Morgunblaðið - 09.10.1988, Side 58

Morgunblaðið - 09.10.1988, Side 58
 58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 „Ég verð örugglega engin skrifstofublók“ Það er misjafht hvernig við eyðum frítíma okkar. Einn viðmælandi okkar hér í dag er Fiskur og er að kafna í áhugamálum. En eins og hann bendir á: Er ekki betra að hafa mörg jám í eldinum? En það er óalgengt að áhugamál og ævistarf fari saman. Eða er þetta tvennt kannski ekkert tengt. Sumir eiska starfið sitt. Aðrir eru ekkert að setja út á eitt eða neitt. Þeir eru bara í vinnunni. son er 18 ára piltur búsettur í Reykjavík. Páll stundar nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. ifc-Hann er yngstur sjö systkina og býr hjá foreldrum sínum í Vestur- bænum. Ég byijaði á því að spyrja Pál að því hvernig það hafi verið að vera yngstur í svo stórri fjöl- skyldu. Já, þetta var nú óttaleg hrúga, segir Páll og hlær, en núna eru allir fluttir að heiman nema ég og þetta er ósköp rólegt. Ég hangi þama ennþá. Ég man þegar við vorum sjö systkinin, þá voru keypt- ir níu lítrar af mjólk á dag. Það ^f^ioru tveir ísskápar og aldrei of lítið að borða. Enda er hún ansi mikil um sig fjölskyldan mín. Pappi og nokkur systkini mín í góðum hold- um en ég passa ekkert inní þetta. Ég er grindhoraður. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi róast á heimilinu. Þetta er mjög söngelsk §öl- skylda, faðir þinn, Hjálmtýr, og Diddú systir þín eru bæði þekkt af söng sínum. Ert þú söngmað- ur? Ja, það má segja að ég hafi ver- ið ansi heppinn. Pabbi var náttúr- lega alltaf að fræða okkur um söng- list. Það voru alltaf plötur á grammafóninum og þegar ég kom í heiminn þá var hver íjölskyldu- meðlimur með sér tónlistarsmekk. Allt frá rokki og róli og niðrí arg- asta pönk. Ég hef fengið mjög fjöl- breytilega tónlistarblöndu. En ég veit ekki hvort ég legg sönginn fyrir mig. Ég er núna í kómum í skólanum og það er ágætt til síns brúks en ég veit ekki hvort ég læri söng sérstaklega eins og Diddú systir er að gera núna. í hreinskilni sagt þá veit ég ekki hvort ég upp- fylli þær kröfur sem gerðar eru í söngnámi. Það er mjög skemmtilegt að vera í kómum uppi í skóla. Sumarið fór alveg í kórstarfíð. Við fómm til Ungveijalands á kórmót, þar sem hittust kórar hvaðanæva úr Evrópu. Þama var verið að vega og meta hveijir skara framúr í söngnum. Voru þetta allt skólakórar? Nei, einmitt ekki. Við vöktum sérstaka athygli fyrir hvað við vor- um ung. Við vomm með ferskt pró- grainm. Góð íslensk þjóðlög og það má segja að lögin sem við sungum hafí verið ferskari en gengur og gerist. Við fómm út í byijun júlí og mótið stóð í tvær vikur. Þetta var 45 manna hópur. Ég byijaði eiginlega óvart i þessum kór. Ég hafði ekkert sungið síðan ég var krakki. Þá söng ég mikið en þegar ég fór í mútur var ég vinsamlega beðinn að halda kjafti. næstu árin. Það var til að röddin mikla sem átti að koma myndi ekki skemm- * ast. Og ég bara gerði það og horfði á myndbandið mitt. Síðan þegar ég rak upp mín fyrstu vein í kórpmfu í skólanum var ég strax tekinn inn. Það var dálítið fyndið að það héldu allir að ég yrði tenór eins og pabbi en svo var ég látinn syngja bassa. Þetta kom nú mér einna mest á óvart. Segðu mér eitthvað frá bernsku þinni Páll? Já. Mín bemskubrek vom ekki þannig að ég væri að bijóta rúður eins og sumir. Ég hef alltaf átt heima í Vesturbænum og þekki ekki annað. Ég hef alltaf verið ósköp rólegur. Sat mikið heima og dundaði mér við eitthvað. Ég las mikið og spáði í ævintýri alls kon- ar. Tók þá fyrir einhveijar söguhetj- PÁLL HJÁLMTÝSSON ur og teiknaði þær upp. Ég var óttalegur grallari. Það er kannski galli en ég er alltaf með mörg járn í eldinum. Það komu alltaf áhuga- mál úr öllum áttum. Það er kannski ekki galli að hafa of mikið að gera. Ég veit ekki. Ég las einhvem tímann að af því að ég er Fiskur þá sanka ég að mér alls kyns áhuga- málum og veit svo ekkert hvað ég á að gera við þetta allt saman. En ég var voða mikið í söngnum. Byij- aði sjö ára gamall í kór í Vesturbæj- arskólanum hjá Ragnhildi Gísla- dóttur og söng þar einsöng. Síðan fór ég að syngja með Gylfa Ægis- syni en hann var einmitt mikið í ævintýrasögum. Það fór alveg sam- an við mitt aðaláhugamál, þ.e. æv- intýrin. Gylfí breytti ævintýrunum í söngleiki og gaf út margar plötur í þessum dúr. 1983 fékk ég svo aðalhlutverkið í leikritinu Gúmmí Tarzan sem sýnt var hjá Leikfélagi Kópavogs. Ég var einmitt að hætta í bamaskóla á þessum ámm og var að byija í gaggó. Þetta hefur verið ansi stór biti að kyngja fyrir 13 ára peyja. En þessi sýning heppnaðist mjög vel og ég er einna stoltastur af þessari sýpingu af öllu því sem ég hef gert. í framhaldi af sýning- unni var svo gefín út plata með lögunum úr sýningunni. Síðan í Hagaskóla hélt maður áfram í leik- listinni og kenndi okkur Sigríður Eyþórsdóttir. Alltaf nóg að gera? Já, blessaður vertu, alitaf nóg að gera. Ég teikna ferlega mikið líka. Það em myndir niðri í geymslu eftir mig alveg frá því að ég var tveggja ára. En ég hef alltaf haft gaman af því að troða upp. En síðan kom mitt aðaláhugamál sem ég dýrka ofar öllu en það em kvik- myndir. Ég fékk kvikmyndavél þeg- ar ég var tólf ára og ég gerði ekk- ert annað en að leigja mér kvik- myndaspólur og rúlla þeim í gegn. Rakti þær svo upp og spáði mikið í hvernig þær vom klipptar og unn- ar. Ég man ég pældi voða mikið í þessu. En ég hélt áfram á þessari ævintýralínu. Bara í öðmvísi formi. Núna vom þetta orðin fullorðins- ævintýri. Ég er mikill aðdáandi hryllingsmynda. Einn af fáum held UMSJON STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR OG ARI GÍSLI BRAGASON »1 Það þýddi lítið að vera sannleikselskandi Is- lendingurá sauð- skinnsskóm ogmeð harðfískinn íannarri á þess um slóðum. ASTA EINISDÓTTIR T U ímabært er orðið að fá persónu af Suðumesj- um til að hefja upp raust sína hér á opnunni. Úr Njarðvíkunum kem- ur til að mynda margt ágætisfólk, þar á meðal hún Asta Einisdóttir sem fæddist á því herrans ári 1965 suður með sjó. Að vísu fínnst Ásta ekki harla oft í Njarðvík lengur, því hún gerðist innflytjandi í Reykjavík fyrir réttum átta áram og bendir allt til þess að þar verði hún áfram. Ásta er heilmikil val- kyija, hress og kát og ófeimin við að láta það flakka sem fyrst kem- ur í hugánn. Eftir dálítið stíma- brak, hlátursrokur og kaffi uppá- hellingu gat ég loks neglt hana niður í þægilegan stól og byijað viðtalið. Hvað kom til að þú fluttir til Reyjavíkur? Þegar kom að því að fara í 9. bekk ákvað ég að færa mig um set og flytja inn til Reykjavíkur. Ég tók bekkinn í Álftamýrarskóla og bjó þann tíma í Breiðholtinu, flutti svo í Eskihlíðina og byijaði nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Er eitthvað minnisstæðara umfram annað frá mennta- skólaárunum? ÁSTA EINISDÓTTIR Sjálfur skólatíminn var nú eins og hjá flestum öðmm, það skiptist á skin og skúrir í þeim efnum. Eg gerði hins vegar ýmislegt skemmtilegt í sumarfríunum mínum. Eftir fyrsta veturinn lagði ég til að mynda leið mína til smá- eyjunnar Bjöm í norðurhluta Nor- egs. Bróðir minn býr þar og ég gerðist nokkurskonar au-pair hjá honum um sumarið. Ég hafði mikla löngun til að skipta um umhverfi, var full ævin- týraþrár og fannst alveg tilvalið að Iíta á staðinn. Þama er mikið fámenni og kjörinn vettvangur til að uppg;ötva ýmislegt nýtt um sjálfan sig í ró og næði. Fyrst þegar ég kom til eyjunnar og gekk inn aðalgötuna, sem er raunar eina gata þama, fóm allir eyjaskeggjar út í glugga að kíkja á nýja andlitið, koma mín var aug- ljóslega stórviðburður. Eftir tvær vikur var ég farin að gera slíkt hið sama, sem sýnir hvað maður getur nú orðið langt leiddur! Ég fann alveg nýja hlið á sjálfri mér þegar ég uppgötvaði að ég kunni engan veginn við mig þama, þó svo að ég væri innan um ágætt fólk og byggi hjá bróður mínum og mágkonu. Tilbreytingarleysið var alveg að gera út af við mig, það var bókstaflega ekkert hægt að gera nema að stika þessa einu götu fram og til baka með bama- vagninn. Ég hélst við með herkjum í þijá mánuði og það varð gífurleg gleði þegar ég komst aftur til byggða! Ég veit sem sagt núna að ég myndi aldrei flytja til einhvers smáþorps úti á landi, ég veslast bara upp ef ég fæ ekki að vera innan um ys og þys borgarinnar. Eftir þetta merkilega sumar lauk ég svo öðm árinu mínu í MH, vann svo á Kleppsspítala sumarið á eftir og að enduðu þriðja árinu ákvað ég að taka mér frí í eitt ár. Það var nú mest vegna þess að mig langaði til að vinna meira á Kleppi. Viltif útskýra það aðeins nán- ar? Mér finnst ofboðslega gaman að vinna með fólki, hvort sem það er smáfólk eða fullorðið. Ég starf- aði á skóladagheimili fyrir böm starfsmanna Ríkisspítalanna í einn vetur og get held ég sagt með sanni, að störf mín á bamaheimil- inu og Kleppsspítala séu þau við- fangsefni sem ég hef fengð lang- mest út úr hvað þroska og skilning varðar. Það má segja að þau séu afskaplega gefandi, þó ekki í þeim skilningi að maður þéni neitt til- takanlega á að vinna þau ... Hefurðu hugsað þér að læra eitthvað þessu tengt? Já, ég er að fínna mér léið til að nálgast þessi störf sem ég hef svo mikinn áhuga á og era tengd fólki. Ég velti heilmikið fyrir mér að læra hjúkmn, fara í fóstranám eða eitthvað slíkt, en sálfræðin vann og nú læri ég hana í Há- skóla íslands. Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég ætla að gera við sálfræðina, hvort ég kæri mig um að verða félagsráðgjafí, sálfræðingur eða hvort ég myndi vilja kenna þessi fög. Það er reyndar ekki svo fjarri lagi því að þar gæti ég einnig verið innan um margt fólk. Fyrir mér er sálfræðin nálgun við mín áhugamál. Hefiir ævintýraþráin gripið þig eitthvað nýlega? Ég er nú hrædd um það. Hún varð þess valdandi að um áramót- in ’87/’88 fór ég vestur til Banda- ríkjanna. Raunar má segja að hluti ástæðunnar hafí einnig verið sá, að ég ætlaði mér að slíta ástarsam- bandi sem ég var í, hélt að mér dygði að fara úr landi og byija nýtt líf, ætlaði mér að gera þama ósýnileg kaflaskipti í tilveruna. Hugmyndin var mjög góð að því leyti til, að ég sagði engum hversu lengi ég ætlaði mér að vera, vissi það ekki sjálf og ákvað að láta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.