Morgunblaðið - 09.10.1988, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.10.1988, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 ÓLYMPÍULEIKAR FATLAÐRA í SEOUL: Fjórtán íslendingar J m-m -m m-m PARALYMPtCS mæta til leiks Ólympíuleikunum í Seoul í S-Kóreu sem öll athygli lieimsins hefur beinst að síðustu vikur er nú lokið og íþróttafólkið, blaðamenn o g erlendir gestir farnir hver til síns heima. íbúar Seoul eiga þó eftir að verða vitni að fleiri íþróttaafrekum þetta haustið þvi dagana 15.-24. október nk. verða þar haldnir Ólympíuleikar fatlaðra, þeir áttundu í röðinni. Leikarnir fara fram á sama svæði og nýafstaðnir Ólympíuleikar, notaðir verða sömu íþróttavellir og gist á sömu hótelum. íslendingar taka nú þátt í ^ leikunum í þriðja sinn og að þessu sinni fara héðan Qórtán íþróttamenn; tíu sundmenn, þrír fijálsíþróttamenn og einn borðtennismaður. Æfíngar hafa verið strangar hjá íþróttafóikinu að undanförnu enda farið að styttast í leikana og spennan tekin að magnast. Morgunblaðið tók nokkra keppendanna tali skömmu áður en þeir héldu utan og var ekki annað að heyra en að kominn væri ferðahugur í mannskapinn. íþróttasamband fatlaðra hefur eigin ólympíunefnd sem skipuð var fyrir leikana og hefur hún annast allan undirbúning og fjáröflun. Hin ýmsu íþróttafélög fatlaðra um landið tilnefndu í vetur 24 íþróttamenn og valdi ólympíunefndin 14 til að taka þátt í leikunum. Markús Einarsson starfsmaður Iþróttasambands fatlaðra verður einn aðstoðarmanna íslensku keppendanna í Seoul. Sagði hann í samtali við Morgunblaðið að íþróttafólkið væri á aldrinum 14-34 ára, flest þó í yngri kantinum og aðeins fjórir hefðu keppt áður á Ólympíuleikum fatlaðra. Allt hefði íþróttafólkið æft lengi og flestir reglulega sl. Qögur til sex ár með hinum ýmsu íþróttafélögum landsins. „Ólympíunefndin skipaði sérstaka þjálfara í vetur til að hafa umsjón með þjálfun íþróttafólksins en það býr víðs vegar um landið," sagði Markús. „Þá komum við tvísvar í sumar á fót æfingabúðum, í Hrafnagili í Eyjafirði og í Reykjavík. Einnig sáum við til þess að allir keppendumir kæmust á mót í sumar, sundfólkið keppti á Opna hollenska meistararmótinu og fijálsíþróttafólkið á opnu móti sem haldið var í Flensborg í Þýskalandi nú fyrir skömmu. íþróttafólkið hefur lagt mjög hart að sér fyrir leikana. Við vonumst að sjálfsögðu til að allir geri sitt besta og bæti sinn fyrri árangur og vonandi komast einhveijir í úrslit í sínum greinum. Annars er best að vera ekki með neina spádóma í þessum efnum heldur bíða og sjá hvemig íþróttafólkinu vegnar." Áætlaður kostnaður við þáttökuna í Ólympíuleiknum er um 3,5 milljónir króna. Eina milljón hefur íþróttasambandið fengið á flárlögum ríkisins og auk þess hefur það hlotið flárstyrki frá ýmsum aðilum svo sem sveitarfélögum, þjónustuklúbbum og fyrirtækjum. Markús sagði að enn vantaði þó töluvert upp á að endar næðu saman. Því yrði áfram unnið af kappi að því að reyna að brúa bilið og vonandi tækist það fyrir leikana. Með íslenska íþróttafólkinu sem keppir á Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul fara fararstjórar, þjálfarar og aðstoðarmenn alls níu talsins. Hópurinn fer utan í dag, 9. október og snýr aftur heim 28. október. BF KÚLUVARP - KRINGLUKAST - SPJÓTKAST: Reynir Krístófersson Hressandi að gaufa útiavelli Reynir segir íþróttimar hafa mikla þýðingu fyrir sig. „Það er ógurlegt umstang að æfa íþróttir, ég er með heila kerru aftan í bílnum með öllu því dóti sem ég þarf, m.a. sérstakan hjólastól sem ég keppi í. En ég þijóskast við því íþróttimar gefa mér svo mikið. Það er gífur- Reynir Kristófersson 34 ára lætur sér ekki nægja eina íþróttagrein því hann keppir í kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti á Ólympíuleikunum í Seoul. Hann segist ekki geta gert upp á milli íþróttagreinanna þriggja en telur sig þó sterkastan í kringlunni. Reynir féll niður af húsþaki fyrir tíu áram síðan og lamaðist fyrir neðan mitti. Hefur hann verið bund- inn við hjólstól síðan. Hann lét fötl- un sína þó ekki á sig fá og byijaði að æfa lyftingar ári eftir slysið. Fyrir úóram áram síðan sneri hann sér að ftjálsum íþróttum. „Ég byijaði að fikta við fijálsar íþróttir skömmu fyrir Ólympíuleika fatlaðra sem haldnir voru í New York 1984. Fór svo að ég var send- ur áþá leika þó að undirbúningstím- inn hefði verið stuttur. Því sýndi ég svo sem engin stórafrek á þeim leikum en þeir vora sannarlega lærdómsríkir. Ég hef æft nokkuð vel síðan og tekið þó nokkram fram- föram, hreppti m.a. fyrstu verðlaun í kringlu og spjóti og önnur verð- laun í kúlu á Evrópumóti í fijálsum lega hressandi að fara niður á völl og gaufa, ég fæ algera útrás við það. Og ég er ekkert að láta það á mig fá þó að veðrið sé nú ekki allt- af eins og best verður á kosið, úti- veran er þá bara enn meira frískandi. Auk þess er félagsskap- urinn mikill -í kringum íþróttimar íþróttum sem haldið var í Wales á Énglandi í fyrrasumar. Ég veit að ég á eftir að mæta sterkari mönnum á Ólympíuleikunum en ég ætla ekk- ert að vera að hafa af því of miklar áhyggjur. Ætla bara að reyna að vera afslappaður og standa mig eins vel og ég get.“ Morgunblaðið/Sverrir. Reynir Kristófersson sem keppir í kringlukasti, kúluvarpi og spjótkasti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.