirætlunum einstakl- inga, mennimir breytast og fyrir- ætlanir að sama skapi. Við skulum vona að breytingar verði í Sov- étríkjunum og á afstöðu þeirra, það hlýtur að lokum að koma í ljós við samningaborðið. Við bíðum eftir því. Vonandi hefjast viðræður um takmörkun hefðbundins her- afla á þessu ári og þá fær Gorbatsj- ov tækifæri til að sýna hvort hon- um er alvara. Komi það í ljós hef- ur það áhrif á stefnu NATO.“ Þú minnist á viðræður um tak- mörkun hefðbundins herafla. Sýn- ist þér að flotaumsvif og loftvamir á Norður-Atlantshafi verði þar á dagskrá ogþarmeð vamir íslands? „Ég tel ekki að í þessum viðræð- um verði rætt um flotastyrk. Við erum í bandalagi sem kennt er við Atlantshafíð vegna þess að banda- lagsríkin eru beggja vegna við það. Sovétríkin eru hins vegar meginlandsveldi sem byggist fyrst og fremst á samskiptum á landi. Mér sýnist þetta landfræðilega misvægi útiloka að flotastyrkur verði ræddur á þessum fundum. íslendingar hafa ekki eigin her en land þeirra er þó hemaðarlega mjög mikilvægt og þess vegna er framlag þeirra til sameiginlegra vama umtaisvert þar sem þeir lejrfa bandalaginu afnot af landi sínu til eftirlits og öryggisgæslu. Væntanlegar viðræður breyta ekki þessari stöðu íslands, mikilvægi þess verður hið sama og áður. En almennt miða viðræðumar að því að auka stöðugleika í samskiptum austurs og vesturs. Ef árangur næst njóta íslendingar góðs af honum á sama hátt og önnur Evró- puríki." Vestrænir fjölmiðlar segja gjaman að Gorbatsjov hafi snúið á Atlantshafsbandalagið með fmmkvæði í afvopnunarmálum. Hvert er átít þitt á þessari fullyrð- ingu? „í rauninni er hið gagnstæða satt. Á hinn bóginn er við okkur að sakast, fjölmiðlamenn og stjóm- málamenn, að fólk áttar sig ekki á þeirri staðreynd. Allt frumkvæði á liðnum ámm hafa NATO og vestræn ríki átt. Núll-lausnin og samkomulagið um útrýmingu með- aldrægra kjamafiauga í Evrópu, Stokkhólmsráðstefnan, Helsinki- fúndurinn, RÖSE-viðræðumar, START og niðurskurður lang- drægra kjamavopna um 50%. Alit þetta byggist á frumkvæði Vestur- landa. Sama gildir um tiilögur um jafnvægi í hefðbundnum vopnum, Gorbatsjov hefur einungis verið að svara okkar tillögum um þau efni. Benda má á fmmkvæði ráðherra- fundarins í Reykjavík í júní á sl. ári þegar utanríkisráðherramir settu fram viðhorf NATO til tak- mörkunar vígbúnaðar. Líta verður á að innan Atlantshafsbandalags- ins em sextán fullvalda ríki, sér- hvert þeirra hefur sína skoðun. Gorbatsjov þarf ekki að ráðfæra sig við neinn heldur fer sínu fram. Það er í rauninni óhugsandi að keppa við flugeldasýningar Gor- batsjovs Áður en við leggjum fram tillögur verðum við að ráðfæra okkur við öll aðildarríkin. Þá má minna á að Gorbatsjov endurtekur iðulega tillögur sem fjölmiðlar flalla síðan um í hvert sinn sem nýjar væm. Ef við endurtækjum sífellt okkar tillögur myndi enginn gefa þeim málflutningi gaum. Mik- ilvægast er að við höfum átt fmm- kvæði og munum halda því.“ Sovétríkin em að flytja herlið sitt frá Afganistan. I Genf em hafnar friðarviðræður írana og íraka. Suður-Afríka er að kalla heim her sinn frá Angólu og Kúb- vetjar virðast einnig á leiðinni það- an. Víetnamar em að fara frá Kambódíu. Er einhver sameiginleg skýring á þessari atburðarás? „Já, það er sameiginleg skýring. Árangursríkt starf Atlantshafs- bandalagsins, vamarstyrkur þess og viiji aðildarþjóðanna til að stuðla að slökun á alþjóðavettvangi hefur haft áhrif bæði í alþjóðasam- skiptum og á stjómvöld í Moskvu. Sovéskir ráðamenn hafa áttað sig á því í fyrsta lagi, að herstyrk- ur tryggir ekki þær pólitísku niður- stöður sem sóst er eftir. Við höfum staðið af okkur hemarlegt álag. í öðm lagi hafa vestræn samfélög og eftiahagslíf skilað mun betri árangri á sviði tækni, iðnaðar, efnahags og velferðar en kommún- istaríkin. Kommúnisminn hefur glatað aðdráttarafli sínu, hann höfðar ekki lengur til þjóða heims- ins. Það er þetta sem hefur orðið sovéskum stjómvöldum tileftii til breyttrar stefnu og endurbóta. Ég vona að þeim takist að gera það sem þau boða. Sá árangur sem náðst hefur verður ekki tryggður til frambúðar nema Atlantshafs- bandalagið haldi einingu sinni og leggi áherslu á nauðsynlegar vam- ir. Þetta er forsenda þess að vinna megi að enn frekari slökun í heim- inum." Samstarfið innan NATO og hlutur Evrópu Forveri þinn íembætti, Carring- ton lávarður, sagði oft að fjölmiðl- ar lýstu Atlantshafsbandalaginu á þann veg að það væri í sífelldri kreppu. Um þessar mundir er oft- ast bent á skiptingu kostnaðar eða jöfnun byrða á milli Evrópu og Bandaríkjanna í útgjöldum vegna sameiginlegra varna. Telur þú að nýr forseti í Bandaríkjunum verði að draga úr framlögum til sameig- inlegra vama Evrópu? „Vonandi ekki. Eg get ekki séð að Atiantshafsbandalagið sé í kreppu og er sammála forvera minum Carrington lávarði. NATO er traust bandalag og hefur náð miklum árangri. Þær breytingar sem em á döfinni í Austur-Evrópu em vitnisburður þar um. Okkar gildismat hefur borið sigur. Sam- félög okkar hafa skilað betri ár- angri en þau sem Iúta kom- múnískri forystu, efnahagslíf okk- ar er afkastameira og veitir betri Morgunblaðið/Andrés Pétureson Manfred Wömer, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, leggur áherslu á mál sitt í skrifstofu sinni í höf- uðstöðvum bandalagsins í Brussel. lífskjör. Ég hef ekki áhyggjur af einhvers konar kreppum. Auðvitað þarf að glíma við ýmiss konar vanda en við ráðum við hann. Næsti forseti Bandaríkjanna mun ekki láta sér standa á sama um kostnaðarskiptinguna frekar en forystumenn annarra aðildarrílqa. Umræðan um jafnari byrðar innan NATO er mikilvæg en ég hygg að við getum treyst því að Banda- ríkjamenn leggi áfram sitt af mörkum með herafla í Evrópu. Öllum er ljóst að vera Bandaríkja- manna þar er nauðsynleg til að tryggja frið og draga úr líkum á styijöldum." Sem varnarmálaráðherra Vest- ur-Þýskalands beittir þú þér fyrir aukinni samvinnu við Frakka á hernaðarsviðinu. Sömuleiðis hefur veríð lögð meirí áhersla á sam- starfið innan Vestur-Evrópusam- bandsins. Er þetta liður í viðleitn- inni til að gera hlut Evrópu í vam- arsamstarfínu meiri? „Já, því betri samvinna sem er með Frökkum og Þjóðverjum því betra fyrir Evrópu og þeim mun sterkari sem Evrópa er því öflug- ara verður vamarsamstarfíð. Sam- starfíð í Evrópubandalaginu snýst fyrst og fremst um efnahagsmál en á sér að sjálfsögðu pólitísk markmið. Samvinnu á hemaðar- sviðinu hefur fram undir þetta verið haldið utan við Evrópubanda- lagið, aðildarríkin hafa á undanf- ömu lagt áherslu á að efla þá sam. vinnu innan Vestur-Evrópusam- bandsins. Ef Vestur-Evrópusam- bandið lifír af mun það styrkja vamir Evrópu en auðvitað getur það ekki einokað hlut Evrópu í vamarsamstarfinu innan NATO vegna þess að Evrópuríkin þar em ekki öll aðilar. Það er óhugsandi að útiloka eitthvert aðildarríkja bandalagsins frá aðild að NATO- ákvörðunum vegna þess að það er, eða er ekki, aðili að einhveijum þrengri og sérhæfðari samtökum. Væri þannig staðið að málum þyrftum við ekki Atlantshafs- bandalagið." Staða íslands ísland er aðili að NATO en ekki Evrópubandalaginu og hefur ekki uppi neinar áætlanir um að ganga íþað. Er hugsanlegt að þessi staða torveldi samstarf Evrópuríkjanna innan NATO og Iitið verði á ísland í framtíðinni sem hluta af vömum Norður-Ameríku en ekki Evrópu? „Nei, stöðu íslands verður ekki breytt og íslendingar munu fram- vegis sem hingað til taka fullan þátt í ákvörðunum innan banda- lagsins sem sjálfstæð fullvalda þjóð hvemig sem mál þróast innan stofnana og samtaka í Evrópu. Styrkur Atlantshafsbandalagsins felst í jafnræði aðildarríkjanna og ég mun sem framkvæmdastjóri þess gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja að ekkert ríki verði gert að homreku í þessu samstarfí vegna þess að það er ekki aðili að einhveijum samtökum eða bandalagi. Það sem skiptir máli er samstarfið innan Atlants- hafsbandalagsins. “ Vestur-Þýskaland tekurnú auk- inn þátt í vömum Norður-Evrópu bæði á landi og sjó, snertir þessi stefnubreyting ísland á einhvem hátt? „Ekki beint, en á óbeinan hátt vegna þess að stöðugleiki verður betur tryggður á þessum slóðum og af því njóta íslendingar góðs. Við verðum að líta á þetta í þvi samhengi að öll viðleitni Atlants- hafsbandalagsins beinist að því að tryggja öryggi allra aðildarríkj- anna og frið. Hvert svo sem fram- lagið er hlýtur það alltaf að vera hagsmunamál allra." Þegar Þorsteinn Pálsson fyrr- verandi forsætisráðherra var í op- inberrí heimsókn í Bandaríkjunum í ágúst sl. var rætt um framlag íslands til sameiginlegra vama. Af því tilefni sagði Rozanne Ridg- way, aðstoðarutanríkisráðherra, að framlag Islendinga værí ómet- anlegt og ekki yrði faríð fram á meira. Er tekið undir þetta viðhorf í höfuðstöðvum Atlantshafsbanda- lagsins? „Ég tel að Rozanne Ridgway hafi rétt fyrir sér. Vegna einstæðr- ar legu íslands er sú aðstaða sem íslendingar veita mjög mikilvæg fyrir öryggi og vamir bandalagsins alls. Er það gott dæmi um að ekki er einungis unnt að mæla framlög til bandalagsins í einföldum dæm- um um íjölda hermanna eða fjár- framlag. Ég er því fyllilega sam- mája Ridgway. Ég hef komið til íslands sem ferðamaður og farið um landið með eiginkonu minni. Við leigðum okkur bíl og ókum vítt og breitt um landið í hálfan mánuð fyrir þremur ámm. Ég varð fyrir mikl- um áhrifum af gestrisni og hlýju viðmóti fólksins og auðvitað stór- brotinni fegurð landsins. Mér er sérlega minnisstæð vera.okkar á eldsumbrotasvæðinu á norðaustur- hominu, í nágrenni Mývatns. Fimm dögum eftir að við vorum þar gaus hraun nánast úr fótspor- um okkar. Ég hlakka til að koma aftur til íslands og hitta þessa vinalegu þjóð. Ég vænti þess að í framtíðinni megi treysta á stuðning ísiensku þjóðarinnar sem alla tíð hefur ver- ið traustur bandamaður. íslending- ar eru duglegt og friðsamt fólk, þeir vita að friður verður ekki tryggður nema Atlantshafsbanda- lagið sé sterkt." Viðtal: Kristófer Már Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.